Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 B 5 um til hugmynd i handritið um per- sónurnar og aðstæður þeirra. „Eg var staddur í húsi um páskana fyrir tveimur árum þegar gerði skyndi- lega óveður. Þetta var svona dagur þegar foreldrar eru að skiptast á börnum og keyra þau fi’am og aftur á milli heimila. Vegna veðursins höfðu öli barnaskipti ruglast og for- eldrarnir voru að tefjast hér og þar í bænum og úr þessu varð dálítill hóp- ur af börnum sem urðu strandaglóp- ar í húsinu. Ég var svo að spjalla við þau og reyna að átta mig á því hver ætti hvern og hvernig þau tengdust hvert öðru. Þá fann ég að börnin hrein- lega hálfskömmuðust sín fyrir foreldrana, sum þeirra voru greinilega bú- in að fylgja foreldrunum í gegnum ýmsa hluti og voru á því að þetta væri fólk sem vissi ekki alveg hvað það vildi, væri alltaf að lenda í sömu vandræðunum aftur og aftur og ætti jafnvel svolítið bágt. Auðvitað er ekki hlæjandi að þessu en oft koma samt upp mjög spaugilegar aðstæður. Sjáðu bara fyi-ir þér stórar fjölskyldur þar sem eru fyrrverandi og núverandi mak- ar, alsystkin, hálfsystkin og fóstur- systkin, allt galleríið. Fyrir ókunn- uga er útilokað að átta sig á tengsl- unum og íyrir nýja fjölskyldumeð- limi, nýja maka t.d., getur það tekið mörg ár. Þeir eru kannski komnir útúr fjölskyldunni aftur án þess að hafa nokkurn tíma náð þessu al- mennilega." - Getur verið að því fylgi ákveð- inn léttir fyrir krakka að sjá mynd- ina? Að sjá mjög tilfinningalega erf- iðar aðstæður settar í manneskju- legt og gamansamt samhengi. „Ég vona það og ég held einmitt að það sé gott fyrir ki-akka að sjá að það eru stelpurnar sem eru skyn- samar og eðlilegar en fullorðna fólk- ið allt dálítið skrýtið og klikkað. Börn halda nefnilega oft að allt sé þetta þeim að kenna og hafi með þau að gera.“ Mannblendin og vinnufús - Það hefur vakið verðskuldaða athygli hversu góður og eðlilegur leikur barnanna er í myndinni. Vin- konurnar tvær og sú stutta, tveggja ára, eru hver annarri betri. Og strákurinn gefur þeim ekkert eftir. Er það sérstakur galdur að leik- stýra börnum? „Nei, það finnst mér ekki. Það gildir það sama einsog um allt ann- að i kvikmyndagerð að vera nógu vel undirbúinn. Það er líka mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því fyrirfram að þegar maður er með svona lítil börn þá verður að áætla nægan tíma fyrir tökurnar." - En það er ekki sama barn og barn, er það? „Nei, og það skemmtilega við að vinna með börnum er hvað þau eru ólík. Við prófuðum fjöldann allan af tveggja ára börnum og þá uppgötv- aði maður hvað þau eru þegar orðin mótaðar persónur. Ann- ars vegar er svona lítil manneskja sem er glað- lynd, jákvæð, samvinnu- þýð og tekur öllu sem iyr- ir ber með jafnaðargeði en önnur fara inn í sig og verða feimin og hrædd. Hún Bryn- dís Sæunn Sigríður Gunnlaugsdótt- ir, sem varð fyrir valinu og stóð svo sannarlega undir öllum okkar vænt- ingum, kom okkur sífellt á óvart. Hún var svo mannblendin og vinnu- fús og stöðugt tilbúin að læra eitt- hvað nýtt. Og alltaf þegar við lögð- um fyrir hana ný verkefni fann hún skynsamlegustu lausnina. Það þýddi heldur ekkert að reyna sama bragðið við hana tvisvar, hún lærði svo hratt. Það er mjög skemmtilegt og þroskandi að vinna með svona ung- um börnum. Það er allt annað en að vinna með fullorðnu fólki. Með full- orðnum leikurum æfir maður atriði og svo er það tekið upp nákvæm- lega eins og um var talað. Með börn er ekki hægt að gera ráð fyrir þessu. Við bjuggum okkur þannig undir tökurnar með Bryndísi að hvert einasta atriði var