Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 B 13
FOLK
■ AIME Jacquet landsliðsþjálfari
Frakka í knattspyrnu valdi um
helgina Patrick Vieira í landsliðið
fyrir vináttuleik við Spán á morgun.
Vieira, sem leikur með Arsenal,
kemur í stað Didier Deschamps
sem leikur með Juventus, en hann
er meiddur og verður líklega ekki
tilbúinn í leikinn á morgun.
■ FRAKKAR eru mjög óhressir
með að þurfa að láta leikmenn frá
Afríku lausa í næstu viku en þá
hefst Afríkubikarinn. Tuttugu
afrískir leikmenn leika í frönsku
deildinni og getur þetta komið hart
niður á nokkrum liðum. Carlo Mol-
inari, forseti Metz, sem er í efsta
sæti, sagðist aldrei aftur ætla að
kaupa leikmenn frá Afríku vegna
þessa.
■ ALAN Ba.ll var á laugardaginn
ráðinn knattspyrnustjóri hjá
Portsmouth, sem leikur í 1. deild,
að því er rokkgítarleikarinn Brian
Howe sagði fréttamanni BBC. Ball
sagði af sér sem stjóri hjá
Manchester City í ágúst 1996 og •
sagði við það tækifæri að hann væri
líklega hættur afskiptum af knatt-
spyrnu. En hann er kominn heim
því þegar hann byrjaði sem knatt-
spymustjóri árið 1984 var það hjá
Pourtsmouth og þar var hann til
ársins 1989.
■ ERIC Cantona mun leika með
Manchester United seint í næsta
mánuði þegar liðið tekur á móti úr-
valsliði frá Evrópu til minningar um
þá leikmenn United sem fórust í
flugslysi við Miinchen 6. febrúar
1958. Cantona verður fyrirliði Evr-
ópuliðsins en mun skipta um peysu
í leikhléi og leika með United í síð-
ari hálfleik.
■ PAOLO Futre, fyrrum landsliðs-
maður Portúgals, er á leið til Atlet-
ico Madrid á ný eftir að ekkert varð
úr fyrirhuguðum flutningi hans til
annað hvort Portuguesa eða Santos
í Brasiliu.
■ FUTRE, sem er 31 árs og þykir
snjall framherji, kom til Atletico á
ný í sumar, en hefur aðeins verið
með í fímm leikjum í vetur. Vildi því
breyta til en nú er ljóst að hann
verður um kyrrt.
■ SÆNSKI landsliðsmaðurinn Jan
Eriksson, sem Sunderland keypti á
250 þús. pund er farinn til Banda-
ríkjanna eftir eitt misheppnað ár
hjá liðinu. Eriksson mun leika með
Tampa Bay Mutiny.
■ ÍRSKI landsliðsmaðurinn Gary
Kelly, varnarleikmaður Leeds, hef-
ur ski-ifað undir nýjan samning við
liðið til ársins 2002.
■ ARGENTÍNSKI landsliðsmaður-
inn Ariel Ortega, sem leikur með
Valencia, hefur verið orðaður við
Man. Utd. Alex Ferguson hefur lát-
ið menn fylgjast með þessum 23 ára
sóknarleikmanni, sem er metinn á
sjö millj. punda.
■ JÚGOSLAVNESKA meistaraliðið
Partizan Belgrade hefur hafnað til-
boði frá franska liðinu Marseille,
sem vildi kaupa fyrirliðann Ivan
Tomic. Partizan er að byggja upp
lið, sem á að vera eitt af bestu liðum
Evrópu eftir tvö til þrjú ár.
■ GLASGOW Rangers rétt slapp
fyrir horn með sigurmarki á síðustu
mínútu í bikarleik við Hamilton
Academical, sem leikur í 1. deild,
og tókst að sigra 2:1. Lengi vel var
útlit fyrir að leikmönnum „Accies“
ætlaði að takast að endurtaka
fræknasta sigur félagsins, en það
vann Rangers í 3. umferð bikar-
keppninnar árið 1987. Hamilton
komst yfir á 32. mínútu en tíu mín-
útum síðar jöfnuðu meistararnir.
