Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
-L
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
.. Bikarkeppni
Norðurlands vestra
1997-1998
10 sveitir skráðu sig til leiks. Dreg-
ð hefur verið í fyrstu tvær umferð-
rnar og æskilegt að þessum um-
ferðum ljúki eigi síðar en 21. desem-
oer nk.
t. umferð:
3v. Skeljungs hf., Siglufirði gegn
5V. Stefáns Berndsen, Sauðárkróki.
sv. Bjöms Ólafssonar, Siglufirði
gegn sv. Neta- og veiðarfæragerð-
irinnar, Siglufírði.
umferð:
Sv. Bjöms Friðrikssonar,
Blönduósi gegn sv. Guðmundar
Benediktssonar, Siglufírði.
sv. Eyjólfs Sigurðssonar, Sauðár-
króki gegn sv. Kristrúnar Halldórs-
íóttur, Siglufírði.
sv. Birkis Jónssonar, Sauðár-
króki gegn sv. Skeljungs hf. eða
Stefáns Bemdsen.
sv. Neta- og veiðarf. eða Bjöms
Ólafssonar gegn sv. Guðna Krist-
iánssonar, Sauðárkróki.
Norðurlandsmót
í sveitakeppni
Norðurlandsmót í sveitakeppni
fór fram á Siglufírði 14.-16. nóv-
^fcmber sl. 10 sveitir mættu til leiks
og spiluð vom 16 spil á milli sveita.
Röð efstu sveita varð þessi:
3v. Kristjáns Blöndal, Sauðárkróki 185
3V. Ingvars Jónssonar, Siglufírði 176
3v. Stefáns Stefánss., Akureyri 172
Norðurlandsmeistarar urðu auk
Kristjáns, Rúnar Magnússon, Unnar
A. Guðmundsson og Elías Ingimars-
3on.
Reiknaður var út „butler" og varð
röð efstu para þessi:
Kristján Blöndal - Rúnar Magnússon,
viauðárkróki .............. 19,22
*"%tefán Benediktsson - Stefanía Sigurbjöms-
ióttir Sigluf. ......... 18,19
ingvar Jónsson - Ásgrimur Sigurbjömss.,
Siglufirði ............... 18,05
Keppnisstjóri og reiknimeistari
var Ólafur Jónsson. Stjóm Bridsfé-
lags Siglufjarðar þakkar spilumm
og stjórnanda fyrir ánægjulega
helgi, en getur ekki leynt því að
gert var ráð fyrir meiri þátttöku
sveita utan Siglufjarðar.
Siglufjarðarmót í tvímenningi
(Sigurðarmót)
Siglufjarðarmóti í tvímenningi
sem kennt er við Sigurð Kristjáns-
son, fyrrverandi sparisjóðsstjóra og
fmmkvöðul bridsmenningar á
■■J^Siglufírði iauk 10. nóvember með
þátttöku 22 para. Spilaður var baró-
meter með 6 spilum milli para. Röð
efstu para var þessi:
Jón Sigurbjömsson - Björk Jónsd. 348
Jóhann Stefánss. - Stefanía Sigurbjömsd. 211
Anton Sigurbjömss. - Bogi Sigurbjömss. 199
Guðlaug Mámsd. - Kristín Bogad. 17 6
Sigurður Hafliðas. - Sigfús Steingrímss. 154
Guðmundur Ámas. - Rögnvaldur Þórðars. 149
Næstu 2 mánudagskvöld (1. og
8. des.) verður spiluð tveggja kvölda
fyrirtækjakeppni þar sem fyrirtæki
og stofnanir leggja til spilara. Spil-
uð verður hraðsveitakeppni með
þátttöku 11 sveita.
Bridsfélag
** SÁÁ
Sunnudagskvöldið 23. nóvember
1997 var spilaður eins kvölds Mitc-
hell tvímenningur. 12 pör spiluðu 5
umferðir, 5 spil á milli para. Meðal-
skor var 100 og lokastaðan varð
eftirfarandi:
NS
Leifur Aðalsteinsson - Þórhaliur Tryggvason 109
Friðrik Steingrímsson - Bjöm Bjömsson 106
Nicolai Þorsteinsson - Friðrik Jónsson 104
AV
s^^aldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson 118
Sturla Snæbjömsson - Cecil Haraldsson 109
Jóhannes Guðmannsson - Aðalbj. Benediktsson 106
Keppnisstjóri var að venju Matt-
hías Þorvaldsson og verður haldið
áfram með eins kvölds tvímennings-
keppnir. Keppt, er um verðlauna-
gripi og fer afhending verðlauna
*fí am með formlegum hætti að lok-
inni spilamennsku. Næsta spila-
kvöld er næstkomandi sunnudao.
