Morgunblaðið - 18.05.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 18. MAÍ1997 37
INGIBJÖRG
STEFÁNSDÓTTIR
+ Ingibjörg Stefánsdóttir
fæddist í Mjóadal í Laxár-
dal, Austur-Húnavatnssýslu, 8.
maí 1907. Hún lést á hjúkrunar-
heimilinu Eir 11. apríl síðastlið-
inn og fór útför hennar fram
frá Blönduóskirkju 26. apríl.
Húnvetnsk frænka er gengin á
vit feðranna. Hún lézt aidurhnigin
langt frá uppruna sínum - langt
frá heimaslóðum, þar sem hún hafði
drýgt dáðir með lífshlutverki sínu
- ljósmóðurstörfum.
Ingibjörg Stefánsdóttir, kennd
við Gil í Svartárdal, var ósérhlífin
í þessu lífsstarfi sínu - og það var
altalað fyrir norðan, að henni hefði
alla tíð farnazt vel í því. Talað er
um heppna lækna. Á sama hátt er
ekkert óeðlilegt að segja að Imma
hafi verið heppin Ijósmóðir - missti
aldrei nýfætt bam.
Öll börn, sem hún tók á móti,
lifðu. Hún tók á móti nýju lífi við
hinar og þessar aðstæður, stundum
afar erfiðar eftir löng og þreytandi
ferðalög.
Imma frænka var ákveðinn per-
sónuleiki - hafði átt mann, sem
hún unni og virti. Þau hjón vom
skyld - bæði af Skeggstaðaætt.
Maður hennar, Þorsteinn Jónsson,
gerðist sýsluskrifari eftir að þau
hjón fluttust til Blönduóss. Hann
var tónlistarmaður af guðs náð -
tónskáld og kórstjóri. Þorsteinn var
systursonur Kristjáns Gíslasonar
kaupmanns á Sauðárkróki. Kristján
var glæsimenni með músík í blóð-
inu. Það var mikið um tónlist og
aðra list í lífi Immu frænku. Til að
mynda myndlist. Hún las alltaf úr-
valsbækur og ræddi efni þeirra.
SVERRIR
SIGURÐS-
SON
+ Sverrir Sigurðsson, vél-
sljóri, fæddist á Gríms-
staðaholti í Reykjavík 9. janúar
1933. Hann lést á Landspítalan-
um aðfaranótt 5. maí síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Fossvogskirkju 14. maí.
Kær frændi minn, Sverrir Sig-
urðsson, er látinn. Mig langar að
senda honum mína hinstu kveðju
með hinu fallega ljóði eftir Kristján
Jónsson.
Þú sæla heimsins svalalind,
ó, silfurskæra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal læknar sár.
Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.
Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt,
því drottinn tekur tárin mín -
ég trúi’ og huggast læt.
(Kr. Jónss.)
Vertu sæll, frændi minn, Guð
blessi þig og varðveiti að eilífu.
Þín bróðurdóttir,
Anna Björg Guðjónsdóttir.
Handrit afmælis- o g minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp-
lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það
eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Hún missti mann sinn allt of
snemma og var ekkja áratugum
saman, en af eljusemi kom hún
börnum sínum tveim til þroska og
æðri menntunar. Ingibjörg var stillt
kona, en hreint ekki skaplaus. Eitt
sinn leyfði ég mér að segja við
hana frænku mína (við erum systk-
inabörn) að hún væri kyrrlátur ofsi.
Hún tók því vel. Áður fyrri í trölla-
og æsiferðum milli norðurs og suð-
urs og suðurs og norðurs, bílak-
andi, oftast of hratt, var alltaf áð
hjá frænku og iðulega gist. Það var
svo langt frá hversdagsleikanum
að koma inn í þetta litla „Hans og
Grétu“-hús hennar - heitir Forna-
staðir og stendur fremst í brekk-
unni fyrir innan Blöndu og utan.
Iðulega slegin upp veizla, reitt fram
kálfakjöt, sem er húnvetnsk hefð
að sjóða niður í loftþéttar krukkur
og taka fram við sérstök tækifæri.
Föðursystir mín, Elísabet frá Gili,
sagði að hún hefði lært kúnstina
við kálfakjötið af Elínu Briem sem
stýrði kvennaskólanum á Ytri-Ey.
Svo mikið er víst að þetta kjöt gef-
ur sérstakan kraft, ekki síður en
Texas-nautasteik.
