Morgunblaðið - 25.05.1997, Page 18

Morgunblaðið - 25.05.1997, Page 18
*18 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ M AIM N Ll FSSTRAU M AR VISINDI /Hvemiggeymast minningamar Minnisfesta HEILINN vinnur úr öllum þeim skynhrifum sem líkaminn verður fyrir. Sífelid endurtekning sömu skynhrifa veldur varanlegum breytingum á tengslunum á milli þeirra taugafruma sem örvast við skynhrifin. Endurvakning minningar, eða kunnugleiki skynhrifa, byggist einfaldlega á endurörvun þeirra taugafruma og taugamóta sem oft áður hafa örvast við sömu viðburði. Öll skynhrif sem við verðum fyrir örva því ákveðið taugamótamunstur sem er einkennandi fyrir þessi sérstöku skynhrif. Hæfileikinn ^til að muna og tengja saman skylda atburði og hrif úr 1 skynheimi okkar byggist á getu heilans til að þróa tauga- j mótamunstur sem túlkar öll skynhrif okkar og raðar þeim saman í eina rökræna heild. Spuming sem taugalíf- eðlisfræðingar hafa velt fyrir sér um margra ára skeið varðar viðhald þessa taugamunsturs sem skynhrif og reynsla byggja upp. Viðhald þessa kerfis er forsenda samfellds þróunar- og vitundarferils, sem er undirstaða heilsteypts persónuleika. Uwe Frey við Háskólann í Magdeburg í Þýskalandi og Richard Morris við Háskólann í Edinborg hafa nýlega birt niðurstöður rannsókna sem varpa nýju ljósi á þetta vandamál. Ef tvær taugafrumur örvast samtímis við sama áreiti þá leiðir það til breytingar á tauga- mótum viðkomandi fruma. Það er tilvist ákveðinna hvítuefna í taugamótunum sem stuðlar að styrkleika breyt- ingu þeirra. Styrkleika breyt- ing sem orsakast af einstöku áreiti er hinsvegar ekki til langframa. Ef áreitið er ekki endurtekið hverfa taugatengslin aftur til fyrra gildis og um leið ^glatast minningin um skynhrifín. Einungis síendurtekið áreiti leiðir til varanlegrar breytingar tauga- móta. En hvernig á þessi breyting sér stað og hvaða ferlar eru það sem treysta varanlega breytingu taugamótanna? Það hefur um nokkurn tíma verið skoðun taugalífeðlisfræðinga að treysting taugamóta byggist á virkni hvítuefna sem myndast við örvun þeirra. Trúlegt er að þessi nýmynduðu hvítuefni ferðist til þeirra taugamóta sem nýlega hafa orðið fyrir breytingu og stuðli þar að herðingu þeirra. Óleysta vanda- málið hingað til var það hvernig hvítuefnin finna réttu taugamótin. Af hveiju styrkja þau ekki einfald- lega öll taugamót sem tengjast þeirri taugafrumu sem orðið hefur fyrir síendurtekinni áreitni? Það var einmitt þetta vandamál sem Frey og Morris settu sér að leysa. Frey og Morris studdust við al- mennt viðurkennt líkan af hátterni taugamóta. Samkvæmt því er hægt að stuðla að breytingu taugamóta með þvi að notast við hátíðni áreiti, iðulega af stærðarg- ráðunni 100 Hz. Stutt áreiti leiðir til breytinga sem hverfa fljótt, oft eftir tvær til þijár klukkustundir. Lengra áreiti leiðir til jafnsterkra breytinga á taugamótunum sem hins vegar geta varað í átta til tíu klukkustundir. Líkanið gerir ráð fyrir því að það sé breyting á hvítu- efnum í taugamótunum sem stuðl- ar að styrkingu þeirra. Til þess að gera breytinguna varaníega komi hins vegar til myndun nýrra hvítuefna sem festa það sem á hefur unnist. Vísindamennirnir höfðu sérstakan áhuga á því að rannsaka þá ferla sem gerðu breytingar taugamótanna varan- legar. í þessu skyni framkvæmdu Frey og Morris áhugaverðar tilraunir með örvun taugamóta. Til að byija með leiddu þeir síendurtekið áreiti til ákveðinna taugamóta tauga- frumu. Þessi áreiti leiða til mynd- unar