30. nóvember. Félagið vill hvetja
sem flesta til að mæta, spilað er í
húsnæði Úlfaldans, Ármúla 40, og
hefst spilamennska stundvíslega
klukkan 19.30.
Bridsfélag
Akureyrar
Eftir 2 kvöld af þremur í hrað-
sveitakeppni BA hefur sveit Unu
Sveinsdóttur þægilega forystu en
keppnin um önnur verðlaunasæti
er nokkuð hörð. Staðan er eftirfar-
andi:
Una Sveinsdóttir 562
Frostrásin 510
Sveinn Pálsson 510
GissurJónasson 497
Gylfi Pálsson 489
Veiðisport 484
Lokaumferðin verður 2. desem-
ber en síðan er ráðgert að spila
tvímenning 9. og 16. desember.
í austurriðli bikarkeppni norður-
lands lauk 8 sveita úrslitum um
síðustu helgi. Sveit Stefáns Vil-
hjálmssonar sigraði sveit Ragnheið-
ar Haraldsdóttir, sveit Antons Har-
aldssonar sigraði sveit Þórólfs Jón-
assonar, sveit Sparisjóðs Norðlend-
inga sigraði sveit Björns Þorláks-
sonar og sveit Sveins Pálssonar
sigraði sveit Friðgeirs Guðmunds-
sonar.
í undanúrslitum dróst Stefán
Vilhjálmsson gegn Sparisjóði Norð-
lendinga og Sveinn Pálsson gegn
Antoni Haraldssyni.
Bridsdeild
Barðstrendinga og
Bridsfélag kvenna
Þegar búið er 1 kvöld af 3 í
Monrad-Barómeter tvímenningi er
röð efstu sveita eftirfarandi:
Halld. Þorvaidsson - BaldurBjartmarsson 547
María Ásmundsd. - Steindór Ingimundars. 544
Stefán Garðarsson - Skafti Ottesen 538
Kristjana Steingrímsd. - Hanna Friðriksd. 534
Friðg. Friðgeirsd. - Friðg. Benediktsd. 521
Meðalskor er 450.
Firmakeppnin
hefstkl. 11.
Firmakeppnin í tvímenningi sem
spiluð verður á morgun, laugardag,
hefst kl. 11 um morguninn en ekki
kl. 13 eins og misritaðist í blaðinu
sl. miðvikudag.
Bikarkeppni Suðurlands -
önnur umferð
Dregið hefur verið í 2. umferð
bikarkeppninnar, þótt enn sé þrem-
ur leikjum ólokið í 1. umferð. Helstu
úrslit í þeim leikjum sem lokið er
voru að bikarmeistarar síðasta árs,
sveit Kristjáns Más Gunnarssonar,
var slegin út af sveit Guðjóns
Bragasonar, 123-50. Önnur úrslit
í leikjum sem lokið er voru þau að
sveit Magneu Bergvinsdóttur vann
sveit Brynjólfs Teitssonar 125-58,
og sveit Stefáns Jóhannssonar vann
sveit Sverris Þórissonar.
Eftirtaldar sveitir spila saman í
annarri umferð:
Sveit Garðars Garðarsson spilar
gegn sv. Sigfúsar Þórðarsonar eða
sv. Össurar Friðgeirssonar.
Sveit Þórðar Sigurðssonar gegn
sveit Guðjóns Bragasonar.
Sveit Ólafs Steinasonar spilar
gegn sveit Halldórs Gunnarssonar
eða sveit Stefáns Jóhannssonar.
Sveit Magnúsar Halldórssonar
gegn sveit Karls Gunnlaugssonar
eða sveit Magneu Bergvinsdóttur.
Iæikjum í 2. umferð skal lokið í
síðasta lagi sunnudaginn 18. janúar
1998.
Bridsfélag
Hreyfils
SVEIT Sigurðar Ólafsson^r hefír
tekið örugga forystu í aðalsveita-
keppni bílstjóranna. Sveitin hefír
hlotið 176 stig, unnið 7 leiki af 8
og gert eitt jafntefli.
