Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 MAÍ 1997 B 15 * FJÖLSKYLDAN, f.v.: Halldóra, Ólöf Hafdís Ragnarsdóttir, Vilborg, Ólöf Hafdís, María Ragna og Einar Júlíusson. HLJÓMSVEIT Guðmundar Ingólfssonar árið 1963. F.v.: Eggert Kristinsson, Erlingur Jónsson, Guðmundur Ingólfsson, Gunnar Þórðarson og Einar Júlíusson. stjóra í Keflavík, sem sá um allan reksturinn og þarna vorum við í mánuð. Þetta var í lokin á síldar- ævintýrinu og það voru töluverðir peningar sem komu út úr því dæmi. Ég var ekki orðinn sextán ára. Ég fékk að mig minnir undanþágu frá barnaverndarnefnd. Það var þarna einhver á staðnum sem bar ábyrgð á mér. Svo fórum við aftur tveimur árum síðar og þá tókum við Sjálf- stæðishúsið á leigu og þá var Pétur hættur og Páll Olafsson kominn í staðinn á trommur og Reynir Guð- mundsson úr Sandgerði í stað Þóris á píanó.“ Með Hljómum og síðar Pónik Það var komið fram á árið 1963 og þá voru stórir atburðir að gerast í heimi popptónlistarinnar og áhrifa þeirra gætti hér á íslandi. Einar Júlíusson var á timamótum og var að hætta í hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar. „Við Gunnar Þórðarson ræddum um að stofna hljómsveit þar sem við værum allir á líkum aldri. Það varð úr og við fórum að æfa saman, ég, Gunnar, Erlingur Bjömsson og Egg- ert Kristinsson. Við vorum að leita að bassaleikara. Það var ekki um auðugan garð að gresja. Gunni sagði: Ég skal redda bassaleikara. Ég man að þetta var fyrir helgi. Eftir helgina sagði Gunni: Jæja. Eg er kominn með bassaleikara. Það var Rúnar Júlíusson. Þá hafði Gunni um þá helgi skólað hann til og kennt honum undirstöðuatriðin. Við byij- uðum að æfa í september 1963 og Hljómar byijuðu að spila í forföllum hljómsveitar Guðmundar Ingólfsson- ar í Krossinum." Voru þá nýjustu bítlalögin leikin í gamla bragganum? „Nei. Þetta voru mikið Cliff Ric- hards og The Shadows-lög og gaml- ir rokkarar og lög með Presley. Ég var alltaf mjög viðkvæmur fyrir hálsbólgu í þá daga og alltaf veikur og alltaf á penselínsprautum þannig að ég lét taka úr mér hálskirtlana. Þá vandaðist málið. Það vantaði einhvern til að leysa mig af hólmi svo strákarnir gætu haldið áfram að spila. Það var hóað í Karl Her- mannsson. Kalli tók við af mér meðan ég var á spítala. Þá gerðust þau undur og stórmerki að Bítlarn- ir gáfu út sína fyrstu stóru plötu og hún sló í gegn og allt varð bijál- að. Strákamir tóku lögin upp og byijuðu að spila þau á dansleikjum. Þegar ég taldi mig svo vera tilbúinn að byija aftur eftir að hafa jafnað mig eftir kirtlatökuna var ég boðað- ur á æfmgu og látinn syngja þetta lag, Twist and south. Eg kunni hluta af laginu en ég var ekki sátt- ur við þessi öskur. Þau vom and- stæð mínum skoðunum á söng. Öskur gat ég ekki þolað. Þannig að ég söng það eins og Cliff Ric- hards hefði sungið það. Síðan ákváðu þeir að hafa samband við mig eftir að búið væri að hugsa málin. Svo fékk ég þær fréttir að það hefði verið kosið um það í hljómsveitinni hvor söngvarinn yrði áfram. Kalli fékk þijú atkvæði og ég eitt. Ég man að ég varð rosalega sár. Mér fannst reglulega skemmti- legt að vinna með þessum strákum. Þetta voru allt ungir og hressir strákar og hæfileikamenn. Ég ákvað að ég skyldi sýna þeim í tvo heimana. Ég ætlaði að taka fyrsta starfi sem mér yrði boðið. Skömmu síðar var ég á dansleik í Krossinum þegar trommuleikari kom að máli við mig og spurði hvort ég gæti hugsað mer