Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 12
12 B PRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Juventus komið Söguieg félagaskipti DAMLR Stojak, marká- kóngur Vojvodina Novi Sad í Jiígdslavíu, hefur samið við Croatia Zagreb í Króatíu skv. fréttum júgóslavneskra fjölmiðla um helgina og brýtur þar með blað í samskiptum þjóðanna; er fyrsti knattspymumaðurinn sem flytur sig milli liða í löndunum tveimur síðan stríðið braust út á Balkanskaga í Iq'ölfar þess að Júgóslaviu leystist upp. Ferdinand reiður LES Ferdinand, enski landsliðsframheijinn hjá Tottenham, brást hinn versti við þegar honum var skipt út af í bikarleiknum gegn Barnsley á laugardag. Hann rauk í fússi inn í búningsklefa án þess að ræða við kóng eða prest í varamannaskýlinu. Sagði svo við fjöhniðla að honum fyndist það undarlegt. að vera skipt út í stað varnarmanns, þegar Iiðið þyrfti að skora, en staðan var 1:1 og leikurinn fór þannig. Colin Calderwood fór inn á í stað framherjans. Christian Gross, knattspyrnustjóri Tottenliain, sagðist liafa tjáð Ferdinand fyrir leikinn að hann myndi ekki leika nema í 60 minútur; hann væri ekki í nægilega góðri æfíngu til að leika lengur þar sem hann væri nýfarinn að leika á ný eftir að hafa náð sér af meiðslum. Kiko frá í mánuð KIKO Narvaez, framherjinn siyalli hjá Atletico Madrid á Spáni, verður frá keppni í a.m.k. mánuð, eftir að hafa meiðst á hné í leiknum gegn Athletic Bilbao á laugardag. Svo óheppilega vildi til að hann lenti í samstuði við Juninho, samherja sinn, með þessum afleiðingum þegar þeir reyndu samtfmis að ná til knattarins. Barcelona og Real Madrid töpuðu BARCELONA og Real Madrid máttu sætta sig við tap á úti- völlum á sunnudaginn. Leik- menn Real Sociedad, sem hafa ekki tapað leik á heima- velli á keppnistímabilinu, lögðu Real Madrid 4:2. Barcelona gerði ekki góða ferð til La Coruna, þar sem liðið tapaði 3:1. Real Madrid fékk óskabyrjun í San Sebastian þegar Femando Morientes skoraði eftir aðeins fímm mín., en Didi Kuhbauer jafnaði fyrir heimamenn og Francisco De Pedro kom þeim yfír fimm mín. fyrir leik- hlé. Júgóslavneski landsliðsmaður- inn Darko Kovacevie skoraði þriðja mark heimamanna á 47. mín. - hans níunda deildarmark, 3:1. Brasilíu- maðurinn Roberto Carlos svaraði fyrir Real Madrid, en það var varn- armaðurinn Agustin Aranzabel sem gulltryggði Real Sociedad sigur, 4:2, á 76. mín. „Við lékum ekki á sama krafti og leikmenn Sociedad gerðu og í seinni hálfleik misstum einbeitinguna,“ sagði Jupp Heynckes, þjálfari Ral Madrid, sem hefur ekki tapað svo illa í vetur. Real Madrid heldur toppsætinu, þar sem Barcelona tapaði í La Cor- una. Heimamenn skoruðu fyrsta mark sitt eftir aðeins þrjár mín. - Fran Gonzalez. Leikmenn Barcelona sóttu án stíft eftir það, en þeir réðu ekki við Jacques Songo, markvörður La Coruna, sem varði hvað eftir annað meistaralega. Sebastian Abreu frá Uruguay, bætti öðru marki við við á 75. mín., eftir mikinn einleik. Brasilíumaður- inn Djalminha bætti því þriðja við, áður en Juan Pizzi náði að svara fyrir Barcelona. Rúmeninn Adrian Ilie skoraði þrjú mörk þegar Valencia lagði Racing Santander 6:1. Italinn Christian Vieri skoraði tvö mörk fyrir Atletico Madrid, sem vann Athletic Bilbao 3:0. Reuters HOLLENSKI landsiiðsmaðurinn Edgar David, sem leikur með Juventus, hefur hér leikið á Massimo Carrera hjá Atalanta. Eyjólfur ofarlega á blaði Eyjólfur Sverrisson, landsliðs- maður í knattspymu sem leik- ur með Herthu Berlín, er ofarlega á blaði í úttekt hjá þýska blaðinu Kicker. Blaðið vegur og metur alla leikmenn 1. deildarinnar í knattspyrnu, eða 320 leikmenn og gefur þeim einkunn fyrir fram- göngu þeiira á knattspymuvellin- um. Eyjólfur er