Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 B 7 HANDKNATTLEIKUR Valur stöðvaði Stjörnuna „VIÐ hentum frá okkur stigi eins og í leiknum við FH á dögun- um, sagði Ragnar Hermannsson þjálfari Valsstúlkna eftir 25:25 jafntefli við Stjörnuna á laugardaginn en Garðbæingar náðu að jafna á síðustu sekúndum leiksins eftir hraðaupphlaup. Vals- stúlkur bundu þar með enda á fjórtán leikja sigurgöngu Garðbæ- inga. Stefán Stefásson skrífar Stjarnan byrjaði betur og náði fljótlega 10:5 forystu. Þá tóku Valsstúlkur leikhlé og skoruðu eftir það næstu fjögur mörk en staðan í leik- hléi var 14:14. Eftir hlé skiptust liðin á að vera yfir og þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka hafði Valur eins marks forystu og boltann en fékk þá dæmda á sig leiktöf og Stjarnan náði að jafna. „Stefnan hjá okkur er að taka framförum, vera þolinmóðar og bæta okkur fyrir úrslitakeppnina og við sjáum svo til hvernig til hefur tekist þegar þar að kemur. Vonandi höldum við okkar striki og við höf- um ekkert lið að óttast,“ bætti Ragnar við. Haukar hefndu fyrir bikartap „Ég er sátt við okkar leik, vörnin var góð og mörkin því færri en vanalega en mest munaði um bar- áttuna, sem okkur hefur vantað,“ sagði Auður Hermannsdóttir, sem átti góðan leik og skoraði tíu mörk Tíu marka munur í botnbaráttunni TÍU mörk skildu að neðstu lið 1. deildar karla, sem mættust f Smáranum á sunnudagskvöld- ið og voru það Víkingar, sem héldu heim í Fossvoginn með tvö stig í farteskinu eftir 33:23 sigur á Breiðabliki. Víkingar eru því komnir með fimm stig eftir jafntefii gegn ÍR og tvo sigra á Blikum, sem sjálfum hefur enn ekki tekist að næla sér í stig. Þetta voru leikir þrettándu umferðar og segja sitt um botnbaráttuna. Ieð því að nýta færin í upphafi leiks náðu Víkingar fimm marka forskoti gegn lánlausum Blikum. Átökin voru mikil og fast sótt svo að vamir, hvað þá markverðir, máttu sín lítils. Þó skildu liðin aðeins þrjú mörk í leikhléi en eftir hlé léku Víkingar á als oddi með 8 mörk úr níu fyrstu sóknum sínum, sem skilaði þeim 23:14 for- ystu. Heimamönnum féllust hendur en gestir þeirra gengu á lagið og röðuðu inn mörkum. Þegar tíu mín- útur voru til leiksloka og fjórtán mörk skildu liðin að, skiptu Víking- ar inná af varamannabekk sínum en þá fannst Blikum nóg um og náðu að saxa forskotið niður í tíu mörk og þar við sat. Blikar reyndu hvað þeir gátu og reyndu óhræddir að brjótast í gegn- um vöm Víkinga. Það er jákvætt að kjarkurinn sé fyrir hendi en ekki má gleyma vöminni. Elvar Guð- mundsson markvörður, Sigurbjöm Narfason og Bjöm Hólmþórsson vom bestir í liðinu. „Við áttum í mesta basli en náð- um að hysja upp um okkur buxum- pannan í leik Víkinga en hann gekk til liðs við félaga sína eftir áramót þegar hann kom frá námi í Þýska- landi auk þess að spila með B-liði Wuppertal. „Staða okkar er ömur- leg en helsti vandinn er að það vant- ar liðsheildina og því emm við að reyna að breyta. Boltinn gengur ekki nóg og við verðum að fara að spila af skynsemi. Við eram ekki lakari en önnur lið og eigum að geta unnið hvaða lið sem er,“ bætti Þröstur við en hann, ásamt Krist- jáni Ágústssyni og Birki ívari Guð- mundssyni, var bestur. Afmælisbarnið fór á kostum Afturelding tryggði stöðu sína á toppi 1. deildar með fjögurra marka sigri, 29:25, á HK á sunnu- dagskvöld. Leikur- inn, sem fram fór í Digranesinu, var afar sveiflukenndur og einkenndist af mis- tökum á báða bóga. Gestirnir vom þó sterkari þegar á heildina er litið og uppskára sanngjaman sigur. Fyrri hálfleikur hófst með því að markahæsti maður deildarinnar, Sigurður Sveinsson, misnotaði vítakast. Eftir