samstarf við hljóm- sveitina. Ég hafði aldrei hugsað mér að syngja með danshljómsveit úr Reykjavík og bjóst við að það yrði einhveijum erfíðleikum háð. Ég var ráðinn í hljómsveitina Pónik og saman störfuðum við í 23 ár. Við vorum mikið í Breiðfirðingabúð pg í Glaumbæ á árunum 1964-66. í Pónik fyrstu árin voru Benedikt Pálsson á trommur, Sævar Hjálm- arsson á bassa, Úlfar Sigmundsson á gítar og Magnús Eiríksson á gít- ar. Sama ár og við fórum til Eng- lands, 1966, komum við fram í Sig- túni við Austurvöll. Þegar við fórum til Englands var kominn til liðs við okkur Björn Björnsson trommuleik- ari í stað Erlendar Svavarssonar sem hafði tekið við af Benedikt. Þá var bætti við orgeli sem Úlfar spilaði á og hann varð svo upp úr því hljómborðsleikari. Magnús hætti síðla árs ’67 og þá tók við Kristinn Sigmundsson á sólógítar. í það sinn var hann tæpt ár með hljómsveitinni og þá tók við Finnur Torfi Stefánsson en síðan kom Kristinn aftur í hljómsveitina skömmu síðar. Pónik spilaði mikið í Þórskaffi, á Keflavíkurflugvelli, í Stapanum og í samkomuhúsum víða um land.“ Er það ekki rétt munað að þú hafir verið kosinn vinsælasti dægur- lagsöngvari þjóðarinnar um það leyti sem þú byijaðir með Pónik? „Jú. Það var árið 1965. Það var í skoðanakönnun sem vikublaðið Fálkinn efndi til meðal æskufólks. Ég var kosinn vinsælasti söngvar- inn, Rúnar Júlíusson var í öðru sæti, Steini í Dúmbó í þriðja sæti, Ómar Ragnarsson í því fjórða og Halldór Kristinsson í Tempó í fimmta sæti.“ Hljóðrituðuð þið ekki plötu um miðjan sjöunda áratuginn? „Jú, það var árið 1966. Þá voru teknar upp tvær fjögurra laga plöt- ur í London. Lagið Léttur í lundu, sem var á seinni plötunni, eftir Kalla Hermanns varð geysilega vin- sælt og fór í fyrsta sæti í óskalaga- þáttum. Þá eru á þessum plötum lög sem náðu miklum vinsældum, Herra minn trúr og Jón á líkbörun- um, sem reyndar var bannað og heyrðist ekki árum saman í út- varpi." Söngstu ekki inn á plötu fyrir Svavar Gests í lok áttunda ára- tugarins? „Jú. Svavar Gests hringdi heim og spurði hvort ég gæti komið og rætt við þau Ellý heima hjá þeim í Fossvoginum. Eg tók vel í það og sagðist geta komið til þeirra þarna um kvöldið áður en ég færi að syngja í Sigtúni með Pónik. Þegar ég kom heim til þeirra sagði Svavar að hann vildi taka upp plötu með lögum eftir Jenna Jóns. Hann hafði orðið mjög hrifinn af söng mínum á plötu með Rut Reginalds þar sem ég söng með henni lagið Simsala bim. Hann sagðist ætla að taka upp plötu með dúettsöng og Vilhjálmur, bróðir Ellýjar, hefði átt að vera með á plötunni en samstarfinu væri lok- ið og hann fór ekki nánar út í það. Hann sagði að þau Ellý hefðu kom- ið sér saman um að ég væri sá sem þau vildu að kæmi í staðinn fyrir Vilhjálm. Ég tók strax vel í það og var snortinn yfir því að þau hjónin hefðu valið mig. Þetta er tólf laga plata. Upptökur gengu vel og þeim stjórnaði Þórir Baldursson." Sólóferill Hvað tók svo við þegar þú hætt- ir með Pónik? „Það tók við sólóferill. Söngurinn gefur mér mikla lífsfyllingu. Það tóku við þessir upprifjunarkonsert- ar. Ég byij aði að syngja á rokkhá- tíðum á Breiðvangi, söngskemmt- unum á Hótel íslandi, í súlnasal Hótels Sögu og í Glaumbergi í Keflavík og við ýmis tækifæri. Mér fannst gott að vera ekki lengur fastráðinn og geta nokkurn veginn ráðið því hvar ég kom fram. Ég söng nokkrum sinnum í Naustinu og í Glæsibæ með hljómsveit Önnu Vilhjálms á árunum 