Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 B 9
FRJALSIÞROTTIR
gardalshöllinni annað árið í röð
Morgunblaðið/Kristinn
JÓN ARNAR Magnússon: „Langstökkið var skemmtilegt þó ég
hefði viljað fara eitthvað lengra.“
Kem til
ieiks að ári
Grindahlaupið var ágætt, en
kúluvarpið og Iangstökkið
síðra og raunar lakara en ég hafði
vonað,“ sagði Tomas Dvorak frá
Tékklandi en hann bar sigur úr
býtum í þríþraut, hlaut 2.888 stig,
51 stigi fleira en Jón Arnar Magn-
ússon er hreppti annað sætið. Þrátt
fyrir sigurinn í stigakeppninni vann
Dvorak aðeins eina grein, 50 m
grindahlaupið, varð annar í kúlu-
varpi og jafn Jóni í 2.-3. sæti í lang-
stökki. Jón varpaði kúlunni lengst
allra, 15,50 m og Chris Huffins var
sprækastur í langstökkinu - 7,35 m.
„Það er alltaf gaman að vinna
enda er það takmark mitt með þátt-
töku í mótum. Þessi keppni var
góður undirbúningur fyrir meist-
aramót Tékklands sem fram fer í
næstu viku, en í framhaldi af ár-
angri þar verður valið í keppnislið
okkar fyrir Evrópumeistaramótið
innanhúss á Spáni í byrjun mars.“
Dvorak sagði ennfremur að þó mik-
ilvægt yrði að sigra á EM innan-
húss þá væri meginmarkmið sitt á
þessu ári að verða Evrópumeistari
utanhúss í Búdapest í ágúst nk.
„Annar meistarinn varð að lúta í
lægra haldi íyrir mér, en því miður
tókst mér ekki að sigra,“ sagði Jón
Ai’nar að keppni lokinni og vísaði til
þess að hann var á undan fyrrum
Norðurlanda- og íslandsmet sitt
Morgunblaðið/Kristinn
Allt lagt undir á EM
„ÉG er ánægð með tilraunirnar við 4,35 þó hraðinn
hefði mátt vera meiri hjá mér í atrennunum," sagði
Vala Flosadóttir, en hún jafnaði eigið Norðurlanda- og
íslandsmet er hún lyfti sér yfir 4,20 í þriðju tilraun. En
í stað þess að hækka um 5 cm og freista þess að bæta
met sitt lét hún slag standa með Danielu Bartovu í til-
raunum að hnekkja Evrópumetinu, 4,32 m. En af
hverju lét Vala ekki 5 cm í viðbót nægja?
„Það var annaðhvort að bæta metið almennilega eða
sleppa því,“ sagði Vala með bros á vör og sagði þetta
hafa verið sameiginlega ákvörðun - að hækka í 4,35 m.
„Framan af var ég að nota of mörg stökk og var orð-
in þreytt undir lokin, en keppnin var skemmtileg og
áhorfendur voru frábærir, stemmningin var einstök."
Vala bætti sinn fyrri árangur á keppnistímabilinu
um 5 cm, sem hún sagði vera jákvætt merki. Bak-
meiðslin sem hefðu hrjáð hana síðari hluta sl. sumars
væru á bak og burt og nú væri Evrópumeistaramótið
framundan þar sem hún hefur titil að verja.
„Ég stefni að sjálfsögðu á að vera í sem bestri æf-
ingu þegar að því kemur og framundan eru nokkur
mót bæði í Svíþjóð og Þýskalandi. Allt verður lagt und-
ir til þess að verja titilinn."
Ólympíumeistara í tugþraut og nú-
verandi heimsmeistara í sjöþraut,
Robert Zmelik, en heimsmeistarinn
í tugþraut, Dvorak, hafði hins veg-
ar betur.
