Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST BÓFARAPPIÐ fór í gröfína með Biggie Smalls og í kjölfarið lagði ný gerð af rappi og auðmeltari heiminn að fótum ser. Fremstur meðal jafningja í þeirri gerð rapptónlistar um þessar mundir er Jay-Z. Jay-Z, sem heitir Shawn Carter, fer lfka leið og Puff á sinni annarri breiðskífu, poppskotið rapp með óteljandi gestum, en ólíkt Puff getur Jay-Z rappað af krafti og íþrótt lfkt og heyra má á skíf- unni nýju sem heitir In My Lifetime Vol. 1. Gestalistinn er langur, því á plötunni koma fram Babyfaee, Foxy Brown, Blackstreet, Too Short, Teddy Riley og Lil’ Kim, aukinbcldur Hinn jákvæði Jay-Z, sem heit- ir reyndai1 Shawn Carter. mGÖMLU brýnin Keith Ric- hards og Elton John eru komn- ir í hár saman, ef svo má segja. Krytumar eru vegna orða sem sá fyrmefndi lét falla um Elton í kjölfar þess að hann sneri lagi um Marilyn Monroe uppá Díönu sálugu Bretaprinsessu. Richards sagði að John hefði auðsjáanlega sérhæft sig í að semja lög um dauðar ljóskur og þegar það var borið undir John svaraði hann að bragði að Rich- ards væri eins og api með liða- gigt, þar sem hann hökti um á sviðinu. Hann lét ekki þar við sitja heldur sagði Rollingana hafa staðnað fyrst og fremst fyrir Richards, sem hefði átt að vera að búið að reka úr sveit- inni fyrir langa löngu. Mick Jagger sé miklu meiri og merkilegri músíkant, sem hafi meðal annars unnið með Dust Brothers og fleiri merkilegum tónlistarmönnum nýrra tíma, á meðan Keith Richards sé enn að hlusta á Otis Redding og aðra löngu liðna blús- og soul- hunda. MARGIR þekkja hljómsveitina Atari Teenage Riot sem haldið hefur tónleika hér á iandi og vakti meðal annars at- hygli fyrir grimmdarkeyrslu og hávaða tölvupönk. Leið- togi þeirra sveitar, Alec Empire, rekur og með félögum sínum útgáfuna Digital Hardcore Records, eða DHR, sem er ekki síður fræg fyrir hamagang og hávaðapönk. Alec Empire hefur komið víða við frá því hann hóf tónlistariðk- an sína snemma á áratugnum og þá sem hreinræktaður pönkari. Hann hefur alla tíð verið hatrammur andstæðing- ur fasista í öllum regnbogans litum og lítur á tónlistina sem verkfæri í baráttu gegn kúgun. Alec Empire byrjaði að spila pönk tólf ára en hann segir að smám saman hafi þýskir pönkarar orðið skemmti- kraftar og fyrir víkið hafi allur broddur farið úr pönkinu og það í raun orðið tilgangslaust. „Eg hreifst smám saman af techno því hægt er að keyra upp gríðarlegan kraft með ein- fijldum tækjum. Vissulega átti technoið eftir að mýkjast líka og verða að diskótónlist, en á þessum tíma í Þýska- landi, 1988, var techno eina tónlistarstefnan sem eitthvert líf var í.“ 1992 stofnaði Alec Empire Atari Teenage Riot og hugð- ist í kjölfarið stofna eigin útgáfu til að gefa hana út. Fyrsta lag sveitarinnar, Hetzjagd auf Nazis, vakti síðan það mikla athygli að stórfyrirtækin tóku að bjóða fúlgur til að fá hana ■■■■■■■■■■■■■■■■ • ■■■■■■■■■■■■■■ • ■■■■■■■■■■■■■■■ HOUSE- SKOTIÐ BREAKBEAT sem Puff Daddy sjálfur kemur fram í einu lagi. Líkt og svo margir rapparar ólst Jay-Z upp hjá einstæðri móður sinni, en þegar hann var rétt fímmtán ára lést hún og hann þurfti að sjá fyrir sér sjálfur að miklu leyti. Hann segir miklar sögur af Iíferni sínu á þessum árum og bætir víða við frekar en að draga úr. Kemur sér og vel að vera maður með fortíð til að treysta fmyndina, en á fyrstu skífunni þótti ýmsum sem Jay-Z gengi fulllangt í að mæra lífið í fátækra- hverfunum og fékk hann fyrir ferðina hjá ýmum, þar á meðal Jeru the Damaya, sem fór háðulegum orðum um hann á smáskifu. A breiðskífunni nýju kveður nokkuð við annan tón, því Jay-Z er öllu jákvæðari en forðum og lofar nú lífið og ástina af álika krafti og lastalifíð forðum. FRÁ Bristol er tónlistarstefna sem sumir kenna við borgina en aðrir kalla trihop. Fleira