Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HANDKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Kristínn Ingvarsson
Spennu
leikur
Valsmenn náðu jöfnu gegn ÍBV
Klóraðu mér frekar á herðablaðinu!
ARON Kristjánsson og Gústaf Bjarnason taka FH-inginn Sigurjón Sigurðsson föstum tökum. Aron
heldur báðum höndum um skothönd Sigurjóns, þá vinstri, en engu líkara er en Gústaf sé að klóra
andstæðingnum á bakinu!
„Sjáumst í úr-
slifakeppninni"
Borgar
Þór
Enarsson
skrifar
Lið Vals og ÍBV skildu jöfn í
kaflaskiptum og æsispennandi
leik, 28:28. Leikmenn beggja liða
voru greinilega með
hugann við síðustu
viðureign liðanna í
bikarkeppninni, en
þó á mjög ólíkan hátt.
Valsmenn virtust ekki komnir niður
á jörðina en Eyjamenn voru aug-
sýnilega staðráðnir í að koma fram
hefndum.
Eyjamenn tóku snemma frum-
kvæðið og voru greinilega vel
stemmdir en Valsmenn virtust ann-
ars hugar og vandræðagangur ein-
kenndi leik þeirra. Varla stóð steinn
yfir steini í vamarleik Valsmanna í
fyrri hálfleik og varin skot voru telj-
andi á fingrum annarrar handar.
Vöm ÍBV var hins vegar sterk og
sóknarleikurinn ákveðinn. Það var
því ekki að undra að ÍBV leiddi með
fimm mörkum í hálfleik, 13:18.
Valsmenn mættu eins og grenj-
andi ljón til síðari hálfleiks og var
allur annar bragur á leik liðsins. Á
sama tíma var sem Eyjamenn væru
slegnir út af laginu og Valsmenn
gengu hratt á forystu þeirra og
minnkuðu muninn í eitt mark áður
en síðari hálfleikur var hálfnaður.
Eyjamenn sýndu þó mikinn styrk
og náðu að standast þetta áhlaup
Valsmanna og jöfnunarmarkið lét á
sér standa.
Síðustu mínúturnar vora
æsispennndi og þegar tvær mínútur
vora eftir náðu Valsmenn loksins að
jafna en Eyjamenn höfðu haft for-
ystu frá fyrstu mínútu. Bæði lið
gerðu örvæntingarfullar tilraunir til
að innbyrða sigurinn en allt kom
fyrir ekki og skiptur hlutur varð
niðurstaðan.
í liði ÍBV var Zoltán Belany at-
kvæðamestur og einnig átti Guð-
finnur Kristmannsson góðan leik.
Haraldur Hannesson var sterkur í
vöminni. Hjá Val var Jón Kristjáns-
son bestur, skoraði grimmt oggerði
fá mistök. Einnig var Davíð Olafs-
son drjúgur og innkoma Einars
Arnar Jónssonar virtist hafa góð
áhrif á liðið.
Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari
ÍBV, sagði að Eyjamenn hefðu átt
að klára leikinn eftir að hafa náð
góðu forskoti í fyrri hálfleiknum:
„Valsmenn hafa meiri breidd en við
og það gerði gæfumuninn.“ Jón
Kristjánsson, þjálfari Vals, var
ósáttur við fyrri hálfleikinn: „Mínir
menn mættu ekki með rétt hugar-
far í leikinn og fyrri hálfleikurinn er
einhver sá lélagasti síðan ég byrjaði
að þjálfa Val. Eyjamenn léku skyn-
samlega og þess vegna náðum við
ekki að fylgja góðum kafla í síðari
hálfleik eftir.“
Haukar og stuðningsmenn
þeirra fögnuðu vel og lengi eft-
ir að flautað var til leiksloka í
■■■■■■ grannaslagnum við
Skapti FH, í 1. deild karla í
Hallgrímsson handknattleik, í
sknfar T, , . .,
Kaplakrika a sunnu-
dagskvöld. Haukar sigruðu 32:28
og stemmningin undir lokin var
dæmigerð fyrir leik nágrannaliða;
nokkrum mín. áður en flautað var
til leiksloka streymdu áhangendur
þeirra hvítu og svörtu úr húsinu en
þeir rauðu risu úr sætum og hylltu
sína menn, enda þrefóld ástæða
fyrir Haukana að fagna; í fyrsta
lagi að þeir sigruðu í leiknum, í
öðra lagi að þeir komust upp að
hlið FH í stigatöflunni og síðast, en
líklega ekki síst, að þarna náðu
þeir að hefna fyrir tapið í fyrri um-
ferðinni þegar FH sigraði örugg-
lega.
