Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 C 19 £. HJÁ Hraunhamri er nú til sölu glæsileg húseign við Fjóluhvamm 5 í Hafnarfirði. Húsið er 247 ferm. og með innbyggðum tvöföldum bíl- skúr, sem er 45 ferm. Ásett verð er 21 millj. kr. Húsið stendur á fallega ræktaðri hraunlóð í enda botnlanga á miklum útsýnisstað. vegna vetrarveðráttu. Ef verð á að haldast stöðugt, þarf byggingariðn- aðurinn að halda verulega í við þá eftirspurn, sem nú er til staðar og gera má ráð fyrir, að haldist á markaðnum á næstunni." Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu öll neðsta hæð og hluti af annarri hæð hússins Brautarholt 20, þar sem Þórskaffi var eitt sinn til húsa. „Á síðasta ári seldum við efri hæðir hússins, en þær keyptu að hluta þrír ungir menn með veit- ingarrekstur í huga og Baðhúsið keypti hinn hlutann fyrir starfsemi sína,“ sagði Jón. „Húsið er samtals að gólffleti 2500 ferm., en óseld er öll neðsta hæð húsins, sem gæti selzt í tveim- ur til þremur hlutum. Af henni liggja 350 ferm. að Nóatúni, en þar geta verið góðir verzlunargluggar og 164 ferm. eru að auki til sölu á götuhæð Brautarholtsmegin. Á annarri hæð er til sölu 145 ferm. eldhús með kælum og pressum. Auk þess vorum við hjá Fast- eignamarkaðnum að fá til sölu hús- eign, sem á að rísa við Laugaveg 21. Byggingin verður kjallari og þrjár hæðir samtals að gólffleti 1170 ferm. Á sömu lóð stendur gamalt timburhús, sem verður allt endur- bætt. í því húsi er gert ráð fyrir, að rekin verði verzlun, kaffíhús eða annar veitingarekstur. Hafízt verð- ur handa við nýbygginguna og end- urbyggingu gamla hússins á næst- unni.“ Minna um eignaskipti Fasteignamarkaðurinn í Hafnar- firði er að sumu leyti frábrugðinn því, sem gerist í Reykjavík. í heild er þó verð á íbúðarhúsnæði þar samt mjög sambærilegt við það, sem gerist í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Til Hafnarfjarðar flytjast hlutfallslega margir utan af landsbyggðinni. Þetta er fólk á öllum aldri, ekki síð- ur eldra fólk en yngra. Þessi fólks- straumur er býsna stöðugur og hann á sinn þátt í að viðhalda stöðugri hreyfingu á fasteigna- markaði í Firðinum. Mikil og hröð uppbygging hefur átt sér stað í Mosahlíð í Setbergs- hverfinu, en það er einna eftir- sóttasta hverfið nú af nýju hverfun- um í Hafnarfirði. Hvaleyrarholtið er líka á uppleið, en þar hefur einnig átt sér stað mikil uppbygging á síð- ustu árum. „Það sem einkenndi markaðinn í Hafnarfirði í fyrra var mjög mikil sala seinni hluta ársins,“ sagði Magnús Emilsson hjá Hraunhamri. „Beinar sölur eru líka orðnar miklu algengari en var og að sama skapi minna um eignaskipti." Að sögn Magnúsai- hefur verið mikil hreyfing á markaðnum, það sem af er janúar og horfur á mark- aðnum góðar. „Nú er búið að út- hluta öllum lóðum á svoköllum Ein- arsreit, sem liggur á milli Reykja- víkurvegar og Smyrlahrauns," sagði Magnús. „Ennfremur hefur verið úthlutað miklu af lóðum í svokall- aðri Holtabyggð, sem er nýtt hverfi í Hvaleyrarhrauni í grennd við þann stað, þar sem sædýrasafnið stóð eitt sinn. Eg á von á því, að mikið verði byggt á þessum svæðum í sumar og að með því komizt enn meiri hreyf- ing á markaðinn í Firðinum. Við hjá Hraunhamri seljum einnig talsvert af fasteignum í Garðabæ en þó minna en við gjaman vildum, því að eftirspurnin þar er núna slík, að góðar eignir fara jafn óðum og þær koma í sölu.