Sveit Eiðs Gunnlaugssonar er í
öðru sæti með 159 stig og hefír
unnið alla leiki sína. Þá er sveit
Friðbjörns Guðmundssonar í þriðja
sæti með 6 sigra, eitt jafntefli og
eitt tap. Sveit Friðbjöms er með
145 stig. Sveit Óskars Sigurðssonar
er í fjórða sæti með 144 stig.
Átta umferðum af þrettán er lok-
ið. Spilað er í Hreyfilshúsinu á
mánudöemm.
SKOÐUN
i
I
i
SKIPULAG HALENDIS
ÍSLANDS OG ALÞJÓÐ- *
LEGT SAMHENGI 1
TILLAGA Skipulags
ríkisins að sldpulagi
hálendis Islands liggur
nú frammi til skoðunar
og athugasemda og
rennur frestur til að
gera athugasemdir út
hinn 10. desember
næstkomandi.1 Þetta
er í fyrsta sinn sem
gert er svæðisskipulag
hálendisins. Það verður
að teljast nokkuð
merkur atburður því að
verið er að marka
stefnu um hvernig nýta
skuli til framtíðar
þessa fjóra tíundu
hluta landsins. í tOefni
þessa er ágætt að staldra við og
skoða tillöguna með tilliti til fram-
tíðarinnar og einnig með tilliti til
þróunar mála í löndunum í kringum
okkur. Höfundur telur að helstu
þættir tillögunnar séu með skyn-
samlegum hætti, einkum með tilliti
til viðhorfa almennings í löndum
beggja vegna Atlantshafsins og
þeim möguleikum sem gætu tengst
ímynd landsins. í þessari grein
verða teknar fyrir nokkrar visbend-
ingar í þessu tilliti.
Megindrættir tillögunnar eru
þeir að stefnt er að umfangsmikilli
verndun á meginhluta hálendisins
(sjá meðfylgjandi mynd). Ljós-
grænu svæðin eru vemdarsvæði
með takmarkaðri vernd, en dökk-
grænu svæðin náttúruvemdarsvæði
með meiri verndun. Einnig er stefnt
að takmarkaðri nýtingu á þeim auð-
lindum sem hálendið hefur að
geyma, það er raforloiframleiðslu-
möguleikum fyrst og fremst.
Á hálendinu er að finna stærstu
ósnortnu víðerni sem fínna má á ís-
landi, samanber greinargerð sam-
vinnunefndar um skipulag hálendis-
ins, og einnig virðist sem hér megi
finna einhver stærstu ósnortnu
svæði sem enn er að finna í Vestur-
Evrópu.2 Vemdun náttúrusvæða er
eitt þeirra atriða sem eru áberandi í
óslfum almennings hérlendis og er-
lendis varðandi umgengni mannsins
við umhverfið. Með tillögunni virð-
ist ljóslega verið að svara þessum
viðhorfum. Veradunin er fyrst og
fremst í þeim tilgangi að tryggja að
Islendingar framtíðarinnar hafí að-
gang að náttúmsvæðum þar sem
kyrrðin og óspillt víðáttan ríldr.
Einnig munu þessi sömu svæði
verða erlendum gestum sem hingað
koma uppspretta ánægju og
afslöppunar, eins og þau eru nú
þegar. Um leið er leitast við að
svara óskum um að framleidd verði
raforka með vatnsafli sem er laus
við loftmengun. Þannig er tillagan
málamiðlun eins og
sjálfsagt er þegar ólík-
ar óskir koma saman á
einu og sama svæðinu.
I stóru máli sem þessu
munu aUtaf einhverjir
hafa athugasemdir um
þætti sem þeir vildu
hafa séð öðruvísi. En í
þessari grein verður
aðallega horft til þeirr-
ar megintillögu sem
snýr að vemdun há-
lendissvæða, og aðrar
sértækari athugasemd-
ir látnar öðmm eftir.
