Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
SJÚKRAHÚS í HÆTTU
| 72,5 \ 73,5 j 71,9 j 67^4 | 69,5 j 63,7 [ 64^6 j 65,4 j 65,6 [ 64,5 j
tteimild þjódhagastofnun Tafla 6.2.
Helibrigótaútgjoid atwSvkl mcö verðvísitölu samneystunm
r
Utgjöld hins opinbera til almennra
sjúkrahúsa á mann íþús. króna.
Útgjöld hins opinbera til alm. sjúkrahúsa
sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.
Hetmtid þjóóhagsstafnun Tafla 6.2.
ingavaldsins á stöðu og
> þörfum Sjúkrahúss
Reykjavíkur, segir
Kristín A. Olafsdóttir
hefur þegar haft alvar-
legar afleiðingar fyrir
heilbrigðisþj ónustuna.
vilji raunverulega mola niður heil-
brigðisþjónustu landsmanna.
Augnm lokað fyrir
veruleikanum
Veruleiki Sjúkrahúss Reykjavík-
ur eins og flestra ef ekki allra
sjúkrahúsa landsins undanfarin ár
hefur mótast af óraunhæfum kröf-
um um niðurskurð kostnaðar. Stað-
an er sannarlega orðin alvarleg þeg-
ar hugmyndir og mat æðstu ráða-
manna, eins og þær birtast í frum-
varpinu, eru svo fjarri þeim veru-
leika sem þeir bera ábyrgð á.
Á níunda áratugnum jukust opin-
ber útgjöld til sjúkrahúsa og urðu
mest árið 1988, hvort sem mælt er
sem hlutfall af landsframleiðslu eða
jjútgjöld á hvern íbúa landsins. Þegar
komið var undir lok níunda áratug-
arins fóru að heyrast þær skoðanir
að stöðva yrði „stjómlausan vöxt“
útgjalda til heilbrigðismála. Þreng-
ingar í efnahagslífí sögðu til sín.
Hvað sjúkrahúsin í landinu snerti
var ekki látið nægja að stöðva vöxt-
inn heldur voru útgjöldin keyrð nið-
^jir, hvort sem miðað er við íbúa-
fjölda eða landsframleiðslu, eins og
fram kemur í tölum Þjóðhagsstofn-
ER ætlunin að lama þjónustu helsta slysa- og bráðaspítala landsins með því að
samþykkja áframhaldandi fjársvelti?
Þjóðin komi til
bjargar
VILL RÍKISSTJÓRN íslands
leggja niður um næstu áramót 100
sjúkrarúm af þeim 500 sem sjúk-
lingum nýtast nú á Sjúkrahúsi
^Reykjavíkur? Ætla ráðamenn þjóð-
arinnar að lama þjónustu helsta
slysa- og bráðaspítala landsins?
Ætlast þeir til að byggingar sem
hýsa viðkvæma heilbrigðisþjónustu
haldi áfram að grotna niður sökum
viðhaldsleysis? Finnst þeim verj-
andi að aðstöðuleysi komi i veg fyrir
að sjúklingar njóti þess trúnaðar og
virðingar sem þeim ber? Telja ráð-
herrar og þingmenn ásættanlegt að
hátæknisjúkrahús búi við úreltan
tækjakost og eigi ekki einu sinni fé
til grunnþarfa eins og endumýjunar
sjúkrarúma? Finnst þeim eðlilegt
að hindra uppbyggingu á upplýs-
ingatækni sjúkrahússins með
fjársvelti um leið og þeir gera kröf-
jfcir um nútíma stjómun í þágu hag-
ræðingar og gæða?
Ef svörin við þessum spumingum
er að finna í fmmvarpi til fjárlaga
ársins 1998 em þau öll: Já! Sam-
kvæmt frumvarpinu er fjárvöntunin
til reksturs og viðhalds Sjúkrahúss
Reykjavíkur slík að of-
angreindar afleiðingar
blasa við ef fmmvarpið
verður óbreytt að fjár-
lögum. Sumar þeirra
eru reyndar þegar
orðnar. Það verður
hins vegar að gera ráð
fyrir því að þeir sem
sömdu þennan kafla
framvarpsins og þeir
sem samþykktu að
leggja það fram hafi
ekki gert sér grein fyr-
ir þeim veruleika sem
svo naumt skammtaðar
fjárveitingar til sjúkra-
hússins kalla á. Því
verður ekki trúað að
ráðamenn þjóðarinnar
Kristín Á.
