Morgunblaðið - 04.11.1997, Side 6

Morgunblaðið - 04.11.1997, Side 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997__________________ HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ _r" MORGUNBLAÐIÐ______________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER1997 B 7 HANDKNATTLEIKUR Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari Þetlaer hemaður Þorbjörn var ánægður með varnarleikinn: „Við höfum oft leikið svona vörn mjög vel“ „ÞAÐ má kannski segja að við höfum fellt þá á eigin bragði,“ sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari spurður að því hvað það hefði átt að þýða að leika með vörnina eins framarlega og raun bar vitni. Eg held að þeir hafi haldið að við myndum leika 5-1 vörn á móti leikmanni númer sex, sem var besti maður þeirra í fyrri leiknum. Við höfum oft leikið svona vörn mjög vel og á þeim þremur æfing- um sem við fengum hér heima fórum við rækilega yfir hvernig við ætluðum að hafa skiptingarnar í henni og mér fannst vömin tak- ast mjög vel hjá okkur. Mig grun- aði að vísu að við myndum ekki endast allan leikinn í svona vöm og því fórum við aðeins í flata vöm í lokin. Kom það ekki á óvart að þeir skyldu ekki leika eins vörn núna og úti þar sem þeir léku nánast maður á mann vörn allan tímann? „Jú, en þetta er oft svona. Þeg- ar maður er að eiga við þjálfarana þarf maður oft að spyija sjálfan sig: „Hvað gerir hann hugsanlega. Hvað hugsar hann að ég hugsi?“ Þetta er bara hernaður og ég ímyndaði mér að hann myndi reyna að koma okkur á óvart með því að taka tvo eða fara alveg í flata vöm. Hann byijaði þannig og fór svo framar með vörnina en það gekk ekki heldur.“ Er gott að byrja á að taka vel á því í upphafi í vörninni? „Já, það er ágætt. Þá komast menn vel í gang og þá getur verið auðveldara að fara í 6-0 vörn eins og við gerðum. Vörnin var fín og það er mikill munur að fá á sig 32 mörk eða 18; munar það ekki einum 14 mörkum?“ Biðröð í skafrenn- ingnum ÞEGAR stundarfjórðungur var þar til leikur Islands og Litliáen átti að hefjast í Kaplakrika var löng biðröð fyrir utan iþróttahúsið. Ahorfendur flykktust að þrátt fyrir leiðinlegt veður, fyrsti snjór vetrarins var fall- inn og talsvert sterkur vindur var þannig að skafrenningur var nokkur. Þetta kom þó ekki i veg fyrir að áhorfendur fylltu áhorfendastæðin í Kaplakrika. Jónas Þórir á skemmt- aranum JÓNAS Þórir sá um að leika undir á skemmtara í Kapla- krikanum og fórst það vel úr hendi. Mikil stemmning skap- aðist frá fyrstu minútu leiks- ins, og raunar talsvert fyrr. Stemmningin var altént mun betri og skemmtilegri en í Kaunas í Litháen á miðviku- daginn fyrir viku þar sem um 400 áhorfendur fylgdust með leiknum í litlum íþróttasal. Fyrsta verk Ellerts ELLERT B. Schram var fyrr á sunnudaginn kjörinn fyrsti forseti nýrrar og sameinaðr- ar forystu íþróttamála í land- inu, íþrótta- og Ólympíusam- bands íslands. Hans fyrsta embættisverk eftir aðalfund- inn var að heilsa uppá leik- menn liðanna í Kaplakrika. Öðruvísi búningur EINN landsliðsbúningur ís- lenska liðsinsvar dálítið öðru- vísi en hinir. Á treyju Patreks Jóhannessonar vantaði allar auglýsingar, bæði á bak og brjóst auk þess sem merki HSÍ var ekki á vinstra brjósti eins og á hinum treyjunum. Valdimar fékk úr VALDIMAR Grímsson, sem komst ekki í fyrri ieikinn í Litháen, fékk afhenían blóm- vönd og Adidas-úr fyrir leik- inn. Þetta fékk Valdimar í tilefni þess að hann hefur leikið 200. landsleiki, en þetta var 227. landsleikur Valdi- mars. Hann hefur auk þess leikið 8 aðra leiki með landsl- iðinu gegn úrvalsliðum og B-landsliðum - leiki sem ekki teya sem A-landsleikir. Valdi- mar hefur því klæðst lands- liðsbúningnum 235 sinnum. Áhorfendur frábærir ÍSLENSKA landsliðið sýndi að viðstöddum vel á þriðja þúsund áhorf- endum í Kaplakrika að það hefur engu gleymt frá ævintýradögum sínum í