Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRJÁLSÍÞRÓTTIR Hársbreidd vantaði upp á að Evrópumetið í stangarstökki yrði bætt í Lauc Meljöfnun Völu var hápunkturinn ÞAÐ var í mörg horn að líta í Laugardalshöll sl. laugardag er ÍR hélt stórmót sitt í frjálsíþróttum annað árið í röð. Margt fremsta frjálsíþróttafólk heims kom til leiks og skemmtileg keppni var í öllum greinum. Engin met voru sett en óhætt er að segja að aðeins hársbreidd hafi vantað upp á að Daniela Bartova bætti Evrópumetið í stangarstökki um 3 cm. Fremstu frjálsíþróttamenn landsins, Guðrún Arnardóttir, Ármanni, Jón Arnar Magnússon, UMFT, og Vala Flosadóttir, ÍR, náðu einnig góðum árangri og yljuðu rúmlega 1.000 áhorfendum sem mættu. ■ ANDREA Miiller frá Þýskalandi olli vonbrigðum með þátttöku sinni í stangarstökki kvenna. Hún felldi í þrígang byrjunarhæð sína 3,80 m og var þar með úr leik. Hún virtist í mesta basli með of mjúka stöng. Miiller hefur hæst stokkið 4,30 um ævina. ■ EINAR Þór Einarsson, sprett- hlaupari úr Ármanni, keppti í 50 m hlaupi og varð í öðru sæti. Þetta var í fyrsta skipti sem Einar kepp- ir í spretthlaupum í þrjú og hálft ár eftir að hafa lokið keppnisbanni. ■ REYNIR Logi Ólafsson, félagi Einars úr Ármanni, sigraði í 50 m hlaupi á 6,01 sek. en gerði betur í undanriðli, fór þá vegalengdina á 5,98 sek. ■ THOMAS Hansson, hástökkvari frá Sviþjóð setti persónulegt met innanhúss er hann stökk yfir 2,16 m í annarri tilraun og sigraði í greininni. Vegárd Hansen frá Noregi var hins vegar nokkuð frá sínu besta og komst aðeins yfir 2,05 m og varð í þriðja sæti. ■ JÓN Arnar Magnússon keppir í sjöþraut í Tallin í Eistlandi á föstudag og laugardag í þessari viku á boðsmóti á vegum Erki Nool tugþrautarmanns. Meðal keppenda í þrautinni eru auk Jóns og Nools, þeir Chris Huffins, Bandaríkjunum, Tékkinn Robert Zmelik, Pólverjinn Sebastian Chmara og Lev Lobodin frá Rúss- landi. ■ GÍSLI Sigurðsson, þjálfari Jóns, sagði það vera kærkomið að fá keppni á ÍR-mótinu og eins í þrautinni í Tallin til þess að at- huga hver staða Jóns er nákvæm- lega nú þegar rúmur mánuður er í Evrópumótið á Spáni þar sem Jón verður að sjálfsögðu meðal kepp- enda í sjöþraut. ■ ÞÓ að Evrópumet Ezster Szem- eredi frá Ungveijalandi hafí stað- ist atlöguna í Laugardalshöll stóðst það ekki atlögu Szemeredi og Anzhela Balachanova, tíkra- ínu, á móti í Karlsruhe á sunnu- daginn. Þá stukku þær stöllur 4,33 m og bættu Evrópumetið um 1 cm. ■ ÁRIÐ1998 er ár kvenna í frjálsí- þróttum samkvæmt samþykkt Al- þjóða frjálsíþróttasambandsins. Af því tilefni fengu nokkrar íslenskar konur viðurkenningu áður en IR- mótið hófst á laugardaginn. ■ GUÐRIJN Arnardóttir og Vala Flosadóttir fengu viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu í sínum greinum en báðar eru með 20 bestu í sínum greinum í heiminum, Guðrún í 400 m grindahlaupi og Vala í stangarstökki. ■ BJÖRK Þorsteinsdóttir fékk einnig viðurkenningu, ásamt Ragnhildi Ingvarsdóttur, fyrir að hafa verið stoð og stytta utan vall- ar sem innan en þær hafa starfað