Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR11. JANÚAR1998 MORGUNBLAÐIÐ VINDLAR hafa yfir sér snobbað yfirbragð. Stór- laxar í reykfylltum her- bergjum, mafíuforingjar eða kvikmyndastjörnur með risa- vindla. Þannig er ímyndin. I raun eru vindlar hins vegar ansi alþýð- leg nautn í samanburði við margt annað. Vilji menn bragða besta koníak eða rauðvín sem fáanlegt er, hvað þá snæða eftirsótta sæl- keramatinn á borð við styrjuhrogn eða trufflur getur kostnaðurinn hæglega farið úr böndunum. Vilji menn hins vegar bragða á bestu vindlum sem framleiddir eru kosta þeir eitthvað í kringum eitt til tvö þúsund krónur stykkið. Kannski ekki „ódýrt" en á móti kemur að þetta er nautn sem fæstir veita sér nema þegar þeir vilja gera vel við sig. Vindlar hafa líka orðið stöðugt vinsælli og segja má að sannkallað vindlaæði hafi ríkt í Bandaríkjun- um að undanfórnu. Mín eigin kynni af góðum vindl- um hófust fyrir tæpum áratug er góðir spænskir vinir komu mér á bragðið af kúbönskum vindlum að lokinni góðri máltíð. Pað var ekki byrjað á neinu slori heldur farið beint í Cohiþa og Monteeristo. Þvflík nautn. Ég reyki ekki og hef í raun megnustu óbeit á sígarett- um og öllum þeim óþverra sem þeim fylgir. En bragðið og mýktin í góðum vindli er eitthvað sem fæstir nautnaseggir fást staðist. Að minnsta kosti fell ég fyrir freistingunni nokkrum sinnum á ári og friða samviskuna með að einn vindill að meðaltali á mánuði eða svo ætti ekki að valda varan- legu heilsutjóni, sérstaklega þar sem flestir vindlareykingamenn taka ekki reykinn ofan í sig.' Það verður hins vegar að gera greinarmun á vindlum og vindlum. Alvöru vindlar fást ekki úti í búð eða sjoppu. Hinir fjöldaframleiddu vindlingar sem flestir þekkja eiga fátt sameiginlegt með hinni sönnu vöru. Oftar en ekki eru þeir vafðir í pappír, tóbakið er einhver mylsna og í þá er stundum bætt aukaefnum, t.d. til að tryggja jafn- an bruna og koma í veg fyrir að þeir þorni. Vandaða vindla er yfir- leitt einungis hægt að fá keypta í sérstökum búðum, fríhöfnum flug- valla og á betri veitingastöðum. Þá verður að geyma við rétt rakastig og í þá er ekkert annað notað en tóbaksblöð. Vindill skiptist í þrjá hluta. Ann- ars vegar vafninginn utan um hann sem yfirleitt er úr hágæða- blöðum er ræktuð hafa verið á skuggsælum ekrum. I öðru lagi eru bindilauf sem halda utan um þriðja hlutann, innvolsið, sem í bestu vindlunum er úr blaðbútum er ná frá enda til enda til að tryggja stöðugan bruna. Vafning- urinn, bindilaufin og innvolsið mynda saman bragð vindilsins. Vafningurinn getur verið mislit- ur, allt frá því að vera mjög ljós (claro) yfir í mjög dökkan, nær svartan lit (oscuró). Ágæt þumal- puttaregla er að eftir því sem vindillinn er dekkri er hann bragð- meiri, sætari og olíuríkari. Áferð vafningsins segir mikið um gæði vindilsins. Hún á að vera jöfn, eng- ar misfellur eða óeðlileg litbrigði. Hin sígilda ímynd gæðavindla er hinn risavaxni stórvindill. Vindlar eru hins vegar til af öllum stærðum og gerðum. í grófum dráttum má segja að vindlar skipt- ist í tvo flokka. Parejos eru vindlar með sléttum hliðum en Figurados vindlar, sem eru óreglulegir í lag- inu. Parejos-vindlar