Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 16
Einn sá allra besti, ef ekki sá besti Bryantsá yngsti í „stjörnuliðið“ Þó að bakvörðuiTnn Kobe Bryant sé ekki í byijunarliði Los Angeles kom það ekki í veg fyrir að hann yrði yngsti Ieikmaður- inn sem valinn er til þátttöku 1 árlegum stjörnuleik liða austur- og vesturstrandarinnar. Þar með skráði Bryant nafn sitt í sögu- bækur NBA-deildarinnar en hann verður 19 ára og 5 mánaða gamall er 48. stjörnuleikurinn fer fram í Madison Square Gard- en í New York 8. febrúar. Áður var það ekki ómerkari maður en Magic Johnson seni var yngsti leikmaðurinn til þess að vera valinn til þátttöku í leiknum, en hann var 20 ára og 5 mánaða er hann tók þátt árið 1980. MEISTARI Ameríkudeildar sigraði loks í úrslitaleik amer- íska fótboltans eftir 14 ára bið þegar Denver Broncos hafði betur í viðureign við Green Bay Packers, 31:24 á sunnudag. Þetta var 32. úr- slitaleikurinn í NFL-deildinni (sem kallaður er Super Bowl vestra) og einn sá allra besti, ef ekki sá besti. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum Denver Broncos kom flestum á óvart á sunnudag og sigraði sjálfa meistara Green Bay með sömu leikaðferð og lið Landsdeildarinnar hafa notað undanfarin 13 ár. Hún byggist á því að ryðjast með boltann fram völlinn, þ.e. að hlaupa með boltann í stað þess að kasta honum, þar til vörn andstæðing- anna þreytist og kasta honum að- eins þegar vömin fer að einbeita sér að ruðningnum. Ruðningur liðsins úr Landsdeildinni hefur verið mun kröftugri í flestum þessara þrettán úrslitaleikja, en nú var það liðið úr Ameríkudeildinni sem sneri dæm- inu við. Frábær leikur Veðrið í San Diego var ákjósan- legt og 68.912 áhorfendur skemmtu sér konunglega. Leikurinn var mjög góður og liðin skiptust á að skora allan tímann. Green Bay skoraði strax snertimark í fyrstu sókn sinni, en Denver svaraði með 17 stigum í röð en Green Bay skoraði 12 sek- úndum fyrir hálfleik og staðan þá 17:14 fyrir Denver. Besti leikmaður Denver, ruðn- ingsleikmaðurinn Terrell Davis, lenti í slæmu sam- stuði um miðjan fyrri hálfleik og fékk slæmt mígrenikast. Hann var óhæfur til að spila annan leikhluta, en hóf leik að nýju strax í seinni hálfleik. „Ég tók lyf í hálf- leik og var hepp- inn að hann var tvisvar sinnum lengri en venju- lega. Þegar seinni hálfleikurinn loks- ins hófst var mesti höfuðverkurinn horfínn," sagði Davis á éftir. Liðin skiptust enn á að skora í seinni hálfleik, sem var frábær, og staðan var jöfn 24:24, tæpum fjór- um mínútum fyrir leikslok eftir snertimark Green Bay. Denver fékk boltann, fór fram völlinn og það var Reuters TERRELL Davis, ruðningsleikmaður Denver, lék frábærlega og var kjörinn maður úrslitaleiksins. Davis skoraði þrjú snertimörk og ruddist 157 stikur með boltann. Terrell Davis sem skoraði síðustu stigin fyrir liðið tæpum tveimur mín. fyrir leikslok, 31:24 fyrir Den- ver. Green Bay reyndi allt til að jafna í síðustu tilraun sinni, en loka- Reuter JOHN Elway, leikstjórnandi Denver, með sig- urlaunin. Elway, sem er 37 ára, sagði sigurinn ákaflega sætan, enda hefur hann þrívegis ver- ið í tapliði í úrslitaleik NFL-deildarinnar. tilraun leikstjórnandans, Brett Favre, rann út í sandinn þegar um hálf mín. var eftir. Sanngjarn sigur Sigur Denver var sanngjarn. Þetta var besti leikur liðsins á keppnistímabilinu, bæði í sókn og vörn. Fæstir sérfræðingar höfðu gert sér grein fyrir því hve góður ruðningsleikur liðsins er, þrátt fyrir að það hefði unnið tvo útileiki með því að beita sömu leikaðferð, gegn Kansas City Chiefs og Pittsburgh Steelers, í úrslitakeppninni, en bæði þessi lið eru með góðar varnir gegn ruðningsleik. Annars var það vörn liðsins sem kom e.t.v. mest á óvart. Hún setti mikla pressu á Brett Favre allan leikinn og hann virtist alltaf vera að flýta