teiknað eins og teiknimynd. Hver einustu svip- brigði og og hver einasta hreyfing voru nánast fyrirfram ákveðin. Og við gerðum ráð fyrir að ná ekki nema nokkrum sekúndum af efni á dag. Það sem maður hefur áhyggjur af með svona ung börn er að þau hvekkist og vilji ekki halda áfram. Það þýðir ekkert að segja við tveggja ára barn að ef það mæti ekki þá verði því stefnt fyrir brot á samningi. Ef barn fær leiða á verk- efninu þá nær málið einfaldlega ekki lengra. Þess vegna eru menn oft að tryggja sig með því að nota tvíbura. En Bryndís stóð sig eins og hetja. Það var alveg sama á hverju gekk yfir daginn, hún kvaddi alltaf alla með kossi og kom brosandi aft- ur næsta morgun.“ Leikhæfíleikar ekki nóg Það segir sig sjálft að tveggja ára kvikmynda- leikarar verða ekki tíndir upp af götunni og Bryndís Sæunn Sigríður var valin úr stórum hópi barna. Ari segir að af fenginni reynslu séu prufurnar mjög mikil- vægar því samhliða því að finna börn með góða leikhæfileika þá sé jafn mikilvægt að fmna börn sem hafa þá þolinmæði og lundarfar sem kvikmyndatökur útheimta. „Einu sinni var ég búinn að velja strák sem stóð sig afskaplega vel í stuttri leikprufu en þegar hann komst að því að það tók ekki hálftíma heldur sjö daga að taka upp hálftíma langa mynd, þá missti hann algjörlega áhugann." - Hvað þarf til? „Það þarf viljann til að ljúka verkefninu. Það þarf áhuga og ánægju af vinnunni sjálfri. Það er ekki hægt að freista barna með pen- ingum. Þeir eru abstrakt í huga barna, tíu þúsund eða hundrað þús- und á dag skipta ekki meginmáli. En það er líka mikill munur á því að vinna með stálpuðum krökkum eins og stelpunum Freydísi og Bergþóru eða með smábörnum. Þær voru búnar að fullæfa hlutverkin sex vik- um fyrir tökur og kunnu textann svo gjörsamlega að þær þurftu aldrei að rifja upp eitt einasta orð, heldur gátu leikið sér með mismun- andi áherslur fram og til baka. Þetta var líka nauðsynlegt svo tök- urnar yrðu ekki alltof stressandi fyrir þær; textinn, hreyfingarnar og túlkunin voru algjöriega greypt í þær svo þær gátu gengið að þessu afslappaðar og öruggar." Ekki hægt að stoppa Á þessu ári eru liðin átján ár frá íslenska „kvikmyndavorinu" svo- kallaða þegar tvær íslenskar kvik- myndir voru frumsýndar, Land og synir og Óðal feðranna. Ari var að- stoðarkvikmyndatökumaður við Land og syni og hefur því verið þátttakandi í íslenskri kvikmynda- gerð frá (endur)fæðingu hennar til fúllorðinsára. Hann segir að þróun- in hafi orðið gríðarleg; kannski einna mest í fagmennsku við undir- búning og vinnubrögð á tökustað. „Það sem gerist á upptökustað er lokapunktur á löngu ferli. Það er í rauninni verið að pakka inn hlut sem þegar er bú- ið að ganga frá að öðru leyti. Að ætla sér að breyta texta eða ræða túlkun við leikara er út í hött, þegar sólin er að síga og aðeins hálftimi er eftir af deginum. Eftir þvi sem meiri pen- ingar eru í kvikmyndagerðinni er hægt að undirbúa sig betur. Áður var hlaupið af stað með kvikmynda- tökuvélina og tekið upp þar til film- an var búin eða menn þurftu að fara í aðra vinnu. Það voru engir pening- ar til að gera eitt eða neitt. Smám saman hafa menn séð að hagkvæm- ast er að undirbúa sig sem best, það kostar í rauninni minnst og sparar dýrasta liðinn sem er tíminn á töku- stað. Ég get nefnt sem dæmi að nú þegar tökur eru að hefjast á Myrkrahöfðingjanum þá er búið að æfa öll atriðin og ákveða nánast hverja einustu töku og myndvinkil nærri sex mánuðum fyi'ir tökur. Síðan er þetta slípað og myndin klippt í huganum fram og til baka. Þegar svo komið er á tökustað þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu, enda bætast við nægir nýir óvissu- þættir sem berjast þarf við, einsog veður og birta. Kvikmyndataka gengur eins og færiband sem færii' alla, sem á því eru, á jöfnum hraða upp á tjaldið. Það er ekki hægt að stoppa þegar Kvikmynda- taka er eins og óstöðvandi færiband Börnin hálf- skömmuðust sín fyrir for- eldrana einu sinni er farið af stað. Það borg- ar sig því að vera vel undirbúinn áð- ur en hoppað er á bandið. Ái-angur- inn verður líka í samræmi við það. Ef maður veit ekki nákvæmlega hvað maður ætlar að gera skilar það sér upp á tjaldið. Það era meiri lík- ur á að vinna í lottóinu heldur en að kraftaverk gerist á tökustað. Því nákvæmari undirbúningur, því auð- veldari eftirleikur." Ari tekur Stikkfrí sem gott dæmi um mikla og nákvæma undirbún- ingsvinnu sem hafi skilað sér á síð- ari stigum vinnslunnar. „Vegna Biyndísar litlu voru nánast allir skotvinklar fjTÍrfram ákveðnir og endanleg samsetning myndarinnnar sömuleiðis. Myndin var eiginlega klippt fyrirfram. Tökutíminn var nokkuð langur en eftirvinnslan tók stuttan tíma sem sést best á því að tökum lauk í október og myndin var frumsýnd á jólum.“ Það er skammt öfganna á milli í kvikmyndagerðinni. Þar er stokkið á milli alda og hugmyndafræði eins og ekkert sé sjálfsagðara. Úr mann- eskjulegri fjölskyldumynd í Reykja- vík nútímans er stefnt beint inn í myrkasta tímabil Islandssögunnar, sautjándu öldina, með galdrafári og villutrúarkenningum. Myrkrahöfð- ingi Hrafns Gunnlaugssonar biður vestur á Barðaströnd. Ari ypptir öxlum og brosir, „...svona er þetta bara.“ Dansnámskeið Þjóðdansafélags Reykjavíkur hefjast 12. janúar 1998 að Álfabakka 14a. Gömludansanámskeið á mánudögum kl. 20.30 og kl. 21.30 Verð krónur 6.000,00 12 skipti Barna og unglinganámskeið á þriðjudögum eða laugardögum Verð á námskeiðunum eru: 3-5 ára kr. 3.500.-, 6-8 ára kr. 5.000,-, 9 ára og eldri kr. 6.000,- Ath. Systkinaafsláttur 25%. Framhaldsnámskeið í Línudansi þriðjudaga kl. 20.00 íslenskir VÍKIVAKAR á fimmtudögum kl. 20.30 Upplýsingar og innritun í síma 587 1616 tiLframfí Markaðs- og sölunám • Tölvur • Lögfræði • Enska • Tollskýrslugerð • Markaðsfræði • Námsstefnur • Tölfræði og aðferðir • Starfsþjálfun • Stjórnun • Lokaverkefni f lok mai höföu 60% þeirra sem útskrifuóust 2. maí |k fengið vinnu við sitt hæff. sem 1 jjlk fengi §li Almennt Stutt og hnitmiðað skrifstofunám starfsnám í takt vió þarfir vinnumarkaðarins. • Tölvur • Enska • Bókhald • Islenska • Verslunarreikningur • Vélritun •Tollskýrslugerð • Námsstefnur • Starfsþjálfun Starfsþjálfun í fyrirtækjum veitir nemendum mikilvæga innsýn í þarfir atvinnulífsins. Alhliða töivunám • Grunnur og • Stýrikerfi og netkerfi Windows umhverfið • Alnetið • Ritvinnsla • Hópvinnukerfi • Töflureiknir • Gerð kynningarefnis • Gagnavinnsla • EnskU'/bókfærsluva! • Myndvinnsla • Námsstefnur • Umbrot • Lokaverkefni Opiö hús 17. Innritun er hafin í síma 588 5810 Fjármála- og rekstrarnám • Tölvur • Lögfræði • Enska • Tollskýrslugerð • Bókhald • Námsstefnur • Fjármál og • Starfsþjálfun reikningsskil • Lokaverkefni • Rekstrarfræði Vlðurkenndur elnkaskóll Skóli sem bygglr á 23 ára reynslu og hefð Nám sem lelðlr tll aukinna starfsmögulelka Skólinn starfar i takt vlð þarHr atvtnnulífsins Faxafeni 10 • Framtíðin • 108 Reykjavík Sími: 588 5810 • Bréfasími: 588 5822 AIH nám I skólanum er að fullu lánshsefft Skóllnn undlrbýr nemendur fyrlr störf á 21. öldlnni Hvergi á fslandl er að flnna betrl aðstöðu fyrlr nemendur VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.