ötullega um áratugaskeið á frjálsí- þróttamótum og fyrir sín félög. ■ EINNIG fengu viðurkenningu Ragnhildur Ólafsdóttir, Islands- methafi í millivegahlaupum, og Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar. Guðrún kom til landsins úr æf- ingabúðum í Bandaríkjunum og keppti í 50 m hlaupi og 50 m ■HiH grindahlaupi og sigr- ívar aði af öryggi í síðar- Benediktsson nefndu greininni en skrifar varð að gera sér að góðu annað sæti í 50 m hlaupi. Sem kunnugt er æfir Guðrún fyrst og fremst 400 m grindahlaup og hún sagði í mótslok það vera kærkomið að koma heima og keppa og gilti þá einu þótt hún gæti ekki keppt í sinni eftirlætis- grein. Þessi keppni hefði verið góð byrjun á keppnistímabilinu hjá sér. I báðum greinunum fékk hún mikla keppni frá Þjóðverjanum Ingeborg Leschnik og aðeins skildu 2/100 úr sekúndu að í grindahlaupinu, Guðrúnu í vil. I 50 m hlaupinu munaði einnig litlu, að- eins 5/100 úr sekúndu, Leschnik í hag. Jón Arnar Magnússon varð að gera sér 2. sætið að góðu í þríþraut eftir jafna keppni við þrjá af fremstu tugþrautarmönnum essar greinar eru skemmtileg- ar, en mjög ólíkar þeim sem ég er aðallega í,“ sagði Guðrún Arnar: dóttir í mótslok á laugardaginn. „í þessum stuttu sprettum reynir meira á snerpuna og taugarnar, en það er fínt að fá aðeins að reyna sig í grindahlaupi svo snemma á keppn- istímabilinu," bætti Guðrún og sagði að þátttakan hefði orðið til þess að hún hefði þurft að breyta örlítið æfingaáætlun sinni frá því sem upphaflega var áætlað. „Það er alltaf gaman að koma heim og keppa svo það var alveg þess virði.“ Guðrún sagðist halda að nýju til Bandaríkjanna á þriðjudaginn þar sem æfingar héldu áfram. „Líklega verður næsta mót hjá mér Evrópu- meistaramótið í Valencia eftir rúm- an mánuð, það er þó ekki alveg víst. Svo gæti farið að ég sleppti því og heims, Tomas Dvorak heimsmeist- ara, er sigraði, Chris Huffins, Bandaríkjunum, sem varð í þriðja sæti, og fyrrum ólympíumeistar- ann og núverandi heimsmeistara í sjöþraut, Tékkann, Robert Zmelik, sem rak lestina. I þríþrautinni var keppt í 50 m grindahlaupi, kúlu- varpi og langstökki. Dvorak tók forystu í grindahlaupinu með því að koma fyrstur í mark á 6,80 sek. - 7/100 úr sekúndu á eftir landa sínum, Zmelik. Jón varpaði kúlunni lengst þein-a kappa og varð jafn Dvorak í langstökki, báðir stukku 7,29 m en Huffins varð þar hlut- skarpastur með 7,35 m. Dvorak fékk 2.883 stig, Jón 2.832, Huffins 2.791 og Zmelik 2.737. Til þess að sigra hefði Jón þurft að stökkva 25 cm lengra en Dvorak í síðustu greininni, langstökki. Vonbrigði Bartovu Annað árið í röð undirstrikaði Vala Flosadóttir að þar er á ferð- inni frábær keppnismaður sem svo sannarlega kann við sig í Laugar- einbeitti mér bara að utanhússmót- unum, en mér stendur til boð að keppa á mótum við Karíbahaf og í Brasilíu. En fari svo að ég verði með á EM þá ætla ég að keppa þar í 400 m hlaupi. Guðrún segist vera mun sterkari en á sama tíma í fyrra og meginá- stæðan sé sú að þá hafi hún átt í meiðslum en sloppið við þau nú. „Eg sigraði í grindahlaupinu og það skipti meginmáli, en auðvitað vill maður alltaf vinna.