Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 MORGUNB LAÐIÐ ISAEÐLUR Steáven Spiel- bergs ásnúa aft- ur í ásumarfrí- inu. áEinnig Leðuráblöku- maðurinn áog skrautlegt áó- vinasafn hans. Titanic sekkur eina ferðina enn undir stjóm James Ca- merons í dýrustu mynd sem gerð hefur verið, Disney kynnir Herkúles til sögunnar og Tommy Lee Jones og Will Smith eru einasta vöm mann- kyns gegn hverskonar óvinum utan úr geimnum. A sumrin tekur allt sem heitir raunvemleiki sér langt frí en villtasti tilbúningur Hollywoodfa- brikkunnar fær lausan tauminn. Á sumrin er ekkert nógu furðulegt, ekkert nógu stórt og ekkert nógu dýrt til þess að skemmta kvikmynda- húsagestum um alla jarðarkringluna. Hér er ætlunin að skoða sýnishorn af nokkrum þeim myndum sem talið er að hæst muni láta í kvikmyndasölum og ekki síður miðasölum heimsins í sumar en þær eiga það flestar sam- eiginlegt að byggjast á fjöragum vís- indaskáldskap. JÚRAGARÐURINN 2 Steven Spielberg hefur aðeins gert framhaldsmyndir um Indiana Jones hingað til en þegar gróðinn af Júragarðinum var tekinn að nema tugum milljarða króna var ekki um annað að ræða en klóna nýja risa- eðlumynd og kalla hana Júragarðinn 2: Týnda heiminn. Hann tók erfða- efnið úr iyrri myndinni og hagræddi því lítillega svo nú era tvær Gra- meðlur (Tyrannosaurus Rex) sem fara með aðallutverkin í stað einnar áður og búist er við mun meiri og skemmtilegri eðluhasar en í fyrri myndinni þökk sé tölvuteiknuranum hjá Industrial Ligth & Magic og vél- búnaði brellumeistarans Stan Win- stons. Hann bjó til tvær Grameðlur í fullri stærð sem vógu sjö tonn hvor og kostuðu 140 milljónir króna og þurfti tíu brúðustjórnendur á hvora þeirra. Enn segir af óreiðukenning- arsmiðnum Ian Malcolm sem vill helst ekki vita af annarri eyju þar sem forsögulegar risaeðlur eigra um í leit að kjötæti. Nýja kærastan hans fer hins vegar í rannsóknarleiðang- ur þangað og viti menn, Malcolm neyðist til að koma henni til bjarg- ar. Berst leikurinn í þetta sinn upp á fastalandið og munu San Diegobú- ar verða fyrstir fyrir barðinu á Gra- meðlunum. Jeff Goldblum og Juli- anne More fara með aðalhlutverkin ásamt Richard Attenborough. Spielberg var farinn að velta fyr- ir sér framhaldssögunni ásamt hand- ritshöfundinum David Koepp áður en metsöluhöfundurinn Michael Cricton lauk við sína framhaldssögu af Júragarðinum. Peir jafnvel skipt- ust á hugmyndum við rithöfundinn en sögumar þróuðust í sitthvora átt- ina til allrar lukku því metsölubók Crichton, Týndi heimurinn, var afleit lesning. Júragarðurinn 2 er ein af ódýrari myndum sumarsins, kostar aðeins 73 milljónir, og er jafnvel bú- ist við að hún slái met fýrri myndar- innar í tekjum en þær námu 357 milljónum dollara í Bandaríkjunum einum. SVARTKLÆDDIR MENN Onnur vísindaskáldskaparmynd, Svartklæddu mennirnir eða „The Men in Black“, gerist þegar jarðar- búar hafa komist í snertingu við geimverar og sérstök deild innan lögreglunnar fylgist með og hefur hendur í hári geimvera sem lenda á jörðinni í óleyfí eða í annarlegum til- gangi. Tommy Lee Jones og Will Smith leika samstarfsmenn í þeirri deild og eiga í höggi við skæraliða utan úr geimnum sem hefur ekkert gott í hyggju. Leikstjóri er Barry Sonnenfeld („Get Shortý') og bland- ar myndin saman spennu og gamni í jöfnum hlutföllum og eru menn fyr- ir löngu famir að spá