Langstökkið
skemmtiiegast
„Ég er sáttur við árangurinn en
hefði á hinn bóginn viljað sjá fleiri
áhorfendur. Þetta var fyrsta
grindahlaup mitt á árinu og að því
leyti í lagi þó tíminn væri lakari en í
fyrra, kúluvarpið var í lagi og lang-
stökkið var skemmtilegt þó ég hefði
viljað fara eitthvað lengi-a. Mér
fannst gaman að þessari keppni og
held að mót sem þetta hafi fest sig í
sessi.“
Jón segir veturinn hafa verið
góðan. Hann hafi alveg sloppið við
meiðsli og því getað æft vel. Um
leið hafi nokkur kíló fengið að sigla
sína leið með breyttu og bættu
mataræði. Framundan væri keppni
í sjöþraut í Eistlandi um næstu
helgi og síðan þátttaka í meistara-
móti íslands innanhúss eftir hálfan
mánuð. „Síðan tekur lokaundirbún-
ingurinn fyrir EM við.“
„Ég keppti hér mér til gleði og
ánægju og því er ég ekki að æsa
mig yfir því að hafa verið nokkuð
fjarri mínu besta,“ sagði Chris
Huffins bronsverðlaunahafi í þrí-
þrautinni.
„Árangurinn í langstökkinu var
viðunandi miðað við hvernig at-
rennubrautin er, hún hefði þurft að
vera harðari til þess að ná lengri
stökkum. í tveimur fyi-stu tilraun-
unum í kúluvarpi rann ég til og því
gerði ég ógilt. Þess vegna kastaði
ég meira af öryggi en upp á lengd-
ina í síðustu tilraun til að falla ekki
úr leik. En fyrst og fremst var
þetta til ánægju og það er á hreinu
að ég kem hingað að nýju á næsta
ári.“
Huffins sagði ennfremur að tak-
mark sitt á árinu væri að sigra í
tugþrautarkeppni Friðarleikanna
sem fram fara í New York í sumar.
„Ég er fæddur í borginni og vonast
til að vinna á heimavelli." Aðspurð-
ur hvort hann vænti þess að Dan
O’Brien heimsmethafi myndi keppa
á Friðarleikunum svaraði hann:
„Ég vona það svo sannarlega, ann-
ars er ómögulegt að segja til um
hvað hann gerir. O’Brien lifir í sín-
um eigin draumaheimi."
IAAF
gerði
stigatöflu
ATHYGLI vakti að þrátt
fyrir að Jón Arnar Magnús-
son hafi verið með lakari ár-
angur í öllum greinum þrí-
þrautarinnar á IR-mótinu
laugardaginn fékk hann
fleiri stig en í samskonar
þraut fyrir ári. Ástæðan er
sú, að sögn Vésteins Haf-
steinssonar, að eftir að Al-
þjóða fijálsíþróttasamband-
ið, IAAF, fékk í hendur úr-
slit frá mótinu í fyrra bjó
það til sérstaka stigatöflu
fyrir þríþraut sem ekki var
til áður. „Það eitt og sér er
viss viðurkenning fyrir
mótshald okkar,“ sagði Vé-
steinn.
I fyrra var notuð stiga-
tafla fyrir sjöþraut en þar
sem í henni er ekki gert ráð
fyrir að keppt sé í 50 m
grindahlaupi var tími í 60 m
grindahlaupi reiknaður nið-
ur í 50 m fyrir mótið. Nú var
hins vegar nýja taflan notuð
og Jón fékk t.d. 33 stigum
meira fyrir grindahlaupið
en í fyrra þrátt fyrir að hafa
hlaupið á 13/100 úr sekúndu
lakari tíma.
„Að sjálfsögðu notum við
nýju stigatöfluna í framtíð-
inni og á næsta ári ætti ár-
angurinn að vera sambæri-
Iegri,“ sagði Vésteinn enn-
fremur.
„Islands-
met!“
ÞESS má til gamans geta að
hefði taflan sem nú var
keppt, eftir verið í gildi í
fyrra hefði Jón hlotið 2.924
stig, en að þessu sinn fékk
hann 2.832. Sigurvegarinn
Tomas Dvorak fékk nú
2.883 stig. Þar sem þríþraut
er ekki viðurkennd keppnis-
grein var ekki um íslands-
met að ræða hjá Jóni í fyrra
er keppt var í fyrsta skipti í
þríþraut hér á landi. Þaðan
af síður var um að ræða Is-
landsmet að þessu sinni eins
og ýmsir vildu meina í
Laugrdalshöll á laugardag-
inn.
Ekki einatt þar sem þetta
er ekki viðurkennd keppnis-
grein lieldur einnig vegna
þess að hann náði lakari ár-
angri, þrátt fyrir að hafa
fengið fleiri stig vegna
breyttrar stigatöflu.