Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 B 17 EFTIR að fjölskyldan hafði skoðað hrífandi klettaborgina fékk hún far til baka með uxakerru. HIRÐINGJARNIR sem bjuggu í þessu tjaidi í eyðimörkinni buðu fjölskyldunni upp á te og kamelmjólk. NOUAKCHOTT MARITANIA SENEGAL jg^Si'JUifjðrbur Mopti i •Bandigara IVI A L I V 200 km ;Sv GUINEA BAMAKO V •'b FILABEINS- STRÖNDIN B U R K I N A (—~~X'X \ 1 * t I * > C( GHANA( ' AF GÓÐRAR- VONARHÖFÐA ( 13. Á TRÖLLASKAGA áfangi ur þegar við komumst að því hversvegna túristar færu ekki um þessi svæði. Vegslóðinn var horf- inn en í stað hans voru komin gljúfur og þverhníptar klappir all- settar stórum björgum líkt og þurs hefðu dreift þeim þar og mælt svo fyrir að þar færi enginn um nema fuglinn fljúgandi. Heilbrigð skyn- semi sagði okkur að snúa við. Við hlýddum ekki. Suburbaninn hafði farið hingað til það sem lagt hafði verið íyrir hann og svo skyldi einnig vera nú. Hvað voru nokkr- ar dældir í viðbót á ferðalúnu boddíinu? Við þokuðumst áfram, oftast með tvö hjól á lofti á meðan umhverfið fór óblíðum höndum um farartækið okkar sem hentist til og frá svo að nokkrum sinnum lá við að það hafnaði á toppnum í stað hjólanna. Síðasta brekkan að þorp- inu reyndist okkur skeinuhætt. Þegar bfllinn hentist niður af einu bjarginu heyrðist grunsamlegt hljóð undan honum og hann lagð- ist ískyggilega á aðra hliðina; við höktum inn í þorpið með þrjú blöð brotinn í vinstri afturfjöðrum, þar á meðal augablaðið! Einstakt fólk Við komum bflnum fyrir á skuggsælum stað og ákváðum að gleyma honum í einn sólarhring. Við snæddum hádegisverð í boði þorpshöfðingjans og skoðuðum síðan þorpið. Lítil börn með út- þanda maga fylgdu okkur hvert fótmál í von um sælgæti; sem þau og fengu. Við skoðuðum handverk Dogonana, en þeir eru frægir fyr- ir grímur sínar, en í þeim taka sál- ir forfeðra þeirra sér bólfestu. Við gáfum öldungum þorpsins kóla- hnetur minnug setningar úr bók eftir Achebe „sá sem kemur með kólahnetur færir okkur lífið“. Öld- ungamir sýndu þakklæti sitt í því að leyfa okkur að mynda sig. Þeg- ar sól var komin úr hádegisstað var kominn tími til að halda að næsta þorpi þar sem gista átti um nóttina. Þangað voru um tíu kíló- metrar er lagðir voru að baki fót- gangandi og á hestakerru. Leiðin var þung á fótinn í hitanum þar sem við þurftum að klífa allt að því ófæra gilskominga, en við kynnt- umst hinni sérstæðu akuryrkju Dogonana á leiðinni. Þó að landið sé skrælþurrt er nóg af vatni í gljúfrunum. Þetta heldur lífi í fólk- inu. Dogonamir bera ýmist vatnið í skjólum og hella því yfir akrana, eða þeir bera moldina af sléttun- um ofan í gljúfrin! Þessir búskap- arhættir eru ekki teknir út með sældinni, en svona hefur þessi ætt- bálkur dregið fram lífið síðan á 14. öld að þeir settust að í fjöllunum á flótta undan innrás íslams. Þeir byggðu hús sín utan í klett- unum og vörðust öllum utanað- komandi áhrifum með kjafti og klóm. Flestir þeirra aðhyllast enn trúarbrögð forfeðranna og fáir af ættflokknum játa íslamska trú. Eftir um 5 kílómetra göngu kom- um við að þorpi þar sem við feng- um hestakerru til að flytja okkur síðasta spölinn að endastöðinni, en þangað komum við um sólsetur. í þessu þorpi dvöldum við í góðu yf- iriæti um nóttina og átum kvöld- verð í boði þorpsbúanna, sem sam- an stóð