Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 B 13 Eykur farsímanotkun líkur á heilaæxli? Canberra. Reuters. ÁSTRALSKUR sérfræðingur í krabbameinslækningum telur að tengsl kunni að vera á milli far- símanotkunar og fjölgunar heila- æxla. Hefur hann boðið stærsta símafyrirtæki Ástralíu að gera ná- kvæma könnun á þessu en fyrir- tækið hafnaði boði hans. Læknatímaritið Medical Journal of Australia birti á mánudag bréf frá sérfræðingnum, Andrew Da- vidson, þar sem hann segir 50% aukningu hafa orðið á heilaæxlum á tímabilinu frá 1982 til 1992. Tel- ur Davidson að tengsl séu á milli þessa og tilkomu þráðlausra síma í lok síðasta áratugar. Samkvæmt tölunum hefur hlutfallið farið úr 6,4 upp í 9,6 af hverjum 100.000 körlum og úr 4 upp í 6,5 af hverj- um 100.000 konum. í útvarpsviðtali skýrði Davidson frá því að hann hefði boðið Tel- estra-símafyrirtækinu, sem er að stærstum hluta í eigu hins opin- bera, að gera könnun á mögulegum tengslum heilaæxlis og farsíma- notkunar. Talsmenn fyrirtækisins sögðust hins vegar ekki geta látið af hendi skrár yfir farsímanotkun, og sögðu ennfremur að geislun úr símunum væri vel undir þeim mörkum sem Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin (WHO) hefði sett. Hyggst Davidson þrýsta enn frekar á Telestra um upplýsingar, svo að hann geti rannsakað hvort farsímanotkun hafi áhrif. Þá vonast hann til þess að geta gert könnun á áhrifum farsíma á notendur þeirra á þriggja til fjögurra ára tímabili. WHO hvetur til frekari rannsókna Rannsóknir sem gerðar hafa verið á músum við konunglega sjúki'ahús- ið í Adelaide í Ástralíu benda til auk- innar hættu á heilaæxli við langvar- andi geislun svipaða þeirri sem far- símar gefa frá sér og í síðasta mán- uði hvatti WHO til að gerðar yrðu alþjóðlegar rannsóknh- á því hvort farsímar yllu sjúkdómum, t.d. krabbameini. Áströlsk stjómvöld hafa þegar hrundið af stað fimm ára rannsókn á hættum sem hugsanlega kunni að fylgja farsímanotkun. Svíar sendu njósnara í klær KGB KOMIÐ hefur í ljós að sænska leyniþjónustan missti fjölda út- sendara sinna í hendur rússnesku leyniþjónustunnar, KGB, á sjötta áratugnum. Svíar neyddu fjölda flóttamanna frá Eystrasaltsríkjun- um til að snúa heim að lokinni heimsstyrjöldinni síðari og höfðu nokkiir þeirra verið fengnir til að njósna fyrir Svía. Þeir lentu hins vegar í klónum á KGB og áttu ekki afturkvæmt þaðan. Þetta kemur fram í Dagens Ny- heter en fréttaritari blaðsins í Tall- inn í Eistlandi hefur að undanfórnu kynnt sér KGB-skjöl í ríkisskjala- safninu. Segir fréttaritarinn að enginn hafi verið kallaður til ábyrgðar vegna þessara misheppn- uðu njósnaaðgerða Svía, sem kost- aði fjölda manns lífið, og að reynt hafi verið með öllum ráðum að koma í veg fyrir að hún yrði al- menningi kunn. Svíar hófu að senda menn til Eystrasaltsríkjanna árið 1948 og töldu lengi vel að njósnurum þeirra gengi allt í haginn í Eistlandi, þar sem boð bárust frá þeim. Reyndin var önnur, flestir voru teknir hönd- um við komuna til Eistlands, sumir voru teknir af lífi, aðrir sendir í fangabúðir til Síberíu. Boðin sendu gagnnjósnarar sem voru á mála hjá KGB. Einn af fyrstu njósnurunum sem Svíar sendu til Eistlands, Endel Unt, lenti í höndum Rússa. Hann var ævintýramaður með skrautlega fortíð að baki og gekk til liðs við KGB. Hann sendi boð um að allt væri í lagi og sendu Svíar því æ fleiri menn. Að minnsta kosti fimm útsendarar Svía voru drepnir við komuna ti) Eistlands. Unt var lausmáll, sérstaklega fyrst eftir komuna til Eistlands, og stærði sig af því að vera njósnari Svía. Því voru allir sem vissu að Rússar hefðu handtekið hann hand- teknir til að koma í veg fyrir að Sví- ar fengju pata af því. Unt starfaði áfram, var hrósað fyrir sam- starfsviljann, og vann fyrir KGB fram til ársins 1957. Eftir það bjó hann í Tallinn en Unt lést á síðasta ári. luhárhskéið MIm i h sMtamar Við kynnum fyrir þérfrábæra leið til að ná aukakílóununi af heim í stofu. Þú færð sent heim a sem til þarf. Æfingar á myndbandi tvö skemi æfingakerfi sem bera árangur. Ráðgjöf - fræðsla á hljóösnældu s. tilsögn um hvernig þú getur loksins h náð að missa fitu fyrirfulltog allt. £ í formi til framtíðar - nýrfráb um allt sem þú þarft að vita um fitumjj o.fl. staðreyndir sem kenna þér hvi A Uppskriftir að léttum réttu slegið hefur í gegn. 150 uppskriftir kökum og eftirréttum A Fróðleiksmolar - Hafsjóraf u w þjálfun. Lesefnisemhjálparþérai því til frambúðar. Matardagbók - þú fyiiir út sendir okkur, og við sendum' athugasemdum svo þú Leiðbeiningar - þú átt að gera á hved Einkaráðgjöf - við bjóðum þér svo að hringja til okkar og fá persónulega ráðgjöf í gegn um síma. ^ Allt þetta - fyrir aðeins kt. 6.790.- Við höfum margra ára reynslu af því að hjálpa fólki að ná af sér óvelkominni fitu og við getum líka hjálpað þér þó að þú komist ekki til okkar. Hringdu strax og pantaðu í síma 533 3355 NA LENGRA FYRST KEM EG GUNNAR BERNHARD EHF. VATNAGARÐAR24 SÍMI: 520 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.