Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆÐI / holdsveiki ennþá heilbrigdisvandamál í heiminum? Holdsveiki FYRIR flest fólk á íslandi og í nálægum löndum hljómar orðið holdsveiki eins og eitthvað aftan úr öldum, eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þetta gildir því miður ekki alls staðar í heiminum því að árið 1996 var áætlað að 1,4 milljónir manna þjáðust af þessum sjúkdómi. Sjúklingunum hefur þó farið hratt fækkandi því að árið 1985 áætlaði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) að fjöldi holdsveikisjúklinga væri 10-12 milljónir. Þetta segir þó ekki alla söguna og sumir óttast að sýkingum hjá börnum fari fjölgandi. Nú hefur stofnunin sett fram það markmið að útrýma holdsveiki sem heil- brigðisvandamáli fyrir árið 2000. Með þessu er ekki átt við það að útrýma sjúkdómnum alveg heldur að koma algengi (tíðni) hans niður fyrir einn af hverjum 10 þúsund íbúum á hverjum stað. Þetta samsvarar því að hér á landi væru allt að 27 holdsveikisjúklingar (síðasti holdsveikisjúklingurinn á íslandi dó fyrir um 20 árum) og því má segja að markið sé ekki sett mjög hátt; þó má því miður telja ólíklegt að markinu verði náð í Asíu og Afríku. Holdsveiki er landlægur sjúk- dómur í 28 löndum sem flest eru í Asíu og Afríku en einnig í Suður- og Mið-Ameríku. Astandið er verst á Indlandi en það er einnig slæmt í nokkrum ríkjum í Afríku. Sjúkdómurinn berst einnig yfir landamæri og á stóru sjúkrahúsi í Los Angeles í Kaliforníu eru 500 holdsveikisjúklingar á skrá og þar greinast um 30 nýir sjúklingar ár- 'lega sem flestir eru innflytjendur eða flóttamenn. Sjúkdómurinn orsakast af bakt- eríu (Mycobact- erium leprae) sem er skyld berklabakterí- unni (M. tuberculosis) og sækir sérstak- lega í taugar og aðra vefi í hinum kaldari svæðum líkamans sem eru eflir Magnús Jóhannsson Morgun- og hádegistímar í Gáska Kristín Gísladóttir. sjúkraþjólfari, verður með morgun- og hódegistíma í Gáska í vetur. Ahersla verður lögð á styrk, þol og liðleika og stöðugt er fléttað inn ráðleggingum um líkamsbeitingu og vinnu- stellingar. Unnið verður á pöllum u.þ.b. helming fímans og svo gerðar æfingar og góðar teygjur. Fylgst er vandlega með réttri útfærslu æfinga. Aðgangur að fullkomnum tækjasal er innifalinn í mánaðarkorti. Hressandi tímar, sem gefa þér aukna orku í vinnunni. Morguntímar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 07.45 - 08.45 Hádegistímar mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 12.05 -13.00 Athugið að árskort í tækjasal eru á tilboði til 20. janúar. Verð aðeins 15.000 kr. Upplýsingar og skráning í Gáska, sími 568 9009. GÁSKI SJÚKRAPJÁLFUN Bolholti 6 HOLDSVEIKI getur afskræmt fólk. m.a. fíngur, tær, eyru og nef. Til skamms tíma var talið að maðurinn væri eini hýsill þessarar bakteríu en nú er vitað að hún getur einnig lifað í beltisdýrum og sumum öp- um. Lítið er vitað með vissu um það hvernig fólk smitast en um helmingur smitaðra hefur verið í snertingu við holdsveika. Talsverð- ur hluti þeirra sjúklinga sem ekki fá lyfjameðferð eru með bakterí- una í nefslímhúð og nefslími og bendir ýmislegt til að fólk geti smitast við það að anda að sér dropum sem berast út í andrúms- loftið við það að sjúklingur hóstar eða hnerrar. Þetta er sama smit- leið og ein sú algengasta fyrir kvef og inflúensu. Sjúkdómurinn gæti einnig borist í fólk úr smituðum jarðvegi og jafnvel með skordýrum sem sjúga blóð (t.d. veggjalús eða moskitóflugum) en engar beinar sannanir eru fyrir slíku. Með- göngutíminn, frá smiti og þar til sjúkdómseinkenni fara að gera vart