■ „ÉG er mjög feginn að við þurfum
ekki að leika aftur við Hamilton,"
sagði Walter Sniith, knattspyi’nu-
stjóri Rangers, en leikið var á leik-
velli Motherwell þar sem öryggisat-
riði á heimavelli Hamilton eru ekki
nægilega góð.
Reuter
OLH GUNNAR Solskær og Andy Cole fagna öðru markinu sem Cole skoraði á móti Walsall. Þeir skoruðu
hvor sín tvö mörkin í bikarleiknum, sem Man. Utd. vann 5:1.
Newcastle í erfið-
leikum í Stevenage
STEVENAGE, hálfatvinnumannalið sem ieikur utan deildar, náði
1:1 jafntefli er liðið tók á móti Newcastle og mun sunnudagurinn
25. janúar 1998 vera skráður í sögubækur sem einn sá merki-
legasti í 22 ára sögu félagsins. Afrekið er þó nokkurt því
Stevenage er talið einum 100 sætum neðar en Newcastle á
styrkleikalista enska knattspyrnusambandins. Það sem ef til vill
er athyglisverðast við úrslitin er að heimamenn áttu skilið jafn-
tefli því þeir léku vel; börðust eins og Ijón allan tímann og gáfu
stjörnunum lítið eftir. Talið er að Newcastle liðið kosti um 60
milljónir sterlingspunda en lið Stevenage aðeins 200 þúsund
pund. Það sást varla á sunnudaginn.
Heimamönnum leist þó ekki á
blikuna því Alan Shearer kom
gestunum yfir eftir aðeins þriggja
mínútna leik. En með baráttuna og
leikgleðina að vopni tókst heimalið-
inu að jafna skömmu fyrir leikhlé og
þar við sat. Með smá heppni hefðu
heimamenn getað bætt við marki,
en Shaka Hislop, markvörður
Newcastle, varð að taka á honum
stóra sínum - er hann varði á elleftu
stundu.
Vonir Manchester United um að
sigra bæði í deildar- og bikarkeppn-
inni jukust enn um helgina er liðið
komst í fimmtu umferð bikarkeppn-
innar með því að bursta Walshall
5:1. United mætir Tottenham eða
Barnsley í næstu umferð og miðað
við stöðu liðanna í úrvalsdeildinni
ætti það ekki að vefjast fyrir leik-
mönnum United. Tottenham og
Barnsley gerðu 1:1 jafntefli um
helgina og leika aftur í næstu viku.
Þau eru bæði í mikilli fallhættu í
deildinni og eiga ekki góðar minn-
ingar frá leikjum sínum við United í
deildinni í vetur. Tottenham, sem
hefur átta sinnum orðið bikarmeist-
ari, tapaði 2:0 bæði fyrir United,
bæði heima og á útivelli og Barns-
ley tapaði 7:0 á Old Trafford. Ekki
er þó allt sem sýnist því United er í
mikilli keppni í Evrópukeppninni og
þegar dregið var í 5. umferð ensku
bikarkeppninnar á sunnudaginn lét
Alex Ferguson, knattspymustjóri
liðsins, að því liggja að bikarinn
væri ekki það sem félagið legði
mesta áherslu á. „Auðvitað munum
við reyna okkar besta í bikarleikj-
unum, en við þurfum að dreifa
kröftum okkar talsvert mikið á
næstunni," sagði Ferguson.