Á ferð um páskana á slóðum
feðranna í heimsókn hjá fólki á
Blönduósi var litið í áttina að hús-
inu hennar Immu, þar sem það
kúrði í mjallahvítum snjónum með
fjöllin í Langadal í baksýn, þau
voru alsett sólstöfum. Þá rifjaðist
margt upp: Að hitta hana í hennar
ranni og var andleg reynsla, hún
var svo fróð og hún var svo mennsk
og mannleg í öllu. Eitt atvik er
minnisstæðast. Maki_ undirritaðs
númer tvö vænti sín. Á ferðinni var
frumburðurinn. Það var júlí ’62 -
sól inni og sól úti - nýtt líf að ryðja
sér leið inn í þennan heim. Má segja,
að teflt hafi verið á tæpt vað að
vera á ferðalagi þegar svona stóð
á. Komið við hjá Immu, sem tók
af skarið og setti frænda sinn í
snarheitum inn í vissan sannleik,
ef fæðing bæri brátt að. Þetta gaf
traust. Ekkert er betra í þessu lífi
en að vera treyst fyrir einhveiju
vandasömu eins og í þessu tilviki.
Hafði áhrif á sjálfsmat og jók styrk
í lífsins ólgu sjó. Hins vegar var
engin fæðing fyrr en komið var til
Reykjavíkur. Svona var hún Imma
boðin og búin að gefa öðrum styrk.
Hún tók starf sitt eins og listræna
sköpun. Hún afhenti nýtt líf inn í
heiminn æ ofan í æ. Hveiju nýju
lífi fylgir nýr heimur inni í þessum
heimi. Imma óx af starfinu. Börn
hennar tvö, Elísabet, gift í Þýska-
landi og Hængur, tannlæknir, voru
Immu hamingja og gleði.
Steingrímur St.Th.
Sigurðsson.
Barrholt 10 — opið hús
um hvítasunnuhelgina, sunnudag og mánudag
frá kl. 13.00-16.00.
Gott einbýlishús, 140 fm + bílskúr. 5 svefnherbergi.
Fallega ræktaður garður. Stutt í alla þjónustu.
Bústaður fasteignasala,
Haukur Friðriksson, löggiltur fast eignasali,
sími 451 2600, fax 451 2747
„Klassa” 3ja og 4ra herb.
íbúðir á frábæru verði
í Breiðuvík 1, 3 og 5 eru til sölu 3ja herb. 90 fm íbúðir og
4ra herb. 115 fin íbúðir allar með sérinngangi og öllu sér.
Ibúðirnar seljast fulllninar ineð full flísalögðum böðum,
öllum innréttingum og gólfefnum. Sameign úti sem inni
verður öll frágengin þar með talin lóð. Að utan verða
búsin kvörsuð. Allur frágangur verður fyrsta flokks.
Bílskúrsréttur getur fylgt.
Ibúðirnar eru til afliemlingar fljótlega.
Verð á 3ja herb. íbúð fullbúinn er frá kr. 7,5 millj. og
4ra herb. íbúð frá kr. 8,9 millj.
Eitt besta verðið á markaðnuin, gerðu verðsamanburð.
Hér er ekki um að ræða neinar nauðþurftaíbúðir.
Asbyrgi
\
SP-FJÁRMÖGNUN HF
Vegmúla 3 • 108 Reykjavlk • Sími 588 7200 • Fax 588 7201
Premium
pca
©©turrrru b©trrri k©up?
Turnkassi Soundblaster
P200+ örgjörvi 1 6VE
(IBM) 25W hátalarar
256KB 33600bps
flýtiminni mótald
16MB EDO 1 5" hágæða
minni litaskjár
DIGITAL Á fSLANDI
Vatnagarðar 14 104 Reykjavík
Sími 533-5050 Fax 533-5060
s
Abyrg þjónusta í áratugi
Sími 588 9090 - Síðumúli 21 Sverrir Kristinsson, lögg. fast.e.s.
Einbýlishús í Skerjafirði óskast
- staðgreiðsla í boði.
Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250-300 fm
einbýlishús. Staðgreiðsla ( boði fyrir rétta eign.
íbúð við Miðleiti (Gimli) óskast - staðgreiðsla.
Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 110-120 fm íbúð
í þessari blokk. Staðgreiðsla í boði.
Einbýlishús í Fossvogi óskast
- staðgreiðsla í boði.
Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250-300 fm
einbýlishús í Fossvogi. Bein kaup, allt greitt strax í peningum og
húsbréfum. Ekki er nauðsynlegt að húsið verði laust fyrr en eftir
eitt ár. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Hæð eða parhús.
Höfum kaupanda að góðri 150-200 fm sérhæð, hæð og ris, hæð
og kjallara eða parhúsi á svæðinu vestan Háaleitisbrautar.
Vesturbær - Þingholt.
Viðskiptavinur okkar leitar að um 110 fm 4ra-5 herb. hæð í
vesturbæ eða Þingholtum á verðbilinu 9,5-11,0 millj.
Atvinnuhúsnæði óskast.
Bráðvantar á skrá:
100-300 fm iðnaðarhúsnæði á götuhæð og
með góðri lofthæð.
50-200 fm verslunarhúsnæði á góðum stað í Rvík.
100-400 fm skrifstofuhæð í Rvik.
200-500 fm óinnréttaðar hæðir í borginni.
Mikil eftirspurn eftir öllum tegundum atvinnuhúsnæðis.
Nánari uppl. veitir Stefán Hrafn.