Möguleikar
framtíðar
Mildð hefur verið rætt um hér á
íslandi þá möguleika sem ósnortið
umhverfí og náttúra landsins geti
opnað íbúum landsins á erlendum
mörkuðum. Þar er aðallega rætt um
tældfæri tengd ferðamennsku (og
ferðamannaverslun?), þá möguleika
að íslensk matvæli geti notið góðs af
jákvæðri ímynd hreinleika sem
hægt sé að byggja upp, og loks má
nefna tækifæri sem hugsanlega
mætti byggja upp sem sneru að
markaðssetningu á vörum sem
hefðu yfir sér yfirbragð sem tengd-
ist þáttum á borð við útivist og
ósnortnum náttúrusvæðum. Það er
skoðun undirritaðs að Islendingar,
eða einstök fyrirtæld, þyrftu að
gera sér grein fyrir þremur atriðum
til að glöggva sig á stöðu mála. í
fyrsta lagi að fá upplýsingar um
hvert sé mikilvægi þess að upplifa
náttúrusvæði meðal íbúa landanna í
kring, svona almennt. I öðra lagi að
fá um það upplýsingar hver sé af-
staða almennings í löndunum í
kring til Islands, og hver sé ímynd
þess. Og í þriðja lagi hvar megi
helst finna tækifæri til nýrra af-
reka, og hvemig sé helst hægt að
nýta þau, en um það atriði verður
ekki fjaUað hér.
Bandaríkin
I Bandaríkjunum hafa verið unn-
ar ýmsar rannsóknir á viðhorfum
þjóðarinnar til ýmissa þátta nátt-
úravemdarmála og umhverfismála,
sem gefa vísbendingar um hverjar
skoðanir era meðal Bandaríkja-
manna á þessu sviði. í rannsókn
sem gerð var árið 1991 meðal 798
manna hóps sem var þverskurður
íbúa fylkja á meginlandi Bandaríkj-
anna kom fram að yfir þrír fjórðu
töldu að upplifun tómstunda ut-
andyra („outdoor recreation") væri
„mildlvæg" eða „mjög mikilvæg“. í
annarri rannsókn sama ár sögðu
73% að tjaldferðir og tómstundaiðk-
un utandyra væri að verða mikil-
Sigurðarson
vægari hluti af þeirra lífi, (sagt var
frá könnuninni í blaðinu USA
Today, en fjöldi og aðferðafræði
kom ekki fram). Og í könnun sem
gerð var árið 1986 meðal 2000
Bandaríkjamanna sem einnig voru
þverskurður íbúa sögðust 97% svar-
enda vera „sammála“ eða „mjög
sammála" því að stjómvöld þar í
landi ættu að vemda náttúrasvæði
fyrir kynslóðir framtíðarinnar til að
njóta. Þessar þrjár vísbendingar
era ekki fullkomnar en gefa þó all-
góða hugmynd um viðhorf almenn-
ings í Bandaríkjunum til ósnortinn-
ar náttúra.3 Þá er forvitnilegt að
halda yfir hafíð og skoða hvað hægt
er að rýna út úr gögnum varðandi
viðhorf almennings í Vestur-Evr-
ópu.
Vestur-Evrópa
Með reglubundnum hætti era
gerðar á vegum Evrópusambands-
ins svonefndar „Eurobarotmeter"
kannanir meðal almennings í lönd-
um sambandsins. I þessum rann-
sóknum er grennslast fyrir um ým-
Viðhorf fólks austan
hafs og vestan gefur
til kynna, segir Sverrir
Sveinn Sigurðarson,
að megintillaga sem
kynnt hefur verið
um verndun hálendis
------------------------
Islands sé raunsæisleg
og geti reynst
happadrjúg.
islegt sem snýr að lífi fólks í Evrópu
og viðhorfum þess. Þar á meðal era
kannanir um viðhorf almennings til
ýmissa þátta umhverfismála sem
gerða hafa verið á nokkurra ára
fresti frá árinu 1982. Samkvæmt
niðurstöðum síðustu rannsóknar
sem gerð var árið 1995, lýsa 88%
Evrópubúa því yfir að þeir hafí
áhyggjur af því að ýmis náttúrugæði
séu að tapast, þar á meðal ósnortin
náttúrasvæði („natural habitats").
Óskir Evrópubúa varðandi það að
njóta ósnortinna náttúrasvæða
koma ekki fram með beinum hætti í
umræddri Eurobarometer könnun,
að öðra leyti en því sem þama kem-
ur fram.4 Með hliðsjón af þessum
tölum, og af því að lífstíll og viðhorf í
vestrænum heimi er að verða æ lík-
ari milli landa, má draga þá ályktun
að líklega sé staða mála ekki óáþekk
í Evrópu og i Bandaríkjunum.
>
í
i
I
í
i
I
i
i
i
i
i
i
I
i
I
!
i