skiptast síðan í þrjá undirflokka. Coronas (sem síðan má skipta niður eftir stærð í t.d. Coronas, Double Coronas, Presidentes, Robustos og Churc- hill), Panatelas, sem eru lengri en Coronas og mjórri og loks Lons- dales, sverari en Pan- atelas og yfirleitt lengri en Coronas. Figurados-vindlarnir skiptast einnig í nokkra undirflokka, t.d. hina þríhyrningslöguðu Pyramid- vindla og hina risavöxnu Diadem- es. Til eru ákveðnar reglur um ná- kvæmlega hversu stórir vindlar í Morgunblaðið/Árni Sæberg Leyndarmál vindlanna Það er sitthvað, vindlar og víndlar. Steingrímur Sigur- geirsson skyggnist á bak við leyndar- dóma vindlafram- leiðslunnar. einstökum flokkum og undirflokk- um eiga að vera. Þær eru hins vegar ekki einhlítar þar sem fjöl- margir framleiðendur nota sína eigin flokkun og líklega eru það einungis stærstu nöfnin í Kúbu- vindlum sem fylgja reglunum stíft eftir enn þann dag 1 dag. Þær er því einungis hægt að hafa til við- miðunar. Hafa ber hugfast að þegar talað er um vindlastærðir er ekki ein- ungis rætt um lengd vindlanna (sem mæld er í tommum) heldur einnig sverleika (gauge). Þvermál vindlanna er mælt í einingunni 1/64 úr tommu. Sígild stærð Coronas vindla er til dæmis skil- greind sem 5,5 x 42. Það þýðir því að vindillinn er 5,5 tommur á lengd og 1/64x42 úr tommu að þvermáli eða um tveir þriðju úr tommu (0,656). Stærð skiptir kannski ekki öllu máli þegar vindlar eru annars veg- ar, en hún skiptir miklu máli. Stærri vindlar eru ekki endilega „sterkari" heldur en smærri. í raun eru stóru Kúbuvindlarnir margir ótrúlega mildir og mjúkir. Þeir eru hins vegar yfirleitt „flóknari" þar sem hægt er að hafa fjölbreyttari blaðblöndu í lengri og sverari vindlum. Þeir veita því yf- irleitt meiri nautn og allavega lengri! Langir vindlar brenna Morgunblaðið/Steingrímur ÞAÐ er vandaverk að vefja góðan vindil. sömuleiðis við lægra hitastig held- ur en stuttir og minni hætta er á biturleika í bragði. Þá ber að hafa hugfast að tóbaksfyrirtækin nota oftar en ekki besta tóbakið sitt í stærstu vindlana. Vindlar eða öllu heldur tóbak er einnig mismunandi eftir ríkjum og er hægt að nota eftirfarandi þum- alputtareglu í því sambandi: Jamaicavindlar eru almennt taldir þeir mildustu. Vindlar frá Dóminíkanska lýðveldinu er mildir eða miðlungs sterkir. Vindlar frá Nicaragua og Honduras eru frem- ur sterkir og þeir sterkustu koma frá Kúbu. Ætli menn að koma sér upp vindlasafni er nauðsynlegt að fjár- festa í rakastýrðum vindlakassa (humidor). Þeir eiga helst að vera klæddir sedrusviði að innan en að utan einhverjum fallegum viði, eigi hann að vera stofustáss. Inni í kassanum verður að koma fyrir litlu rakatæki (sem reglulega verður að fylla á með sæfðu vatni) og helst þarf að hafa rakamæli innan í kassanum til að fylgjast með því að rakastigið haldist stöðugt. Kjörstig fyrir vindla er 70-73% raki. Fari rakinn undir það stig byrja þeir að þorna, fari rak- inn yfir það stig verða þeir of rakir og svampkenndir og hætta er á að myglusveppir taki sér bólfestu í vindlunum og að lokum viðnum sjálfum. Séu aðstæður réttar er hins vegar hægt að geyma vindl- ana nær endalaust. í bestu vindla- söfnum heims, t.d. í