Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Ólafsvíkurkirkja 30 ára
Hellissandi - Sunnudaginn, 16. nóv-
ember 8.1. kl. 14.00 yar þess minnst
við hátíðarmessu í Ólafsvíkurkirkju,
að 19. nóvember 1967 var þetta
guðshús vígt og formlega tekið í
notkun.
Fyrir utan nýstárlegt lag hússins
og hvemig það höfðaði til þess stað-
ar sem það stóð á, því kirkjan minnir
á skip, þá var gert ráð fyrir safnaðar-
heimili í kjallara hússins sem reynst
hefur söfnuðinum sérlega vel. Arki-
tektinn var Hákon Hertervig úr
Reykjavík. Byggingameistari var
Böðvar Bjamason í Ólafsvík. Nýja
Ólafsvíkurkirkja kom í stað gömlu
kirkjunnar sem stóð niður á Snopp-
unni og þjónaði þorpinu í 70 ár. Sú
kirkja tók við af gömlu Fróðárkirkju
sem staðið hafði í aldaraðir.
Við hátíðarmessuna prédikaði
biskup íslands hr. Ólafur Skúlason,
sóknarpresturinn sr. Friðrik J. Hjart-
ar þjónaði fyrir altari ásamt prófasti
sr. Ingiberg J. Hannessyni. Nokkrir
prestar prófastsdæmisins og fjöldi
sóknarnefndaformanna þágu boð um
að taka þátt í athöfninni. Kirkjukór
Ólafsvíkurkirkju söng undir stjórn
organistans Kjartans Eggertssonar
Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson
KÓR Ólafsvíkurkirkju söng við hátiðarmessuna.
og Veronika Osterhammer söng ein-
söng. Athöfnin var fjölsótt og hin
hátíðlegasta.
Að henni lokinni var boðið til veglegr-
ar kaffidrykkju í félagsheimilinu Klifi
, þar sem borð svignuðu undan veg-
legum veitingum og ræður voru flutt-
ar í tilefni þessa merkisdags Ólafsvík-
urkirkju. Formaður sóknamefndar
er Stefán Jóhann Sigurðsson.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason
ÖSKUHAUGARNIR við Stykkishólm eru lítið augnayndi og Hólmarar og bæjaryfirvöld
skammast sín fyrir ástandið.
Sorphaugum við Stykkis-
hólm lokað 1. mars nk.
Stykkishólmi - Flestum ferða-
mönnum finnst Stykkishólmur fal-
legur og snyrtilegur bær. Bæjarbúar
eru sammála því, en eitt er það sem
þeir skammast sín fyrir. Það eru
öskuhaugarnir fyrir ofan bæinn.
Þeir eru opnir og öllu sorpi er ekið
þangað og brennt á opnu svæði.
Eins er lífrænum úrgangi ekið þang-
að og á góðum sumardögum er þar
varla líft. Bæjaryfirvöld hafa gert
sér grein fyrir þessu vandamáii i
langan tíma.
Stefna sveitarfélaganna á Vest-
urlandi er að útbúa einn urðunarstað
fyrir Vesturland. Þar sem kröfur til
urðunarstaða era miklar og dýrar
er varla gerlegt fyrir hvert og eitt
sveitarfélag að fara út í slíkar fram-
kvæmdir. Því vilja sveitarfélögin taka
höndum saman í þessu verkefni. Það
eru mörg ár síðan byijað var að leita
að landi fyrir urðun sorps, en hægt
gengur. Fyrir nokkrum árum var
keypt jörðin Fiflholt á Mýrum og þá
vora menn bjartsýnir á að lausn
væri í sjónmáli. En svo reyndist ekki
vera. Það gengur erfiðlega að fá leyfí
frá umhverfisráðuneytinu.