af því sem þeir rækta. Á matseðlinum var korn ýmiskonar, maís, laukur og heimabruggað öl. Dogonlaukurinn er frægur um alla Vestur-Afríku og ekki óþekktur á borðum franskra sælkera. Það var búið um okkur í miðju þorpinu þar sem við sváfum undir berum himni í tunglskinsbjartri nóttinni. Þorpið stóð við rætur þverhnípts kletta- veggs, en fyrir ofan okkur höfðu forfeður þorpsbúanna höggvið hí- býli sín í klettana. Eftir að hafa snætt morgunverð og drukkið mintute morguninn eft- ir klifum við klettana með Alí og skoðuðum hið forna þorp. Þó að nokkuð sé um liðið síðan Dogon- arnir færðu sig niður úr klettun- um er engu líkara en að fólk búi þar enn, svo heilleg eru húsin. Hauskúpur skrýddu hellisveggi töframannsins og kletturinn um- hverfis hellismunnann var enn lit- aður blóði gamalla fórna frá þeim tíma er guðirnir voru kallaðir til verndar gegn árásum mú- hameðstrúarmanna úr norðri. Erfitt hefur verið fyrir lofthrætt fólk að búa á þessum stað þar sem kæruleysilega stigið skref gat þýtt hrap til dauða. Auðvelt var að sjá hversvegna Dogonunum tókst að verjast árásum annara ættflokka því ómögulegt hefur verið að sækja að þessum þorpum. Eftir að hafa gleypt í okkur fegurð um- hverfisins og sögu ættbálksins undir leiðsögns Alís lögðum við af stað til baka; í þetta sinn á uxa- kei-ru. í minningarsarpinn hafði bætst enn einn kaflinn um fagurt land og einstætt fólk en framund- an lágu hversdagslegri hlutir, svo sem fjaðrabrotinn Suburban. Við vorum með vara augablað meðferðis og náðum að koma því undir bflinn um kvöldið, ásamt tveimur heilum fjaðrablöðum. Þannig útbúin lögðum við til baka yfir grjótslóðina eftir tveggja nátta dvöl í Dogonlandi. Bfllinn var nú aðeins þyngri þai' sem við vorum með konu og barn þorpshöfðingj- ans með okkur, en barnið þurfti til læknis. Gæfan var okkur hliðholl í þetta skiptið; fjaðrirnar héldu og við komum um hádegi til bæjarins Mopti þar sem við hófum leit að blöðum í fjaðrimar. Mopti- Nara Mopti er hafnarborg sem stend- ur á bökkum Nigerfljótsins. Þar er margt að sjá; iðandi mannlíf, stór markaður og stórfengleg moska. Við höfðum uppi á verkstæði þar sem við gátum fengið bjargað aft- urfjöðrunum á bflnum. Fyrir rest fengum við eitt blað, úr Toyota Landcruiser, sem stungið var í fjaðrabúntið slasaða. Bfllinn hall- aði samt ennþá ískyggilega á vinstri hliðina, en við því var ekk- ert að gera. Eftir að krakkarnir höfðu fengið sér sundsprett í fljót- inu héldum við, á skökkum bílnum, í vesturátt mót lækkandi sól. Héð- an í frá yrði ekki um neina útúr- dúra að ræða heldur tekin stysta leið til Siglufjarðar. Við beygðum út af veginum þegar okkur fannst við komin nægilega langt frá Mopti og tjölduðum fyrir nóttina. Við sólarupprás, næsta dag vor- um við komin af stað í átt til höf- uðborgarinnar Bamako. Ferðin sóttist okkur vel á góðum vegi og vorum við komin til Bamako seinnipart dags. Þar birgðum við okkur upp af diseloh'u og keyptum eitthvað af vistum. Okkur leist ekki á að leita að gististað í borg- inni heldur ákváðum að halda áfram í átt til Máritaníu. Við freistuðumst samt til að fá okkur í gogginn á einu af götuveitingahús- um borgarinnar, en það hefðum við betur látið ógert. Það var kom- ið myrkur er við lögðum borgina að baki og stefndum í norður í átt að landamærabænum Nara. Eftir um