Liðin hafa því unnið hvort sinn
grannaslaginn og era jöfn að stig-
um. Og þrátt fyrir tap, litu sumir
FH-ingar bjartsýnir fram á veginn.
Til að mynda þulurinn í
Kaplakrika, sem kvaddi gestina
með þessum orðum: „Sjáumst í úr-
slitakeppninni" og tóninn var ekki
hægt að misskilja; mætist liðin þar
er a.m.k. hann öraggur um sigur
sinna manna.
Sigur Hauka var bæði sanngjarn
og öraggur. Liðið var betra, bæði í
vöm og sókn, meginhluta leiksins;
sóknarleikurinn fjölbreyttari, ag-
aðri, og öraggaiá og vamarleikur-
inn mun skárri. I leikhléinu höfðu
Haukar fimm marka forystu, 19:14,
en FH-ingar gerðu reyndar einu
marki meira en gestirnir eftir hlé
en það dugði engan veginn til.
FH-ingar gerðu fyrsta markið
og komust síðan yfir 2:1 en eftir
það tóku Haukar framkvæðið. FH-
ingar sáu aldrei til sólar í fyrri
hálfleik en komu tvíefldir fram á
gólfið eftir leikhlé, börðust þá af
meiri krafti en áður og náðu for-
skoti gestanna niður í eitt mark -
24:25 þegar ellefu mín. voru eftir -
en það var skammgóður vermii' því
Haukar voru fljótlega komnir fjór-
um mörkum yfir aftur og höfðu
fimm marka forskot skömmu fyrir
leikslok.
Haukar, sem hafa verið í hálf-
gerðu basli upp á síðkastið, eru
greinilega á uppleið. Bjarni lék vel
í markinu í seinni hálfleik og sókn-
arleikur liðsins var hraður og líf-
legur þar sem flestir gerðu laglega
hluti, einkum í fyrri hálfleik.
Lee markvörður FH náði sér
ekki á strik í fyrri hálfleiknum en
var mjög góður í þeim síðari; varði
vel og lagði grunninn að nokkrum
hraðaupphlaupum með frábæram
sendingum fram völlinn. Vöm FH-
liðsins var ekki eins og hún gerist
best og sóknarleikurinn ekki held-
ur. Því er þó ekki að neita að ýmis-
legt gladdi augað í FH-sókninni,
einkum þrumufleygar hins unga
Sigurgeirs Árna Ægissonar. Guð-
jón Arnason er meiddur og kom
aðeins inná í skamma stund fyrir
hlé, Sigurgeir lék því nánast allan
leikinn í sókninni og gerði hvert
glæsimarkið á fætur öðru. Þar er á
ferðinni stórefnileg skytta. Þá var
Hálfdán mjög öflugur á línunni.
Mörkin 60 í leiknum segja sína
sögu um gang mála; sóknarleikur
var í fyrirrúmi hjá báðum en varn-
irnar satt best að segja oft hálf-
slakar. Markverðirnir náðu sér
heldur engan veginn á strik í fyrri
hálfleik - fimm skot vora þá skráð
varin á hvort lið - en bæði Lee og
Bjarni sýndu glæsileg tilþrif í
seinni hálfleiknum.
Dómararnir mættu ekki
SÁ fáheyrði atburður átti sér
stað á sunnudagskvöld að fresta
varð leik Stjörnunnar og IR í 1.
deild karla í handknattleik sök-
um þess að engir dómarar
mættu til leiks í Garðabænum.
„Ég held að ég geti fullyrt að
ég hafi ekki lent í neinu svipuðu
þessu sfðan í 4. flokki. Þá var
bara kallað á einhverja ofan úr
stúku til þess að dæma, en það er
nú víst ekki hægt í svona leik,“
sagði Valdimar Grímsson, leik-
maður og þjálfari Stjörnunnar,
þegar ljóst var orðið að ekkert
yrði af Ieiknum á sunnudag.
„Ég held nú samt sem áður að
það hljóti einhver eðlileg skýr-
ing að liggja hér að baki, en ég
vona bara að ekkert alvarlegt
hafi komið fyrir dómarana. Ég
sé þó ekki alveg hvenær hand-
knattleikssambandið ætlar að
láta þennan leik fara fram því
dagskráin í deildinni er mjög
þétt á næstunni," sagði Valdi-
mar.