Morgunblaðið - 17.07.1997, Síða 44

Morgunblaðið - 17.07.1997, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR KAPRAS- ÍUS STEFÁNSSON + Gunnar Kap- rasíus Stefáns- son fæddist á Akra- nesi hinn 21. ágúst 1940. Hann lést á Landspítalanum 4. júli síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 11. júlí. Elsku afi minn. Þú varst alltaf svo góður við alla. Það er svo leiðinlegt að þú skulir vera dáinn. Og að ég sjái þig aldrei aftur. Þegar ég dey veit ég að þú tekur á móti mér. Takk fyrir að hafa leyft mér að vera svona mikið með þér hjá hestunum og kenna mér á þá. Eg skal hjáipa litlu barnabörnunum þínum að muna eftir þér og segja þeim hvað þú varst góður. Þín Málfríður. Elsku afi minn. Takk fyrir hestaferðimar, afi, ég ”” 'elska þig mikið og sakna þín mikið. Viltu passa köttinn okkar, hann Garp. Ég tala við þig á kvöldin þegar ég bið bænirnar mínar. Þinn Hafþór Ingi. og hve stoltur ég var að hafa fengið að sigla með þér þessa ævin- týraferð þótt ungur ég væri. Einnig vil ég þakka þér fyrir gjafirnar sem þú gafst okkur, sér- staklega seinasta árið þegar þú komst með t.d. fisk í soðið af sjón- um. Það sýndi líka hvað þú hugsaðir vel til allra og þú vildir öllum vel. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Að lokum vil ég votta fjölskyld- unni þinni innlegar samúðaróskir og megi guð styrkja ykkur. Hafðu þökk fyrir allt, Kapri. Eiríkur Svanur. Elsku frændi minn. Þú hvarfst svo skyndilega í burtu, eins og hendi hefði verið veifað. Það var svo stutt jSÍðan við höfðum hist, það var þeg- " ar Kiara dóttir þín gifti sig í lok maí. Ég man hvað þetta var mikil gleðistund hjá fjöMjddunni, 0g hver hefði trúað því að næst þegar við mundum hittast yrði þegar við myndum kveðja þig. En ég mun aldrei gleyma þér, Gunnar minn. Þú varst alltaf svo góður og alltaf varstu tilbúinn að rétta öðrum hjájparhönd. Ég þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar, þegar ég var gutti og var í heimsókn hjá þér og fjölskyldunni á Suðurgötunni. Þá varstu alltaf tilbúinn að gefa mér ráð, leiðbeina mér og fræða mig um lífið og tilveruna. Ég man eftir siglingunni okkar á trillunni þinni milli Akraness og Reykjavíkur, Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast og kveðja vin okkar og frænda sem lést nýverið eftir skammvinn veikindi. Að okkar mati fór hann alltof fljótt úr þess- ari jarðvist, en það er á valdi þess sem öllu ræður. Við fjölskyldan fluttumst til Akraness fyrir um 11 árum og við það jukust samskipti við Gunnar. Frændrækni hans var til fyrir- myndar og þess nutum við. Og enn nánari urðum við eftir að bæði okkar fjölskylda og hans byijuðum í hestamennsku. A þeim vettvangi var einkar gott að vera samvistum við Gunnar og kom hin mikla hugulsemi hans í ljós. Avallt var hann vakandi fyrir því að hjálpa, oft kom Gunnar við í hesthúsinu og spurði hvort okkur vantaði að- stoð við að járna. Um helgar hafði hann oft samband og bauðst að gefa fyrir okkur morgungjöfina svo + Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, amma og systir, ANNA ALEXÍA SIGMUNDSDÓTTIR, Hringbraut 97, Reykjavík, lést miðvikudaginn 9. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. júlí kl. 13.30. Einar Guðmundsson, Lúðvík Sveinn Einarsson, Guðmundur Ragnar Einarsson, Snorri Valur Einarsson, Dagbjört Ema Sigmundsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir. Dagbjört Elíasdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Agnes Eir Guðmundsdóttir, Sigrún Jónina Sigmundsdóttir, Sigmundur Örn Sigmundsson, t Faðir okkar, STEINAR KRISTINSSON, bóndi, Reistarnesi, lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 16. júlí. Sesselja, Anna Steinunn, Helga, Vilhelm, Aðalheiður, Kristinn, Hulda Valdís Steinarsbörn. við gætum sofið út. Svona var huguisemin í okkar garð. Gunnar átti ágætis hesta, sem hann hugsaði