Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 B 9 enn þurfi að leggja áherslu á um- hverfíð kringum húsin. Fyrir árið 2000 verður væntanlega kominn meiri heildarsvipur á safnsvæðið, ekki bara húsin tilbúin og vel við haldið eins og alltaf hefur verið lögð áhersla á heldur líka í kringum húsin komnir matjurtagarðar, girð- ingar og sögulegt umhverfi, þannig að fólk fái enn betri tilfínningu fyrir því umhverfi sem var í Reykja- vík. Þegar má sjá þarna ljósastaura eins og voru um aldamótin svo og snúrustaura. Mjög markvisst er hugað að því hvers konar trjágróð- ur er þar, eingöngu tegundir sem voru áður fyrr. Mjög miklu máli þykir skipta hvernig gengið er frá umhverfinu. Mlnjavarslan aðalverkefnlð Margrét segir að starfsfólk Ár- bæjarsafns sjái fyrir sér mikla vinnu við sýningar nú þegar þessi stóru hús séu öll komin í gagnið. En þrátt fyrir það verði framtíðar- verkefni safnsins fyrst og fremst minjavarslan. Að því leyti megi segja að sé að verða nokkur áherslubreyting á starfinu. Þá talar hún um allar minjar, hús, fomleifar og muni. „Hlutverk Árbæjarsafns er skýrt afmarkað að sinna rann- sóknum á sögu Reykjavíkur og þess vegna legg ég mikla áherslu á að þeir munir sem við tökum við endurspegli þessa sögu, atvinnulíf- ið í Reykjavík, sögu almennings, heimilishald o.s.frv. Því er mjög markvisst stýrt hvernig hlutum við tökum við. Við erum gagnrýnin á það.“ Margrét segir að nú sjái starfs- fólk safnsins fram á að fá meiri tíma og geta betur beitt sér að innra starfi, varðveislu muna og sýningum. En þá blasa við geymsluvandræðin. Allar geymslur ar. Við erum búin að tala um þetta í mörg ár. Ég reyndi að fá í gegn að við fengjum nýja geymslu í til- efni af þessu 40 ára afmæli safns- ins. Það hefur ekki gengið enn, en málið er í vinnslu. Til að auka fræðslu um hlutverk safna á sviði varðveislu safngripa höfum við einn dag á hveiju sumri boðið upp á leiðsögn um geymslurnar. Það verður í sumar líka. Við höfum fengið einnar milljón- ar krónu styrk frá Rannsóknarráði til að innrétta og kaupa tæki í for- vörsluverkstæði, til að gera við forngripi og safngripi, en getum eiginlega ekki nýtt þann styrk fyrr heldur líka stofnun sem tekur þátt í uppbyggingu borgarinnar, skipu- lagsvinnu og framkvæmdum. Er þátttakandi í starfsemi Reykjavík- urborgar, stofnun sem tekur þátt í nútímanum,“ segir Margrét. í samræmi við þjóðminjalög hef- ur safnið þríþætt hlutverk, að rann- saka, varðveita og miðla, með sér- hæfðri áherslu á sögu Reykjavíkur. Því er núna skipt í fjórar deildir, sem allar eru mjög virkar: a) muna- deildina, sem sinnir safngripunum, móttöku þeirra og rannsóknum á þeim, b) húsadeildina, sem hefur viðamikið hlutverk við minjavörslu í borgarlandinu í heild með ýmiss staðið í stað að undanfömu. Vonast er til að þessi ijölbreytta dagskrá sem verður í allt sumar í tilefni af- mælisins veki athygli. Aðgangur er ókeypis fyrir börn og aldraða. „Við sjáum ömmur koma með bamabörn- in sin, en strætisvagnaferðir eru hér nálægt og safnarútan gengur líka hingað. Við verðum vör við að þeir sem koma þeir koma oftar. Finna að þetta er lítil vin. Þetta er eins og annar heimur á sumrin þegar gott er veður. Fólk hefur mikið orð á hve friðsælt er hér og sumir segj- ast ekki hafa komið í áratugi," seg- ir Margrét. „Safnið er rekið af mjög hæfu HÚSIÐ við Lækjargötu 4 á sínum upprunalega stað. Myndin er tekin 1920-30. GEYMSLUSKORTUR er mikið vandamál í Árbæjarsafni, svo sem sjá má í geymslunni hjá honum Helga M. Sigurðssyni, deildarstjóra munadeildar. Varla á bætandi. STÓRU húsin, sem flutt hafa verið og gerð upp í Árbæjarsafni, standa kring um torg og verða þar sýningar. Þarna eru frá vinstri: Líknarhúsið úr Kirlqustræti 12, Lælgargata 