Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
±
# Morgunblaðið/RAX
NU ER unnið að því að steypa upp fjölbýlishúsiö við Blikahöfða 5-7, en íbúðirnar verða afhentar í ágúst nk. Eins og sjá má,
er útsýni mikið út yfír sundin og til fjalla.
Bjartsýni einkenn-
ir fasteignamarkað
inn í byriun árs
VIÐ Blikahöfða 5-7 f Mosfellsbæ er Hóll með nýjar fbúðir til sölu f 16 fbúða fjölbýlishúsi. íbúðirnar eru seldar
fullbúnar án gólfefna. Tveggja herb. íbúðirnar eru 72,6 ferm. og kosta 6,2 millj. kr., 3ja herb . íbúðirnar eru
95,4 ferm. ferm og kosta 7,9 millj. kr. og 4ra herb. fbúðirnar eru 111,3 ferm. og kosta 8.950.000 kr. Einnig er
hægt að fá þessar fbúðir tilbúnar til innréttinga.
Sala bæði á íbúðar-
húsnæði og atvinnuhús-
næði gekk yfírleitt vel
á síðasta ári. Magnús
Sigurðsson fjallar
. hér um markaðinn á
nýju ári og ræðir við
nokkra kunna fast-
eignasala. Að þeirra
mati eru horfur á
markaðnum góðar,
FASTEIGNASALA tók mikinn
kipp síðari hluta árs í fyrra. Það
kom ekki hvað sízt fram í aukinni
sölu á stærri eignum, sérstaklega
einbýlishúsum á verðbilinu 16-20
miilj. kr., en hús á því verði höfðu
lítið hreyfzt um árabil. Þar urðu því
• mikil umskipti. Mikil sala var einnig
í nýjum íbúðum og þá sérstaklega í
Smárahvammslandi og Lindahverfí
í Kópavogi. Góð sala var einnig í
nýjrnn íbúðum í Borgahverfi í Graf-
arvogi.
Þetta kom fram í viðtali við Elías
Haraldsson, sölustjóra hjá fast-
eignasölunni Hóli, en hann eins og
aðrir fasteignasalar taldi nýárið
fara mjög vel af stað. „Það hefur
aldrei verið jafii auðvelt að eignast
íbúð og núna,“ sagði Elías. „Efna-
hagsástand í þjóðfélaginu er yfir-
leitt gott og mikil umsvif i atviimu-
lífinu. Horfur á fasteignamarkaðn-
um eru því góðar. Víðtækt sjó-
mannaverkfall gæti hins vegar haft
mjög neikvæð áhrif á markaðinn,
eins og öll verkföll gera.“
Það er margt sem hleypir stoðum
undir þessa staðhæfingu Eliasar um
góðar horfur á markaðnum. Þannig
var ávöxtunarkrafa húsbréfa mun
lægri um þessi áramót en áramótin
þar á undan og afföllin um leið.
Þessi þróun er fasteignamarkaðn-
inn í hag, því að það er hagstæðara
að kaupa og byggja, þegar ávöxtun-
arkrafan er lág, þar sem húsbréfin
eru þá þeim mun verðmætari, sem
fást út á eignimar.
Á meðan ávöxtunarkrafan helzt
lág eru síður líkur á nafiiverðs-
hækkun á ibúðarhúsnæði, þó að
erfitt sé að spá um slíkt með nokk-
urri vissu í þeirri uppsveiflu, sem nú
er almennt í þjóðfélaginu. Fram að
þessu hefur verð á íbúðarhúsnæði
líka haldizt býsna stöðugt, en marg-
ir telja, að sú hagræðing, sem átt
hefur sér stað í byggingariðnaðin-
um, geti varla orðið meiri og því
gæti verð farið að hækka, en bæði
laun og efni fara nú hækkandi.
Gott tíðarfar í vetur hefur einnig
haft mjög jákvæð áhrif á íbúða-
markaðinn. Þegar veðrátta er slæm
og ófærð mikil, kemst fólk ekki til
þess að skoða þær eignir, sem það
hefur áhuga á. Góð færð getur því
skipt afar miklu máli.
Hváð atvinnuhúsnæði varðar, er
eftirspurn miklu meiri nú en var og
fyrirsjáanlegt, að svo verði um
nokkum tíma. En byggingaraðil-
HJÁ Fasteignamarkaðnum er nú til sölu öll neðsta hæð og hluti af ann-
arri hæð hússins Brautarholt 20, þar sem Þórskaffi var eitt sinn til húsa.
arnir hafa þegar tekið við sér og
talsvert er í gangi af nýbyggingum.
Það er því líklegt, að framboð auk-
izt, þegar frá líður.