hvítuefna sem stuðla að styrkingu þessara taugamóta. Þeir athuguðu síðan eftirfarandi. Hvað gerist ef nokkru seinna önnur taugamót sömu taugafrumu verða fyrir áreiti? Stuðla áður mynduð hvítuefni einnig að styrkingu þess- ara taugatengsla? Frey og Morris fundu að hvítuefnin sem mynduð- ust við áreiti fyrstu taugamótanna gátu einnig leitt til varanlegra breytinga á seinni taugamótunum, svo framarlega sem örvun þeirra átti sér stað ekki seinna en 90 mínútum eftir örvun fyrstu tauga- mótanna. Minnisleysi er vandamál sem margir eiga við að glíma. Að ákveðnu marki er það eðlilegur hluti öldrunar, en það er einnig fylgifískur margra sjúkdóma. Það er ekki útilokað að einhvern tíma í framtíðinni geti niðurstöður þess- ara rannsókna leitt til betri skiln- ings á minnislevsi og jafnvel bent á nýjar leiðir til að sporna gegn ágangi þess. eftir Sverri „Desi varð strax ein af okkur“ •1 Jón Gunnarsson og Soffía Sveinsdóttir ásamt syninum Viktori og Désirée frá Þýskalandi: „Desi varð strax ein af okkur. Fólk talar um að það geti ekki hýst skiptinema vegna tíma- leysis en auðvitað er ekki ætlast til að fjölskyldan hafi ofan af fyrir krökkunum daginn út og inn. Unga fólkið er í skólanum megnið af deginum, eignast sína vini og hefur yfirleitt nóg að gera. Okkur hefur fundist ákaflega lærdómsríkt að hafa ungling á heimilinu og það verður mikill söknuður á báða bóga þegar Desi heldur heim í sumar“. Við öskum eftir fjölskyfdum fyrír skiptinema a aldrínum 16-19 ára, frá miðjum águst ‘97 tíl júní '96 eða hálft þetta tímabif. Nánari upplýsingar á skrifstofu AFS á íslandi, Laugavegi 26, 3. hæð, sími 552 5450. Laugavegi 26, sími 552 5450. VERNDUN TIL FRAMTÍÐAR Umhverfisvæn ferðamennska er orð dagsins, sem allir eru með á vör- unum. Innihaldið er stundum svolítið rýrt. í umræðu um álbræðslu, sem stillt hefur verið upp á móti ferðamennsku sem mengunarlegum andstæð- um, kom upp að með mikilli aukningu ferðalaga verður loft- mengun af farartækjum, bílum og flugvélum, ekki minni en af álverksmiðju. Ekkert er samt reynt að rýna í hve mikla ferða- mannamengun fólk geti sætt sig við eða í hve ríkum mæli hún sé eftirsóknarverð. Kannski þurfum við enn meiri aðgát en margir aðrir, þar eð hér eru ekki rafmagnsjárnbrautir til fólksflutninga heldur eingöngu olíuknúin farartæki. Víða eru menn farnir að hugsa á þeim nótum. Ekki endi- lega að takmarka ferðamanna- strauminn heldur draga veru- lega úr meng- andi áhrifum af hans völd- um. Þetta gár- aði sinnið við gluggann á hóteli Holiday Inn með útsýni út á Marmara- hafið þar sem flutningaskipin liggja við fest- ar og bíða af- greiðslu í höfn- inni í Istanbul. í þessu glæsi- hóteli þar sem lítt er til sparað hékk á hurð- inni og gat ekki farið fram hjá nýjum gestum, spjald með áletrun á fjórum tungumálum: Þetta hótel er þátttakandi í alheimsátaki Holiday Inn-hótela um víða ver- öld, „Verndum til morgundags- ins“. I þeim tilgangi að spara dýrmætar auðlindir, svo sem orku og vatn, og hindra mengun af notkun þvottaefna, þá kýs þetta hótel okkar að þvo ekki nema á þriggja daga fresti af rúmum þeirra gesta sem dvelja hér fleiri en eina nótt. Ef þú vilt samt sem áður fá skipt oftar á rúminu, hengdu þá vinsamleg- ast þetta spjald á utanverðan hurðarhúninn á herberginu þínu.