“ Hefðir þú ekki sigrað í 50 m hlaupinu hefði það verið 10 m lengra, þar sem þú varst að sækja verulega á hana á Ingebrog Leschnik á síðustu metrunum? „Vera má að svo hefði orðið, en þá hefði hún kannski bætt við hrað- an hefði hlaupið verið lengra, það er aldrei að vita.“ dalshöll þegar áhorfendur eru með á nótunum. Hún jafnaði Norður- landa- og Islandsmet sitt í stangar- stökki, 4,20 m, og lét síðan slag standa ásamt Danielu Bartovu, Tékklandi, og lét hækka upp í 4,35 m, sem var tilraun við Evrópumet innanhúss. Tvær fyrstu tilraunir Völu voru ágætar, og reyndar vantaði aðeins herslumuninn upp á að hún færi yfir í 2. tilraun. En henni tókst ekki að fara yfir 4,35 m að þessu sinni en sýndi að ekki er langt í land og hún er til alls líkleg á Evrópumeistaramótinu á Spáni eftir rúman mánuð. Tilraunir Bartovu við 4,35 m voru enn betri, en hún hafði haft orð á því fyrir keppnina að hún ætlaði að reyna við heimsmet. En áður en til þess kom vildi hun gera atlögu að Evrópumetinu. I fyi-stu tilraun tókst ekki að fara yfir, en í annarri tilraun vantaði ekki nema herslumuninn. Bartova fór yfir og allt virtist í lagi, en er Bartova var að fagna og hneigja sig fyrii' áhorf- endum nokkrum andartökum eftir að hún hafði lent á dýnunni breytt- ist gleðin í sorg. Sláin féll og metið því úr sögunni og má nærri geta hvílík vonbrigði það voru. Gárung- ar sem fylgdust með mótinu sögðu að það hefði munað gegnumtrekki sem hefði verið! Vonbrigðin voru slík að þriðja tilraun Bartovu fór í vaskinn og ekkert Evrópu- né heimsmet féll að þessu sinni í Laugardalshöllinni. Hún setti Evr- ópumet þar fyi’ir ári. Þórey Edda Elísdóttir, FH, keppti einnig í stangarstökkinu og fór yfir 3,80 m af miklu öryggi. Hún átti þrjár tilraunir við 3,90 m, sem er 9 cm hærra en hún hefur áður hæst stokkið innanhúss. Get- an virtist til staðar til þess að kom- ast yfir 3,90, en reynsluleysi skipti sennilega mestu máh og kom í veg fyrir að það tækist að þessu sinni. Það er hins vegar álit margra að í Þórey fari mikið efni sem með ástund og aukinni reynslu verði von bráðar komin yfir 4 m. Þessar greinar voru hápunktur- inn á stórskemmtilegu móti IR- inga en einnig var keppt í hástökki karla og 50 m hlaupi karla. Einar Karl Hjartarson, ÍR, stökk 2,10 m og varð annar í há- stökki, en vantaði nokkuð upp á að fara yfir 2,16 m og bæta tíu ára gamalt Islandsmet Gunnlaugs Grettissonar, IR, um 1 cm. Sigur- vegari í greininni varð Svíinn Thomas Hansson með því að fara yfir 2,16 m. I jöfnu og skemmtilegu 50 m hlaupi sigraði Reynir Logi Olafs- son úr Armannþ á 6,01 sek. Einar Þór Einarsson, Ármanni, og Bjarni Þór Traustason, FH, komu næstir á 6,06 sek. Morgunblaðið/Kristinn GUÐRÚN Arnardóttir (4) að koma yfir síðustu grindina og tryggja sér sigur. Á myndinni eru frá vinstri, Helga Halldórsdóttir, Ingeborg Leschnik, Guðrún og Latisha Rivers. Ég hef aldrei verið sterkari VALA Flosadóttir jafna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.