4 og Suðurgata 7. em yfirfullar. Ekki eru tök á að taka við nema því allra mikilvæg- asta og hömlur á að hlúa að mun- um. Hún segir að hér á landi hafi ríkt algert skilningsleysi á geymslumálum safna. Á söfnum erlendis séu geymslumálin gmnd- vallaratriði og það fyrsta sem haft er í lagi. Starfsfólkið hafi verið að grínast með að heitið „geymsla" sé til trafala, sem í hugum íslend- inga virðist vera kompa með ryk- föllnu drasli. Á Norðurlöndum heit- ir þetta „magasín“, þar sem unnið er að rannsóknum og varðveislu gripa og allt geymt við rétt raka- og hitastig. „Við finnum áþreifan- lega fyrir því að við fáum engan hljómgrunn í geymslumálum, sem þó er gmndvallaratriði fyrir því að safn geti sinnt meginhlutverki sínu, sem er að rannsaka, varðveita og miðla fróðleik um minjar okkar og sögu. Þó við séum alltaf að tala um gamlan menningararf og að við séum bókaþjóð ríkir ótrúlegt virð- ingarleysi við það gamla þegar á reynir. Þær geymslur sem við höf- um nú eru góðar og standast geymslukröfur, en þær eru yfirfull- en við fáum vilyrði fyrir nýjum geymslum. Við erum því með hug- myndir uppi um að leita eftir styrkj- um úti í atvinnulífinu. Mörg fyrir- tæki hafa verið ósátt við að við getum illa tekið við munum frá þeim og því höfum við gjarnan vilj- að meira samstarf við atvinnulífið. Teljum að það geti orðið báðum til góðs, því við getum þá á móti veitt ráðgjöf um hvað og hvemig eigi að varðveita.“ Breytt hlutverk Árbæjarsafn hefur starfað í fjóra áratugi og margt gerst á langri leið. Safnið hefur gengið í gegnum nokkur tímaskeið síðan það kom í Árbæ 1957. Fyrsta tímabilið var Lárus Sigurbjörnsson þar og hús voru flutt í kringum gamla Arbæ- inn. Þá tók við tími Nönnu Her- mannsson minjavarðar, þegar mik- ið brautryðjendstarf var unnið á sviði húsaverndar í Reykjavík. Þá fór hlutverk safnsins smám saman að breikka. „Það er nú orðið rann- sóknastofnun sem hefur mjög við- amikið og breytt hlutverk. Er ekki eingöngu safn í þeim skilningi, konar samvinnu við borgarskipulag og nefndir borgarinnar, sinnir ráð- gjöf við almenning um endurgerð og breytingar gamalla húsa eða ef hugmyndir eru um að rífa þau og síðast en ekki síst viðhaldið á öllum safnhúsunum, 3) myndadeildina, sem varðveitir allar myndir í eigu safnsins, ljósmyndir, málverk og filmur og sér um útlán, 4) sýninga- og fræðsludeildina, sem setur upp sýningar, skipuleggur allt sumar- starf, sinnir safnfræðslu skóla- barna og þjálfar leiðsögumenn. Má því segja að hlutverk safnsins sé mjög fjölþætt. í tilefni afmælisins er í haust ætlunin að flytja allar skrifstofur í Prófessorsbústaðinn frá Kleppi, sem er við torgið efst á svæðinu. Þar verða þá allir á sama stað, sem er líka til þæginda fyrir fólk sem leitar til safnsins. í Líknarhúsinu, sem þá losnar, er tillaga um að hafa sýning- ar fyrir böm og um börn og um heilbrigðismál, þar sem því eru gerð skil sem var í húsinu. „í safnið koma 30-40 þúsund gestir á ári. Þeim fjölgaði fyrir nokkrum árum, en gestafjöldi hefur og vel menntuðu starfsfólki. Reynd- ar er það mjög undirmannað, ekki nema 15 starfsmenn. En við höfum orðið fyrir vemlegum niðurskurði á undanfömum 3 ámm. Það sem bjargar okkur er að hér er frábær og samstilltur hópur, sem vinnur undir miklu álagi.