Morgunblaðið - 17.07.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.07.1997, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ * Odýr gisting á Akureyri Leigjum út 2-4 manna íbúðir á besta stað í bænum. _________FERÐALÖG_______ Topptjald í Lónkoti Sími: 551 9800 og 551 3072 Ert þú á leið til DANMERKUR IHlfc Getum útvegað bíla, sumarhús, orlofsíbúðir og bændagistingu í júlí, ágúst og september. Leitið verðtilboða Umboðsmaður International Car Rental A/S á íslandi. Fylkir Ágústsson. Sími 456-3745, fax 456-3795 STÓRT og litríkt topptjald grípur auga ferðalangsins á leið um veginn út með Skagafírði að austan. Þama er rekin fjölbreytt ferðaþjónusta í Lónkoti í Sléttuhlíð, þar sem m.a. er minnst fjöllistamannsins Sölva Helga- sonar. Blaðamaður á ferð forvitnaðist um tjaldið litríka. Þama hafði áður verið haganlegt hringtorg með hlöðn- um veggjum, hugsað sem nokkurs konar grískt Forum, þar sem menn komu saman. En eins og eigandinn Jón Snæbjömsson orðaði það, er þetta á 66 gráðum norður. Og til að geta tekið stóra hópa í skjól fyrir veðri og vindum þegar svo slæst, var yfír torg- ið hannað þetta tjald, sem er engin smásmíði. Innanmálið er 700 fermetr- ar og upp í hæsta punkt eru 11 metr- ar. Sjálfur hannaði Jón grindina, en Seglagerðin Ægir saumaði eða rétt- ara sagt sauð saman tjalddúkinn. Einar Þorsteinn arkitekt, sem er sér- fræðingur í kúiuhúsum, veitti góð ráð. Á þeim þremur vikum síðan tjaldið var fullbúið hefur það komið í góðar þarfir. í Lónkoti voru þijú ættarmót í röð, þar sem fólkið gat allt, 100 manns í einu tilfellinu, látið sér iíða vel innandyra saman. Jón sagði að hljómburður væri góður í tjaldinu og ýmir kórar væra búnir að skoða að- stöðuna þar og spá í hana, og jafnvel Sinfóníuhljómsveitin. Þetta væri hugsað sem fjöllistahús, þar sem mætti hafa ýmiss konar uppákomur, „gjörninga". 'Ijaldhringurinn er raunar kallaður Tjald galdramannsins og hefur hlotið nafnið Hálfdánar-hringur, kenndur við séra Háldán Narfason í Felli í Sléttuhlíð, sem var einn frægasti galdraklerkur norðanlands á 17. öld. Era af honum margar sögur, engu síður en Sæmundi í Odda 450 áram fýrr, sem lifa enn og sagðar era í bæklingi. Má nefna að eitt erindið í Áföngum Jóns Helgasonar vísar í eina þekktustu söguna af séra Hálfdáni, það er sagan um húsfreyjuna í Mál- mey eða konuna í Hvanndalabjörgum; Ærið er bratt við Ólafsfjörð, ógurleg klettahöllin; teygist hinn myrki múli fram, minnist við boðafóllin; kennd er við Hálfdan hurðin rauð, hér mundi gengt í ijöllin; ein er þar kona krossi vígð komin í bland við tröllin. Morgunblaðið/EPá TJALDAÐ er yfir hlaðið hringtorg úr fjörugrjóti með sérhönn- uðu topptjaldi, þar sem 11 metrar eru upp í toppinn. Hringtorg- ip er hugsað sem fjöllistatjald fyrir margskonar mannfagnað. Ólafur Jónsson stendur hjá tjaidinu, en hann rekur ferðaþjón- ustuna í Lónkoti ásamt föður sínum. Hið íslenska náttúrufræðifélag Ferðin langa í Skagafjörð Á ÞESSU sumri verður „langa ferð,“ hin fjögurra daga ferð um Skaga- fjörð. Húnavatnssýslu og Kjalveg, dagana 24. júlí til og með 27. júlí. Svo sem venja er með þá ferð er stefnt að því að gera hana sem fjölbreytt- asta, þar sem áhersla verður lögð á alhliða náttúraskoðun, auk þess sem gefin verður kostur á Drangeyjarferð ef veður leyfir. Gist verður í þijár nætur í Varmahlíð. Komið verður í náttstað um kvöld- mat. í Varmahlíð er rekin mikil ferða- mannaþjónusta og geta þáttakendur valið um svefnpokapláss, tjaldstæði eða hótelherbergi. Á staðnum er sundlaug og þar er hægt að kaupa flest sem ferðamenn getur vanhagað