Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 2

Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ T IÞROTTIR Leið Keflavíkur að bikarnum 32-liða úrslit: IR-Keflavík 1 "2 Framl. 16-liða úrslit: Eysteinn Hauksson Jóhann B. Guðmunds. Keflavík-Fram 1:0 8-liða úrslit: Gunnar Oddsson ■: Valur-Keflavík 1 "5 Framl. Jóhann B. Guðnrúnds. 3 GBSttir Gylfason Eysteinn Hauksson Keflavfk-Leiftur 1 "0 Framl. Urslit: Keflavík-IBV 1:1 1 ÍBV-KA Leiknir-ÍBV \ [ 0:4 6:1 IBV-Breiðablik 8:1 [ IL IBV-KR 3:0 Keflavík-IBV 0:0 Framl. 15:4 í vítasp.keppni ■ SIGURÐUR Jónsson var eini íslendingurinn í liði Örebro, sem vann Norrköping 1:0 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspymu í gærkvöldi, en Arnór Guðjohnsen tók út leikbann. Dan Sahlin skor- aði um miðjan fyrri hálfleik. Örebro er í fjórða sæti deildarinn- ar. ■ BJARKI Sigurðsson fór á kostum og skoraði 10 mörk í tap- leik Drammen gegn BK 46 frá Finnlandi í Evrópukeppni meist- araliða í handknattleik. Leikurinn var háður í Finnlandi og endaði 24:23. Síðari leikurinn verður í „ljónagryfjunni“ í Drammen um næstu helgi. ■ KEPPNIN í 2. deild karla í handknattleik hófst á laugardag- inn með leik Fjölnis og Harðar frá ísafirði. Ekki var nú byijunin góð því það dróst í 35 mínútur að leikurinn gæti hafis þar sem dóm- ararnir mættu ekki. Seint og um síðir komu þó Jónas Elíasson og Arnar Kristinsson þannig að leik- urinn gat hafist. ■ MICHAEL Jordnn sagði fyrir helgina að tímabilið sem senn hæfist yrði hans síðasta og ástæð- an er fyrst og fremst sú að forráða- menn Chicago Bulls og Phil Jackson þjálfari liðsins hafa kom- ist að samkomulagi um að þetta verði síðasta tímabilið sem hann Mm FOLX þjálfi liðið og Jordan segist ekki ætla að Ieika undir stjórn annars þjálfara. ■ LENNOX Lewis átti ekki í vandræðum með Andrew Golota er þeir mættust í hnefaleikahringn- um um helgina. Kapparnir eru í þungavigt og sigraði Lewis í fyrstu lotu á tæknilegu rothöggi, lamdi Golota tvívegis í gólfið. ■ OFTAST eru þjálfarar og for- ráðamenn liða ánægðir þegar eng- ir eru meiddir, en til eru undan- tekningar frá því. Vyacheslav Koloskov, formaður rússneska knattspyrnusambandsins, kvartaði um helgina yfir því að enginn leik- manna landsliðsins hefði meiðst í síðustu leikjum undankeppni HM. Hann kvað þetta merki um að leik- mennirnir legðu sig ekki nægilega mikið fram. ■ „LÆKNAR liðsins þurftu til dæmis aldrei að fara inn á völlinn þegar við lékum við Kýpur, og það sama gerðist í leiknum við Búlgar- íu,“ sagði Koloskov. „Það var engin barátta í leikmönnum,“ sagði formaðurinn. Rússar gerðu 1:1 jafntefli við Kýpur og töpuðu 1:0 fyrir Búlgörum. ■ BESTI knattspyrnumaður á Bretlandseyjum um þessar mundir, Hollendingurinn Dennis Berg- kamp hjá Arsenal, segist vera viss um að Englendingar tryggi sér sæti í lokakeppni HM í Frakk- landi með hagstæðum úrslitum í Róm um næstu helgi. ■ BRIAN Little knattspymu- stjóri Aston Villa getur rifjað upp foma frægð þegar Aston Villa mætir Athletic Bilbao í annarri umferð Evrópukeppni félagsliða, en nú eru rétt 20 ár síðan hann var leikmaður félagsins er það sló Bilbao út í leik í sömu keppni. ■ JEWSK/sóknarmaðurinn Dan- iele Dichio er á leiðinni frá Sampdoria til Lecce fyrir um 100 milljónir króna. Dichio hefur að- eins leikið í 20 mínútur með Sampdoria síðan hann kom þang- að frá QPR