Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MARGRÉT Hallgrímsdóttir borgarminjavörður framan við húsið Lækjargötu 4, sem verið er að leggja lokahöndina á. Morgunbiaðið/Ásdís . Tímamót í * Tímamót eru í Arbæjarsafni eftir fjörutíu ára starfsemi og þróun. Með opnun Lækjar- götu 4 hússins er búið að gera upp gömlu húsin sem þangað hafa verið flutt og safnið á vissan hátt fullbúið hið ytra. Hlutverk safnsins hefur breyst í stökkum, að því er Elín Pálmadóttir fræddist um hjá Mar- gréti Hallgrímsdóttur borgarminj averði, nær nú yfir víðara svið og stendur vörð um allar minjar í borginni. EGAR komið er í Árbæjar- safn koma gestir inn á eins konar torg, sem gömul virðuleg hús umlykja. Síðasta hús- ið, sem flutt var frá Lækjargötu 4, verður eftir viðamikla endur- byggingu opnað næsta sunnudag með skemmtilegri krambúð og ljós- myndasýningu úr Reykjavík og ljóðalestri í fallegu stofunum. Þar- með er lokið viðgerð síðasta húss- ins sem flutt er til Árbæjar. Miklar annir eru hjá öllum deild- um safnsins vegna 40 ára afmælis þess. Þar verður í sumar viðamikil dagskrá um hvetja helgi. Allar deildir eiga þar hlut að máli eins og við endurbyggingu hússins Lækj- argötu 4. Er okkur bar að garði var verið að koma fyrir krambúð frá því um 1890 og verður hún rekin þar áfram bæði með sýningarmun- um og söluvamingi, enda tengist húsið mjög verslunarsögunni. Þar var Verslunarmannafélag Reykja- víkur stofnað, fyrsta heildverslunin var þar og alltaf verslað á neðri hæðinni. Gífurleg vinna hefur verið við að endurbyggja þetta hús eftir að það hrundi saman í flutningunum fyrir 10 árum. Var umdeilt hvort ætti að endurbyggja það, sem varð ofan á. Það er því meira endunýjað en t.d. húsið Suðurgata 7 þarna við hliðina. Þar var endurgerður reglu- legur safngripur, alger perla í aug- um safnfólksins. Lækjargötuhúsið verður notadtjúgt, því þar er hægt að hafa stærri sýningar og auk sumarsýninganna stóreykur það möguleika safnsins á vetraropnun, að því er Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður segir. Stefnt er að því að safnið geti verið opið um helgar yfir veturinn. Þá má hafa þar alls kyns menningarstarfsemi, tónleika, ljóðaupplestur, fyrirlestra o.s.frv. „Inni í framtíðarsýn okkar er að lengja þann tíma sem opið er, því við höfum orðið greinilega vör við það hjá ferðaþjónustu og almenn- ingi að fólk óskar eftir að safnið verði meira opið,“ segir Margrét. „I borgarkerftnu í heild er mikil umræða um að borgarstofnanir þurfi að bæta þjónustu sína. Og við erum mjög áhugasöm um að bæta þjónustu okkar við ferðamenn og bæjarbúa. En það kostar auðvit- að sitt að lengja þann tíma sem opið er vegna þess að safnsvæðið er stórt og húsin mörg og við þurf- um að hafa leiðsögumenn að störf- um. Við sjáum samt fyrir okkur málamiðlun. Hér er búið að mynda torg með húsum frá aldamótum. Stærstu húsin eru þar og við sjáum að hægt verði að hafa húsin sem standa við torgið opin með ýmiss konar starfsemi. Þau verða þarna öll í röð, Líknarhúsið, Lækjargatan, Suðurgatan og Laugavegurinn, öll með sýningar fyrir almenning og eru góður rammi. Síðan má hafa skipulega leiðsögn um safnsvæðið, þ.e. niður að Árbænum. Núna er allt árið leiðsögn tvisvar í viku fyr- ir ferðamenn, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13. Eftir að Lækjargötuhúsið verður opnað höf- um við miklu meiri möguleika á að hafa opið yfir vetrartímann. Við erum auðvitað háð veðri, en ekki jafn háð því eftir að þetta stóra hús kemur í gagnið og torgið er komið til sögunnar.“ UNNUR Lárusdóttir, deildarstjóri sýninga- og fræðsludeildar, að koma munum fyrir í krambúðinni sem verður opnuð í húsinu Lækjargötu 4 sunnudaginn 1. júní. t ► > í \ VarAveisfa á staðnum Margrét segir að síðastliðinn áratug hafí orðið sú viðhorfsbreyt- ing að nú sé reynt að varðveita á staðnum eða flytja til í miðbænum þau hús sem hafa varðveislugildi. Að þau verði á sínum stað og lag- færð í samræmi við fyrri bygging- arstíl. Samhliða hafi verið gert átak í að ganga frá þeim húsum sem komin eru í Árbæ. Segja megi að þangað sé nú komin samfelld keðja helstu húsagerða í Reykjavík. „í rauninni er ekki lengur vanda- mál að koma í veg fyrir að slík hús verði rifin nema í undantekningar- tilfellum. Við viljum varðveita þau á staðnum og hafa áhrif á að eldri byggingar séu lagfærðar þannig að breytingar á ytra borði séu í samræmi við eiginiegan bygging- arstíl húsanna svo þau njóti sín. Þannig að það sem við eigum af gömlum húsum verði sýnilegra. Til er heilmikið af slíkum húsum sem felast á bak við breytingar. Þjóð- minjalög kveða á um að ekki megi breyta húsum frá því fyrir 1900 nema í samráði við minjavörsluna. Nýverið var verið að breyta Hús- | verndarsjóði Reykjavíkur úr lána- sjóði í styrktarsjóð. En auðvitað eru líka hús yngri en frá aldamótum I' sem við viljum hafa áhrif á. Ekki bara fyrir minjavörsluna heldur svo I að sagan verði sýnilegri. Ef við ætlum að byggja upp ferða- mennsku í Reykjavík hlýtur það að vera mikilvægt að sagan verði áþreifanleg í miðbænum. Það ger- um við með því að standa vörð um menningararf okkar. Alúð verði p lögð við miðborg Reykjavíkur með j áherslu á sögu hennar og sérkenni i og að menningar- og safnastarf- * semi verði við höfnina og gætt að beinum tengslum hennar við Kvos- ina. Hlutverk Árbæjarsafns er að standa vörð um minjar í öllu bogar- landinu og við leggjum mikla áhersla á að tengjast allri skipu- lagsvinnu í borginni, þannig að við komum ekki inn sem aðilar sem w geri athugasemdir eftirá. “ Margrét segir að miklum áfanga j sé náð þegar búið er að lagfæra k öll húsin í safninu, sem mikil orka hefur farið í undanfarin ár. Safn- svæðið er þá mikið til tilbúið þótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.