í 43. sæti með 79,3% af 100% mögulegum. í efsta sæti er Balakov hjá Stutt- gart með 91,6%, þá koma Kirsten hjá Bayer Leverkusen með 89,4%, Khan hjá Bayer Munchen með 88,8% og Thon, Schalke, með 88,2% Eyjólfur fær t.d. 90% fyrir mik- ilvægi leikmanns fyrir liðið sem hann leikur með. Þá fær hann 95% fyrir leikskipulag, hvernig hann skilar því hlutverld sem hann er látinn leika. Aðeins fjórir leikmenn eru fyrir ofan hann - þeir fá allir 100%. Það em þrír leikmenn hjá Bayer Leverkusen, Kirsten, Ramelov og Heintze, og Olaf Thon hjá Schalke. upp fyrir Inter Kipketer með malaríu HEIMSMETHAFINN í 800 m hlaupi karla, hinn kenýskætt- aði Dani, Wilson Kipketer, var í gær lagður inn á sjúkrahús í suðurhluta Portúgals vegna tnalaríu. Talsmaður sjúkra- hússins vildi ekkert gefa upp livað atnaði að hlauparanum en þjálfari Kipketers, Pólveij- inn Slavomír Novak, staðfesti að heimsmethafinn væri með sjúdóminn. Hann sagði jafn- framt að Kipketer hefði smit- ast af honum við heimsókn til föðurlandsins nýlega. „Auðvit- að er ég áhyggjufullur, en vona það besta,“ sagði Novak. Italska deildin er nú hálfnuð og meistarar Juventus era komnir í efsta sæti í fyrsta sinn í vetur. Liðið vann Atalanta 3:1 og Marcello Lippi, þjálfari Juventus, var ánægður með sína menn, sérstaklega með að þeir náðu að halda ró sinni og leikskipu- lagi allan tímann. Forysta Juventus er aðeins eitt stig því Inter náði 1:1 jafntefli er liðið mætti Empoli og það var Alvaro Recoba sem jafnaði með marki frá miðlínu á 81. mínútu. Juventus virtist í tvígang hafa fyr- irgert stigunum þremur; fyrst þegar Alberto Fontan varði vítaspyrnu frá Alessandro Del Piero á 57. mínútu og síðan þegar Nicola Caccia jafnaði, 1:1, fyrir Atalanta með marki á 71. mínútu. En leikmenn meistaranna héldu ró sinni þrátt fyrir að stutt væri til leiksloka og tókst að skora tvívegis áður en flautað var til leiksloka, fyrst Angelo Di Livio og síðan Zinedine Zidane. Það má með sanni segja að lið Int- er sé ekki svipur hjá sjón miðað við hvemig liðið lék í upphafi tímabilsins en þá lék liðið tólf leiki án þess að tapa. Massimo Moratti, forseti fé- lagsins, kennir Brasilíumanninum Ronaldo um hversu illa hefur gengið en kappinn hefur ekki skorað mark í einn mánuð. „Ég veit ekki hvað er að, en hann leikur illa,“ segir forset- inn um Ronaldo. Það var samt ekki Ronaldo að kenna að Empoli komst yfír eftir þijár mínútur því þá brást rangstöðu- aðferð Inter og Carmine Esposito nýtti sér það til fullnustu, skaust inn fyrir vörnina og vippaði stórglæsilega yfir Pagliuca markvörð. Skömmu síð- ar var skotið í stöng Inter og þegar Zamorano skaut í stöngina hinum megin töldu margir að Empoli væri búið að sigra. En Recoba skoraði mark frá miðju og jafnaði. Udinese, sem hefui' ekki tapað í tíu leikjum í röð, er þremur stigum á eftir Inter. Liðið vann Vicenza ör- ugglega 3:0 um helgina og Þjóðverj- inn Oliver Bierhoff gerði tvö marka Udinese. Hann hefur nú gert 14 mörk í deildinni, jafnmörg og Gabr- iel Batistuta hjá Fiorentina en þeir tveir era markahæstir. Roberto Baggio var ekki í byrjun- arliði Bologna er liðið mætti Lazio. Hann kom inná á 40. mínútu fyrir Rússann Igor Kolyvanov, sem meiddist. Hann var varla kominn inná þegar Tékkinn Pavel Nedved gerði eina mark leiksins, fyrir Lazio. Liðið, sem lék án Alen Boksic og Pi- erluigi Casiraghi, sem báðir eru meiddir, vann þarna sinn áttunda leik af síðustu níu og er komið í fjórða sæti, næst á undan Parma, sem tapaði 2:1 fyrir Brescia. Þar gerði Dario Hubner bæði mörk Brescia og hefur þessi þrítugi sókn- armaður gert 11 mörk á sínu fyrsta ári í efstu deild á Italíu. ■ Úrslit b 14 ■ Staðan B 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.