klukkutíma akstur römbuðum við fram á vegavinnuflokk og feng- um að tjalda hjá þeim um nóttina. Verkstjórinn var kínverskur og var hann allur á hjólum í kringum okkur. Við vorum fegin að fá að nota salernin hjá honum því að nú voru sýklamir frá götuveitinga- staðnum í Bamako farnir að herja með offorsi á innyfli okkar, sem þó voni orðin ýmsu vön. Við kvöddum hin greiðvikna Kínverja í býtið næsta morgun og héldum til landamærabæjarins Nara. Vegurinn var nú orðin slæmur, en það sem verra var að Rannveig var aftur komin með malaríu. Við komum til Nara seinni part dags og ég gekk frá formsatriðum við landamæraverði á meðan Bima hafði uppi á lækni fyrir Rannveigu. Sá lét okkur hafa eitthvað af lyfjum í viðbót við það sem við vomm með. Hann sagði að Rannveig þyrfti að hvflast til morguns, en þá væri í lagi fyrir okkur að halda áfram. Hjá vondu fólki Það eru um 50 km frá Nara til landamærabæjarins Adel Bagrou sem er Máritaníu megin. Okkur hafði verið ráðlagt að taka leið- sögumann með okkur yfir vegna þess að vegslóðarnir liggja í allar áttir þarna í eyðimörkinni og mjög auðvelt er að villast, en eftir að hafa athugað framboðið af leið- sögumönnum í bænum ákváðum við að treysta frekar á Koden GPSinn og Michelin kortið. Klukk- an níu að morgni þann 24. október snéri Suburbanin rykugum aftur- endanum í Malí og renndi í átt að Mauritaníu. Sandurinn var þéttur í sér og okkur sóttist ferðin vel undir leiðsögn Bimu sem sá um af- lestur af kortinu og GPS tækinu. Um hádegi vomm við komin til Adel Bagi’ou og Mauritaníu. Hér var viðmótið í liðinu annað en við höfðum kynnst á ferð okkar um Afríku. Þrautleiðinlegir embættis- menn létu okkur bíða í þrjá klukkutíma áður en þeim þóknað- ist að líta á vegabréfin okkar, en á meðan hópuðust þorpsbúar að bflnum og höfðu í frammi mjög óvingjarnlega tilburði, svo sem að hrækja á bílinn og steyta hnefana í átt til okkar. Hér vora menn giæinilega ekki hrifnir af Vestur- landabúum. Þetta var líkt þvi að vera staddur í Bagdad í hámarki Flóabardaga. Þess má geta að líkt þessu var viðmót fólks er við komumst í tæri við í öllum bæjum Máritaníu þar til við komum til höfuðborgarinnar. Máritanía er land íslams. Þetta sandflæmi( um 1 miljón ferkfló- metrar) var áður frönsk nýlenda en fékk sjálfstæði 1960. Það er byggt fólki af arabískum upprana, Máram, og blökkumönnum upp- rannum frá Senegal. Máramir ráða lögum og lofum í landinu og kúga blökkumennina. Arabíska er opinbert tungumál landsins og því er stjómað samkvæmt íslömskum lögum. Þrælahald var ekki afnumið íyiT en á síðasta áratug í Máritaníu og má segja að kyn- þáttahatararnir í Suður-Afríku hafi ekki komist með tærnar þar sem kollegar þeirra í Máritaníu vora með hælana þegar kom að sóðaskap rasismans. Það vora Márar sem gerðu okkur lífið leitt í Adel Bagrou. Við vorum fegin þegar við gát- um yfirgefið bæinn og komist aft- ur í öryggi eyðimerkurinnar. Enn- þá var keyrt eftir GPSinnum og sóttist okkur ferðin sæmilega. Við sváfum í eyðimörkinni, víðsfjam öllum mannabústöðum, þessa nótt. Nú voram við loks laus við moskítóflugumar og gátum sofið óhrædd utan dyra. Við voram samt ekki laus við fylgifiska þeirra, malaríuna, því nú var Andri orðinn veikur. Við vöknuð- -• um við þrask um nóttina, en þar voru nokkur kameldýr að gæða sér á þyrnitrjám er uxu umhverf- is náttstað okkar. Morguninn eftir komumst við norður á þjóðveginn er liggur þvert yfir Máritaníu, frá höfuð- borginni Nouakchott austur til bæjarins Néma. Fyrstu 200 kfló- metranna var vegurinn, er ber hið kaldhæðnislega nafn „vegur von- arinnar“, mjög góður en síðan fór að syrta í álinn. Brátt komumst við að því að Máritaníumenn hlytu að . , vera ákaflega bjartsýnir að eðlis- fari því að við þurftum að keyra utan vega um 150 km. þar að sand- urinn var betri en malbikið. Þegar tók að skyggja hætti altematorinn að hlaða (leðjan frá Zaire var enn að taka sinn toll) og ekki kom til greina að keyra með ljósum. Aft- ur gistum við í eyðimörkinni. Rannveig var enn slöpp og Andri orðinn ansi slæmur af malaríunni, en við áttum von á að komast tií höfuðborgarinnar næsta dag. Aleg - Nouakchott Við lögðum af stað til höfuðborg- arinnar eldsnemma til að sleppa sem mest við brennandi hitann því *■ að nú gátum við ekki notað loft- kælinguna. Þegar leið að hádegi var hitinn orðinn óbærilegur og keyrðum við þá með opna glugg- ana þó að rykið væri að kæfa okk- ur. Lyfin vora farin að hafa áhrif á krakkana sem vora byrjuð að ná sér af malaríunni, en þau þoldu illa hitann. Þegar við komum til bæj- arins Aleg gaf bíllinn upp öndina, ekki hægt að kreista eitt milli- amper í viðbót úr tómum raf- geymunum. Það var ekkert annað*-' íýrir okkur að gera en að koma geymunum í hleðslu og láta fyrir berast í Aleg um nóttina. Við sváf- um á gangstétt við aðalgötu bæj- arins og áttum furðu friðsæla nótt, miðað við aðstæður. Með nýhlaðna geyma voram við komin til Nou- akchott á hádegi þann 27. október. Við fundum tjaldstæði við strönd- ina og virtum fyrir okkur hafið. Loks vorum við komin að Atlants- hafinu sem við höfðum ekki séð síðan við lögðum upp frá Höfða- borg fyrir sex mánuðum. Við ákváðum að vera flott á því og leigja okkur bústað í stað þess að tjalda. Við voram að niðurlotum komin og veitti ekki af að slappa af í Nouakchott í tvo daga. Á tjaldstæðinu vora tveir mót- orhjólagæjar sem vora á leið til Evrópu. Ánnar var frá Suður-Af- ríku og hafði verið eitt ár að þvæl- ast norðurálfuna, en hinn var franskur og var hann að koma frá Fflabeinsströndinni. Þeir voru búnir að bíða í eina viku í Nou- akchott eftir bfl sem væri á leið til Marokko. Það er um 1000 km leið yfir eyðimörkina, þar sem hvorki er vatn eða eldsneyti að hafa, áð- ur en komið er til Vestur-Sahara og þurftu þeir að ferðast í samfloti við bfl sem gæti flutt fyrir þá bens- ín og vatn. Þeir vora fegnir að sjá okkur og bundumst við fastmælum um að fylgjast að yfir eyðimörkina er við hefðum safnað kröftum á ný. Við sátum á ströndinni og virtum fyrir okkur voldugt Atlandshafið. Okkur fannst við næstum komin heim. Einn farartálma þurftum við þó að yfirstíga áður en við gætum hrósað sigri og það var sjálf Sa- haraeyðimörkin. Við gengum ekki að því graflandi að það yrði neinn hægðarleikur. Margir Afríkuleið- angrarnir höfðu rannið út í sand- inn, í orðsins fyllstu merkingu, Vestur-Sahara. Um það bára bfl- hræ er lágu hálf grafin á milli sandhólanna þögult vitni. En lykt- in af hafinu gaf okkur aukið sjálfs- traust og í fyrsta sinn á 6 mánuð- um vorum við viss að við myndum hafa það alla leið norður á Trölla- skagann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.