Nýjar fbúðir við Blikahöfða
,Árið í fyrra var bezta árið hjá
okkur hjá fasteignasölunni Hóli, frá
því að hún tók til starfa fyrir fimm
árum," sagði Elías Haraldsson. „Á
þessu ári höfum við sett okkur
ákveðin markmið og fylgjum þeim
eftir með mikilli auglýsingaherferð,
þar á meðal í sjónvarpi og á strætis-
vögnum, fyrir utan hefðbundnar
auglýsingar í Morgunblaðinu. Þetta
hefur greinilega mælzt vel fyrir úti
á markaðnum og er strax farið að
skila sér. Hjá okkur em nú fimm
sölumenn og þeir hafa varla við að
selja.“
Við Blikahöfða 5-7 í Mosfellsbæ
er Hóll með nýjar íbúðir til sölu í 16
íbúða fjölbýlishúsi, sem er þrjár
hæðir. Sérbýlið einkennir þessar
íbúðir, því að þær era með sérinn-
gangi af svölum, en íbúðirnar á
jarðhæð era með sérlóð í staðinn
fyrir svalir. Að utan er húsið hraun-
að og málað.
Ibúðimar era seldar fullbúnar án
gólfefna. Tveggja herb. íbúðimar
era 72,6 ferm. og kosta 6,2 millj. kr.,
3ja herb. íbúðimar era 95,4 ferm.
ferm. og kosta 7,9 millj. kr. og 4ra
herb. íbúðirnar eru 111,3 ferm. og
koste 8.950.000 kr.
„Ég tel þetta hagstætt verð fyrir
jafn góðar íbúðir, en það er einnig
hægt að fá þessar íbúðir skemmra
komnar það er tilbúnar til innrétt-
inga og þá er verðið að sjálfsögðu að
sama skapi lægra, sagði Elías. „Bíl-
skúrar geta fylgt og er verð þeirra
aðeins 750.000 kr.“
Elías telur húsið vera mjög vel
staðsett og í skipulagi er gert ráð
fyrir verzlunum í næsta nágrenni.
„Mosfellsbær er í mikilli sókn á
fasteignamarkaðnum. Nýjar íbúðir í
fjölbýlishúsum við Fálkahöfða, sem
við fengum í sölu á síðasta ári, hafa
selzt mjög vel,“ segir hann. „Það
þarf ekki að koma á óvart. Mosfells-
bær hefur upp á margt að bjóða.
Útivistaraðstaðan er einstök, en úr
bænum er t. d. ekki nema stundar-
fjórðungs akstur upp i Skálafell, eitt
bezta skíðasvæði landsins. Aðstaðan
til hestamennsku er jafnframt afar
góð, enda era margir áhugasamir
hestamenn í Mosellsbæ. Mjög góð-
ur golfvöllur er í bænum og loks má
nefna íþróttasvæði bæjarins, sem er
með þeim betri í landinu."
,M mínu mati era þessar íbúðir
við Blikahöfða 5-7 mjög vel byggð-
ar, enda standast þær ítrastu gæða-
kröfur markaðarins í dag,“ sagði
Elías Haraldsson að lokum. „Bygg-
ingaraðili er Skörangar ehf., sem er
mjög traust byggingafyrirtæki, en
íbúðimar verða afhentar í ágúst
næstkomandi.“
Mikil breidd í eftirspurn
„Nýja árið byrjar mjög vel, sagði
Jón Guðmundsson hjá Fasteigna-
markaðnum og formaður Félags
fasteignasala. „Oft hefur það verið
þannig eftir áramót, að markaður-
inn hefur þurft ákveðinn tíma til
þess að komast í gang. Að þessu
sinni tók markaðurinn við sér strax
á fyrsta virka degi ársins. Að mínu
mati era horfur mjög góðar fyrir
markaðinn í heild, enda verð ég var
við mikla bjartsýni úti á markaðn-
um.“
Það sem einkum einkennir mark-
aðinn að mati Jóns Guðmundssonar
er mikil breidd í eftirspurn. „Nú er
góð eftirspum eftir húsnæði í heild,
allt frá litlum íbúðum upp í stórt at-
vinnuhúsnæði," sagði hann. „Fram-
boð á atvinnuhúsnæði hefur dregizt
veralega saman vegna mikillar sölu
í lok ársins og skortur er á ýmsum
stærðum og gerðum atvinnuhús-
næðis t. d. góðu skrifstofuhúsnæði
af stærðinni 150-500 ferm. og einnig
tilfinnanleg vöntun á stóra atvinnu-
húsnæði á bilinu 800-1500 ferm. og
allt upp í 2.000 ferm.
Þá hefur það ekki spillt, að veður
hefur haldizt mjög gott og allir hafa
getað komizt ferða sinna til þess að
skoða eignir, en oft hefur erfið veðr-
átta og þung færð gert fólki erfitt
fyrir á þessum árstíma. Góð tíð hef-
ur að sjálfsögðu líka haft mjög já-
kvæð áhrif á byggingariðnaðinn,
sem verður þá ekki fyrir töfum
(
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
c
:
c
i
i