við sig, er mjög langur og get- ur verið frá 1-2 árum upp í 40 ár. Holdsveiki getur lýst sér á mis- munandi hátt en hún leggst yfir- leitt illa á taugar í útlimum sem leiðir til tilfinningaleysis, ki'epptra vöðva og lamana. Ef sjúkdómurinn gengur nógu langt éta bakteríurn- ar hreinlega upp heilu líffærin þannig að fingur, eyru eða nef geta horfið. Oftast er hægt að lækna holdsveiki en skemmdir á taugum og öðrum vefjum ganga ekki til baka nema að takmörkuðu leyti. I sumum löndum fær sjúklingurinn ekki meðferð ef hann getur ekki greitt fyrir hana. Venjulega eru gefin tvö sýklalyf saman til að minnka hættu á að bakteríurnar verði ónæmar fyrir lyfjunum. Þessa meðferð getur þurft að gefa í nokkur ár og jafnvel það sem eftir er ævinnar. Ekki er til bóluefni við holdsveiki. I september á þessu ári verður haldin mikil holdsveikiráð- stefna í Kína. Þar munu læknar víðs vegar að úr heiminum bera saman bækur sínar um það hvem- ig útrýma megi þessum hræðilega sjúkdómi. Því miður má telja nokk- uð víst að holdsveiki muni halda áfram að vera heilbrigðisvandamál í heiminum eitthvað fram á næstu öld. Þf O Ð LIFS Þ ANK AR7rí r áramótaheitió að hætta að reykja \ Taktu klukkuslátt- inn úr sambandi NÚ ER sá tíma sem fólk er sem óðast að gera sín árvissu heit að veruleika. Sumir ákváðu um ára- mót að borða minna, aðrir að hætta að reykja, enn aðrir að hætta að drekka áfengi, loks eru þeir sem almennt ætla að verða betra fólk og í síðasta hópnum eru svo þeir sem ætla bara að reyna að halda í horfinu. Það er erfitt að meta árangur sumra þessara heita en árangur reykingabind- indis er þó næsta augljós. Eg er búin að horfa á margt fólk vinna það áramótaheit að hætta að reykja á nýja árinu; alltof oft hafa slík heit reynst haldlaus eftir mis- margar vikur. Nú hef ég heyrt að ýmsir telji ástæðu til að stinga við fótum og gera alvöru úr reykinga- bindindinu, æ fleiri sannanir hlað- ast upp um hin slæmu áhrif tó- baks á mannslíkamann og svo er hitt að þetta vandræðaefni hefur hækkað talsvert í verði. n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur BRIDSSKOUNN (V) (S) Námskeið á vorönn hefjast 20. og 22. janúar. Boðið er upp á námskeið fyrir byrjendur og spilakvöld fyrir lengra komna. Byrjendur: Hefur þig alltaf langað til að læra brids? Nú er tækifærið. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Námskeiðið stendur yfir í 10 kvöld, einu sinni í viku. Þegar upp er staðið, eru nemendur orðnir vel spilahæfir og kunna skil á grundvallaratriðum hins vinsæla Standard- sagnkerfis. Kennslubók fylgir námskeiðinu. Spilakvöld: Sambland af kennslu og spilamennsku. Tilvalið fyrir nýliða, sem vilja æfa sig á kerfisbundinn hátt. í upphafi hvers kvölds er farið yfir heimaverkefni, en síðan verða spiluð sérvalin æfingaspil, sem brotin verða til mergjar í lok kvöldsins. Yfirgripsmikil námsgögn fylgja og gert er ráð fyrir nokkru heimanámi. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Tíu kvöld, einu sinni í viku. Staður og stund: Byrjendanámskeiðið hefst 22. janúar og stendur yfir 10 fimmtudagskvöid frá kl. 20-23. Framhaldsnámskeiðið hefst 20. janúar og stendur yfir í 10 þriðjudagskvöld frá kl. 19.30 til 23. Bæði námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands (slands, Þönglabakka 1 í Mjódd, 3. hæð. Frekari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Forstöðumaður Bridsskólans er Guðmundur Páll Arnarson. Það sagði mér læknir fyrir skömmu í óspurðum fréttum að ætlunin væri víst að hækka tóbak enn meira síðar og væri þar með verið að fara inn á þá braut, sem að hans sögn