Kumamoto ívor. Liðsandinn frá Japan kveiktur og Litháar lagðir, 25:18, og lífi þannig haldið í von um sæti í lokakeppni Evrópu- mótsins næsta vor. Lykiliinn var frábær varnarleikur, lengst 3-2-1, sem er sama varnarafbrigði og Litháar beittu með góðum árangri í fyrri leik þjóðanna á miðvikudaginn. Gestirnir voru ráðþrota er í Ijós koma að reynt yrði að fella þá á eigin bragði, þeim tókst aldrei að ógna sterku íslensku liðið sem ekki horfði um öxl, heldur einbeitt fram á veginn. Þveröfugt við leikinn ytra þá voru það Litháar sem byijuðu leikinn en tókst þó ekki að setja mark sitt á hann fyrr en eftir niu ívar mínútur þegar ís- Benediktsson lenska liðið hafði gert skrifar þrjú mörk. Framliggj- andi íslensk vörn var vel einbeitt og fyrir aftan hana var Bergsveinn Bergsveinsson markvörð- ur sem svo sannarlega kunni vel við sig á fornum slóðum. Sóknarmenn Litháa sem eru nokkuð stórir og þung- ir voru ekki búnir undir að mæta grenjandi Ijónum á fyrsta snjóadegi vetrarins á SV-horninu. Þeim gekk illa að finna leiðir og þó að þeim tæk- ist að minnka forskot íslands úr 3:0 í 3:2, þá áttu þeir alltaf undir högg að sækja. Islenska sóknin fékk meira rými en í fyrri leiknum þar sem gestirnir léku nú 5-1 vörn. Björgvin og Bjarki byijuðu í hornunum en upp úr miðjum hálfleik skipti Bjarki við Valdimar Grímsson og kom lítið við sögu eftir það. Geir fyrirliði var á línunni, en eftir að hafa brennt af tveimur færum skipti hann við Róbert Sighvatsson á 12. mínútu sem eftirþað lék aðalhlut- verkið á línunni og undirstrikaði hversu öflugur hann er að verða. Dagur og Patrekur léku til skiptis á miðjunni og í fyrri hálfleik gekk spilið betur er Dagur var leikstjórnandi með Róbert Julian Duranona og Ólaf Stef- ánsson hvom til sinnar handar. Litháar náðu aldrei að jafna leik- inn, hvað þá að komast yfir. Baráttu- glaðir íslenskir víkingar gáfu ekki þumlung eftir og voru að jafnaði tveimur til þremur mörkum yfir allan fyrri hálfleikinn sem reyndar lauk með 4 marka mun eftir að Duranona hristi 'úr sér mesta hrollinn með þrem- ur þrumufleygum í jafnmörgum til- raunum. Hálfnað verk þá hafið er og ekki síst þegar komið er að hálfleik, staðan þá 13:9. Gintas Galkauskas skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks og eina mark sitt í leiknum, en að sinni komust gestirnir ekki nær því að næstu fjög- ur mörk leiksins voru íslensk og stað- an var orðin 17:10 og tæplega 12 mínútur liðnar af síðari hálfleik. Margt stefndi í að ísland hefði brotið gesti sína á bak aftur því sókn þeirra gekk ekkert og mark Galkauskas var það eina í fyrstu 10 upphlaupunum. I kjölfarið fylgdi slaki kaflinn hjá ís- lenska liðinu. Einbeitingarleysi gerði vart við sig í sókninni og þrátt fyrir áframhaldandi góða vörn þá tókst ekki að vinna upp allar misgjörðirnar í sókninni þar sem óyfirveguð skot réðu ferð um stund. Litháar minnkuðu muninn í þijú mörk, 18:15, er 9,15 mínútur voru til leiksloka. Eitt setti strik í sóknarleikinn hjá heimamönnum og það var er Björgvin varð að fara af leikvelli vegna meiðsla og kom ekki meira við sögu. Geir og Róbert hlupu í skarð hans í horninu en gekk illa að halda breidd og úr varð um tíma þröngt spil og árangurs- lítið. Þorbjörn Jensson þjálfari sá að við svo búið mátti ekki standa. Blés hann í herlúðra, breytti vörninni i 6-0 - sendi Júlíus Jónasson á vettvang. Eins og fyrri daginn er hann og Geir standa hlið við hlið í vörninni er ekki að sök- um að spyija. Þetta varnarafbrigði gekk ekki síður en hitt og sóknin vaknaði af værum blundi. Þar fór öðrum fremur Patrekur fyrir félögum sínum, gerði þijú mörk í röð líkt og á svipuðum tíma í fyrri leiknum og gaf þar með tóninn á ný. Eftir það héldu íslandi engin bönd í sókninni. íslenska liðið lék saman sem ein liðsheild að þessu sinni, ákveðið í að verða ekki fótaskortur á leið sinni og valda þjóð sinni