í lok síðasta tímabils. Hann á enn eftir að leika í ítölsku deildinni því hann kom inn á er Sampdoria tapaði 2:1 fyrir At- hletic Bilbao í Evrópukeppninni. ■ KEFL VÍKINGAR fengu 500 þús. kr. frá Vífilfell ehf. fyrir sig- ur í bikarkeppninni, Eyjamenn fengu 250 þús. kr. fyrir annað sætið. SPURNINGAR Enn einu knattspymutímabili (slenskra félagsliða er lokið og landsliðin hafa skilað s(nu nema hvað A-landslið karla lýkur verkefnum ársins á Laugardals- velli nk. laugardag og síðustu leikir pilta- HH landsliðsins á leiktíð- inni verða í lok mán- aðarins. Þegar litið er yfír nýfarinn veg má sjá að árangur landslið- anna hefur ekki verið sérstakur með nokkrum undan- tekningum. Félagsliðin stóðu sig ágætlega í Evrópumótunum, þar af ÍBV og KR best, en engu að síður náði hvort lið aðeins að ryðja einni hindrun úr vegi. í þessu sambandi er vert að minna á að fyrir nokkrum árum setti KSÍ sér það markmið að landsliðið yrði í hærri styrkleikaflokki en áður á þessum t(mamótum og bestu fé- lagsliðin kæmust í 3. umferð Evr- ópumóta. Enginn efast um vilja forráða- manna félaga til góðra verka, en hver er staða íslenskrar knatt- spymu? 1989 vann ungmennaliðið Finna 4:0 á Akureyri, tók Holland 3:2 ytra og gerði 1:1 jafntefli við Þýskalandi á útivelli. Hvar standa íslensku strákamir nú í saman- burði við fyrrum mótherja sína? Hvað hefur breyst síðan Framarar voru allt annað en sáttir við að falla úr Evrópukeppni bikarhafa í 2. umferð 1985 og 1990? Hafa menn lært af reynslu Skaga- manna og KR-inga, sem voru hundóánægðir með að falla úr Evrópukeppni meistaraliða annars vegar og Evrópukeppni bikarhafa hins vegar eftir að hafa haft bet- ur gegn fyrstu mótheijum í við- komandi keppni 1995? Eru leík- menn í nægjanlegu úthaldi allt tímabilið eins og til dæmis Skaga- menn voru 1993? Hvað svo sem mönnum sýnist um stöðu mála er ljóst að framfar- ir verða ekki nema þeir viður- kenni vandamál og taki á þeim. Fyrir fimm árum varaði Evrópu- ráðið við fækkun skyldutíma í íþróttakennslu grunnskóla og lagði til að frekar ætti að auka íþróttakennslu í eina stund á dag en fækka úr þremur til fjórum á viku í eina til tvær. Hvernig er Er uppbygging ís- lenskra knattspymu- manna á villigötum? þessum málum farið ( grunnskól- um landsins? Undirstöðuatriði í íþróttum skipta öllu máli með framhaldið í huga. Er uppbygging ungra knattspymumanna nógu markviss og eru aliir leiðbeinendur með við- urkennda menntun til starfans? Hvað segir meiðslatíðni um upp- bygginguna? Þegar nýir þjálfarar tóku við ÍA og KR í sumar sögðu þeir að leikmenn sínir væru ekki ( nógu góðri æfíngu. Getur verið að leik- menn í efstu deild reyni að kom- ast eins létt frá hlutunum og mögulegt er og komist upp með það? Fyrir kemur að leikmenn eru settir f leikbann vegna agabrota en er agaleysið meira en af er látið og hvaða áhrif hefur það á frammistöðu manna og liða? Til að landsliðið nái árangri verða undirstöðumar að vera traustar. Til að félagslið komist fram veginn verða allir innviðir þess - aðbúnaður, stjórn, þjálf- arar, leikmenn, stuðningsmenn og styrktaraðilar - að vera í lagi. Til að einstaklingurinn fái að njóta sín verður íþróttastarfíð ( skólum og hjá félögum að vera nægt, aðlaðandi, markvisst og upp- byggilegt. Eru þessi atriði eins og þau eiga að vera og er Reykja- vfk að dragast aftur úr