Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tölvur við hátíðleg* tækifærí
Á ÞVÍ leikur enginn
vafí að Háskóli Islands,
stúdentar og stjómvöld
gera sér grein fyrir því
að það vinnuumhverfi
sem stúdentum og
starfsmönnum Háskól-
ans er skapað er gríðar-
lega mikilvægt. Háskóli
íslands væri svipur hjá
sjón án þeirra bygginga
sem starfsemi hans fer
fram í, þess bóka- og
ritakosts sem til afnota
er og án tölva væri Há-
skólinn algjörlega úr
takt við tímann.
Það er vegna tölvu-
tækninnar sem stúdent-
ar geta nú tekið þátt í námi í erlend-
um háskólum, fylgst með námskeið-
um í Háskóla Islands hvaðan sem er
í heiminum og gert nám sitt mark-
vissara og skilvirkara á margan hátt.
Óviðunandi vinnuaðstæður
Það hlýtur því að skjóta skökku
við þegar nám stúdenta byggist í sí-
auknum mæli á upplýsingatækninni
að þá séu í Háskóla Islands aðeins
116 tölvur til afnota fyrir um 5.800
nemendur eða fimmtíu stúdentar um
hverja tölvu. Það liggur í augum
uppi að sú vinnuaðstaða sem stúd-
entum er þar með boðið upp á er
engan veginn viðunandi. Ekki nóg
með það heldur hefur stór hluti stúd-
enta ekki aðgang að tölvum og
nettengingu í þeim byggingum þar
sem þeir stunda nám sitt. I allri
kennslu er gert ráð fyrir fæmi og
kunnáttu stúdenta á tölvur en þeim
gefst ekki kostur á nægilegri þjálfun
í tölvunotkun.
Fögnr fyrirheit
Ekki hefur vantað fógur orð
stjómmálamanna við hátíðleg tæki-
færi um mikilvægi upp-
lýsingabyltingarinnar
fyrir íslenska þjóð. Is-
lendingar þurfa að vera
í takt við tímann og
intemetið hefur skapað
mikla möguleika fyir ís-
lenskt efnahagslíf. En
þegar kemur að efndum
um horfir annað við. í
Háskóla Islands era af
þessum 116 tölvum til
afnota fyrir stúdenta
aðeins 98 viðunandi
samkvæmt Reiknistofn-
un Háskóla Islands. Á
undanfömum mánuðum
hefur Islendingum ver-
ið tíðrætt um stöðu sína
í alþjóðlegum samanburði. Islending-
ar eiga ekki að verða eftirbátar ann-
arra þjóða eigi þeir að tryggja stöðu
sína í alþjóðlegri samkeppni um
æsku heimsins. Hvemig stendur þá á
því að fimmtíu stúdentar í Háskóla
Islands era um eina tölvu á meðan
Singapúrbúar telja óviðunandi að þar
sé ein tölva á tvo nemendur? Ætli
svarið liggi ekki í metnaði eða metn-
aðarleysi stjómvalda.
Tvöföldun tölva
í fjárlögum ríkisstjómarinnar fyr-
ir næsta ár er gert ráð fyrir um 60
milljón króna fjáraukningu til Há-
skóla íslands. Sú aukning dugir þó
engan veginn sé Háskóla íslands
ætlað að standa jafnfætis öðram
skólum á háskólastigi hér á landi.
Háskólinn hefur því lagt fram vel
rökstuddar tillögur um 230 milljón
krónur til viðbótar sem er í raun lág-
marksfjárkrafa skólans. Af þessum
230 milljónum hefur Háskólinn hug
á að nota um 25 milljónir til þess að
bæta tölvukost háskólastúdenta.
Hægt væri að setja upp og halda við
um 100 nýjum tölvum fyrir þessa
Hvernig stendur á því,
spyr Dalla Olafsdóttir,
að fímmtíu stúdentar í
Háskóla Islands eru
um eina tölvu.
fjármuni. Þannig myndi sá tölvu-
kostur sem stúdentar hafa til afnota
nær tvöfaldast.
Þessi 25 milljón króna aukning á
fjárframlögum til Háskólans gæti
því þýtt að stúdentar í öllum bygg-
ingum Háskólans hefðu aðgang að
tölvu og interneti, langur biðtími eft-
ir tölvum myndi styttast til muna og
stúdentar ættu auðveldara með að
tileinka sér þá fæmi og kunnáttu á
tölvur sem nauðsynleg er í dag.
Kjarkur stjórnvalda
Eg geri orð Björns Bjamasonar,
menntamálaráðherra, að mínum
þegar hann sagði á menntaþingi fyr-
ir rúmu ári að íslendingar verði að
hafa kjark til að meta menntun að
verðleikum. í þessu felst að stjóm-
völd verði líka að hafa kjark til að
viðurkenna þá staðreynd að mennt-
un er fjárfesting til frambúðar.
Sú fjáraukning sem Háskóli ís-
lands óskar eftir frá ríkinu er ekki
mikil sé horft til umsvifa ríkisins og
mun skila sér margfalt til baka.
Staðreynd málsins er sú að góður
tölvuaðbúnaður getur skipt miklu
um samkeppnisstöðu íslendinga í
framtíðinni. Það er kominn tími til að
fá það viðurkennt í verki, sem menn
forgangsraða í orði, þegar þeir segj-
ast vilja hlut menntunar sem mestan
og bestan.
Höfundur er franikvæmdastjdri
Stúdeutaráðs.
Dalla Ólafsdóttir
Tilboðsverð
26. nóvember til 3. desember 1997
Raubar úlpur, 3 litir:
rau&f bló og grœn.
Drapplitar úlpur, 3 iitir:
rauð, bló og drapp.
Melka
Qualitv Men’sWeak
HAGKAUP
fltrirflölsbflduHtL
Verb óbur 14.495
FOSTUDAGUR 28. NOVEMBER 1997 4«?
mtfmm ^ miíItNi
www.centrum.is/leidarljos
EPSON
Ljósmyndaprentun
auðveldari en nokkru sinni fyrr
með nýja Epson Stylus Photo bleksprautuprentaranum
Gæði prentunarinnar í Epson Stylus Photo prent-
aranum eru hreint út sagt frábær, þökk sé hinni
nýju Epson PRQ tækni (Photo Reproduction
Quality). Nú getur þú notið þess að fylgjast með
Ijósmyndunum þinum verða að veruleika heima
hjá þér.
Með því að taka myndirnar á stafræna myndavél
frá Epson, vista þær inn á tölvuna þína og prenta
út með Epson Stylus Photo bleksprautuprent-
aranum, losnarðu við hið hefðbundna fram-
köllunarferli. Auk þess getur þú lagfært og breytt
eigin myndum eftir smekk og prentað út eins
mörg eintök og þú þarft, allt upp í A4 stærð.
Ljósmyndaprentun hefur aldrei verið auðveldari
en einmitt núna.
C\
ÞÓR HF
Ármúla 11 - B(m
Tæknival
Skclfunnl 17
108 Reykjavfk
Slmi 5SO 4000
F«x 550 4001
Netfang:
mottckaOtaeknival.it
Rcykjavlkurvegi 64
220 Hafnarfirði
Siml SSO 4020
Fax 550 4021
Netfang:
fjordurOtaeknival.it