Dunhill-búð- inni í London, eru enn til vindlar frá því fyrir byltingu (það er á Kúbu), sem þykir eitthvað það allra flottasta í bransanum. Slíkir vindlar eru hins vegar nær aldrei falir nema á uppboðum. Vindlaáhugamaðurinn verður einnig að verða sér úti um nokkrar aðrar græjur. Góðar klippur eru nauðsyn og til í fjölmörgum útgáf- um. Einnig getur verið viturlegt að fjárfesta í vindlahulstri til að koma í veg fyrir að vindlarnir verði fyrir hnjaski ef farið er með þá milli húsa. Endalaust er deilt um það hvernig kveikja eigi í vindli. Fyrsta skrefið er auðvitað að klippa endann með einhverju því tóli sem fyrir hendi er, helst sér- stöku skurðtæki. Sjálfum finnst mér þægilegast að nota litlar handhægar klippur með tvöföldu blaði. Sumir vilja væta vindlana með munnvatni eða koníaki, sem ég sé ekki alveg tilganginn í. Mest er hins vegar deilt um það hvernig og með hverju eigi að kveikja í vindli. Sumir telja kveikjara al- gjört tabú, aðrir segja gaskveikjara í lagi. Litlar spýtur úr sedrus-viði eru af sumum taldar það besta. Eldspýtur eru tiltölu- lega óumdeildar en þær þurfa helst að vera langar og best er að bíða uns slokknað hefur í brenni- steininum og einungis viðurinn logar. Persónulega finnst mér best að halda loganum undir vindlinum án þess þó að hann snerti hann beint heldur meira teygi sig upp í vindilinn, sem haldið er skáhallt niður á við og snúið hægt. Þegar náðst hefur glóðarhringur er ágætt að vagga vindlinum milli fingranna til að festa glóðina og jafna hana út. En hvaðan koma nú bestu vindl- arnir. Það er óumdeilt að svarið er Kúba. Hvergi annars staðar í heiminum eru jafngóðar aðstæður til tóbaksræktar og þar. Hins veg- ar er alls ekkert einhlítt að Kúbu- vindlar séu góðir. Kúbanski vind- laiðnaðurinn hefur ekki farið var- hluta af þeim hremmingum sem hrjáð hafa kúbanskt efnahagslíf á síðastliðnum áratugum. Gæði hafa dalað, kvartað hefur verið yfir vefjurum og gæðaeftirliti með tó- baki. Þá hefur verið mikið um eft- irlíkingar og falsanir á vindlum, ekki síst stærstu nöfnunum, t.d. Castro-vindlinum sjálfum, Cohiba. Þetta virðist hins vegar vera að breytast. Ný kynslóð vefjara er að ryðja sér rúms og undanfarin eitt til tvö ár hefur verið mun betur skrifað um Kúbuiðnaðinn en raun- in var til skamms tíma. Kúba virð- ist vera að vakna til lífsins á ný og endurheimta stall sinn. Örugg kaup í öllum stærðum eru t.d. Cohiba, Montecristo, Hoyo de Monterrey, Romeo y Julieta og H. Uppmann. Stærsti vandi Kúbu er að Bandaríkjamarkaður er algjör- lega lokaður vegna viðskipta- banns. Erlendum ferðamönnum, sem ferðast til Bandaríkjanna, er meira að segja strangt til tekið bannað að koma inn með Kúbu- vindla til einkanota. Þetta hefur hins vegar leitt til að framleiðend- ur í öðrum ríkjum í Karíbahafi og Mið-Ameríku hafa þróað fram frá- bæra vöru fyrir Bandaríkjamark- að og margt af því mest spenn- andi, sem hefur verið að gerast í vindlaheiminum, kemur frá fram- leiðendum utan Kúbu. Nefna má nöfn eins og Macanuda, Partagas, Punch og Davidoff, en síðast- nefnda fyrirtækið flutti fram- leiðslu sína frá Kúbu í byrjun þessa áratugar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.