Það var mikið fjör í leik West
Ham og Manchester City þar sem
gestirnir í West Ham höfðu betur,
2:1, og gerðu sigurmarkið 90 sek-
úndum eftir að Þjóðverjinn Uwe
Rosler misnotaði vítaspyrnu íyrir
City. Sá sem gerði sigurmarkið var
Steve Lomas fyrrum leikmaður
City. West Ham var miklu betri að-
ilinn í fyrri hálfleik og Israelinn
Eyal Berkovic skoraði á 28. mínútu,
raunar skoruðu gestirnir nokkru
fyrr en markið var dæmt af vegna
rangstöðu.
City lék vel og mun betur en
staða liðsins í fyrstu deildinni gefur
tilefni til. Georgíumaðurinn Kink-
ladze jafnaði með glæsilegu marki á
60. mínútu, en eftir misheppnaða
vítaspymu var allur vindur úr
heimamönnum.
Arsenal komst áfram af öryggi,-
sigraði Middlesbrough 2:1 og hefði
sigurinn hæglega getað orðið mun
stærri. Hollendingurinn Marc
Overmars kom gestunum yfir eftir
67 sekúndur eftir frábæra sendingu
landa síns Dennis Bergkamp, sem
lék mjög vel. Middlesbrough hefur
áður fengið mark á sig svo snemma
í bikarleik því 1 úrslitaleiknum í
fyrra tapaði liðið 2:0 fyrir Chelsea
og þá kom Roberto Di Matteo
Chelsea yfir eftir 43 sekúndur.
Ray Parlour kom Arsenal í 2:0 en
þá hefðu leikmenn Lundúnaliðsins
átt að vera búnir að gera nokkur
mörk enda var liðið mun betri aðil-
inn í fyrri hálfleik en í þeim síðari
jafnaðist leikurinn. Það var svo
fyrrum Arsenalleikmaður, Paul
Merson, sem gerði mark heima-
manna og hann lagði upp gullið færi
fyrir Danann Mikkel Beck, en skot
hans var máttlaust. Eftir leikinn
hljóp Merson, sem lék í 13 ár með
Arsenal, til stuðningsmanna liðsins
og henti keppnistreyju sinni til
þeirra. „Fyrri hálfieikurinn var
hræðilegur en ég naut hverrar mín-
útu í þeim síðari," sagði Merson.
Tvö úrvalsdeildarlið féllu úr
keppni í þessari umferð. Derby tap-
aði fyrir Coventry og gerði Dion
Dublin bæði mörk Coventry og
Bruce Dyer gerði þrennu þegar
Crystal Palace sigraði deildarbikar-
meistara Leicester. Það sem er
merkilegt við þennan góða sigur
Palace er að liðið lék á heimavelli,
en þar hefur leikmönnum ekki tek-
ist að sigra í deildinni.
Cardiff City er eina liðið úr þriðju
deild sem er enn með í keppninni,
en liðið þarf að leggja Reading þar
sem liðin gerðu 1:1 jafntefli um
helgina og þurfa því að mætast að
nýju.
Jim Duffy knattspyrnustjóri Hibernian eftir tap í bikarleik
sökkvandi skip
Flý ekki
„ÞAÐ er svo sannarlega ekki
bjart framundan lyá Hibernian
í Skotlandi, liði Ólafs Gott-
skálkssonar og Bjarnólfs Lárus-
sonar.
Liðið er í neðsta sæti deild-
arinnar og á laugardaginn var
það slegið út úr 3. umferð bik-
arkeppninnar af 1. deildar fé-
laginu Raith Rovers. Gestirnir
gerðu tvö mörk á fyrstu 20 mín-
útunum og áhorfendur voru að
vonum ekki ánægðir með gang
mála og heimtuðu að Jim Duffy,
knattspyrnustjóri, segði af sér
hið snarasta. „Ég flý ekki
sökkvandi skip,“ sagði hann og
bætti við að hann myndi halda
áfram og berjast fyrir betra
gengi liðsins. „Leikmenn verða
hins vegar að taka sig á ætli
þeir ekki að breyta lélegu
keppnistimabili í hreina
martröð," sagði stjórinn.