Nú er þolinmæði bæjarstjórnar
Stykkishólms á þrotum. Á fundi
bæjarráðs 6. nóvember sl. var lögð
fram skýrsla Línuhönnunar um jarð-
gerð. Þar hefur verið gerð forathug-
un á kostnaði og ábata Stykkis-
hólmsbæjar af flokkun sorps og lág-
mörkun sorpflutninga. Sótt hefur
verið um styrk hjá Rannsóknarráði
íslands vegna framhalds á verkefn-
inu. Á þessum fundi samþykkti bæj-
arráð að loka núverandi sorphaugum
ekki seinna en 1. mars nk. Leitað
verði eftir samningum við urðunarað-
ila þar til sameiginlegur urðunarstað-
ur fyrir Vesturland verður tilbúinn.
Sunnudags Mogginn
fyrr til Hólmara
Stykkishólmi - Tvo síðustu laugar-
daga hefur sunnudagsblað Morgun-
blaðsins borist inn um lúgu áskrif-
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Þorvaldur Ólafsson er sam-
viskusamur að koma Morgun-
blaðinu strax til áskrifenda.
enda í Stykkishólmi. Blaðið er komið
til áskrifenda um kl. 19 á laugardag.
Hingað til hefur blaðið borist til
bæjarbúa um kl. 23 eða síðar á
sunnudagskvöldum. Þetta þykir ef
til vill ekki mikil frétt, en Hólmarar
eru mjög ánægðir með þessa auknu
þjónustu blaðsins við áskrifendur.
Sunnudagsblaðið er oft efnismikil
og margt fróðlegt þar að fínna. Þeg-
ar blaðið kom seint á sunnudags-
kvöldum voru margir lesendur langt
fram í vikuna að lesa blaðið þar sem
vinnuvikan var hafin. En nú geta
bæjarbúar lesið sinn Mogga í róleg-
heitum á sunnudagsmorgnum eins
og stærstur hluti landsmanna.
Að sögn umboðsmanns Morgun-
blaðsins er sunnudagsblaðið sótt í
Borgarnes er það kemur þangað með
áætlunarbíl seinni part laugardags
og dreift strax til áskrifenda.
Bingó
Flateyri - Haldið var bingó í Grunn-
skólanum að Holti í Önundarfirði
sunnudaginn 16. nóv. Það var
íþróttafélagið Grettir sem stóð að
bingóinu en tilgangurinn með bingó-
inu var sá að styðja við bakið á efni-
legum hópi ungmenna úr sveitinni
sem hyggur á för í æfingabúðir til
skíðaiðkana í næsta mánuði.
Fjölmenni var í bingóinu og mikil
spenna lá í loftinu enda ódýr bingó-
spjöld og enginn vinningur undir 200
krónum. Vinningar eins og 10 kg
kartöflupokar og lambaskrokkur,
ásamt samlokugrilli og sæluferð á
Ingjaldssand, allt þetta og meira til
ýtti undir spennuna.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
ÞESSI ungi drengur fylgdist áhugasamur með bingóinu.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
GUÐRÚN A. Eiríksdóttir og Helgi Bjarni Óskarsson á Kanslaranum.
Þrjú fyrirtæki
undir eitt þak
Hellu - Hjónin Guðrún A. Eiríks-
dóttir og Helgi Bjarni Óskarsson á
Hellu hafa tekið í notkun nýbygg-
ingu sína sem hýsir veitingastað
þeirra Kanslarann auk söluskála og
myndbandaleigu sem þau reka. I
húsinu er einnig Hársnyrtistofan
Hárfínt og umboð Vátryggingafé-
lags íslands en húsið stendur í al-
faraleið við Suðurlandsveg.
Þessi fyrirtæki hafa öll verið
starfrækt um árabil á Hellu nema
nýi veitingastaðurinn sem er viðbót
við rekstur þeirra hjóna. Á mynd-
inni til hægri era Guðbjörg Óskars-
dóttir, umboðsmaður VÍS á Hellu,
Anna Guðrún Jónsdóttir, eigandi
Hársnyrtistofunnar Hárfínt, og
Anna Fía Finnsdóttir, starfsmaður
hennar.