Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR11. JANÚAR1998 MORGUNBLAÐIÐ BRYNDÍS Sæunn Sigríður Gunnlaugsdóttir. Tveggja ára gömul kvik- myndastjarna sem lætur frægðina ekki stíga sér til höfuðs. Ekki lengur stikkfrí Nýjasta afurð Islensku kvikmyndasam- steypunnar er Stikkfrí, fjölskyldumynd um börn og foreldra í Reykjavík nútím- ans. Hávar Sigurjónsson ræddi við leik- stjórann Ara Kristinsson um börn og kvikmyndaleik og síaukna fagmennsku í kvikmyndagerðinni. AÐ ER erill í höfuðstöðvum íslensku kvikmyndasam- steypunnar við Hverfísgötu morguninn sem við Ari höf- um mælt okkur mót. Ari segir þó ástandið tiltölulega rólegt, eins og lognið á undan storminum því framundan eru samfelldar tökur í fimm mánuði á Myrkrahöfðingjan- um, mynd Hrafns Gunnlaugssonar. „Þetta verður dýrasta mynd sem við höfum tekið þátt í að framleiða,“ segir Ari, sem stjóma mun kvik- myndatökunni. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 160 milljónir. „Til samanburðar kostaði Stikkfrí 75 milljónir," bætir hann við og segir það nokkuð vel sloppið. Og úr því að talið snýr að peningum þá verður að láta fylgja með að næsta mynd Frið- riks Þórs eftir Engla alheimsins mun slá öll íslensk kostnaðarmet til þessa; áætlunin hljóðar upp á 8 milljónir dollara eða hátt í 600 millj- ónir króna. „Ræðum það nánar síð- ar,“ segir Ari og eru þá ónefnd öll ,, , Morgunblaðið/GOLLI MEIRI líkur á að vinna í lottóinu en að kraftaverk gerist á tökustað,“ segir Ari Kristinsson kvikmyndaleiksljóri. önnur verkefni, smærri og stærri, sem kvikmyndasamsteypan stendur að. Forspurð og blásaklaus Snúum okkur þá að Stikkfri, þar sem Ari á heiðurinn af hvorutveggja handritinu og leikstjórninni. Myndin var frumsýnd um jólin og hefur þeg- ar fengið mjög góðar viðtökur... „aðsóknin hefur verið ágæt,“ segir Ari, en um 7.000 manns hafa séð myndina til þessa sem teljast verður mjög gott á aðeins tveimur vikum. „Mér sýnist að foreldrarnir komi með bömunum og það ýtir undir fjöldann,“ segir hann. Stikkfrí er nefnilega ekki bara barnamynd heldur fjölskyldumynd, eins konar gamanmynd fýrir nútímafjölskyld- una, um börn og foreldra, helg- arpabba, hálfpabba og plastpoka- menn; einstæðar mæður og mann- lausar konur; um allar þessar ótrú- legu birtingar á samskipta- og sam- býlismynstrum sem fullorðna fólkið velur sér og bömin lenda í forspurð og blásaklaus. - Ari, hvernig datt þér í hug að hægt væri að gera gamanmynd fyrir alla fjölskylduna um þetta efni? „Þessi mynd er hugsuð frá upp- hafí sem gamanmynd, með ákveðið skemmtigildi, enda er íslenski raun- veruleikinn svo nálægt manni að það er varla hægt að horfa á hann í allt of mikilli alvöm. Ég settist heldur ekki niður með þá hugmynd að fjalla um nútímafjölskylduna á Islandi heldur er handritið upphaflega byggt á hugmynd sem Hrafn Gunn- laugsson sagði mér frá að lítil stúlka hafí rænt hálfsystur sinni til að vekja athygli föður síns á sér. Ég byrjaði að skrifa handritið út frá þessari grannhugmynd og smám saman fóra hinar persónumar og raunveraleikinn sem myndar um- gjörð myndarinnar að fæðast.“ Hvar er pabbi minn? Söguþráðurinn er í stuttu máli sá, að tíu ára gömul stúlka (leikin af Bergþóru Aradóttur), sem býr hjá móður sinni, stendur í þeirri trú að faðir hennar hafi alla tíð búið í Frakklandi. Hún kemst að því á tí- unda afmælisdeginum sínum að pabbinn býr í Breiðholtinu og hefur aldrei viljað neitt af henni vita. Telp- an fer strax á stúfana ásamt ráða- góðri vinkonu sinni (leikin af Frey- dísi Kristófersdóttur) og uppgötvar að pabbinn er giftur annarri konu og á með henni tveggja ára gamalt barn. Hún gerir nokkrar árangurs- lausar tilraunir til að ná athygli pabba síns og við eina slíka tilraun hafa vinkonurnar barnið á brott með sér, eiginlega til að bjarga sér frá frekari vandræðum. Þær taka barnið heim með sér og nú upphefst mikill gamanleikur þeg- ar stelpumar reyna að tjónka við þá stuttu með öllum tiltækum ráðum. Á sama tíma er leitar lögreglan ákaf- lega að barninu um alla borg. Loks þegar talsvert er liðið á kvöldið ákveða vinkonurnar að skila baminu og i framhaldi af því nær telpan sambandi við pabba sinn með fyrir- heitum um frekari samskipti. “Pabbinn fær ekki lengur að vera stikkfrí,“ segir Ari Fólk sem á bágt „Fjölskyldumynstur hafa breyst mjög mikið á síðustu 20-30 árum. Þá þótti enn saga til næsta bæjar ef hjón skildu og börn sem bjuggu hjá öðru foreldri sínu vora í miklum minnihluta. í dag er staðan þannig að allt að helmingur barna hefur upplifað skilnað, er stjúpbarn eða býr hjá öðra foreldrinu. Þessar að- stæður sem lýst er í myndinni era því mjög raunveralegar fyrir mikinn fjölda íslenskra barna,“ segir Ari. Telpurnar tvær búa yfir talsverðri sameiginlegri reynslu af sambúðar- brölti mæðra sinna þar sem vinkon- an ráðagóða hefur átt fjóra pabba og á tvö hálfsystkin; ein móðir og þrír feður. Atburðarásin er sett af stað á föstudegi þegar helgarpabbarnir eru að sækja börnin og mæðurnar að undirbúa skemmtun helgarinnar; stelpurnar spila á þetta og fá að ráða sér sjálfar að mestu leyti. Þetta eru líka mestu skynsemdarstúlkui' og hafa afskaplega eðlilegar skoðan- ir á því hvað telst rétt og rangt í hegðun og samskiptum foreldra og bama. Ai-i lýsir upplifun sem lagði hon-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.