Morgunblaðið - 17.07.1997, Side 19

Morgunblaðið - 17.07.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ URVERIIMU FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 19 Margir skipstjórar telja aflaspárkerfi skaðlaus „Engin leynimið til“ SKIPSTJÓRAR telja að í gögnum unnum úr afladagbókum liggi ekki leyndarmál um veiðistaði við ís- land. Eins og kunnugt er hefur þróun aflaspárkerfis, í samvinnu Radíómiðunar ehf. og Háskóla ís- lands, verið stöðvuð vegna and- stöðu skipstjórnarmanna við að notaðar séu upplýsingar fengnar úr afladagbókum þeirra. Þeir skip- stjórar sem Morgunblaðið ræddi við segja hinsvegar að aflaspár- kerfí gefi góðum skipstjóra ekki neinar nýjar upplýsingar. Tæki verða sífellt fullkomnari Þorsteinn Vilhelmsson, skip- stjóri hjá Samherja hf., segir að vissulega séu aflaskýrslur skip- stjóra trúnaðarmál á milli skip- stjóra og Hafrannsóknastofnunn- ar og Fiskistofu. Hinsvegar hafi fiskveiðar við ísland þróast þannig að tæki verði sífellt fullkomnari og til þess gerð að auðvelda veið- ar. „Langflestir, ef ekki allir, eru komnir með „plotter" og skiptast á upplýsingum í þá. Ég hef því ekki trú á að það séu lengur til bleyður eða mið við landið sem örfáir einstaklingar vita um. Þannig að hvað miðin varðar hafa þessi gögn ekkert að fela að mínu mati. Þessi gögn eru að vísu trún- aðarmál, en hvað fara margir yfir þessar skýrslur? Eins og mér skilst að meðferðin á þessum gögnum hafi verið, kemur hvergi fram hvaða skipstjóri eða hvaða skip hefur verið að fiska á ákveðnum stöðum. Ég get því ekki séð hvern- ig aflaspárkerfið á að ljóstra upp leyndarmálum." Getur komið sér vel Hvað aflaspárkerfið varðar seg- ir Þorsteinn að það geti komið sér vel fyrir óvana menn. Það sé af hinu góða. „Flest ný tæki í brú skipa miða að því að auðvelda reynsluminni mönnum veiðarnar, til dæmis plotterar. Það er gjöró- líkt að byrja sem skipstjóri í dag en það var fyrir kannski 20 eða 30 árum þegar menn höfðu fá eða engin tæki til að styðjast við. Ég get því ekki séð neitt athugavert við slíkt aflaspárkerfi, óvanir menn fá tæknina og þekkinguna hvort sem er upp í hendurnar. En það getur ekki breytt þeirri stað- reynd að það koma aldrei nein tæki og tól í staðinn fyrir góðan og reyndan skipstjóra. Góður skip- stjóri stólar meira á eigin hugvit og sjálfstraust en aflaspárkerfi. En ef það hjálpar óvanari mönn- um, þá er það gott mál,“ segir Þorsteinn. Klaufalega að málinu staðið Trausti Egilsson, skipstjóri á Grandatogaranum Örfirisey RE, segir að fýrst og fremst hafí verið staðið klaufalega að málinu. Afla- skýrslur skipstjóra séu trúnaðar- gögn en samt sem áður afhent að þeim forspurðum. „Skipstjórar fýlla þessar skýrsl- ur samviskusamlega út í þeirri trú að enginn annar en Hafrannsókna- stofnunin og Fiskistofa fái skýrsl- urnar í hendur. Þessar stofnanir byggja á gögnunum við gerð spáa og þess vegna þurfa þær að vera nokkuð nákvæmar. Ef skipstjóra grunar að þessi gögn komist í ann- arra hendur er hætta á að þeir fylli skýrslumar ekki eins ná- kvæmlega út. Það hefði verið heillavænlegra að fara út í ein- hverskonar samstarf með skip- stjórum við þróun þessa kerfis. Ég hef samt sem áður ekki trú á því að gögnin geti