“ Sýnlng um sögu Reykjavíkur Stefnt er að því að árið 2000, þegar Reykjavík verður menn- ingarborg, verði komið upp í Árbæ veglegri sýningu um sögu Reykja- víkur. Engin slík sýning er til og borgarsýning er eitt af því sem vantar fyrir ferðafólk. Hafin er undirbúningvinna að því sem gera á árið 2000, þegar Reykjavík verð- ur ein af 9 menningarborgum Evr- ópu. „Stefnt er að sameiginlegri far- andsýningu með Santiago de Com- postella á Spáni og Bergen í Nor- egi um siglingar og fiskveiðar í Norður-Atlantshafi. Þetta yrði samstarfsverkefni þessara þriggja menningarborga Evrópu. Ég var nýlega í Santíago de Compostella vegna undirbúningsins. Þar var mikill áhugi á þessu verkefni. Þetta er farandsýning sem tekur á tengsl- um íslendinga og Spánveija, sem lítið hefur verið fjallað um. Tölu- verð samskipti hafa verið frá fyrstu öldum Islands byggðar vegna fisk- veiða siglinga og verslunar. Víking- ar rupluðu í Santíago á víkingaöld og Spánveijar stunduðu hér hval- veiðar á 17. öld og þau samskipti enda svo í sólarlandaferðum nútím- ans. í annan stað koma siglingar Norðmanna til forna í samvinnu við Bergen." Eitt er það sem okkur dreymir um árið 2000, að uppgröfturinn í Viðey heíjist aftur, en hann hefur legið niðri nú í tvö ár. Við erum að vinna að úrvinnslu gagna, en við sjáum að árið 2000 verður búið að vinna það mikið úr þeim að það yrði mjög jákvætt að uppgröfturinn gæti hafist aftur það ár. Þá verður hægt að fá lokamynd á þær niður- stöður sem þegar eru komnar. Þetta er eina klaustnð sem hefur verið rannsakað á íslandi. Upp- greftinum er ekki lokið, þarf nokk- ur sumur í viðbót til að fá nægileg- ar rannsóknir til að ljúka verkinu. “ Safn í nútíö Talið berst að enn einu stóru átaki framundan, sem ekki markar síður tímamót, tölvuvæðingunni. í þjóðfélaginu eru þar tímamót sem koma söfnunum mikið við. Þau eru þar að fara inn í nýtt tímabil. „Með tölvuvæðingu getum við komið miklu meiri upplýsingum til al- mennings. Talað er um að árið 2000 verði í þessum níu menn- ingarborgum Evrópu komið upp verkefni, sem tengist sýndarveru- leika og felst i að fólk úti í heimi geti heimsótt löndin í gegnum tölvu. Bæði er gífurlegt magn upp- lýsinga sem söfnin þurfa að halda utan um og svo gífurlegir ónýttir möguleikar sem unnið er að því að nýta. Við erum nú að vinna að því að koma grundvallarupplýsingum í tölvutækt form, eins og t.d. forn- leifaskrá. Þekktar fornleifar eru á 200 stöðum í Reykjavík og þetta kort er verið að setja inn á alnetið svo almenningur geti vitað hvar þetta er í Reykjavík. Líka er unnið að því að koma í tölvutækt form skrá yfir öll söguleg hús í Reykja- vík svo og öllum skýrslum safns- ins. Með því að almenningur hafi beinan aðgang að þessu verður safnið meira safn í nútíð. Við verð- um að ná því að nýta okkur alla mögulega tækni. Söfnin þurfa að taka þátt í þróun samtímans. Þessi nýja tækni er eitt af því sem gerir að við stöndum á tímamótum," segir Margrét. „í okkar framtíðarsýn sjáum við að stofnuð verði fleiri söfn i tengsl- um við Minjasafn Reykjavíkur, sem er Árbæjarsafn. Þá er ég að tala um sérsöfn, sem tengist úti- vistarsvæðum, eins og tækni- minjasafn í Élliðaárdalnum, sjó- minjasafn við höfnina og flug- minjasafn við Reykjavíkurflugvöll. Okkur finnst að þessi söfn eigi að setja á stofn og þá sérstaklega tækniminjasafnið og erum að vinna að því að það geti orðið að veruleika. Þetta eru söfn um mjög mikilvæga þætti í sögu Reykjavík- ur. Svona söfn mundu styrkja mjög þessi mikilvægu útivistar- svæði eins og Öskjuhlíðina og EU- iðaárdalinn. Og það yrði mikill styrkur fyrir ferðaþjónustuna í borginni.“ Hlutverk minjasafnsins „Ef borgarbúar ætla að stefna að einhveiju verður að vera skiln- ingur á þessu og virðing fyrir sög- unni,“ segir Margrét. „Þess vegna finst mér að safn eins og Árbæjar- safn hafi grundvallarhlutverki að gegna í okkar hraða nútímaþjóðfé- lagi. Og verði að horfast í augu við það. Mér finnst ekki nægur skilningur á því hér hve minjasöfn eru mikilvæg í þessu samhengi. Það verðum við mjög vör við. Þessu er almennt öfugt farið í öðrum löndum og þarf að breytast hér,“ sagði Margrét í lok samtalsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.