Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐ VITA ekki hvað gerðist áður en þú fæddist er að vera barn að eilífu,“ sagði Cicero. Descartes tók hinn pólinn í hæðina: „Ef maður er of forvitinn um siði fyrri alda er maður alla- jafna mjög fáfróður um siði þessarar." Arthur Marwick hefur gert rannsókn siða og atburða fortíðarinnar að sínu höfuðvið- fangsefni. Flestir sagnfræðingar velta því einhvem tíma fyrir sér hvað sagnfræði sé og til hvers. Flestir sagnfræðingar, sem menntaðir eru í Háskóla íslands, hafa leitað svara í smiðju Marwicks. Bók hans „The Nature of History" eða „Eðli sagnfræði“ er kennd við háskólann og lesa hana allir, sem læra sagnfræði. Nú er Marwick á leið til íslands og mun hann halda fyrirlestur í Háskólabíói á miðvikudag og stjórna málstofu á söguþingi, sem Til at skilja samtímann þarf að rann- saka fortlðina gefa til kynna hvar gloppur er að finna og vekja spurningar. Af því fæðast hugmyndir og hægt er að fara að skipuleggja hvernig nálg- ast eigi heimildirnar. Það er aldrei hægt að taka eina heimild heldur verður að nota margar og það er aðeins hægt að greina vandann með mikilli og erfiðri vinnu, en smám saman fer að koma fram skýr mynd. Þetta ferli er þó fullt endurtekninga. Það er ekki um að ræða rödd Guðs, sem finnur sannleikann.“ Kenningar eru snar þáttur í sagnfræðiskrifum, en það verður að gera greinarmun milli kenn- inga. „Ein allsheijarkenning er gagnslaus,“ sagði Marwick. „Smærri kenningar eða tilgátur eru hins vegar nauðsynlegar. Það er hættulegt að nálgast verkefnið með ákveðna kenningu í huga. Breski sagnfræðingurinn Arthur Mar- wick er þeirrar hyggju að án þess að rannsaka fortíðina sé engin von til þess að við skiljum samtímann. Marwick heldur fyririestur við opnun söguþings á miðviku- dag og verður einnig með málstofu á þinginu. Karl Blöndal ræddi við hann um eðli sagnfræði og rannsóknir hans á sjöunda áratugnum. haldið verður síðar í þessari viku. „Það er greinarmunur á sagn- fræði og fortíðinni, rétt eins. og náttúran og vísindi eru ekki það sama.“ sagði Marwick. Að sögn hans snýst sagnfræði um það að varpa ljósi á hvers vegna fólk gerir það sem það ger- ir og hvernig það fer að. Sagn- fræðingar reyni að segja frá því, sem gerðist í fortíðinni. „Án þess að rannsaka fortíðina höfum við enga von um að skilja nútíðina,“ sagði Marwick. Goðsagnir og sagnfræði Sumar þjóðir virðast ekki eiga sögu en aðrar virðast vera að slig- ast undan sögunni og maður gæti haldið að þær væru betur komnar án hennar. Marwick sagði að oft og tíðum þegar stjórnmálamenn létu sem þeir styddust við söguna byggi vafasöm sagnfræði að baki. „Sagan hefur áhrif og Marc Ferro hefur skrifað um „Notkun og misnotkun sagnfræðinnar“,“ sagði Markwick. „Vandamálin verða hins vegar aðeins leyst ef við tökum á goðsögnum sögunnar. Ef haldið er áfram að ýta undir goðsagnir, sem eru afvegaleið- andi, er voðinn vís. Hins vegar er ekki hægt að skilja viðhorf fólks án skilnings á fortíðinni." Ástandið á Norður-írlandi og átökin í gömlu Júgóslavíu eru tvö nærtæk dæmi frá Evrópu um það hvernig sagan er tekin og notuð til að knýja fram annarleg mark- mið. Oft og tíðum hafa sömu at- burðirnir margs konar merkingu. Marwick sagði að þótt með sagn- fræðinni væri leitað skilnings á fortíðinni væri ekki þar með sagt að nota ætti hana til að réttlæta grimmdarverk. Markmiðið væri að átta sig á umhverfinu og þá yrði að taka allt með í reikninginn, einnig menningu, listmuni og tón- list. Marwick er þeirrar hyggju að sagnfræðin sé jafn mikilvæg og raunvísindin og því megi ekki van- rækja hana. AA nálgast hið llðna „Fortíðin er liðin og við getum ekki nálgast hana beint,“ sagði Marwick um það hvernig sagn- fræðingurinn ætti að stunda sitt fag. „Það er aðeins hægt að rýna í fyrri þjóðfélög með því skoða það, sem skilið hefur verið eftir. Þá er ég að tala um frumheimild- ir; bréf, skjöl, málverk, skáldsögur og byggingar. En það er ekki sama hvernig það er gert. Menn þurfa að sérhæfa sig í einhveiju efni. Til þess að verða sérfræðingar verða þeir að rannsaka það sem aðrir hafa skrifað um þeirra svið, svokallaðar eftirheimildir. Þær Fyrst verður að skoða heimildirnar og gögnin. Það er eitt að hefjast handa með kenninguna að leiðar- ljósi og annað að koma í mark með kenningu í höndunum.