Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR11. JANÚAR 1998 B 9 verið sérlega gott. Það sem réð var að þessar jarðmyndanir lágu vel við og auðvelt að moka þeim upp. Sem dæmi nefnir Sigmundur litla gíga á Reykj anesskaganum. Lögin endurskoðuð Lög sem ijjalla um umgengni um landið eru nú mörg í endurskoðun eða nýlega endurskoðuð. Fyrir jól var lagt fram frumvarp til laga um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu, sem m.a. mun koma í stað- inn fyrir núgildandi námalög. Páll Gunnar Pálsson, deildar- stjóri í iðnaðarráðuneytinu, sagði engar grundvallarbreytingar í þessu frumvarpi varðandi vinnslu jarðefna. Eignarréttur landeiganda á jarðefmun á hans landi er stað- festur, en jafnframt leitast við að auðvelda nýtingu. Samkvæmt frumvarpinu getur landeigandi ekki hindrað að ráðherra veiti leyfi til rannsókna eða nýtingar á auð- lindum í jörðu á eignarlandi. Land- eigandinn á þó bótarétt og fær end- urgjald fyrir nýtingu auðlindarinn- ar. Ekki þarf að sækja sérstaklega um nýtingarleyfi til að hagnýta á eignarlandi efni á borð við möl, grjót, sand og önnur slík jarðefni. Um síðustu áramót öðluðust gildi ný skipulags- og byggingarlög. Þar er meðal annars kveðið á um að óheimilt sé að hefja framkvæmdir sem áhrif hafa á umhverfíð og breyta ásýnd þess, til dæmis efnis- töku, fyrr en að fengnu fram- kvæmdaleyfi viðkomandi sveitar- stjórnar. Slíkar framkvæmdir skulu vera í samræmi við skipu- lagsáætlanir og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum, þar sem það á við. Aðalheiður Jóhannsdóttir sagði Náttúruvemd ríkisins vilja að efn- istökustaðir yrðu deiliskipulagðir, að gerð yrði áætlun um hve mikið efni ætti að taka áður en efnistaka hæfist, að efnistökustaðir yrðu vel nýttir og ákveðið fyrirfram hvernig ætti að ganga frá efnistökustaðnum að vinnslu lokinni, til dæmis hvort þyrfti að móta landslag að nýju. Ný náttúruvemdarlög Nú er unnið að endurskoðun á lögum um náttúruvernd og einnig á lögum um mat á umhverfisáhrifum. I núgildandi náttúruverndariög- um frá 1996 segir að hveijum manni sé heimilt malamám, sand- nám, grjótnám, gjallnám og vikur- nám í sínu landi, gangi það ekki í berhögg við ákvæði laganna um náttúruminjar og friðlýsingu. Sveit- arstjórn getur þó, að fenginni um- sögn náttúruverndarnefndar, bann- að jarðrask ef hún telur hættu á að það raski sérkennilegu landslagi eða merkum náttúmminjum. Samkvæmt náttúraverndariög- um er þeim er valdið hefur jarð- raski við mannvirkjagerð eða efnis- töku skylt að ganga frá því á snyrti- legan hátt. Náttúravemd ríkisins getur sett íyrirmæli um hvernig við skal skilið og sett mönnum ákveð- inn frest til að ljúka frágangi. Skylt er að leita álits Náttúra- verndar ríkisins áður en fram- kvæmdir hefjast, ef hætta er á að mannvirkjagerð eða jarðrask valdi því að landið breyti varanlega um svip, að merkum náttúramenjum verði spillt eða mengun hljótist af. Stefnt er að því að nefnd um end- urskoðun náttúraverndarlaga skili frumvarpi fyrir vorið. Formaður nefndarinnar er Guðjón Olafur Jónsson, aðstoðarmaður umhverfis- ráðhema. Guðjón sagðist gera ráð fyrir því að í frumvarpinu verði sérstakur kafli um nám jarðefna, en í núgild- andi lögum eru ákvæði þar um óbreytt að efninu tO frá náttúra- verndarlögum sem sett voru 1971. Einnig er í athugun að í framvarp- inu verði skýrari ákvæði um hveijir hafi heimild til efnistöku, að áður en efnisnám hefjist verði að leggja fram áætlun um efnistöku og frá- gang náma að vinnslu lokinni, eins verði að leggja fram tryggingu fyr- ir frágangi. Önnur nýmæli sem rætt er um eru ný ákvæði um landslagsvernd og friðlýsingar. Aðalheiður Jóhannsdóttir, for- stjóri Náttúraverndar ríkisins, á sæti í nefndinni. Hún sagðist hafa þar sérstaklega vakið athygli á for- tíðarvandanum, gömlum ófrá- gengnum námum, og gert tillögu um að tekið yrði á því máli. Hún sagði það meðal annars til umræðu að setja reglur um að gengið yrði frá námum, sem sannarlega er hætt að nota, fyrir ákveðinn tíma. „Það má velta því fyrir sér hvort það þurfi að vera tímamörk í lög- um, að ef náma hefur ekki verið notuð í tiltekinn árafjölda þá beri skylda til að loka henni,“ sagði Að- alheiður. Við samningu framvarpsins mun nefndin m.a. hafa til hliðsjónar frumvarp til laga um breytingu á náttúraverndarlögum sem Hjörleif- ur Guttormsson alþingismaður og fleiri hafa lagt fram. Þar er lagt til að í náttúraverndarlög komi sér- stakur kafli um landslagsvernd. Þar er skýrt kveðið á um landslags- gerðir sem skulu njóta almennrar vemdar, t.d. ýmsar gosmyndanir og jarðmyndanir, stöðuvötn og tjamir, vatnsfarvegi, votlendi og fjörur. Einnig era mun ítarlegri ákvæði um efnistöku en í núgildandi nátt- úraverndarlögum. Sjö fótboltavellir, tíu þúsund trukkar Nýlega