það var jafnræði með liðunum um stund en síðan skildi leiðir og Afturelding fór fram úr. Um tíma var forskotið orðið sex mörk og allt útlit fyrir öraggan sig- ur gestanna. En með landsfrægri seiglu tókst leikmönnum HK að minnka muninn á skömmum tíma og í leikhléi var munurinn aðeins tvö mörk. Seinni hálfleikur hófst nánast al- veg eins og sá fyrri. Jafnræði var í byrjun og mikið um mistök, enda baráttan í algleymingi. Þrátt fyrir Björn Ingi Hrafnsson skrifar jafna metin og smám saman skildi leiðir á nýjan leik. Eftir þetta virtist sigurinn aldrei í hættu, til þess léku Aftureldingarmenn of vel og skyn- samlega, og skipti engu þótt þeir væra oftar einum færri en heima- menn. Leikmenn Aftureldingar léku mjög vel á sunnudagskvöldið, þótt stundum hafi örlað á kæraleysi. Tveir leikmenn stóðu þó upp úr; annars vegar markvörðurinn Berg- sveinn Bergsveinsson og hins vegar hornamaðurinn Páll Þórólfsson. Bergsveinn fagnaði þrítugsafmæl- inu sínu með því að verja eins og berserkur, þar á meðal þrjú víta- köst. Mestu munaði hversu illa hann fór með markamaskínuna Sigurð Sveinsson, sem náði ekki að skora eitt einasta mark utan af leikvellinum og misnotaði þar að auki eitt vítakast. Nokkuð sem ekki gerist á hverjum degi. Um Pál má segja að hann hafi verið á tánum allan leikinn og unnið mjög vel fyrir allt liðið. Hann skoraði alls tíu mörk í öllum regnbogans litum í leiknum og leik- gleðin skein út úr leik hans. Hjá heimamönnum í HK voru þeir Alex- ander Amarson og Guðjón Hauksson bestir. Þótt lítið hafi farið fyrir mark- aregni Sigurðar Sveinssonar sviku línusendingar hans engan og félagar hans, sérstaklega Alexander og Guð- jón, nutu góðs af því. Afmælisbamið Bergsveinn Bergsveinsson var kampakátur í leikslok. „Þetta var frábært. Við höfúm átt í miklum erf- iðleikum með HK á undanfömum ár- um og hefndum nú ófaranna frá því í Mosfellsbænum um daginn. Ég finn ekkert fyrir meiðslunum lengur og mér finnst þetta smella vel saman hjá okkur félögunum. Nú er ég orð- inn þrítugur, ungur og fínn, og get irnrifl onnorl on Kiontor'rnn “ oorrrii fyrir Hauka í 34:21 sigri á Eyja- stúlkum í Hafnarfn-ði á laugardag- inn. Hafnfirðingar náðu því fram hefndum eftir að hafa tapað fyrir IBV í undanúrslitum bikarkeppn- innar fyrir skömmu. „Það var ljúft á vissan hátt að hefna fyrir tapið en því sárara að hugsa til þess hve við lékum illa í bikarleiknum," bætti Auður við. Haukastúlkur náðu strax nokkurra marka forskoti og bættu stöðugt við án þess að gestir þeirra fengju rönd við reist en Ándrea Atladóttir lék ekki með ÍBV vegna meiðsla og munar um minna. Hefndin er sæt „Munurinn á þessum leik og leiknum við þær í bikarnum er að nú spiluðum við góða vörn og hefnd- in er sæt með tíu marka sigri. Ég held að þetta sé allt að koma hjá okkur,“ sagði Hildur Erlingsdóttir fyrirliði FH eftir tíu marka sigur á Víkingum, 26:16, í Kaplakrika á sunnudaginn en FH-stúlkur hafa átt erfitt uppdráttar um tíma og skemmst er að minnast taps þeirra, fyrir Víkingum, í bikarkeppninni. Ljóst var frá byrjun að í þetta sinn ætluðu Hafnfirðingar að halda um stjórntaumana. Hægt og sígandi náðu þær góðu forskoti og í leikhléi höfðu þær skorað tvöfalt fleiri mörk, 14:7. Þegar FH-stúlkur höfðu náð 18:9 forystu fljótlega eftir hlé, tóku Víkingar viðbragð en það dugði engan veginn til því FH-ingar spýttu í lófana og héldu sínu striki til loka. Af leik FH-stúlkna má ráða að liðið sé að ná sér á strik, vörnin var sterk og fyrir aftan hana réð Vaiva Drilingate ríkjum sem fyrr. í sókn- arleiknum sást oft bregða fyrir lipra spili enda var eins og leikmenn fyndu á sér að betri tímar væra framundan. Viðar Símonarsson, þjálfari, svaraði spekingslega eftir leildnn: „Jú, bikarleikurinn var slys.