Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905
í . • .. X
HÁSKÓLABÍÓ
*
HASKOLABIO
Hagatorgi, simi 552 2140
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
STRANGLfGA BONNUS INNAN
BARA
r.thegame.com
Andv Garcia
Richard Drevfus Lena Olin
I borg 9 milljóna manna,
er pláss fyrir einn
heiðarlegan inann?
Toppleikarinn Andy Garcia (The Untouchables,
The Godfather) og Óskarsverölaunahafinn Richard
Dreyfuss (The American President. Close
Encounters of the Third Kind) i mynd eftir
snillinginn Sidney Lumet (Serpico. The Verdict).
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. ^
Frumsýning
kl. 5, 7, 9 og 11. Enskt tal.
strákaveiðum
** M
★★★
Mbl.
Sýnd kl. 9.
Sýnd Id. 9og 11.10. bj.16.
HARRISON FORD
★★ Mbt. ★★★ Dagur
R FORCE ONE
Sýnd kl. 5, 9 og 11.10 bj. i«
R0BIN WILUAMS BIU.Y CRYSTAL
DACUR
Sýnd kl. 5 og 7.
FACE/OFF
Sýnd kl. 11. B.i 16.
Periur og Svín
Sýnd kl. 7.10.
www.samfilm.is
kl. 9 og 11.15.
Sýnd kl. 5.15, 6.45, 9 og 11.15. B.i. 12 ára
Fyrir
alla fjöl-
skylduna
Inga Lísa Middleton leikstjóri
1 og Davíð Þór Jónsson annar
höfunda voru sammála um
hverjir ættu að horfa á Jóla-
dagatalið þegar Hildur Lofts-
dóttir forvitnaðist um gerð
þess í Sjónvarpshúsinu.
LEIKSTJORANUM Ingu Lísu Middleton finnst
Klængur ekki bara sniðugur heldur líka fyndinn.
SNORRI Freyr Hilmarsson leikniyndahönnuður
heilsar upp á nýju félagana sína.
Morgunblaðið/Ásdís
SIGRÚN Erna Sigurðardóttir heldur á Haraldi íkorna, Helga Steffensen á Selnum með leppinn svarta,
— vJGuðmundur Kárason brúðugerðarmeistari er með Klæng sniðuga og Sigþór Albert Heimisson með Grálúð-
una geðvondu.
JÓLADAGATAL Sjónvarpsins
er mikið tilhlökkunarefni ár
hvert hjá börnunum. Sagan af
Klængi sniðuga er brúðumynda-
þáttaröð sem hefst 1. desember og
verður daglega á skjánum fram á
aðfangadag.
Inga Lísa: „Uppfinningamaður-
inn Klængur sniðugi frá Klængs-
hóli í Hólasveit verður iyrir því
óhappi að prófa nýju vængina sína
þegar á skellur stormur, og hann
þeytist langt inn í dalinn mikla, og
sagan gengur út á það að hann
komist heim fyrir jól. Hann eign-
ast góðan félaga á leiðinni heim,
Harald íkorna, og þeir fara niður
Fljótið mikla í fljótabát Selsins
með leppinn svarta og Grálúðunn-
ar geðvondu sem er stýrimaður.“
Davíð: „Þegar Sigurður Val-
geirsson dagskrárstjóri bað okkur
Stein Ármann um að skrifa jóla-
dagatalið saman, þá leist okkur
strax vel á það. Okkur fannst það
viss áskorun, og komum þá upp
með Klæng sniðuga. Nokkrar per-
sónur byggjum við á persónum
sem æskuvinur okkar úr Hafnar-
firði Úlfur Karlsson fann upp á, og
með hans leyfi fengum við þá í að-
alhlutverkin.“
Inga Lísa: „Þegar ég var búin að
hlæja mig máttlausa yfir handrit-
inu, sem er ofsalega
skemmtilegt, þá sló ég
til og tók leikstjórnina
að mér. Við sem vinnum
að þessu erum öll org-
andi af hlátri, og ég er ——
viss um að börnin munu
hlæja líka. Þetta er lifandi ævin-
týri með óútreiknanlegum
persónum og hressilegri atburða-
rás.“
Davíð: „Sagan er skrifuð með
börn í huga, en hún er í raun fyrir
alla fjölskylduna. Við hefðum
aldrei skrifað neitt sem okkur
sjálfum hefði leiðst yfir, þá hefðum
við aldrei klárað verkið!“
Inga Lísa: „Davíð og Steinn
hafa líka samið 16 söngtexta sem
Máni Svavarsson samdi svo tónlist
við sem lætur vel í eyrum. Guð-
mundur Kárason býr til flóknustu
brúðurnar sem eru alls tíu, eftir
teikningum Snorra Freys
Hilmarssonar sem einnig gerir svo
fallega leikmynd að það er alveg
með ólíkindum. Handritið er nefni-
Eg vil gera
efni sem höfð-
ar til allra
lega mjög ævintýralegt; það eru
allskonar Indiana Jones ævintýri í
því, þeir lenda inni í musteri og í
ýmsum hættum og það er allt út-
fært á mjög sniðugan hátt.
Helga Steffensen, Sigrún Erla
Sigurðardóttir, Guðmundur Kára-
son og Sigurþór Albert Heimisson
stjórna brúðunum og fjórir leikar-
ar sem tala inn á fyrir þær. Laddi
er Klængur, svo eru það Arnar
Jónsson, Sigrún Edda Björnsdótt-
ir og Jóhann Sigurðarson."
Davíð: „Það er boðskapur í öll-
um góðum sögum, en við Steinn
vorum ekki að reyna að troða boð-
skap í þessa sögu. Satt best að
segja er Klængur sniðugi ekkert
sérstaklega geðþekk persóna, en
áhorfendum mun örugglega fara
að þykja vænt um hann eins og
manni fer að þykja vænt um fólk
með kostum þess og göllum. Það
eru engar meðvitaðar predikanir í
sögunni, _ og nákvæmlega ekkert
ofbeldi. Eg held að þegar upp er
staðið þá sé boðskapurinn um-
burðarlyndi og náungakærleikur."
Inga Lisa: „Mér finnst þetta
rosalega gaman, og hópurinn sem
ég hef fengið til að vinna með er
alveg frábær, en það hefði mátt
vera meiri tími. Það er líka
ánægjulegt að vinna með Davíð
Þór og Steini þótt þeir
séu ekki mikið á svæð-
inu. Það þarf að breyta,
stytta og laga, og það
verður allt að gerast í
ii " samvinnu við höfundana,
sem gengur eins og í
sögu.“
Davíð: „Ég held að þetta sé ekki
endilega barnaefni, heldur frekar
fjölskyiduefni og það sem okkur
Steini fannst svo heillandi við
þetta verkefni var að reyna að
skrifa eitthvað þar sem okkar
húmor svífur yfir vötnunum, en er
hugsað fyrir alla íjölskylduna.“
Inga Lísa: „Ég vil bara gera efni
sem höfðar til allra. Stuttmyndim-
ar mínar hafa skemmt jafnt
tveggja ára börnum sem áttræðum
gamalmennum. Ég vii halda því
áfram. Þannig verður það með
Jóladagatalið, þar sem það er ekki
verið að tala niður til barnanna eða
predika. Þetta er fyrst og fremst
spennandi og gáskafullt ævintýri
fyrir alla fjölskylduna.“