“ Hjá Hraunhamri eis nú til sölu glæsilegt einbýlishús \ við Fjólu- hvamm 5 í Hafnarfirði. \Ásett verð er 21 millj. kr., en húsið er 247 ferm. og með innbyggðum tvöföld- um bílskúr, sem er 45 ferm. Húsið stendur á fallega ræktaðri hraunlóð í enda botnlanga á miklum útsýnis- stað. Gengið er inn í flísalagða forstoíú, sem er með flísalagðri gestasnyrt- ingu í hólf og gólf. Eldhúsið er stórt með góðri eikarinnréttingu, parketi á gólfi og borðkrók með búri inn af. Borðstofan er stór með útgangi út á svalir, sem liggja meðfram öllu hús- inu, en frá þeim er einstakt útsýni. Síðan kemur stofa með góðri loft- hæð, skemmtileg arinstofa og sjón- varpskrókur. f svefnherbergisgangi er stórt hjónaherbergi og þrjú góð bai-na- herbergi fyrir utan rúmgott baðher- bergi og gott þvottahús frá gangi með útgangi út. Innangengt er í mjög góðan tvöfaldan bílskúr. Inn- angengt er einnig í séríbúð á jarð- hæðinni, sem hefur líka sérinngang, en í þessari íbúð er stór stofa með góðu útsýni, svefnherbergi, eldhús með vandaðri innréttingu og bað- herbergi. Eign fyrir vandláta „Þetta er eign fyrir vandláta, enda er hér um að ræða eitt af vand- aðri húsum Hafnarfjarðar," sagði Magnús Emilsson að lokum. „Ég tel ásett verð, sem er 21 millj. kr., vera mjög eðlilegt verð, miðað við að hér er um óvenjulega glæsilega húseign að ræða, sem er afar vönduð að allri gerð og stendur þar að auki á frá- bærum útsýnisstað, sem margir rót- grónir Hafnfirðingar sækjast eftir.“ 3 ÚWrÁ Járnbraut- arstöð GOMLU járbrautastöðvamar í Þýzkalandi hafa nú verið hafnar til vegs á nýjan leik. Margir hafa áttað sig á gildi þeirra. Vegna frábærrar legu og áhrifamikils byggingarstíls setja þær gjaman mikinn svip á um- hverfið og era kjörinn vettvangur ekki bara fyrir mannlíf og samgöng- ur heldur einnig fyrir verzlun og við- skipti hver á sínum stað. Jámbrautarstöðin í Leipzig var íyrir skömmu opnuð að nýju eftir gagngerar endurbætur og breyting- ar, sem tóku heil þrjú ár. Hún var reist 1915 og þótti þá eitt fallegasta mannvirki sinnar tegundar í Evr- ópu. En með tímanum hafði hún fall- ið í niðurníðslu og dregizt aftur úr kröfum tímans. Eftir enduropnunina nú era 140 verzlanir í jámbrautarstöðinni, sem er á þremur hæðum og þykir afar glæsileg og skera í stúf við frekar dapurt efnahagsástand í austur- þýzku sambandsríkjunum. Kostnaðurinn við endumýjunina nam 500 milljónum marka (um 20 milljörðum ísl. kr.). Eigandinn, sem er ríkishlutafélagið Deutsche Bahn, hefur samt aðeins lagt fram um 100 millj. mörk. Ýmsir fjárfestar hafa fjármagnað framkvæmdina að öðru leyti og þeirra stærstur er Deutsche Bank. EIGNAMIÐSTOÐIN-Hátún Skipholti 50b, 2. hæ Sími 561 9500 é Fax 561 9501 Nýbýlavegur - Kóp. Falleg og endumýjuð 134 fm efri sérhæð með bílskúr. 4-5 svefnherb. Nýtt gler og flísar á gólfum. Arinn I stofu. Gott útsýni. Áhv. 4 millj. Gott verð. 1191 h: herbergja herbergja Vantarl! Vegna góðrar sölu undanfarið vantar okkur nú þegar góðar 3ja herbergja íbúðir, helst vestan Elliðaáa. Við höfum mikinn fjölda ákv. kaupanda á skrá. Gunnar Viðars hdl. Lárus H. Lárusson, Kjartan Hallgeirsson og Þórir Halldórsson Vantar 4ra herbergja Vegna góðrar sölu undanfariö vantar okkur nú þegar góðar 4ra herbergja íbúðir á söluskrá, Við höfum mikinn fjölda ákv. kaupanda á skrá. ÖFLUGT STARFSFÓLK FINNUR KAUPANDANN AÐ PINNI ÍBÚÐ Safamýri. Vorum að fá I sölu góða ca. 70 fm íbúð á jarðhæð í þribýlishúsi á þressum eftirsótta stað. Stutt í alla þjónustu. Pessi stoppar ekkilengi. 1279 Norðurbrún Vorum að fá í einkasölu þetta stórgóða 255 fm parhús m/innb. bílskúr. Húsið er skemmtilega innréttað, góð gólfefni og fallegt útsýni. Á neðri hæð er auðvelt að koma fyrir aukaíb. m/sér- inng. Mjög stór og góður innb. bílskúr. Garður er náttúru- paradís á sumrin. 1267 Lundarbrekka - Gott verð Falleg íbúð með góðum innréttingum á jarðhæð með sérinngangi. I nýviðgerðu fjölbýli. Parket og flísar. Sérþvottahús.