henni fram- haldslífí. Columbia kvikmyndaverið hefur þegar gert fyrirspurnir um Ksœðlu; getannw ogltanic Stóru sumarmyndirnar frá Hollywood taka brátt völdin í kvik- myndahúsum heimsins og eru stærri, dýrari og íburðarmeiri en nokkru sinni, að sögn Arnalds Ind- riðasonar. Hann skoðar hvaða stór- myndir verða frumsýndar í sumar, hverjir gera þær og hvernig þær koma til með að líta út. t NICHOLAS Cage og John Travolta skipt- ast á andlitum í „Face/Off“. ilfi framhaldsmynd og ef MIB vegnar vel í miðasölunni munu svartklæddu mennirnir sjálfsagt verða jafn tíðir sumargestir og risaeðlur Spielbergs. Enn er það brellufyrirtæki George Lucas, ILM, sem útvegar tækni- brellurnar og sér myndinni m.a. fyr- ir stórkostlegri geimpöddu, sem Vincent D’Onofrio leikur í manns- mynd. Linda Fiorentino fer einnig með hlutverk í myndinni og segist hafa þurft að framkvæma öU sín áhættuatriði sjálf eftir að hún vann 500 dollara af leikstjóranum í póker. TITANIC „Fyrri Titanicmyndir hafa allar fjallað um það hverjir komust í björgunarbátana og hverjir ekki. Eg vildi segja frá örlögum þeirra sem urðu eftir í skipinu síðustu tuttugu mínútumar þegar allir björgunar- bátamir voru famir,“ segir leikstjór- inn James Cameron en hann gerir dýrustu mynd sumarsins, Titanic, sem talið er að muni kosta um 200 milljónir dollara. Hann bjó tU sögu um efristéttarstúlku frá Fíladelfíu, Kate Winslet, sem trúlofuð er auð- ugu merkikerti, Billy Zane, en fellur fyrir almúgamanninum Leonardo DiCaprio. Þar með var Cameron kominn með „Rómeó og Júlíu um borð i Titapic" eins og hann orðar það sjálfur. Paramount kvikmynda- verið skipti kostnaðinum við mynd- ina með Fox verinu, sem sér um dreifingu myndarinnar utan Banda- ríkjanna. Cameron lagðist í fimm ára rannsóknir á Titanicslysinu áður en hann tók að skrifa handritið og hannaði sérstakan fjarstýribúnað til GRAMAR grameðlur snúa aftur í Spielbergs, „Týndi heimurinn“ MATTHEW McConaughey og Jodie Foster nema boð utan úr geimn- um í „Contact", fyrstu inni sem Robert Zemeckis gerir eftir „Forrest Gump“. kvikmyndatöku neðansjávar og film- aði inni í flakinu þar sem það liggur á 4000 metra dýpi. Hann náði m.a. myndum af svítunni sem auðmaður- inn J. P. Morgan átti að vera í og notaði þær í ramma utan um söguna er gerist í nútímanum. Önnur skips- hliðin var byggð í Mexíkó næstum því í fullri stærð. Minnstu smáatriði um borð voru endursköpuð í kvik- myndaveri; jafnvel teppin voru ofin af sama framleiðanda og gerði tepp- in í Titanic. Þannig reis kostnaður- inn upp úr öllu valdi en ef Cameron, sem er einn af fremstu hasarleik- stjórum heimsins, nær ekki inn a.m.k. fyrir kostnaðinum þá er mað- ur illa svikinn. HARRISON Ford leikur for- seta Bandaríkj- anna í „Air Force One“. SAMBAND Fyrsta mynd leikstjórans Roberts Zemeckis eftir Forrest Gump er vís- indaskáldskapur byggður á sögu eft- ir stjörnufræðinginn víðkunna Carl Sagan, sem lést í desember sl. Myndin heitir Samband eða „Contact" og segir frá svokölluðum útvarpsbylgju-stjörnufræðingi, leiknum af Jodie Foster, sem kemst í samband við geimverur í fjarlæg- um útgeimi. Hún berst harðri bar- áttu fyrir því að fá að vera um borð í geimskipi hönnuðu af veranum, sem senda á út í geiminn á fund þeirra, en Matthew McConaughey leikur stuðningsmann hennar. Carl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.