“ „Það sást strax í upphafi að leik- menn vora ekki með hugann við leikinn, hann var víðsfjarri enda hörmuleg frammistaða hjá okkur,“ sagði Halla María Helgadóttir, leik- maður Víkings, eftir leikinn. Vík- ingsstúlkur hafa vissulega oft leikið betur en fengu ekki rönd við reist gegn ákveðnum mótherjum. Eins og sprungin blaðra „Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og í síðari hálfleik var liðið eins og sprangin blaðra," sagði Gústaf Björnsson þjálfari Fram- kvenna ómyrkur í máli að loknu 26:20 tapi fyrir Gróttu/KR í Safa- mýrinni á sunnudagskvöldið. „Okk- ur vantar enn stöðugleika sem er grannur að sigri,“ bætti Gústaf við. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en um miðjan fyrri hálf- leik snerast ágætar sóknir Fram- stúlkna í höndum þeirra og Grótta/KR náði 9:5 forystu. Engu að síður náði Fram að halda for- skotinu við eitt mark í leikhléi, 12:11, en í stað þess að gera enn betur í byrjun síðari hálfleiks fór allt úrskeiðis meðan gestirnir röð- uðu inn sjö mörkum. Það var ekki fyrr en eftir tólf mínútur að Fram tókst að skora en þá vora úrslit ráð- in og varamenn Gróttu/KR famir að spreyta sig. Sem fyrr náðu Framstúlkur ekki að halda út heilan leik og varð þeim það enn og aftur að falli. Enn er Tvmrnn mn leiknum. Hafdís Guðjónsdóttir og Krístín Hjaltested voru bestar auk þess sem Anna Sigurðardóttir var sterk í vöminni. Hinar þurfa að spyrja sig að einu: Getum við unnið leik? Áberandi var að Gróttu/KR stúlkumar skorti ekki kjarkinn þegar þær létu til sín taka í vörninni og gáfu ekki þumlung eftir. Eftir nokki-a tapleiki þeirra mátti sjá ágæt tilþrif en um leið verður að hafa í huga hvaða mótspymu þær fengu. „Við stöndum saman og ég hef aldrei verið í eins samstilltu liði. Nú byrjum við með nýjan þjálfara og ætlum að sjá til sólar á ný,“ sagði Vigdís Finnsdóttir fyrirliði og markvörður Gróttu/KR eftir leikinn en hún, Ágústa Edda Björnsdóttir og Brynja Jónsdóttir vora bestar. Dormagen tókst ekki að lyfta sér af botninum BAYER Dormagen tdkst ekki að lyfta sér upp úr botnsæti þýsku 1. deildar- innar í handknattleik um helgina er það tók á móti Nettelstadt - tapaði 29:23. Héðinn Gilsson var næst- markahæstur leikmanna Dormagen með sex mörk og Róbert Sighvatsson gerði eitt. Niederwúrzbach, lið Konráðs Olavsonar, heldur sínu striki í 4. sæti deildar- innar með 27:24 sigri á Wallau Massenheim á heimavelli, eftir að hafa verið íjórum mörkum yfir í hálfleik, 14:10. Konráð gerði tvö mörk. Magdeborg sem gerði jafntefli við „íslendingalið- ið“ Wuppertal, 25:25. Leik- urinn fór fram í Wuppertal og voru heimamenn 14:11 yfir í leikhléi. Norðmaður- inn Stig Rasch átti stórleik fyrir Wuppertal, gerði 13 mörk, ekkert úr vítakastL Ólafur Stefánsson sem hef- ur ákveðið að leika með Magdeborg á næstu leiktíð náði sér ekki á strik og gerði aðeins eitt mark og Geir Sveinsson komst ekki á blað. Dímítrí Filippov, fyrrum hornamaður Stjörnunnar, skoraði tvö mörk fyrir Wuppertal. Julian Robert Duranona var næstmarkahæstur liðs- manna Eisenach, gerði fímm mörk er liðið tapaði með einu marki á útivelli fyrir Grosswallstadt, 25:24, eftir að hafa verið 13:10 undir í hálfleik. Hörkuleikur var í Minden er heimamenn tóku á móti Gummersbach, en það má muna sinn fífíl fegri og berst fyrir að halda sæti súiu í deildinni. Andreas Boch tryggði Minden 24:23 sigur með marki 2 sekúndum fyrir leikslok. Essen sem Patrekur Jóhannesson leik- ur með lék ekki um helg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.