Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 B l^- Verktakar - hitaveitur o.fl. Allt að 50% ódýrari flutningar en sambærilegur vagn, 6 tonna burðargeta LéttFLUTNIHGAR Simi 89-50-900, fax 553-1070. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FJÆR sér til Þingvallavatns, Steingrímsstöð fyrir miðri mynd og tílfljótsvatn fremst. Örlar á urriða í Þingvallavatni EKKI hefur mannskepnunni enn tekist að ganga af gamla Þing- vallaurriðanum dauðum, en fátt er þó í farvatninu sem gefur til kynna betri tíma með blóm í haga fyrir einn merkasta fiskstofn landsins. Enn örlar á urriðunum stóru á hverju ári og gefur það e.t.v. til kynna að stofninn gæti rétt sig við með tíð og tíma ef honum væru bú- in skilyrði til þess. Össur Skarphéðinsson alþingis- maður, höfundur bókarinnar Urriðadans, sem fjallar einmitt um Þingvallaurriðann, sagði í samtali við blaðið að fátt væri að gerast á bak við tjöldin utan að hann hefði sjálfur, ásamt Árna Mathiesen og Guðna Ágústssyni, lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að nefnd yrði skipuð til að leita allra hugsanlegra leiða til að styrkja ur- riðastofnana í vatninu. Á grunni hennar ætti ríkisstjómin síðan að velja. „Eg held að hún verði sam- þykkt, en það á eftir að koma í ]jós,“ segir Óssur. Össur sagði ennfremur að seið- um sem sleppt var í vatnið árið 1992 virtist hafa vegnað vel og þau væru nú að ganga upp gegnum veiðina. „Á hverju ári veiðast all- nokkrir urriðar, allir af svipaðri stærð. Síðasta sumar voru þeir orðnir um 8 pund. Ég endurfann gamlan hrygningarstað, kannaði hann 1994 og aftur í haust. Þar var slatti af stórum urriðum. í murtu- net þar við kom einn 14 punda og annar 10 punda í haust. Ég hafði líka spurnir af því að torfa af mjög stórum urriðum hefði verið fyrir neðan Drekkingarhyl í Öxará. Sá einnig tvo 10 punda sem komu í net í Mjóanesi síðasta vor,“ bætti Öss- ur við. Helstu hrygningarstöðvar Þing- vallaurriðans vom hins vegar í Efra-Sogi og hmn stofnsins stemmir, af því að við gerð Stein- grímsstöðvar komst urriðinn ekki lengur á hrygningarsvæðið. Mikið hefur verið talað um að opna urrið- anum aftur leið niður fyrir stífl- una. „Urriðinn kemst ekki niður eins og er. Um tveggja ára skeið vom einhverjar botnlokur í stífl- unni opnar, og þá fór Óskar heit- inn í Kaldárhöfða að veiða boltaur- riða í Úlfljótsvatni. Hann hélt að þeir kynnu að koma niður úr Þing- vallavatni. Ég held að það væri hægt að rjúfa gat og hleypa ákveðnu magni, e.t.v. þriðjungi út- fallsins, þar niður, og fá þannig hrygningu aftur upp. Það tekur þó tíma og rennslið verður að vera sæmilega stöðugt,“ segir Ossur Skarphéðinsson. Ný veiðihús - útleigumái Ný veiðihús em í smíðum á fleiri stöðum en einum. Áður var greint frá smíði nýs veiðihúss við Langá á Mýmm, og í haust var ennfremur tekin fyrsta skóflustungan að nýju veiðihúsi við Vesturdalsá í Vopna- firði. Láms Gunnsteinsson, Lalli skóari, fer fyrir landeigendum og veiðiréttarhöfum og sagði hann nýtt hús tímabært. „Það gamla var gott en komið til ára sinna. Nýja húsið er 103 fermetrar með fjómm svefnherbergjum og öllum helstu þægindum. Það verður svefnpláss iyrir 16 manns í húsinu sem bygg- ist á því að þetta er vinsæl fjöl- skylduá. Húsið teiknaði Þorvarður Hjaltason og það verður tilbúið fyrir komandi vertíð,“ sagði Lárus í samtali við blaðið. Þá er i umræðunni meðal eig- enda Laxár á Ásum að reisa nýtt veiðihús, en það gamla hefur löng- um þótt stinga nokkuð í stúf við hátt verð veiðileyfa. Nýverið yar Laugardalsá við Djúp leigð Áma Baldurssyni, sem rekur stangveiðifélagið Lax-á. Árni er nú umsvifamikill við Djúpið, því hann leigir einnig hina laxveiðiána á svæðinu, Langadalsá. Allnokkur tilboð bámst í Laugardalsá, en Árni hreppti. Fregnir herma að leiguupphæðin hafi verið 2,5 millj- ónir, sem fróðir menn telja að muni hafa i fór með sér talsverða hækk- un á veiðileyfum. Opiðfrá kL 1130 - 23.00 18 rétla bragðlaukagælandi hlaðborð alla sælkera í Lóninu á Hótel Loftleið Verð í hádegi kr. 1395,- Verð á kvöldin kr. 2.100,- I C E L A N O A Sfmar 562 7575 & 5050 925, fax 562 7573 HOTEL LOFTLEIÐ ..fawitj-i' tiv _____ * Aliir gcstir fá bíómi&a frá Lausarásbíá* 'Bfc y» i« ln» ( Áhu gavert spennandÍ J \ °g - ♦ nam Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita þeim innsýn í notkunarmöguleika í tölvu- og upplýsingaumhverfinu. Námið er tvær námseiningar (60 kennslustundir). Skráning og upplýsingar í síma 568 5010 "■“1 Rafiðnaðarskólinn Skeifunni 11B • Sími 568 5010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.