hefur verið farin í nokkrum ná- grannalöndum, að hafa tóbak það dýrt að það spari fólki verulegar fjárhæðir að hætta að reykja, en ekki þori ég að sveia mér upp á að þetta sé rétt. Reykingamenn eru sem kunnugt er af ýmsu tagi, allt frá því að vera í þeim hópnum sem púar fáeinar sí- garettur eða vindla við hátíðleg tækifæri til þess hóps sem eiga sí- garettuna að sínum eina vini í hörð- um heimi. Ég las einu sinni vanga- veltur um hvernig fólk hefði komist upp á að reykja tóbak, talið var að frumstætt fólk hafi brennt tóbaks- lauf til að halda frá sér skordýrum og síðan farið að bera það logandi í munni sér í sama tilgangi, ekki sel ég þetta dýrar en ég keypti. Hitt er víst að það er langt liðið frá þessari upphafsætlun, hafi hún verið slík. Nú um stundir reykja menn fyrir nautnina fyrst og fremst en líklega byrja flestir að reykja til þess að „vera með“, sem sagt af félagsleg- um orsökum. Það hafa verið skrifaðar lærðar bækur um hvernig fólk á að fara að því að hætta að reykja og ekki „ætla ég mér þá dul“, eins og segir í virðulegum afmælisgreinum, að blanda mér í þær umræður af neinni alvöru. Hitt er annað mál að ég hef ekki komist hjá að sjá að það vefst talsvert mikið fyrir fólki að gera alvöru úr þessari fyrirætlan sinni. Sumir nota nikotínvörur til að létta sér róðurinn og það dugar að sögn fróðra manna í einhverjum til- vikum, aðrir sem til þekka af eigin raun vilja meina að það dragi á langinn að losna úr klóm nikótínsins og vilja fremur taka píslir sínar út og vera þá fyrr lausir við fiknina. Ekki veit ég hvort hentar betur og kannski er engin ein lausn til á því. Hitt hef ég heyrt að gott sé að drekka mikið vatn eða djús meðan á fyrstu dögum bindindisins stendur, þá hreinsar líkaminn sig betur, einkum hlýtur þetta að eiga við ef um er að ræða þá sem ekki nota nikótínvörurnar. Eina manneskju hef ég þekkt sem ég hjálpaði óbeint lítillega við að hætta að reykja. Hún hafði lengi verið ástríðu reykingamanneskja en var hætt að þola tóbak. Hún ákvað þess vegna að hætta. Hún fékk hin herfilegustu tóbakslöngunarköst og gat þá vart af sér borið. Ég stakk upp á því við hana um að áður en hún gripi til sígarettunnar skyldi hún ævinlega hringja í mig. Fyrstu vikurnar hringdi viðkomandi mann- eskja í mig mjög oft hvern dag og alltaf sömu erinda, að segja mér hvað sig langaði mikið að reykja. Ég ræddi þá við hana um hitt og þetta og sagði henni allar þær sögur sem ég kunni til að hafa ofan af fyr- ir henni. Svo fór ég að taka eftir því að hringingarnar strjáluðust og líka svo hitt að þótt hún hringdi þá gleymdi hún að minnast á reyking- arnar heldur fór að segja mér alls kyns fréttir. Þessi manneskja hætti alveg að reykja og veit ég ekki bet- ur en bindindi hennar standi enn í dag og eigi sér þá hátt i tveggja ára- tuga sögu. Aðra konu vissi ég um sem hætti að reykja eftir nær fjörutíu ár. Písl- ir hennar voru miklar og þær m.a. að hún átti bágt með svefn. Hún vaknaði á næturnar til að hugsa um sinn mikla missi og gat þá oft ekki sofnað aftur og lá svo vakandi og hlustaði á klukkuna slá og þannig leið nóttin. Hún fór svo til læknis og kvartaði yfir því að hún gæti ekki sofið og lægi alltaf vakandi og hlust- aði á klukkuna slá á hálftíma fresti. „Jæja, þá skaltu bara taka klukku- sláttinn úr sambandi," svaraði læknirinn og lét sér fátt um finnast. Konan lét sér þetta að kenningu verða og svo brá við að hún fór smám saman að sofa betur. Henni tókst að hætta alveg að reykja og er laus við reykingar enn í dag, mörg- um árum síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.