Ólafsdóttir
Skilningsleysi fjárveit-
unar (sjá myndir 1 og
2). Þannig greiddi hið
opinbera 9000 krónum
minna á hvern íbúa til
sjúkrahúsa landsins ár-
ið 1996 en árið 1988.
Það þýðir að sjúkra-
húsin vantaði rúmlega
2400 milljónir króna á
síðasta ári til þess að
hafa svipað almannafé
á hvem íbúa og þau
fengu átta árum áður
(9000 kr. x íbúafjöld-
inn 1996: 269.735 -
verðlag 1996).
Talsmenn heilbrigð-
isráðuneytis hafa gert
athugasemdir við að ár-
ið 1988 sé notað sem viðmiðunarár
m.a. vegna þess að þá hafi einhver
sjúkrahús fengið greiddan uppsafn-
aðan halla frá fyrri áram. Gott og
vel, beram þá saman árið á undan,
árið 1987 og árið 1996 og athugum
muninn á opinbera fé til sjúkrahús-
anna í landinu á hvern íbúa. Árið
1996 var framlagið 8000 krónum
lægra en á árinu 1987 og vantaði því
2158 milljónir í spítalakerfið í fyrra
til þess að það hefði jafn mikið al-
mannafé miðað við íbúafjöldann í
landinu og það hafði árið 1987.
Utgjöld lækkuð þrátt fyrir vax-
andi þjónustu
Á undanförnum áratugum hefur
meðalævilengd aukist og hlutfall
aldraðra íslendinga farið vaxandi.
Nýjar lækningaaðferðir, ný lyf og
kröfur um nýja þjónustu hafa komið
til sögunnar. Sjúkrahús hér á landi
hafa m.a. tileinkað sér aðgerðir sem
íslenskir sjúklingar þurftu áður að
sækja til útlanda. Á legudeildum
sjúkrahúsanna í Reykjavík og e.t.v.
víðar liggja nú að jafnaði veikari
sjúklingar en fyrir fimm til tíu áram
síðan. Astæða þess er mikil fækkun
sjúkrarúma samhliða því að íbúum
á aðalþjónustusvæði sjúkrahúsanna
hefur fjölgað veralega. Þröskuldur-
inn fyrir innlagnir hefur hækkað,
fólk er sent fyrr heim en áður var
og legutími styttist stöðugt. Allir of-
angreindir þættir hafa í för með sér
aukið álag og meiri kostnað við
þjónustu spítalanna.
Það hefði verið afrek út af fyrir
sig að halda opinberum útgjöldum
á hvern íbúa til sjúkrahúsa lands-
ins svipuðum því sem þau voru árin
1987 og 1988 miðað við þær auknu
þjónustukröfur sem þau hafa orðið
að mæta. En eins og tölur Þjóð-
hagsstofnunar sýna var ekki látið
nægja að stöðva vöxt útgjaldanna
heldur hafa bau verið lætrri á hvern
EKKI var látið nægja að stöðva vöxt útgjalda í lok síðasta áratugar
heldur hafa þau verið lægri hvert einasta ár frá og með árinu 1989,
hvort sem miðað er við landsframleiðslu eða framlag á hvern íbúa
landsins.
ÁRIÐ 1996 vantaði sjúkrahúsin ríflega 2000 milljónir króna til þess
að hafa jafnmikið almannafé á hvern íbúa og þau fengu á árunum
1987 og 1988.
íbúa hvert einasta ár frá og með
árinu 1989. Það sama er uppi á ten-
ingnum þegar opinberu útgjöldin
til spítalanna eru skoðuð sem hlut-
fall af landsframleiðslu. í ljósi
þessa samdráttar ætti umfjöllunin
um erfiðleika í starfsemi sjúkra-
húsa ekki að koma nokkrum manni
á óvart.
Fyrir tíu árum hefur eflaust verið
eitthvert svigi-úm til hagræðingar.
Starfsmenn og stjórnendur sjúkra-
húsa reyndu í upphafi samdráttar-
skeiðsins að mæta bví sem beir
40
20
10
o
'87 '88 '89 '90
töldu tímabundna lægð vegna efna-
hagsástands þjóðarinnar með þolin-
mæði. Það er að vísu erfitt að stýra
heilsufari þjóðar í takt við þjóðar-
tekjur en það er hægt að sætta sig
við frest á næstu skrefum í upp-
byggingu þjónustu í stuttan tíma ef
menn tráa því að framundan sé
betri tíð.