var skipuð nefnd til að endurskoða lög um mat á umhverf- isáhrifum. Formaður hennar er Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu. Stefnt er að því að framvarp liggi fyrir til kynningar í vor og þá ætti það að vera tilbúið til framlagning- ar í haust. Núgildandi lög um mat á um- hverfisáhrifum kveða á um að gera skuli umhverfismat vegna efnis- tökustaða á landi sem era 50 þús- und fermetrar eða stærri eða ef fyrirhuguð efnistaka er meiri en 150 þúsund rúmmetrar. Til saman- burðar má nefna að sjö venjulegir knattspyrnuvellir eru samtals ná- lægt 50 þúsund fermetrar og 150 þúsund rúmmetrar af bögglabergi myndu rúmast í um tíu þúsund stórum malarflutningabílum (trailer) með tengivagn. Ingimar vildi ekkert segja um hvort hróflað yrði við þessum stærðarmörkum í nýju framvarpi. Frekar þyrfti að taka á því þegar menn drepa víða niður fæti til að halda sig innan við þau mörk sem krefjast umhverfismats. Ingimar nefndi einnig að núgild- andi lög ná ekki til efnistöku af hafsbotni utan stórstraumsfjöru- borðs. Það þyrfti að taka til ræki- legrar umfjöllunar. I skýrslu Náttúruvemdarráðs kemur til dæmis fram að Björgun hf. í Reykjavík hafi numið 500.000 - 900.000 rúmmetra af efni á ári ► KVOLD: KOPAVOGS^ NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 1998 TUNGUMÁL Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA ÞÝSKA JAPANSKA KATALÓNSKA 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA fyrir útlendinga 5 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir GLERLIST 10 vikna námskeið 40 kennslustundir LEIRMÓTUN 6 vikna námskeið 25 kennslustundir SKRAUTRITUN 8 vikna námskeið 16 kennslustundir LJÓSMYNDUN I 3 vikna námskeið 9 kennslustundir LJÓSMYNDUN II 7 vikna námskeið 24 kennslustundir SIFLURSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir TEIKNUN I 8 vikna námskeið 32 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir TRÖLLADEIG 4 vikna námskeið 16 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir VATNSLITAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir VIDEOTAKA 1 viku námskeið 14 kennslustundir BÚTASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMSTEPPI 8 vikna námskeið 18 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir KÁNTRÝ-FÖNDUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 kennslustundir 24 kennslustundir VÉLRITUN 7 vikna námskeið 21 kennslustund Tölvunámskeið: WORD og WINDOWS fyrir byrjendur 4 vikna námskeið 20 kennslustundir WORD II og kynningar á POWER POINT 4 vikna námskeið 20 kennslustundir EXCEL fyrir byrjendur 4 vikna námskeið 20 kennslustudnir AUSTURLENSKIR GRÆNMETISRÉTTIR 3 vikna námskeið 12 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og grænmetisréttir 3 vikna námskeið 12 kennslustudnir ÍTÖLSK MATARGERÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir HEIMILISGARÐURINN 3 vikna námskeið 9 kennslustundir AÐ SETJA NIÐUR LAUKA 1 viku námskeið 3 kennslustundir FJOLGUN OG UPPELDI PLANTNA 1 viku námskeið 6 kennslustundir GARÐSKÁLAR OG GARÐSKÁLAJURTIR 1 viku námskeið 3 kennslustundir STÍGAR OG STÉTTAR í GARÐINUM 2 vikna námskeið 8 kennslustundir TIMBURPALLAR OG SKJÓLVEGGIR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir TRJÁKLIPPINGAR 1 viku námskeið 6 kennslustundir GÖNGUFERÐIR í ÓBYGGÐUM Undirstöðuatriði fyrir göngufólk tekin fyrir *Kennt á áttavita 2 vikna námskeið 8 kennslustundir EIGIN ATVINNUREKSTUR 2 vikna námskeið 20 kennslustundir MARKAÐSSETNING 2 vikna námskeið 20 kennslustundir GÍSLA SAGA SÚRSSONAR Námskeið fyrir foreldra og nemendur 8 vikna námskeið 16 kennslustundir Starl'smenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsnienn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRI5. BIIMR. Framsókn, VR og Starfsmannafélag Kópavogs. Kennsla hefst ll. janúar Innritun og tipplýsingar tmi námskeiðin 12.-22. janiiar kl. 17-21 í símiim 564 1507, 564 1527 og 554 4391 og á skrifstofu Kviildskólans í Snælandsskóla. Hýi MísfksléliH Vandað og lifandi tónlistarnám. Rokk - Popp - Blús - Jass, eða klassísk tónlist. Við hjá llýja Músíkskólanum leggjum metnað okkar í öfluga undirbúningskennslu í hljóðfæraleik og söng. Allir kennarar Nýja Músíkskólans eru landsþekktir tónlistarmenn í fremstu röð. Kennsla er jafnt fyrir byrjendur sem og lengra komna og alla aldurshópa. Einkatímar, hóptímar, tónfræði, tónlistarsaga, nemendahljómsveitir. Rafgííiap • Þjilagagftai' ■ Píamí ■ NljónM •Tf’aniniLP (tipamniusstiti) • Dafbassi Saugup • Saxáfárn ug flautia • Riapmáuikka ■ liljáiuioiotiákuuamskaijt ■ Tálvup ag tiáulisti Innritun stendur yfir á vorönn. Allar upplýsingar í síma 5621661 milli kl. 17 og 20 alla virka daga, (símsvari utan skrifstofutíma). Laugavegi 163 • 105 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.