Morgunblaðið - 18.05.1997, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ
36 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997
>------------------------
MINIMINGAR
GUÐMUNDUR
KRISTÓFER
GEORGSSON
GUÐMUNDA LA UFEY
HARALDSDÓTTIR
+ Guðmundur Kristófer Ge-
orgsson fæddist í Ólafsvík
7. desember 1921. Hann lést á
heimili sínu á Álftanesi 8. apríl
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Bessastaðakirkju 15.
apríl.
Eftir langvarandi veikindi kom
kallið. Okkar ástkæri afi er farinn
m frá okkur. Einhvern veginn er það
nú samt svo að niaður er ekki tilbú-
inn að takast á við þá miklu sorg
sem því fylgir. Okkar fyrstu minn-
ingar um afa á Nesinu eru frá því
er við systurnar fórum þangað með
mömmu og pabba. Það var alltaf
gott að koma til ömmu og afa á
Nesinu, því mikla hlýju fundum við
þar. Alltaf var afi tilbúinn að eiga
stund með okkur systrunum og
voru þær margar góðar. T.d. í bíl-
skúrnum þegar hann var þar að
vinna. Það var einnig gaman að
fara til afa þegar hann var að vinna
hjá Esso. Fengum við þá gjarnan
sælgæti eða litla bíla. Oft vorum
við frændsystkinin öil saman komin
hjá ömmu og afa á Nesinu og þá
var fjör og lætin oft mikil en aldrei
reiddist afi, sama hvað gekk á.
Eftir miklar draugasögur hjá okkur
krökkunum var oft rifist um hver
ætti að skríða upp í rúm á milli
ömmu og afa, því alltaf var gott
að koma þangað. Og voru stundirn-
ar margar góðar sem lengi má telja
upp.
Afi var mjög hjarthlýr og góður
maður, bæði við menn og dýr. Betri
mann er ekki hægt að finna. Þín
mun verða sárt saknað.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem geymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibj.Sig.)
Elsku amma mín og Sævar minn,
guð veiti ykkur styrk í sorginni, því
missir ykkar er mikill. Elsku afi,
okkar minning um þig mun lifa í
hjarta okkar um ókomna framtíð.
Hulda Hlíf og
Lára Georgsdætur.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp-
lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það
eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+ Guðmunda Laufey Haralds-
dóttir fæddist á Hellissandi
7. júlí 1923. Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 18. apríl síð-
astliðinn og fór útför hennar
fram frá Hafnarfjarðarkirkju
25. apríl.
Elsku mamma mín, þá kom að
því að þú hvarfst úr mínu lífi og
það hvarf var sárt og söknuðurinn
er mikill, svo mikill að hann mun
lengi lifa. Ég man eftir því þegar
ég var lítill strákur og líf okkar
byijaði saman. Við gengum í gegn-
um ýmislegt bæði súrt og sætt.
Alla tíð hefur þú verið mér einlæg,
góð, kærleiksrík og viljað allt fyrir
mig gera. Um leið og þú vissir að
ég fyndi til eða mig vantaði eitt-
hvað þá varst þú þar og tróðst þér
alltaf í þau mál og svo öfugt og
ég mun aldrei gleyma þeirri ævi sem
við áttum saman og ég mun aldrei
gleyma því hjarta sem þú áttir né
þeirri sál sem þú býrð yfir. Með
einlægri ást og miklum söknuði
elsku mamma mín.
Hjarta mitt og hjarta þitt og
hjarta systkina minna munu styrkja
eiginmann þinn til æviloka, hann
elskulega föður okkar, Jóhann L.
Ingibergsson.
Þinn yngsti sonur,
Jóhann litli.
Nú ertu farin úr mínu lífi, elsku
Munda mín, og sár er söknuðurinn.
Mér finnst ég vera svo tóm, það
vantar svo mikið í lífið eftir að þú
fórst. Það er skrítið að geta ekki
farið upp á Kirkjuveg og talað við
þig. Húsið er svo tómlegt án þín.
En ég ætla að geyma minningarnar
í hjartanu mínu. Þú varst ávallt góð
við mig og mér þótti mjög vænt
um þig, það var svo gaman að gleðja
þig og gera eitthvað skemmtilegt
fyrir þig og gaf manni mikið. Mér
fannst líka yndislegt hvað þú varst
góð við börnin, söngst og ýmislegt
annað. Við áttum ýmislegt sameig-
inlegt sem við tvær vitum og geym-
um. Ég kveð þig nú með djúpum
söknuði og einhvern tímann hitt-
umst við aftur.
Ég bið algóðan guð að blessa Jóa
og ijölskylduna.
Þín tengdadóttir og vinkona,
Guðný.