um. Ráðgerð er Drangeyjarferð á með- an dvalið er í Varmahlíð, ef næg þátttaka fæst. Veðurútlit og horfur verða látnar ráða því, hvenær og hvaða dag verður freistað að fara í Drangey og öðrum dagskrárliðum hagrætt til samræmis. Föstudaginn 25. júlí verður farin hringferð um Skaga. Staðnæmst verður á nokkrum stöðum, svo sem við Reynisstað, Tindastól, Ketu, Skagatá og Hafnir og hugað að gróðri og jarðmyndunum. Síðan verður ekið inn til Skagastrandar, um Refasveit, Blönduós og Langadal og til baka í Varmahlíð. Laugardaginn 26. júlí verða Skagafjarðardalir skoðaðir. Reykjavíkur og ráðgert að koma þangað fyrir kvöldmat. Leiðbeinendur í ferðinni verða Ey- þór Einarsson, grasafræðingur, Árni Hjartarson, jarðfræðingur, Haukur Hafstað fyrrverandi bóndi og fram- kvæmdastjóri Landvemdar, auk þess sem fararstjórarnir, Freysteinn Sig- urðsson og Guttormur Sigbjamarson, jarðfræðingar munu kynna sín svið fræðanna. Öllum er heimil þátttaka og kostar ferðin 7000 krónur fyrir fullorðna en hálft gjald fyrir börn yngri en 14 ára, auk gistikostnaðar. Ferð í Drangey kostar auk þess 3000 krónur. Fólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst í ferðina á skrifstofu félags- ins að Hlemmi 3, sími 562 4757. -----------» ♦ ♦---- Fjölskyldu- helgiá Klaustri SÉRSTÖK dagskrá fyrir alla fjöl- skylduna verður á Kirkubæjar- klaustri 19. og 20. júlí nk. Leiktæki verða á staðnum, farið verður í leiki með börnunum, haldín róðrarkeppni á Hæðargarðsvatni fyrir unglingana og gönguferðir með leiðsögn verða í boði fyrir unga sem aldna. Þá er ótalin pílukastkeppni, tónlistarflutn- ingur og útimarkaður. Hægt verður að fara í golf, leigja hesta, veiða í ám og vötnum eða fara í dagsferðir út frá Klaustri. Áfangastaðir eru m.a.: Lakagíga- svæðið, Núpsstaðaskógur, Skafta- fell, hringferð um Öldufellsleið, Eldgjá og Skaftártungu og fjaran. Nánari upplýsingar gefur Upplýs- ingaþjónustan á Kirkjubæjarklaustri: 487-4840. Ekið verður inn í Vesturdal að eyði- býlinu Þorljótsstöðum, sem er fulltrúi fomrar eyðibyggðar. Jöklalandmótun er hér stórbrotin og dalimir gróður- sælir. Þaðan verður ekið til baka og beygt inn í Austurdal að brúnni á Jökulsá austari innan við Merkigil. Frá henni verður gertgið inn í Aust- urdal að Árbæjarkirkju og gljúfrin skoðuð. Sunnudagsmorgun verður ekið frá Varmahlíð um Kjalveg til Við bjóðum auk þessa uppá eftirfarandi þjónustu: Orlofsíbúðir í orlofshverfum þar sem er fjölbreytt þjónusta, m.a. leiksvæði fyrir börn. Bændagistingu (Bed & Breakfast) eða íbúðir hjá bændum. Studio - Ibúðir Strandgötu 13, sími 461 2035 ÚTIVISTARBÚÐIIU viö Umferðarmiðstöðina Eyjaferðir "Grandferðir," útileguferðir, grillferðir o.fl. Leitið upplýsinga eða tilboða. Sætaframboð fyrir allt að 180 manns. - Stykkishólmi Ógleymanlegt œvintýri! • Skelfiskveiði og smökkun • Fuglaparadís • Ólýsanleg náttúrufegurð • Hvalaskoðun • Lifandi leiðsögn í hverri ferð I Bílaleigubílar í Danmörku Bjóðum nýja bíla á frábæru verði, enda um að ræða toll- og skattfrjálsa. Allt innifalið í verði, ótakmarkaður akstur, tryggingar, skattar. Allt nema bensín. Til afgreiðslu á Kastrup-og Billundflugvöllum eða þar sem þér óskið. Lágmarkstími 1 vika. DanCenter býður sumarhús um alla Danmörku. Hús við allra hæfi, lítil og stór. Leigutími frá laugardegi til laugardags. Bókanir og upplýsingar í síma 438 1 Með Baldri yfir Breiðafjörð Frá Stykkisbólmi kl. 10:00 og 16:30 Frá Brjánskek kl. 13:00 og 19:30 Ávallt viökoma íFlatey FERJAN BALDUR Símar 4381120 í Stykkisbólmi ______4562020 á Brjánslœk_
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.