ekki vonbrigðum. Þorbirni þjálfara tókst að laða það besta fram í leikmönnunum, ekki síst í vörninni, sem hefur verið slök í und- anförnum leikjum. Bergsveinn fór á kostum og stórskyttunni Gintaras Vilaniskis var haldið niðri eftir stór- leik ytra. Dagur og Valdimar áttu framúrskarandi leik, Geir óx í vörn- inni er á leið og Patrekur og Duran- ona gerðu góða hluti í sókninni og sá fyrrnefndi var fastur fyrir og einn lykilmanna i sterkri vörn. Róbetf lék afar vel á línunni og hefur greinilega miklu bætt við sig í verunni í Þýska- landi. Björgvin skilaði sínu hlutverki vel meðan hans naut við. Bjarki var eini leikmaður íslenska liðsins sem átti erfitt uppdráttar. Júlíus lék ekki mikið, en var sterkur þann stutta tíma sem hann kom við sögu. Enginn lék þó betur en Ólafur. Hann vann frábærlega jafnt í vörn sem sókn. Hann skoraði fjögur mörk, hvert öðru fallegra og línusendingar hárfínar. Varnarhlutverkinu skilaði hann nær óaðfmnanlega. Með þessum leik er ljóst að Ólafur er ekki einung- is á góðri leið með að verða fremsti handknattleiksmaður þjóðarinnar, heldur einnig og ekki síst einn sá allra fremsti í heiminum. Undrum sætti að Litháar skyldu ekki leika svipaða vörn að þessu sinni og hafði gefist svo vel ytra og það var ekki fyrr en undir lokin er þeir voru einum fleiri að þeir færðu sig framar á völlinn en þá var orðið um seinan að breyta niðurstöðunni. Einnig að þeir skyldu ekki vera undir það búnir að íslenska liðið reyndi að brydda upp á nýjungum í leik sínum eftir tapið í fyrri leiknum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er sigurvegari leiksins Þor- bjöm Jensson og það ekki í fyrsta sinn. GEIR Sveinsson stöðvar hornamanninn Giedrius Ágætis skotnýting SKOTNÝTING íslensku lands- liðsmannanna var einnig nokkuð góð, eða 49%. Leikmenn skutu 51 sinni að marki Litháa oggerðu 25 mörk. Litháar fengu knöttinn eftir 20 þeirra skota sem ekki rötuðu rétta leið, en sex sinnum náði íslenska liðið knettinum. Bjarki Sigurðsson var sá eini sem var með 100% nýtignu, skor- aði fyrsta mark íslands úr einu skottilraun sinni. Valdimar Grímsson var með mjög góða nýtingu, 85,7%, gerði 6 mörk í sjö skotum og íslenska liðið fékk knöttinn aftur eftir eina skotið sem hann skoraði ekki úr. Patrekur Jóhannesson skaut oftast að marki, 15 sinnum alls. Úr þessum skotum skoraði hann 6 mörk sem er 40% nýting. ís- lenska liðið fékk boltann eftir fjögur skot Patreks sem ekki röt- uðu rétta leið, en eftir fimm skot hans fengu gestirnir knöttinn. Rétt er að taka fram að Patrekur þurfti stundum að taka af skarið þegar sóknarleikurinn var orðinn vandræðalegur. Róbert Julian Duranona gerði fimm mörk úr átta skotum og það er 62,5% skotnýting. Úr einu misheppnuðu skoti fékk liðið boltann aftur. Ólafur Stefánsson gerði 4 mörk úr sjö skotum og það gerir 57% nýtingu. Róbert Sighvatsson skaut ijórum sinnum að marki og gerði tvö mörk. 50% nýting og Lithaár fengu boltann þegar skot hans misstu marks. Björgvin Björgvinsson var einnig með 50% nýtiginu; skaut tvívegis og gerði eitt mark. Lithá- ar fengu boltann eftir skotið sem var varið. Geir Sveinsson skaut þrívegis að marki en öll skot hans voru varin og Litháar héldu boltanum. Dagur Sigurðsson skaut fjór- um sinnum en náði ekki að skora og Litháar fengu boltann í öll skiptin. Rétt er að taka fram að hann varð stundum að skjóta þar sem sóknarleikurinn var orðinn vandræðalegur og komið að því að dæma leikleysu. Sjö marka sigur er ljómandi gott,“ sagði Geir .Sveinsson fyrir- liði íslenska landsliðsins ljómandi ánægður að leikslokum. „Við vorum að leika allt aðra vörn núna en í Kaun- as á miðviku- daginn og mar- kvarslan fylgdi með. Við tókum dálitla áhættu með að leika vömina svona framarlega. Þetta þýddi að menn gátu ekki treyst á GEIR SVEINSSON „Við tókum dálitla áhættu með að leika vörnina svona framarlega" Cernlauskas. Morgunblaðið/Kristinn mikla hjálp frá félögunum held- ur urðu þeir að vinna mikið maður á móti manni og það gekk ljómandi vel. Botninn datt dálítið úr vamarleiknum um miðjan síðari hálfleik, ég veit ekki hvort við gáfum eftir eða hvort þeir fundu eitthvert svar við vörn okkar. Það var ágætt herbragð hjá okkur að fara þá í 6-0 vörn þó svo hún væri dálítinn tíma að komast í gang og það er ekkert slæmt að fá á sig 18 mörk á móti 32 á mið- vikudaginn.