Áhv. 3 millj. Verð 6,8 m. 1243 Austurbrún. Falleg og sérstök, vel skipulögð ca. 80 fm risaribúð í fallegu þrfbýli. Parket og flísar. V. 7,6 m. 1173 Þverholt - Mos - Byggsj. Falleg 100 fm penthouse íbúð I góðu nýlegu fjölbýli. Mikil lofthæð. Öll þjónusta við hendina. Sérstök og spennandi íbúð. Áhv. 5,1 millj. Greiðslub. 25. þús á mán. Verð 7,3 m. 1242 Skipholt Falleg og vel skipulögð 84 fm íbúð á 2. hæð í mjög góðu fjölbýlishúsi. Nýtt eldhús og parket. Vestursvalir, góður staður. Áhv. 4 m. 1235 Leirubakki - Gott verð. Skemmtilega skipulögð 93 fm íbúð með parketi. Sér þvottahús oa fráb. útsýni. Hús viðgert. Suðursvalir. Áhv. 2,9 m í byggsj. V. 6,9 m. 1099 einb./raðhús Vesturbrún - stórglæsilegt!! Vorum að fá I sölu mjög fallegt, vel hannað og sérstaklega vel innréttað parhús á þessum eftirsótta stað í hjarta Reykjavíkur. Glæsilegar inn- réttingar og skemmtileg hönnun eru aðalsmerki hússins sem er á allan hátt mjög glæsiiegt. Parket og flísar á öllum gólfum. Glæsilegur garðskáli fylgir og setur punktinn yfir lið. 1275 Lestu þetta! ★Ákveðinn kaupandi (trésmiður) óskar eftir 4-5herb. íbúð á Reykjavíkursv. á verðinu 7-11m. Má þarfnast verulegra lagfæringa eða vera tilbúin undir tréverk. Uppl. Kjartan. ★Vantar gott einbýlishús á verðb. 17-25 m. vestan Elliðaáa fyrir fjársterkan kaupanda. Eignaskiptj. Uppl. Lárus. ★Lækni, búsettar í Svíðþjóð vantar einbýli eða raðhús í nágrenni Borgarspítala. Sterkur kaupandi. Uppl. Þórir eða Lárus. ★Erum með gott raðhús í skiptum fyrir hæð eða góða íbúð vestan Snorrabrautar í Reykjavík fyrir fjársterkan aðila. Uppl. Lárus. Eiðistorg Falleg 90 fm íbúð á jarð- hæð með sérgarði í þessu vandaða húsi. Parket og flísar á gólfum. Nýtt baðherb. Gengið slétt inn frá garði en svalir út frá stofu. Öll þjónusta til staðar. V. 7,5 m. 1198 herbergja Við seljum og seljum! Nú er hart í ári. Allar tveggja herbergja íbúðimar eru að verða uppumar og nú vantar okkur nauðsynlega eignir á skrá strax. Hringdu og við mætum, það ber Stakkhamrar. Gullfallegt 205 fm ein- býlishús með 40 fm bílskúr, hæð og hálf jarðhæð sem býður upp á stækkunar- möguleika. Massíft parket og mahogany innréttingar, stór verönd og hellulagðar stéttir. Fallegur garður og gott útsýni. V15.9 m. 1171 Logafold - Gott raðhús. Nýlega komið í sölu mjög gott og vel umgengið ca. 200 fm raðhús með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist m.a. í 5 svefnh. stofu og borðst. Góðar innr. parket og flísar. Seljandi leitar eftir skiptum á stærri eign, nærmiðbænum. 1264 í Foldahverfi Mjög falleg og einkar vel staðsett einbýlishús við Logafold. Húsið er ca 234 fm ásamt stórum bílskúr. Sérsm. innr. Fallegur garður. Góð staðsetning. Sjón sögu ríkari. 1100 hædír Súlunes stótglæsilegt vandað og fallegt einbýli með tvöföldum bílskúr og stúdíó (búð. Hér er engu til sparað, sérstök eign. 1271 Auðarstræti - stórglæsilegt!! Vorum að fá I sölu þessa stórglæsilegu ca. 130 fm 6 herb. hæð og ris á þessum eftirsótta stað í Norðurmýrinni. 4 svefnh. 2 stofur. 2 baðh. Mikið endurnýjuð. Þetta er drauma íbúðin og draumastaðsetning. Hér þýðir ekkert hik, hún stoppar ekkert þessi! Áhv. 5,3 m. I góðum lánum. Verð 10,2 m. 1258 Súluhólar - frábær íbúð!!!! Vorum að fá í sölu gullfallega og mikið endumýjaða ca. 90 fm íbúð á 1. hæð með góðum suðursvölum. Góðar innr., parket og flísar. Skoðaðu þessa, hún er frábær. 1256 Austurströnd - Ótrúlegt útsýni. Góð íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi ásamt bilskýli og þvottahúsi á hæðinni. Öll þjónusta og Esjan, Akrafjallið og Skarðsheiðin við hendina. Áhv. 1,4 m. í byggsj. Gott verð. 1248 Frostafold - Byggsj. 63 fm íbúð í góðu lyftufjölbýli á 4. hæð. Suðursvalir, mjög gott útsýni. Parket, þvottahús í íbúð. Áhv. 4 m. í Byggsj. V. 6,2 m. 1200 Erum fluttir í SKIPHOLT 50B, 2. hæð. Nýtt SÍMANÚMER 561 9500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.