“ Sömu hugsun rekst mað- ur nú á á Evrópuhótelum og þykir sjálfsagt. í baðherberginu er þá spjald þar sem gesturinn er beðinn vinsamlegast að skilja eftir á gólfinu handklæði sem eigi að þvo, en hengja upp ónot- uð handklæði og þau sem nota megi aftur. Á nokkrum stöðum er hætt að skipta um pakkað sápustykki daglega og sápu- skammtar við vaska og sturtur. Þetta er óháð ódýru eða dýru hóteli. Það er breyttur hugsun- arháttur. Og því er vel tekið af gestum. Ég var a.m.k. fegin að dregið er úr mengunarefnum sem send eru út í þetta þrönga sund milli Litlu-Asíu og stór- borgarinnar. Nú vita allir hve skaðleg þvottaefni, einkum þau sem not- uð eru í þvottavélar, eru í vatni. Mörg dæmi eru um hvernig slík mengun hefur eytt lífríki í vötn- um. Vaknar spurningin hvað við gerum til að koma í veg fyrir að þeim sé hleypt ómælt út í ár og vötn eða veitt í sjóinn með skolpinu? Það gladdi því mitt hjarta að vita að Samband veit- inga- og gistihúsa hóf fýrir tveimur árum þessháttar her- ferð. Hefur látið prenta spjald og sent öllum hótelum á land- inu, þar sem segir: „Getur þú ímyndað þér þau ógrynni af þvotta- efni sem rentia dag- lega til sjávar vegna þvotta á handklæðum, sem einungis hafa verið notuð einu sinni? Við vilj- um draga úr þessari mengun til að vernda umhverfið. Ef þú vilt leggja okkur lið biðjum við þig að athuga eftirfarandi.“ Svo koma ofannefndar leiðbeiningar með mýndum. Þetta skiptir óhemju máli og mætti bæta þvotti á rúmfatnaði við í næstu atrennu. Lítum til dæmis á hið grunna og við- kvæma vatn Mývatn með öllu sínu dýrmæta lífríki, þar sem ferðamannastraumurinn fer sí- vaxandi. Vatnið með sínu óvið- jafnanlega fuglalífi er það sem að dregur. Ég hringdi í Ingi- björgu hótelstjóra í Hótel Reykjahlíð, sem mér heyrðist hafa fullan hug á þessu. Hún kannaðist við að erlendir gestir á hótelinu hefðu aðgreint óhreinu handklæðin óbeðnir. Svo sjálfsagt þykir þetta orðið. Stærri hótelin á landinu eru a.m.k. byrj- uð á þessu. íslendingar þurfa líka eins og aðrir ferðamenn að fara eftir því og með nýrri hugsun er ekki síður mikilvægt að spara þvottaefnisaustur á heimilunum. I átaki Sambands veitingahúsa- og gistihúsa er í bæklingi líka hvatt til að velja hreinsiefni sem brotna hratt og örugglega niður í náttúrunni, fækka tegundum og nota rétta skammta. 70-80% notenda skammti of mikið. Þessi ofnotkun valdi óþarfa mengun og kostnaði. Fleiri einfaldra ráða til meng- unarvama er þar hvatt til. Eitt af því er reyklaust svæði, tilboð um reyklaus hótelherbergi og reyklausan morgunverð. Þetta er nú líka að verða algengt í einkasamkvæmum. Ekki hefi ég þó fyrr fengið aðvömn fyrirfram eins og með boði í danska sendi- ráðið á þjóðhátíðardag þeirra, sem mér finnst frábært. Með boðskorti fylgir miði sem á stend- ur að í samræmi við tóbaksvama- stefnu sendiráðsins, sem það deili með mörgum öðram, séu gestir beðnir um að sýna reyklausu fólki þá tillitssemi að reykja ekki í stofunum. Ef einhver fái ómót- stæðileg fráhvarfseinkenni, er þeim vísað út í garð eða skrifstof- urnar á neðri hæðinni. Næstu vangaveltur era svo í hve ríkum mæli íslendingar era famir að endurhæfast sem aðrar þjóðir og ansa mengunarreglum. Við dagvistarstofnanir hafa lengi verið skilti með beiðni um að fólk drepi á bílunum á meðan börnunum er skilað eða þau sótt. Þama hefí ég séð bíla í hæga- gangi. Að óreyndu mundi maður ekki trúa því að foreldri vilji senda koltvísýringsmengun yfir ungann sinn, burt séð frá hinum. En svona var það og er það enn! eftir Elínu Pálmadóttur Efþú vik nota handklæóiö þittaftur, vinsamlegast hengdn það upp. Efþú vil hreinthandklæði, vinsamlcgast skildu notaða handklxðið cftirágólfinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.