1989-’90. Ég var ekki alls fyrir löngu með í sýningu, sem hét Keflavíkurnæt- ur, og var á Strikinu í Keflavík þar sem rifjuð var upp tónlist frá liðnum árum. Ég hef verið að syngja við brúðkaup og við jarðarfarir. Ég vil segja að þetta sé frekar þróun en stöðnun, Óli. Þarna er ég að fást við öðru vísi tónlist en ég gerði hér áður fyrr. Þó að þetta séu töluvert mikið dægurlög þá koma inn lög eins Faðirvorið og fleiri lög trúar- legs eðlis sem reyna mikið á söng- hæfileikana. Hvort maður getur þetta eða ekki. Ég tel mig sleppa nokkuð vel frá Faðirvorinu miðað við það að ég lærði aldrei söng. Ég var að syngja inn á plötu eða disk fyrir Maríu Björk Sverrisdóttur og Pétur Hjaltested, sjómannalög. Við syngjum saman dúett við María Björk í lagi sem heitir Farmaður hugsar heim, eftir Þórunni Frans, sem Ellý og Ragnar Bjarnason sungu inn á plötu fyrir einum þijá- tíu árum, og ég syng einnig með Maríu Björk í laginu Landleguvals- inn. Diskurinn kemur út alveg á næstunni. Lögin voru tekin upp í stúdíói í Hafnarfirði." Ástvinamissir Einar Júlíusson hefur lengst af búið við velgengni og séð margt rætast sem hann dreymdi um á bernskuárum. Alvaran hefur þó sótt hann heim ekki síður en aðra menn. „Konunni minni, Ólöfu Hafdísi Ragnarsdóttur, kynntist ég á Siglu- fírði 1961. Við bjuggum í farsælu hjónabandi í 29 ár og dætur okkar eru Qórar og allar yndislegar og myndarlegar. Við giftum okkur í Innri-Njarðvíkurkirkju 1966. Hún greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum og það tók ár frá því hún greindist með krabbamein þar til hún dó. Það var óskaplega erfítt og mikil lífsreynsla. Hún barð- ist einstaklega hetjulega og ég þakka fyrir það að við skyldum fá . ár. Það eru ekki allir svo lánsamir. Um tíma leit þetta ekki illa út eftir að hún hafði farið í geisla- og lyfja- meðferð. Þegar við komum frá krabbameinslækninum var allt meinið horfíð. En von okkar breytt- ist síðan í sorg. Þremur vikum síðar fór þetta allt af stað aftur og var komið um allan líkamann. Hún var 49 ára þegar hún dó. Áfallið var mikið fyrir okkur öll, foreldra henn- ar og systkini. Svona er lífíð. Um leið og þú tekur þátt í ástinni þá tekur þú þátt í sorginni. Þær eru systur. Ég er að kveðja marga samtíðar- menn mína sem ég var að syngja fyrir á dansleikjum hér áður fyrr. ■>' Ég er að syngja yfír þeim við jarð- arfarir þegar þeir kveðja.“ Einar Júlíusson hefur lifað við- burðaríka ævi. í stuttu blaðaviðtali er einungis greint frá því helsta. Hann er ávallt kærkominn gestur þar sem hann stigur niður fæti. Ljúfur og góður drengur sem hefur glatt ótal hjörtu með söng sínum og framkomu. Hef opnað læknastofu í Lækningu að Lágmúla 5 Timapantanir í s: 533 3131 kl. 9 - 12 og 13-17 virka daga Helga Hrönn Þórhallsdóttir Sérgre/n; Húðlækningar Lækning Lágmúla 5 1 08 Reykjavík Sími 533 3131 ,1 »>■ FJOLDISJON VARPSRASA AN AFNOTACJALDA ÚERVIHNATTASJONVARP ER FRAMTÍÐIN ÞÚ OETUR VALI-Ð UM ÓTRÚLE<GAN FJÖLDA STÖÐVA HOT-BIKB 16 HÁSIlí ‘V.SS wtelsat 22 RÁSIR PAKKATILBOÐ: AÐEINS EÐA 2.980 1UÓMYKDIK ÍÞRÓTTIR TÓYUST FRÆÐSLUEFM FRÉTTAÞÆTTIR SKFMMTIDAGSURÁ FÞRIÍYIiYGARIÍFiYI RAMDALDSÞÆTTIR G FJÖLMARGT FLEIRA 49.900,* KR .JTÍR. KR. ÁMÁNUÐI* INNIFALIÖ í TILBOÐINU ER: 1.2 M ECHOSTAR-DISKUR, PICITAL READY-NEMI: 0.7 DB, ECHOSTAR STEREO- MÓTTAKARI M/FJARSTÝRINCU NÚ ER KOMINN TÍMITIL AÐ TENGJAST! Skipholti 19 Sími: 552 9800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.