sér þegar hann kastaði boltanum. Green Bay lék einnig vel, þrátt fyrir tapið. Favre kastaði alls 256 stikur (jarda) og átti þrjú snerti- mörk, en hann tapaði boltanum tvisvar á mikilvægum augnablik- um. Ruðningsleikmaðurinn Dorsey Levins ruddist 146 stikur og kant- maðurinn Antonio Freeman skor- aði tvö snertimörk. Þetta dugði þó ekki; vörn Denver sá til þess í lok- in. Leikstjórnandi Denver, John Elway, vann loks meistaratitilinn eftir 14 ára bið og þrjú töp í úrslita- leikjum. „Töpin þrjú fyrr á ferlinum gera sigurinn enn sætari en ella fyr- ir mig. Það er ólýsanleg tilfinning að vita að eftir allt erfíðið skuli mað- ur loksins geta andað léttar. Leið okkar í úrslitaleikinn var erfíð svo við vissum alveg hvað við þurftum að gera,“ sagði Elway eftir leikinn. Hann þurfti ekki að kasta boltanum mikið, en var mjög traustur þegar mest lá við og skoraði sjálfur eitt snei-timarkanna. Það var fyrst og fremst frábær leikur Davis, sem skoraði þrjú snertimörk og ruddist 157 stikur með boltann, sem lagði gi'unninn að sigri Denver. Hann var kosinn „maður leiksins" af fréttamönnum. „Ég er hálf dofínn núna,“ sagði hann að leikslokum. „Ég var búinn að spila leikinn í huganum alla vik- una og hann endaði alltaf með sigri okkar - því var aldrei spurning í mínum huga hvernig hann færi,“ sagði Davis. Þjálfari Denver, Mike Shanahan, var að vonum ánægður eftir leikinn. „Lykillinn að sigrinum var að við gáfumst aldrei upp þótt við hefðum tapað knettinum eða eftir að við lentum undir í fyrri hálfleiknum. Baráttan var ótrúleg hjá strákunum í dag og við fundum leið til að vinna í lokin.“ Þjálfari Green Bay, Mike Holmgren, virtist taka tapinu með ró. „Okkur vantaði örlítið í viðbót í lokin til að jafna, en Denver er vel að sigrinum komið. Ruðningsleikur þeirra var mun betri en við höfðum gert okkur grein fyrir og okkur tókst ekki að bregðast eins vel við því og við hefðum átt að gera,“ sagði hann. HANDBOLTI KA átti aldrei mögu- leika KA tapaði fimmta leik sínum í Meistaradeild Evrópu á laug- ardaginn þegar það sótti heim efsta lið A-riðils, Celje Lasko frá Slóveníu. Þrátt fyrir hetjulega bar- áttu að sögn Atla Hilmarsson, þjálfara KA, þá höfðu norðanmenn ekki möguleika á að halda í við gestgjafa sína að þessu sinni og er upp var staðið munaði 13 mörkum, 31:18. „Við héldum aðeins í við þá í upphafi og eftir rúmar 20 mínútur var staðan 12:8 fyrir þá, en þar með var sagan öU,“ sagði Atli. „Þá skoruðu þeir fimm mörk í röð og voru 17:8 yfír í hálfleik. Eftir þetta áttum við aldrei möguleika gegn þessu frábæra liði sem ef- laust er í hópi fjöguiTa bestu í Evrópu.“ Leikmenn Celje léku feikisterka flata 6-0 vörn og fyrir aftan var Dejan Peric landsliðsmarkvörður Júgóslavíu og líkt og íslenska landsliðið fékk að reyna í haust er hann einstakur í sinni röð. „Þeir unnu boltann oft í vörninni eða Peric var að verja og í framhaldinu notuðu þeir óspart hraðaupphlaup og við fengum ekki við neitt ráðið. Mínir menn voru ekki að leika sinn besta leik, en langt frá því að leika sinn versta leik. Lið Celje er frá- bært og hefur ekki tapað leik í Meistaradeildinni." Atli sagði KA hafa reynt að leika vörnina framarlega til þess að freista þess að stöðva leikmenn slóvenska liðsins, en illa hefði gengið. Eigi að síður hefði Sig- tryggur Albertsson varið vel eða alls 18 skot. „Leikirnir í deildinni er góð reynsla fyrir strákana sem þeir eiga eftir að búa að næstu árin. Um næstu helgi er síðasti leikurinn heima gegn Generali Trieste og hann ætlum við að vinna.“ Mork KA gerðu: Leó Örn Þorleifsson 4, Björgvin Björgvinsson 3, Halldór Sigfússon 2, Sævar Amason 2, Karim Yala 2, Halldór Arnason 2, Jóhann G. Jóhannsson 2, Sverrir Bjömsson 1. ENGLAND: 121 11X2XX11X2 ITALIA: X 2 X 111 111 1X1X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.