“ BreytlngaskelAIA 1958-1974 Marwick hefur núlokið við að skrifa bók um sjöunda áratuginn. Þar fjallar hann um menningar- og þjóðfélagsbreytingar í fjórum löndum, Bretlandi, Ítalíu, Frakk- landi og Bandaríkjunum frá 1958 til 1974. Hann hefur áhuga á að aukið verði við þær rannsóknir, sem unnið er úr í bókinni, meðal annars með því að rannsaka þetta tímabil í öðrum löndum og á sögu- þinginu verður hann með málstofu um efnið. „Ég vil fá viðbrögð og komast að því hvort tilgáta mín er nothæf,“ sagði hann og kvaðst einnig hafa áhuga á að komast að því hvernig ísland hefði farið út úr hræringum þessa 15 ára tímabils. Marwick kannaði bæði þá strauma, sem voru sameiginlegir í löndunum fjórum, og það, sem var ólíkt. Tók hann saman hegð- un, klæðaburð og tónlist. „Bítlarn- ir eru sennilega nærtækasta dæm- ið um áhrifavald, sem var sameig- inlegur í þeim löndum, sem ég tók fyrir, og víðar en það var einnig margt annað,“ sagði Marwick. „Ég hafði einnig áhuga á hinu ólíka, til dæmis hreyfingunni, sem barðist fyrir borgaralegum rétt- indum í Bandaríkjunum, og átti sér ekki hliðstæðu annars staðar. Á Ítalíu kynntust bændur víða nútímaþægindum á borð við kló- sett fyrsta sinni. Á Ítalíu og í Frakklandi var katólska kirkjan öflug. Árið 1971 varfyrsti skilnað- urinn á Ítalíu og 1974 greiddu ítalir atkvæði með því að skilnaðir yrðu leyfðir. Venjulegt fólk varð þátttakandi í að móta eigin örlög. Italska þjóðin vann sigur þegar hún reis upp gegn banninu við skilnuðum og um leið kom fram hvað stjórnmálamennirnir og vald- hafarnir voru úr sambandi við það, sem var að gerast.“ Marwick sagði að margt væri vitað um sjöunda áratuginn, en annað ekki. í bókinni, sem ekki er komin út, rekur hann meðal annars hvernig orðalag virðist smitast milli landa og rekur hvern- ig hinar ýmsu hljómsveitir verða vinsælar með mismunandi hætti. Vakning grasrótarinnar í bókinni rekur hann einnig vakningu grasrótarinnar ef svo má að orði komast, hvernig borg- arahreyfíngar verða til og mið- aldra fólk tekur höndum saman. Ein fyrsta hreyfingin varð til í Memphis í Tennessee. „Þetta var umhverfísverndarhópur, konur, sem lögðust gegn því að lögð yrði hraðbraut í borginni," sagði Marwick. „Þær sigruðu og komu í veg fyrir að hraðbrautin yrði lögð.“ Marwick byggir frásögn sína á dagbókum, sem fólk hélt á þessum tíma, og persónulegum gögnum, þar sem því er lýst hvernig var að vera til á þessum tíma. Þessi gögn tók hann og bar saman við víðtækari heimildir. „Það eru tvær goðsagnir um sjöunda áratuginn," sagði hann. „Annars vegar er talað um að á þessum tíma hafí agi og gömul gildi glatast. Hins vegar er því haldið fram að vinstri öfl hafi ris- ið upp og bylting hafí legið í loft- inu, sem meðal annars hafi komið fram í andstöðunni við stríðið í Víetnam. Hvort tveggja er rangt. Það var aldrei möguleiki á bylt- ingu. Gagnrýnin kom úr öllum áttum, en það var aldrei eining meðal þeirra, sem að henni stóðu. Þá voru þessi öfl allan tímann snar þáttur í þjóðfélaginu og aldr- ei í andstöðu við meginstrauma í því. Andmenningin var samofín hinu hefðbundna þjóðfélagi og þegar árið 1974 rann upp hafði þjóðfélagið gerbreyst. Þetta kom fram í sjónvarpi. Áhorfendur, sem fóru að horfa á tilraunaleikhúsið, sem var fullt af þjóðfélagsgagn- rýni, komu úr millistétt. Kynlíf gerbreyttist. Það er til merkileg könnun, sem var gerð á Ítalíu og sýnir ótrúlegar viðhorfsbreyting- ar. Skyndilega voru konur farnar að taka sér elskhuga eftir að þær gengu í hjónaband, konur, sem fyrir hjónaband og áður en sjöundi áratugurinn rann upp, hefðu aldr- ei látið sér detta slíkt í hug.“ Niðurstaða Marwicks er sú að straumhvörf hafí orðið á Vestur^ löndum á sjöunda áratugnum. í bók sinni „Stríð og þjóðfélags- breytingar á tuttugustu öldinni“ fjallar hann um áhrif heimsstyij- aldanna og spyr hvor þeirra hafi haft meiri áhrif. „Þegar talað er um „vísvitandi“ pólitískar breyt- ingar er að minnsta kosti hægt að segja að síðari heimsstyijöldin hafi leitt til hruns nasismans, en aftur á móti er stundum erfítt að sjá um hvað var yfirleitt verið að beijast í heimsstyijöldinni fyrri,“ segir í bókinni. „Hins vegar er augljóst þegar verið er að tala um þjóðfélagsbreytingar, sem ekki voru vísvitandi, að það var hið „tilgangslausa“ stríð frá 1914 til 1918, sem skipti meira máli.“ Marwick vísar þar til þeirra áhrifa sem fyrri heimsstyijöldin hafði á fólk og bætir við að áhrifín af heimsstyijöldinni síðari hafí aldrei

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.