einkar vel um. I sam- skiptum við hestana komu mann- kostir hans vel fram og fór þar fremst mikil þolinmæði og skiln- ingur á þörfum þessara viðkvæmu dýra. En dýrmætustu stundirnar átti Gunnar þegar fjölskyldan hans kom með í hesthúsið. Þann sameig- inlega draum áttum við að fara saman í hestaferð og komu þá Þingvellir oftast upp í umræðunni. En í þá ferð komumst við ekki saman. Gunnar var mikill fjölskyldu- maður og einkar ræktarsamur við sína nánustu. Hann var sérlega kærleiksríkur og jákvæður maður sem lagði gott til allra mála. Eink- ar þægilegur í umgengni og vel liðinn af sínum samferðamönnum. Við þökkum þér fyrir samfylgdina og það sem þú gerðir fyrir okkar fjölskyldu. Það hefur verið okkur ómetanlegt og við geymum minn- ingu um góðan mann. Við sendum eiginkonu, börnum, barnabörnum, foreldrum og öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Og biðjum Guð að hjálpa ykkur í sorginni. Freysteinn, Arný og Monika. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Gunnar, þú sem varst allt- af svo stór og sterkur að maður hefði aldrei látið sér detta til hugar að þú myndir hverfa frá lífinu svona fljótt. Það er margt sem leitar á hugann og margar góðar minningar frá liðnum árum. Þú og Sigurbjörg hafið alltaf reynst mér svo vel og mér þykir afskaplega vænt um ykk- ur. Það eru 14 ár síðan ég kynntist ykkur fyrst og allt frá þeim tíma hafið þú og þín fjölskylda átt stóran hlut í mínu lífi. Sá tími sem ég bjó hjá ykkur, allar samverustundirnar og stuðningur ykkar, hefur verið mér ómetanlegur í lífinu. Elsku Gunnar minn, ég ætla að muna þig alltaf eins og þú varst, alveg ein- staklega kærleiksríkur maður sem vildir öllum vel og tókst mér eins og ég væri ein af dætrum þínum. Þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Elsku Sigurbjörg, Ásta Björk, Gummi, Ólína, Garðar, Klara, Beggi og fjsk., Stefán og Ólína og aðrir ástvinir. Megi Guð vera með ykkur og styrkja í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ágústa og fjölskylda. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Með hlýhug og söknuði langar mig að minnast Gunnars Kaprasíus- ar. Hann var kallaður burt svo allt- of fljótt, en honum hlýtur að hafa verið ætlað nýtt og æðra hlutverk á öðrum stað. Á svona stundum koma upp í hugann fullt af minning- um. Bæði frá því að ég var stelpa og eins eftir að ég fór að búa hér á Akranesi. Ég man hvað Gunnar var ánægð- ur þegar ég fór í fyrsta sinn til hans í hesthúsið. Hann sýndi okkur hestana sína og teymdi undir strák- unum mínum. Gunnar kom oft til mín, þá var margt spjallað, hann spurði frétta af frænda á sjónum, klappaði svo strákunum mínum á kollinn og sagði „sæll frændi beggja, hvað segir þú?“ Hann var traustur og vildi alltaf rétta fram hjálparhönd þar sem hann gat. Elsku Bogga, Ásta Björk, Gummi, Ingibjörg; Garðar, Klara, Beggi og börn, Ólína og Stefán. Megi góður Guð styrkja ykkur og leiða í þessari miklu sorg. Elsku Gunnar, takk fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði. En svo eru vonimar - vonir um líf, sem veldinu heljar ei lúti, þær lýsa oss hátt yfir kvalir og kíf - og kennist, þá bernskan er úti. Þær tala um sífógur sólskins-lönd og saklausa eilifa gleði, með kærleik og friði, engin ptrandi bönd, en fijálst allt, sem drottinn léði. (Einar Ben.) Anna Krisljánsdóttir og fjölskylda. Yfir fjölskyldu þar sem lífið hefur nokkurn veginn gengið stóráfalla- laust hefur nú riðið reiðarslag. Dauðinn, þessi óvinur lífsins, hefur nú hrifið á brott með sér Gunnar Kaprasíus, frumburð ömmu Ólínu og afa Stebba. Gunnar var á besta aldri og hafði ekki kennt sér neins meins en á aðeins orfáum dögum hefur illvígur sjúkdómur lagt hann að velli. Eftir standa fjölskylda hans, aldraðir foreldrar og systkini ringluð og örvæntingarfull og spyrja sig spurninga sem enginn getur svarað nema almættið