Elsku amma, með tárum ég kveð
þig, Guð geymi þig og gefi afa all-
an þann styrk sem hann þarf, því
það er svo tómlegt hjá honum án
þín. Ég geymi allar góðu minning-
arnar um þig í hjarta mínu, allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an. Þessar línur eru til þín. Nú ertu
farin frá mér elsku amma mín, mér
finnst það svo sárt, þú gafst mér
svo margt og varst mér svo góð,
ég græt því ég sakna þín.
Mér þykir svo vænt um þig, elsku
amma.
Þín ömmustelpa,
Ingibjört.
Nú er elsku amma okkar komin
til guðs og búin að fá hvítu engla-
vængina sína og líður vel. Við sökn-
um þín ofsalega mikið og finnst
skrítið að nú er ekki amma á Kirkju-
vegi lengur til staðar. Við þökkum
fyrir að hafa fengið að njóta þín
og vera með þér, þú varst okkur
alltaf góð og söngst með okkur
barnavísur og lékst við okkur, og
oft laumaðir þú til okkar smá gott-
eríi þegar ekki var nammidagur.
Við elskum þig og söknum þín,
elsku besta amma okkar. Elsku
afi, guð gefi þér styrk í þessari
miklu sorg og til að halda áfram
að lifa.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs-
ins degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibj. Sig.)
Þín litlu ömmubörn
Arnar, Katrín og Jóhanna.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
DAVID B. TATE
verkfræðingur,
Gloucester,
Virginíu,
Bandaríkjunum,
lést á heimili sínu föstudaginn 16. maí.
Sigríður Finnsdóttir Tate,
börn og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR,
Tunguvegi 1,
Reykjavík.
Sigurður A. Álfsson,
Jón Friðrik Sigurðsson, Álfrún Sigurðardóttir,
Ásrún Matthíasdóttir, Jón Kristinn Cortez,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns, sonar, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
PÉTURS BJÖRNSSONAR,
Álftamýri 58.
Dagmar Ingólfsdóttir,
Anna S. Guðmundsdóttir,
Anna Bára Pétursdóttir, Davíð B. Guðbjartsson,
Ingólfur G. Pétursson,
Dagmar L. Jónasdóttir,
Svanhildur F. Jónasdóttir, Ásmundur Vilhjálmsson,
Pétur Már,
Maríanna Björk.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegrar frænku okkar,
ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
kaupkonu
frá Stóra Hofi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir 1. maí sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Hauksdóttir,
Þuríður Hauksdóttir.
Lokað
Lokað verður þriðjudaginn 20. maí vegna jarðarfarar
HAUKSJACOBSEN.
Verslunin Egill Jacobsen,
Austurstræti 9.
FASTEIGNASALAN
f r Ó n
FINNBOGI KRISTJÁNSSON LÖGG. FASTEIGNASALI
S: 533 1313
Gamli Vesturbær 99 fm björt og
virkilega falleg hæð ásamt 20 fm bílskúr.
Marmari og parket á gólfum. Þessi getur
losnað strax og hún selst strax. 0439
UTHLIÐ 140 fm mjög rúmgóð og björt
efri hæð í 4ra íbúða húsi, nýleg eldhúsinn-
rétting og nýtt allt á baði, parket á stofum.
öll herb. eru rúmgóð og húsið er í góðu
standi. Þessi stoppar stutt við! 0433
Sólvallargata Vel skipulögð 3ja herb
íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli. Nýtt parket og
20 fm sólverönd á svölum sem snýr í suð-
ur og vestur. Sér bílastæði. Áhv. 3,7 millj.
Verð 6,5 millj.
Gullsmári í Kóp so - 90 fm
skemmtilegar íbúðir í litlu fjölbýli, seljast
fullbúnar með vönduðum innréttingum án
gólfefna. Byggingaraðili er nú þegar búin
að byggja og selja 2 hús og aðeins eru eft-
ir nokkrar íbúðir í 3 húsi. Teikningar og
upplýsingar gefnar á skrifstofu frónar.
HÚSAFELL
Perla milli
hrauns og jökla!
Höfum fengið í sölu nokkrar leigulóð-
ir í Húsafellsskógi, þessari paradís
sumarhúsaeigandans. Frábært um-
hverfi og þjónusta, gönguleiðir.golf-
völlur, sundlaug og fl. Aðeins eru fá-
ar lóðir til ráðstöfunar núna. Nokkur
hús einnig til sölu, eða byggjum eftir
þínu höfði.
+
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
ÁRNI ÞORVALDSSON,
Sólvangsvegi 1-3,
Hafnarfirði,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. maí sl.
Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn.