Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
-h
ÞAR SEM
SPRÖKUR
SPRiTTA
LÚÐULIRFURNAR eru mjög viðkvæmar, sérstaklega á kviðpokastiginu, sem er um 40-50 dagar. Frá klaki að myndbreyt-
ingu, þegar lirfan breytist í seiði, eru um 3-4 mánuðir.
VEITINGAHÚSIÐ Við Tjörnina í Reykjavík er með eyfírska eldis-
lúðu á matseðlinum frá Fiskeldi Eyjafjarðar. Jóhann Jóhannesson
kokkur er hér með steikta lúðu í grænpipar- og koníakssósu.
ERLENDUR Jónsson, líffræðingur, hefur starfað við lúðueldið frá
upphafí. Eftir búið er að venja seiðin af lifandi fóðri og yfir á þurr
fóður, eru þau flutt frá Hjalteyri í eldisstöðina í Þorlákshöfn.
verksmiðjuna Laxá. Einnig höfum
við verið að vinna með Lífeðlis-
fræðistofnun Háskólans og Iðn-
tæknistofnun að því að bæta eld-
isumhverfið í stöðinni í Þorláks-
höfn. Við reiknum með að eldistími
lúðu upp í markaðsstærð sé um 3
ár og þá er viðmiðunin 4-5 kg. A
komandi árum gerum við ráð fyr-
ir að þessi tími muni styttast og
við sjáum t.d. að í laxeldinu eru
menn enn að stytta eldistímann
með kynbótum og bættu fóðri,“
segir Olafur. Hann segir að kyn-
bætur á lúðu hafi ekki farið fram
en það sé verkefni sem mikill
áhugi sé á að fara af stað með nú,
þegar menn eru farnir að sjá fram
á að geta framleitt umtalsverðan
fjölda seiða. „Til þess að tryggja
sem best rekstur fyrirtækisins í
vaxandi samkeppni í framtíðinni
verður að leggja áherslu á gæði
seiðaframleiðslunnar, en þar munu
rannsóknir á kynbótum gegna lyk-
ilhlutverki."
Jákvæð viðbrögð
í byrjun mars sl. hófst viðamik-
ið rannsóknarverkefni hjá Fiskeldi
Eyjafjarðar varðandi lúðueldi, sem
unnið er í samstarfi við þrjá há-
skóla í Evrópu, í Gautaborg í Sví-
þjóð, Cardiff í Wales og Faro í
Portúgal. Verkefnið stendur yfir
næstu þrjú árin og snýr að frekari
rannsóknum á vexti og þroska
kviðpokalirfa, frá klaki og þar til
þær fara að éta. Heildarkostnaður
er áætlaður í kringum 85 milljón-
ir króna og þar af styrkir Evrópu-
sambandið verkefnið um 70 millj-
ónir króna. Hér á landi verður
unnið við verkefnið í seiðaeldis-
stöðinni á Hjalteyri.
Ólafur er frumkvöðull að stofn-
un fyrirtækisins en hann er lærð-
ur fiskifræðingur írá Noregi.
Hann segir að hugmyndin hafi
kviknað er hann starfaði hjá Haf-
rannsóknastofnun. „Þegar ég var
að ljúka mínu námi árið 1982 voru
Norðmenn farnir að líta á lúðu
sem spennandi eldistegund. Það
var þó ekki fyrr en nokkrum árum
seinna að ég fór að huga að þessu
hér á landi. Eg fékk til liðs við mig
Erlend Jónsson líffræðing sem
einnig vann hjá Hafró á þessum
tíma. Við gerðum úttekt á því sem
var að gerast í eldi í Noregi bæði
varðandi lúðu og þorsk og kynnt-
um þetta fyrir aðilum hér fyrir
norðan. Þá var Ingi Björnsson
framkvæmdastjóri Iðnþróunarfé-
lags Eyjafjarðar og við veltum því
upp hvort menn hefðu áhuga á að
kanna möguleika á eldi þessara
tegunda hér á landi. Við fengum
jákvæð viðbrögð og í kjölfarið var
hlutafélagið stofnað og hafði Iðn-
þróunarfélagið forgöngu þar um.
Byrjuðum með 2 seiði
Frá fyrstu tíð hafa stjórnar-
menn fyrirtækisins verið áhuga-
samir um starfsemi félagsins og
unnið ötullega að framgangi þess.
Þar vil ég sérstaklega geta Vil-
helms Þorsteinssonar, fyrrverandi
framkvæmdastjóra Utgerðarfé-
lags Akureyringa hf., sem var
stjómarformaður fyrirtækisins frá
árinu 1988 og þar til hann lést.“