“ Nú hvíldir þú óvenjulega mikið í þessum leik. Getur maður átt von ■ á að sjá þig svona mikið á vara- mannabekknum í framtíðinni? „Það veit ég ekki. Þú verður að spyrja þjálfarann að því. Annars er málið ósköp einfalt. Eg nýtti ekki færin sem ég fékk og það kostar sitt og maður sættir sig vel við það meðan Róbert spilar vel. Það skiptir mig ekki máli hver set- ur mörkin svo fremi við vinnum og komum okkur til Ítalíu. Næsti leikur er hér heima á móti Júgóslavíu og það er úrslita- leikur fyrir okkur. Með sigri þar er ég viss um að við komumst áfram, en það er að vísu ýmislegt annað í stöðunni. Áhorfendur voru frábærir og virkilega gaman að spila fyrir fólkið. Það hvatti okkur, var vel inni í leiknum og það er ekki nokkur vafi að það hjálpaði okkur mikið,“ sagði fyrirliðinn. Höfðum gaman af því að svara fyrir okkur, sagði Ólafur Stefánsson „ÞAÐ að var allt annar og meiri andi yfjr þessu hjá okkur,“ sagði Ólafur Stefánsson, einn besti leikmaður íslenska lands- liðsins eftir að það hafði tryggt sér góðan sigur á Litháum í Kaplakrika. Eg veit ekki af hverju Litháar léku ekki eins vöm núna og þeir gerðu í Kaunas á miðvikudag- inn. Þá áttum við í miklum erfiðleik- um gegn þeim, en nú fengum við meiri tíma i sókninni og við sáum til þess að þeir þurftu að hafa að- eins fyrir hlutunum í sókninni. Við lömdum aðeins á þeim í byijun, svona til að komast í gang og eftir það gekk vel í vöminni. Við Iögðum líka allt í hana og þar sem við feng- um meiri frið í sókninni gátum við hvílt okkur aðeins þar, annars fann ég mig ekkert sérstaklega vel í sókninni. Þetta var ljúft og í rauninni bara spuming um að hafa hausinn í lagi. Við ætluðum að hefna okkur. Þeir vora mjög grófir úti í Litháen og við höfðum bara gaman af því að svara fyrir okkur hér,“ sagði Olafur. Meiri háttar vöm „Liðsheildin var frábær og vörnin meiri háttar. Áhorfendur voru frá- bærir, húsið gott og það var allt með okkur þannig að það var ekki hægt annað en vera í stuði á gömlu fjölunum hér í Kaplakrika," sagði Hafnfirðingurinn Bergsveinn Berg- sveinsson markvörður Afturelding- ar og landsliðsins. „Það var sama hver kom inná, það stóðu sig allir vel þannig að það var hægt að skipta inn og út án þess að veikja liðið.“ Hvað með síðasta skotið þegar SÓKNAR- NÝTING ISLAND Mörk Sóknlr % LITHAEN Mörk Sóknir % 13 22 59% F.h 9 22 41% 12 27 44% S.h 9 26 35% 25 49 51% Alls 18 48 38% 9 Langskot 7 5 Gegnumbrot 1 6 Hraðaupphlaup 1 2 Horn 1 2 Lína 6 1 Vrti 2 þú varðir úr hraðaupphlaupi. Þá var staðan 23:18 og þið einum færri og þeir hefðu getað minnkað muninn í tvö mörk. Varnarmennirnir létu hornamanninn fara og treystu þér greinilega til að verja. „Já, eigum við ekki að hafa það þannig að við höfum verið búnir að ákveða þetta?! Annars var þetta bara homamaður sem fór inn á milli homamanns og bakvarðar í sókninni og þeir era ekki klókustu menn í heimi í þessari stöðu og eiga það til að skjóta fast og ég náði að veija. Ég fékk það aldrei á tilfinninguna að við myndum tapa þessu niður. Við náðum góðum tökum á þeim í byijun og þetta var öruggt all- an tímann,“ sagði Bergsveinn. Morgnnblaðið/Kristinn ÓLAFUR Stef ánsson átti stórleik jaf nt í vörn sem sókn gegn Lltháen. Hér hef ur hann komlst í dauðafæri en Arunas Vaskevicius markvöröur varöl á ævintýralegan hátt. Felldir á eigin bragði Lögðum allt í vömina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.