skaðað einn eða neinn. Þau koma ekki upp um nein einkamið. Mörg skip á hefðbundn- um veiðum fiska á takmörkuðu svæði allt árið og ég hef ekki trú á því að þar hafi menn nokkru að leyna,“ segir Trausti. Þekkingin ekki úr tölvum Trausti segir að eflaust geti aflaspárforrit komið einhveijum að gagni en hann hefur ekki trú á því að þau nýtist reyndari skip- stjórum. „Ég þekki ekki aflaspár- kerfi af þessu tagi og veit ekki hvert notagildi þess yrði. Það byij- ar enginn sem skipstjóri nema með töluverða reynslu að baki. Þá vita menn nokkurn veginn hvar þorsk er að fínna á ákveðnum tímum eða hvar karfinn kemur í got á vissum árstímum. Ég held að þeir sem á annað borð taka að sér skipstjórn, þurfi ekki að láta tölvu segja sér um fiskgengd almennt. Ég segi því fyrir mitt leyti að ég myndi ekki kaupa svona forrit," segir Trausti. Fylla sig í tveimur til þremur köstum é?3 , 6%. .,622 • Bolungarvík Sléth^ grun 'SO Pisí j RayfartiQfn p 615 714 jingaae* 614?rMWW Þóréhöfn Ekkert lát á góðri loðnuveiði „ÞAÐ ER mokveiði og skipin yfir- leitt að fylla í tveimur til þremur köstum. Þannig hefur þetta verið alla síðustu viku,“ sagði Sveinn ís- aksson, skipstjóri á loðnuskipinu Jóni Sigurðssyni GK, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Hann var þá á leið til Grindavíkur með fullfermi sem fékkst um 100 mílur norður úr Kolbeinsey, alveg við landhelgislínu íslands og Grænlands. Gengur hægt að bræða Norsk og færeysk loðnuskip hafa verið á svipuðum slóðum, rétt norðan við línuna. Fá skip eru yfirleitt á miðunum hveiju sinni, allar bræðslur á landinu eru stútfullar og menn þurfa yfirleitt að hinkra eftir löndun. „Þeir sem fara styst þurfa oft að bíða í rúman sólarhring en hinir sem lengra þurfa að fara, stoppa stutt. Loðnan er geysilega falleg og verður stærri og fallegri eftir því sem norð- ar kemur. Hún er samt full af átu og það gengur þess vegna hægt að bræða hana. Við höfum séð mikið af loðnu á svæðinu og því viðbúið að þessi veiði haldi áfram. Venjulega fer að draga úr veiðinni um mánaða- mót,“ sagði Sveinn. Þegar hafa borist rúm 160.000 tonn af loðnu á land á vertíðinni, mest til SR Mjöls á Siglufírði, 21.400 tonn. 17.000 tonnum hefur verið landað hjá SR Mjöli á Seyðisfirði og um 15.100 tonnum hjá Síldarvinnsl- unni hf. í Neskaupstað. í góöu sambandi - með Talhólfi Pósts og síma Talholfið tekur vio skilaboðum þegar þú ert ekki heima, kemst ekki í símann eða ert að tala í hann. Það getur tekið við mörgum skilaboðum í einu og segir þér síðan hvenær þau voru lesin inn. Þú þarft ekki að kveikja á Talhólfinu, það er vakandi allan sólarhringinn. Talhólfið færir þér kosti símsvarans en losar þig um leið við gallana. Það er einfalt í notkun, ódýrt og áreiðanlegt, og það sem mest er um vert: það tekur ekkert pláss. Stofngjald fyrir Talhólf er aðeins 623 kr. og árs- fjórðungsgjald 374 kr. Að flytja símtal í Talhólf er ókeypis. Talhólfið kemur sér vel fyrir þá sem nota venju- legan síma og ekki síður fyrir farsímanotendur. Hringdu í gjaldfrjálst þjonustunúmer Posts og síma 800 7000 og pantaðu þér Talhólf. f:M«]7000 TALHÓLF PÓSTSOGSÍMA POSTUR OG SÍMI HF Gjaldfrjalst þjonustunumei

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.