Morgunblaðið - 20.01.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 20.01.1998, Síða 1
Prentsmiðja Morgunblaðsins — Þriðjudagur 20. janúar 1998 Blað C Vanstillt hitakerfi ORSÖK hitaskorts er oft sú, að kerfíð er algerlega vanstillt, segir Sigurður Grétar Guð- mundsson í þættinum Lagna- fréttir. Vatn rennur í gegnum litlu ofnana, en skilur þá stóru eftir. Þá er sama, hve mikið vatnsrennslið er aukið. /14 ► ;1 • m 'ií__í ISUASKA OPCKAS Utanhúss- viðhald ÞAÐ þarf fljótlega að fara að undirbúa viðhald á húseignum utanhúss í sumar, segir Eyjólfur Bjarnason, bygginga- tæknifræðingur. Verktakar geta þá betur skipulagt starfsemi sína og húseigendur ná betri samningum. / 30 ► Góðar horfur FASTEIGNASALAR erú almennt bjartsýnir á markaðinn á þessu ári. „Efnahagsástand er yfirleitt gott og mikil umsvif í atvinnu- Iífínu. Horfur á fasteigna- markaðnum eru því góðar," segir Elías Haraldsson, sölu- stjóri hjá fasteignasölunni Hóli, í viðtalsgrein hér í blað- inu í dag, þar sem hann kynn- ir m. a. nýjar íbúðir við Blika- höfða í Mosfellsbæ. Gott tíðarfar það sem af er vetri hefur haft mjög jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn. Fólk hefur getað komizt ferða sinna til þess að skoða eignir, en oft hefur erflð veðrátta og þung færð gert fólki erfitt fyr- ir á þessum árstíma. Eftirspurn eftir atvinnuhús- næði er nú miklu meiri en var og fýrirsjánlegt, að svo verði um nokkurn tíma. En bygging- araðilarnir hafa þegar tekið við sér og talsvert er í gangi af nýbyggingum. Það er því lík- legt, að framboð aukist, þegar frá líður. „Oft hefur það verið þannig eftir áramót, að markaðurinn hefur þurft ákveðinn tíma til þess að komast í gang,“ segir Jón Guðmundsson, formaður Félags fasteignasala. „Að þessu sinni tók markað- urinn við sér strax á fyrsta virka degi ársins. Að mínu mati eru horfur mjög góðar fyrir markaðinn í heild, enda verð ég var við mikla bjartsýni úti á markaðnum." / 18 ► Aukning í húsbréfa- umsóknum vegna ný- bygginga einstaklinga UMSÓKNIR um lán í húsbréfakerf- inu gefa mikla vísbendingu um um- svif á fasteignamarkaðnum á hverj- um tíma. I fyira voru umsóknirnar mun meiri en árið þar á undan. Þannig jukust umsóknir vegna not- aðs húsnæðis um 12% á síðasta ári og vegna nýbygginga einstaklinga um 31%. Umsóknir vegna nýbygg- inga byggingaraðila stóðu hins veg- ar í stað. Samþykkt skuldabréfaskipti voru líka mun meiri í heild eða um 14% meiri en árið á undan. Húsbréfaút- gáfan var samt nánast sú sama. Þar ber að hafa í huga, að þeim íbúðum og húsum fer stöðugt fjölgandi, sem búið er að taka húsbréfalán út á. Við kaup á slíkri eign þarf því ekki að gefa út húsbréf nema að litlu leyti, þar sem kaupandi yfírtekur áhvílandi húsbréfalán. Athygli vekur, að vanskil í hús- bréfakerfínu halda áfram að minnka. Það má væntanlega þakka batnandi efnahagsástandi í landinu, skilvirkari innheimtu og aukinni aðstoð við skuldara. Miklar breytingar urðu á ávöxtun- arkröfu húsbréfa á nýliðnu ári. I árs- byrjun í fyrra var hún 5,80%, en um sumarið fór hún ört lækkandi og komst lægst í 5,21% í ágústbyrjun. I byrjun þessa árs var ávöxtunarkraf- an 5,29% og núna í janúar hefur hún haldið áfram að lækka. Sl. .fóstudag var hún komin niður í 5,19% og hafði þá ekki verið lægri í mörg ár. A þessu ári er gert ráð fyrir, að húsbréfaútgáfan verði um 16,5 millj- arðar kr. að markaðsvirði. Á síðasta ári var hún 15,3 milljarðar kr. Ástæð- an fyrir aukinni húsbréfaútgáfu er verðlagsbreytingar og einnig er gert ráð fyrir aukningu í fasteignavið- skiptinn miðað við síðasta ár. Næstu daga verða gefnir út tveir nýir húsbréfaflokkar, þannig að ekki er hætta á því, að nein töf verði í af- greiðslu nýrra húsbréfa. Þegar er byrjað að afgreiða fasteignaveðbréf vegna þessara nýju flokka. Afgreiðslur í húsbréfakerfinu í jan.-des. 1997 breyting frá sama Breyting tímabili 1996 ^ jan.-des. Innkomnar umsóknir \ 1997/1997 Notað húsnæði +12,63% Endurbætur +21,28% Nýbyggingar einstaklinga +30,94% Nýbyggingar byggingaraðila +1,02% Samþykkt skuldabréfaskipti Notað húsnæði - fjöldi +11,36% Notað húsnæði - upphæðir +11,99% Endurbætur - fjöldi +0,54% Endurbætur - upphæðir +8,27% Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi +17,45% Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir +22,42% Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi +6,27% Nýbyggingar byggingaraðila - upphæðir +9,61% Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæð +14,14% Útgefin húsbréf Reiknað verð +0,28% Verið velkomin í afgreiðsluna að Ármúla 13A eða hafið samband við ráðgjafa okkar í síma 515 1500. Við höfum opið alla virka daga frá 9.00 -16.00 KAUPÞING HF Ármúla 13A • Sfmi 515 1500 • Fax 515 1509 • www.kaupthing.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.