sjálft. En minnug orða ömmu Ólínu er það huggun harmi gegn að fyrst þetta átti að fara svona er gott að hann fékk að fara fljótt. Þegar hugsað er um Gunnar Kaprasíus koma orðin góðmenni, umhyggja og samheldni upp í hug- ann. Gunnar var einstakt góð- menni, hann vildi öllum hið besta og lagði sitt af mörkum öðrum til hjálpar. Umhyggju átti hann Gunn- ar til í ríkum mæli. Ekki var nóg með að fjölskylda hans nyti um- hyggju hans, heldur hugsaði hann afar vel um foreldra sína og aðstoð- aði þau við hvaðeina sem þurfti. Þegar Svandís systir hans flutti niður á Skaga, tók hann hana und- ir sinn verndarvæng einnig. Hesta- mennska Svandísar vakti upp áhuga Gunnars á hestum, báðum til mikillar ánægju. Hjá öðrum ættarmeðlimum er samheldni fjölskyldu Gunnars um- töluð. Þau hjónin voru einstaklega samhent og umhyggja þeirra fyrir dætrum, tengdasonum og barna- börnum var aðdáunarverð. Alltaf áttu barnabörnin greiðan aðgang að afa og ömmu og oftast nær var eitthvert þeirra eða nokkur með Gunnari ef hann var á ferðinni. Ekki er ofsagt að hjá þeim hjónum hafi fjölskyldan staðið í fyrirrúmi. Á sama tíma og Svandís flytur niður á Skaga, flytum við i sveitina i Skipanesið og heíjast þá sam- skipti milli okkar og Gunnars báð- um til ágætra hagsbóta. Gunnar smíðaði eitt og annað fyrir okkur og fékk í staðinn hey í hrossin. Minningar á ég margar og góðar um Gunnar frá bernsku minni því samgangur var mikill milli heimil- anna og dætur hans á svipuðum aldri og við systkinin. Þegar frá leið minnkuðu samskiptin eins og gengur en Gunnari mun ég aldrei gleyma, dálítið hvíslandi röddinni, umhyggju hans fyrir fjölskyldunni, stolti hans yfir nafninu Kaprasíus sem nú er horfið, en sem lifnar kannski hjá einhveijum seinna, sem bera mun það með álíka stolti og hann gerði, og síðast en ekki síst, alúðinni sem einkenndi hann. Innilegar samúðarkveðjur send- um við fjölskyldu hans, foreldrum og systkinum. Gunnar fór alltof fljótt en hann lifir alltaf í hugum okkar og hjörtum. Stefán Gunnar Ármannsson og fjölskylda. Kær vinur okkar og félagi er látinn, langt fýrir aldur fram. Gunn- ar Stefánsson var mikill dýravinur og hestamaður af lífi og sál. Hann naut samverunnar með hestunum sínum sem hændust að honum og urðu honum tryggir félagar. Þeir nutu líka góðs atlætis, notalegs umhverfis og rólegheita í allri um- gengni. Gunnar lagði félaginu okkar lið með kröftum sínum. Hann var með- al annars í stjórn Dreyra um tíma. Það var óhætt að taka mið af orðum hans sem ævinlega voru töluð af hógværð og yfirvegun. Hann lagði sitt af mörkum til að félagsstarfið, sem nauðsynlegt er kringum hesta- mennskuna, gæti dafnað. í huga okkar er söknuður en þar er einnig þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa þennan góða dreng innan okkar vébanda og átt vináttu hans. Við flytjum öldruðum foreldrum, eiginkonu, börnum, og aðstandend- um öllum innilegar samúðarkveðj- ur. Sljórn Hestamannafélagsins Dreyra. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HLÖÐVER JOHNSEN, Saltabergi, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vest- mannaeyjum laugardaginn 19. júlí kl. 15.30. Ágústa Guðmundsdóttir, Margrét Johnsen, Sigríður Johnsen, Anna Svala Johnsen, Haraldur Geir Hlöðversson, Svava Björk Johnsen, Guðni Pálsson, Hrafn Steindórsson, Garðar Jónsson, Guðjón Jónsson, Hjördís Kristinsdóttir, Eggert Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir og tengdamóðir, KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR, Furulundi 15 F, Akureyri, sem lést á heimili sínu laugardaginn 12. júlí, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju mánudaginn 21. júlí kl. 13.30. Þorkell Rögnvaldsson, Gísli Aðalsteinsson, Lína Hrönn Þorkelsdóttir, Kristbjörg Marteinsdóttir, Anna Guðný Júlíusdóttir, Viðar Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.