lands- byggðinni samanber það að full- trúar fslands í Evrópumótunum Qórum næsta ár koma allir utan af landi? Steinþór Guðbjartsson Hvað hugsaðiKristinn Guðbrandsson erhann tóksigurspyrnuna? Gaf mérgóða afmælisgjöf KRISTINN Guðbrandsson átti síðasta orðið í bikarúrslitaleik Keflavíkur og ÍBV, átti síðustu spyrnu leiksins - skoraði sigurmark Keflvíkinga úr vítaspyrnu. „Ég treysti eingöngu á sjálfan mig og var ákveðinn að skora og gefa mér sjálfum góða afmælisgjöf," sagði Kristinn, sem er 28 ára í dag, þriðjudaginn 7. október. Fimm ár eru síðan Kristinn skor- aði síðast og þá einnig í vítaspyrnukeppni. „Ég man vel eftir markinu sem ég skoraði gegn Þór á Akureyri í bikarkeppninni - sendi knöttinn fram hjá Friðriki Friðrikssyni, markverði. Við máttum þá þola tap, 5:3.“ Kristinn rak smiðshöggið á sigur Keflvíkinga, eins og hann var búinn að lofa. Það er viðeigandi, þv> að hann er lærð- Eftir ur húsasmiður, SigmundÓ. vinnur hjá Hjalta Steinarsson Guðmundssyni í Keflavík. Kristinn og samherjar náðu fram hefndum gegn ÍBV, en þeir töpuðu fyrir Eyjamönnum í vítaspymukeppni í bikarkeppninni í fyrra - í Keflavík. „Ég var ákveðinn að standa við loforðið, að skora sigurmarkið. Ég get gengið uppréttur um Keflavík sem eftir er,“ sagði Kristinn. Hvernig lögðu Keflvíkingar upp leikinn gegn Eyjamönnum? „Við vorum ákveðnir að koma til leiks og halda okkar striki - að leika skynsamlega, veijast og ná hröðum sóknum. Þannig leikst- (11 hentar okkur vel, þar sem við erum með fljóta framherja eins og Hauk Inga, Jóhann og Adolf, sem eru stórhættulegir er þeir komast á rétt ról.“ Eyjamenn náðu sér aldrei á strik gegn ykkur? „Nei, þeir voru ekki eins gráðug- ir og við áttum von á. Þeir virkuðu þreyttir, sem er kannski eðlilegt eftir erfiðan Evrópuleik í Stutt- gart. Við lékum mjög yfírvegað og áttum aldrei í neinum vandræðum með þá.“ Varstu búinn að ákveða hvar þú ætlaðir að skjóta í vítaspyrnunni? Morgunblaðið/Golli KRISTINN Guðbandsson stekkur upp er hann snýr sér að félögum sínum og fagnar sigurmarkinu gegn ÍBV. „Já, það var ég búinn að gera. Þegar kallið kom gekk ég mjög afslappaður til verks - ég var bú- inn að ákveða að skjóta niðri, hægra megin við Gunnar og kvik- aði aldrei frá þeirri ákvörðun minni er ég hljóp að knettinum - knöttur- inn rataði rétta leið.“ Er ekki mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuna í Keflavík að þið eruð á leiðinni með bikarinn heim? „Það er ekki spurning. Við strák- arnir í knattspyrnunni höfum kynnst sigurstemmningunni í Keflavík í kringum hið sigursæla körfuknattleikslið okkar. Nú er komið að okkur að gleðjast, stemmningin er ólýsanleg - það er sætt að vera sigurvegari í knatt- spyrnu, sem er íþrótt númer eitt í heiminum." Það brugðu sér nokkrir leikmenn í Arsenal-búning inn í búningsklefa eftir leikinn. Hver var ástæðan? „Arsenal er ofarlega í huga margra okkar. Það er ekkert lið sem ég held eins mikið upp á. Það gera einnig Haukur Ingi, Bjarki markvörður, Þórarinn Kristjáns- son, Anton Hartmannsson, vara- markvörður, og Hrafnkell Oskars- son, læknir, svo einhveijir séu nefndir. Við strákarnir í Keflavík- urliðinu erum á leið til London og förum þá á Highbury til að sjá leik Arsenal og Aston Villa 26. októ- ber. Fögnuðurinn heldur áfram á Highbury," sagði Kristinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.