er þó á seyði í danstónlistinni þar í bæ en flokka má undir þunglyndi og myrkur, nægir að nefna Roni Size og félaga með sitt drum ‘n bass, en einnig gefur að heyra léttari tónlist. Bristoldúettínn Way Out West sendi frá sér afbragðs breiðskífu á síðasta ári samnefnda sér. Way Out West skipa Jody Wistemoff og Nick Warren og hafa lengi fengist við tónlist þó ekki hafi menn almennilega tekið eftir þeim fyrr en áður- nefnd skífa kom út. Báðir eru á fullu sem piötusnúðar ög með eftirsóttari snúðum Bret- lands, en á milli þess sem þeir þeysa um heiminn að snúa plötum annarra semja þeír houseskotið breakbeat, öllu léttara en tónlist þeirra Bristolsveitir sem flestir þekkja. Ekki má þó skilja það sem svo að Way Out West sé að fiytja froðu og vfða var áð- umefnd breiðskífa talin með bestu plötum nýliðsins árs. Skífan er nánast safnplata, því á henni er meðal annars að finna lag sem kom út á smáskífu fyrir hálfu öðru ári, en á milli eru nýrri lög með technosprettum, house, arnbienl og drum ‘n bass. Pönkari Alec Empire. Hama- gangur og hávaði á samning. Á endanum samdi sveitin við Phonogram en skilaði af sér svo harðri tónlist að fyrirtækið neitaði að gefa hana út. Á endanum stofnaði Empire Digital Hardcore Recordings fyrir fyrirframgreiðsluna frá Phonogram og hefur rekið við þriðja mann undanfarin ár. Eins og getið er telur Alec Empire tón- list fyrst og fremst pólitískt afl og hefur stýrt útgáfunni eindregið í þá átt; þ.e. að gefa út harða pólitíska tónlist. Með eftir- minnilegum plötum sem fyrirtækið hefur sent frá sér undanfarið er skífa Shizuo aukinheldur sem breiðskífan Burn Berlin Burn með Atari Teenage Riot er bráðgóð. Fyrir stuttu kom út safnskífa frá DHR og eftir Áma Matthíasson kallast Riot Zone. Eins og við er að búast er þar mikið um hamagang og hávaða en á skífunni eiga lög áðurnefndur Shizuo, Atari Teenage Riot, Hanin Elias, sem er reyndar í Atari Teenage Riot líka, Christioph De Babalon, Bomb 20, Ec8or, Patric C. Nowgly og Alec Empire sjálfur. Áhuga- sömum um hávaða má einnig benda á framúrskarandi skemmtilegt safn Empires sem heitir The Geist of Alec Empire, þriggja diska kassi. Bjartsýnir Liðsmenn Green Day bregða á Ieik. Pappað pHnk EKKI ER langt síðan ný bylgja poppaðrar pönktónlistar reis vest- ur í Bandaríkjunum og hver sveitin af annarri komst hátt á vinsælda- lista. Sú bylgja virðist hjöðnuð að mestu, eftir standa fáar sveitir, þeirra helst Green Day. Green Day sló rækilega í gegn með þriðju breiðskífu sinni fyrir þremur árum og hét því skemmtilega nafni hundaskífur, Dookie. Platan seldist í milljónum eintaka og kraftmikið popppönkið fór vel í eyru bandarískra ung- menna. Þegar hér var komið sögu var sveitin fimm ára gömul, en kjarni hennar eru gítarleikari sveitarinnar og bassaleikari sem starfað hafa saman í pönksveitum frá fjórtán ára aldri. Fyrsta smá- skífan af Dookie sló í gegn í sjón- varpi og sveitin fylgdi henni eftir með gríðarlegu tónleikahaldi sem skilaði breiðskífunni efst á vin- sældalista vestan hafs, en alls seldist skífan í átta milljónum ein- taka í Bandaríkjunum og ellefu milljónum alls. Ári síðar kom enn breiðskífa, Insomniac. Sú seldist ekki eins vel og Dookie, ekki nema í hálfri þriðju milljón eintaka og í kjölfarið tók sveitin sé frí þrotin kröftum eftir strangt úthald í á fjórða ár. Afrakstur þess frís er skífan Nimrod sem kom út seint á síðasta ári. Þeir sem um skífuna hafa fjallað halda því fram að hér sé komin besta plata Green Day, en þrátt fyrir það hefur henni ekki gengið nema miðlungs vel á listum, skreið inn á topp tíu og féll síðan langt niðurávið. Þeir Green Day-liðar eru þó fullir bjartsýni, eru sem stendur á ströngu tónleikaferðalagi og í kjölfarið hefur skífan skriðið uppá- við að nýju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.