Svelti í góðærinu
Betri tíðin lét á sér standa innan
veggja sjúkrahúsanna. Eftir því
sem mögru árunum fjölgaði, fækk-
aði úrræðum til hagræðingar.
Sveltið fór að segja til sín, krón-
urnar dugðu ekki fyrir nauðsynjum
og niðurbrotið varð margvíslegt.
Viðhaldi var slegið á frest, m.a.
brýnum lagfæringum á húsnæði.
Tæki héldu áfram að úreldast en
peninga skorti til þess að endur-
nýja. Þrátt fyrir vel rökstuddar
beiðnir um úrbætur vegna vaxandi
álags á þjónustuna var ekki hægt
að verða við þeim. Það á bæði við
um aukna mönnun og bætta að-
stöðu. Þvert á móti fækkaði starfs-
fólki og húsnæði tapaðist. Þetta er
reynsla Sjúkrahúss Reykjavíkur
síðustu ár.
Þreyta starfsfólks fór vaxandi.
Undrun þess og reiði yfir endalaus-
um niðurskurði og sífellt erfiðara
ástandi jókst í takt við stöðugt
bjartari fréttir af efnahagslífi þjóð-
arinnar sem var sagt risið upp úr
öldudalnum. Ráðamenn þjóðarinnar
glöddust yfir jákvæðum lykiltölum
úr bókhaldi þjóðarbúsins og töldu
sig eiga þar nokkurt hrós skilið. En
þeir létu ógert að hrósa starfsfólki
sjúkrahúsa eða þakka því frábæra
frammistöðu á þrengingartímum
sem nú væri lokið. Verðlaunin voru
skammir fyrir að geta ekki haldið
sig innan fjárlaga. Þakklætið birtist
í frumvarpi til fjárlaga komandi árs
þar sem fjárveitingar til Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru hrollvekja öllum
þeim sem skilja hvað þær þýða fyrir
starfsemi sjúkrahússins og þar með
heilbrigðisþj ónustuna.
Vegið að undirstöðunni
Skilningsleysi fjárveitingavalds-
ins á stöðu og þörfum Sjúkrahúss
Reykjavíkur hefur þegar haft alvar-
legar afleiðingar íýrir heilbrigðis-
þjónustuna. Það er alvarlegt þegar
metnaðarfullt heilbrigðisstarfsfólk
segist ekki lengur vera stolt af þjón-
ustunni og óttast jafnvel að geta
ekki veitt sjúklingum það öryggi
eða heilsubót sem faglega væri
mögulegt ef aðstæður leyfðu. Fag-
leg ábyrgð gagnvart sjúklingum
hvílir þungt á starfsfólki og stjórn-
endum sjúkrahúss ekki síður en
ábyrgðin gagnvart fjárlögum. Eftir
því sem togstreitan vex á milli þess
að rækja skyldur við sjúklinga eða
hlýða fjárveitingavaldi minnkar
starfsgleðin. Starfsfólk stendur
frammi fyrh’ sjúklingum sem það
vill þjóna sem best en eru bjargirn-
ar til þess bannaðar um leið og það
er ávítað fýrir að vera komið fram
úr allt of þröngum fjárhagsáætlun-
um.
Árekstrum á milli þjónustusviða
og starfsstétta fjölgar í baráttunni
um allt of fáar krónur eða aðstöðu í
óviðunandi aðstöðuleysi. Með
minnkandi von um batnandi tíð
eykst hættan á uppgjöf. Nú þegar
hefur sjúkrahúsið misst starfsfólk
með ómetanlega kunnáttu vegna
þess að það gafst upp á ástandinu.
Þekkt dæmi um það er frá síðustu
áramótum þegar einn af fjórum
heila- og taugaskurðlæknum þjóð-
arinnar hvarf til starfa erlendis.
Kjai-ni þess mikla vanda sem
Sjúkrahús Reykjavíkur á nú við að
glíma liggur í þróuninni sem hér hef-
ur verið lýst. Vinnan við erfiða sam-
einingu Borgarspítalans og Landa-
kots samhliða fjársveltinu hefur svo
enn aukið álagið á starfsfólk.
Réttnefni spítalanna í Reykjavík
er háþekkingarsjúkrahús ekki síður
en hátæknisjúkrahús. Vel menntað
starfsfólk með dýrmæta reynslu er
að sjálfsögðu undirstaða góðrar
heilbrigðisþjónustu þjóðarinnar.
Það er hættulegt að halda áfram að
skaka þessa undirstöðu.
Jákvæðu hliðarnar
Það er eæfa beirra sem nióta