Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 1
SAMKEPPNI Eins dauði er annars brauð/4 FIÁRMÁL / Islandsbanki á beinu brautinni/6 FRAIVIKVÆIVIPIR Líflegur útboðs- markaður/8 BA kynnir nýtt félag og ódýr fargjöld London. Reuters. BRITISH Airways skýrir í dag frá nafni nýs flugfélags síns, sem mun bjóða ódýr fargjöld á leiðum í Evr- ópu og tekur til starfa í vor. BA skýrði í nóvember frá fyrirætl- unum um að koma á fót sérstöku flugfélagi, óháðu aðalflugfélaginu, til að komast inn á vaxandi markað fyr- ir ódýrar áætlunarílugferðir frá ann- ars flokks flugvöllum. British Airways hyggst taka upp ódýrt áætlunarflug frá Stansted- flugvelli, norðaustur af London, fyrst með flota átta leiguþota af gerðinni Boeing 737 til borga á ítal- íu, Spáni, í Skandinavíu, Frakklandi og Þýzkalandi. Með framtaki sínu er BA talið ógna flugfélögum eins og Ryanair, EasyJet, Debonair og Virgin Ex- press, sem munu fylgjast með því hvort BA og dótturfyrirtækið hlíta öllum samkeppnisreglum. Hið nýja flugfélag mun einnig keppa við dótturfélag KLM, Air UK, sem hefur einnig bækistöð á Stan- sted-flugvelli Lundúna. SÖLUGENGIDOLLARS Almenn útlán og gengisbundin afurðalán hjá innlánsstofnunum /sopo að meðtöldum markaðsverðbréfum en án ríkisvíxla Milljarðar króna 1996 1997 Breyt. Ríkissjóður og ríkisstofnanir 15.931 21.903 37,49% Bæjar- og sveitarfélög 7.068 6.597 -6,66% Lánastofnanir aðrar en bankar 10.778 16.321 51,43% Fjárfestingarlánastofnanir 6.689 11.368 69,95% Aðrar 4.089 4.953 21,13% Fyrirtæki 108.827 120.832 11,03% Landbúnaður 6.830 7.253 6,19% Sjávarútvegur 31.446 33.815 7,53% Verslun 30.885 31.406 1,69% Samvinnufélög 5.341 5.351 0,19% Olíufélög 1.655 2.436 47,19% Önnur verslun 23.889 23.619 -1,13% Iðnaður 13.979 15.487 10,79% Byggingarverktakar íbúða 2.479 2.962 19,48% Aðrir byggingarverktakar 2.807 3.883 38,33% Samgöngur 3.081 4.072 32,16% Raforkumál 213 203 -4,69% Þjónustustarfsemi 17.107 21.751 27,15% Einstaklingar 68.851 79.335 15,23% íbúðalán 16.419 17.606 7,23% Annað 52.432 61.729 17,73% Útlán alls 211.455 244.988 15,86% Lán innlánsstofnana innbyrðis 145 1.320 810,34% Mikil útlánaþensla í bankakerfínu 1997 Lán til heimila jukust um 10 milljarða ÚTISTANDANDI lán banka og sparisjóða til einstaklinga námu alls um 79 milljörðum króna í árs- lok 1997 og höfðu aukist um 15% á árinu, eða um 10 milljarða. Stærst- ur hluti þessarar aukningar virðist hafa runnið til annarra þarfa en íbúðarkaupa, eða liðlega 9 milljarð- ar. Þetta kemur fram í yfírliti Seðlabankans um stöðu peninga- mála f lok síðasta ár sem nýlega er komið út. Þar sést að heildarútlán og markaðsverðbréf bankakerfis- ins jukust um liðlega 18% á árinu og námu alls 245 milljörðum króna. Mjög mikil aukning virðist hafa orðið á lánum banka og spari- sjóða til ríkis og ríkisstofnana, en þar er einkum um að ræða kaup banka á markaðsverðbréfum frá ríkissjóði. í árslok 1997 námu t.d. spariskírteini í eigu banka og sparisjóða um 11,6 milljörðum og höfðu aukist um nær 3,5 milljarða á árinu. Sömuleiðis var mikil útlánaaukn- ing til fyrirtækja, en þar vega þungt erlend endurlán. Nánari flokkun útlána má sjá á meðfylgj- andi töflu. „Okkur sýnist að bankar og sparisjóðir hafi almennt aukist sína markaðshlutdeild á síðasta ári á kostnað annarra aðila á lánamark- aðnum,“ sagði Yngvi Öm Kristins- son, framkvæmdastjóri peninga- málasviðs Seðlabankans, í samtali við Morgunblaðið. „Lán lífeyris- sjóða og fjárfestingarlánasjóða jukust til dæmis mjög hægt á síð- asta ári. Tilfínning okkar er sú að þróunin í bankakerfínu gefí ekki góða heildarmynd af þenslunni í útlánum. Þegar horft er á lánakerf- ið í heild var um 8% aukning í út- lánastærðum miðað við stöðuna í lok september sem er sami taktur og á árinu 1996.“ Aukin áhersla á lán til einstaklinga Varðandi lán banka og spari- sjóða til heimila bendir Yngvi Örn á að harðnandi samkeppni sé um lán til fyrirtækja og útlánaaukning til fyrirtækja sé fyrst og fremst endurián erlends lánsfjár. Bankai- og sparisjóðir hafi því lagt aukna áherslu á lán til einstaklinga. Þannig hafi bankamir til dæmis hækkað yfirdráttarheimildir hjá einstaklingum og bjóði nú allt að 500 þúsund króna yfirdráttarheim- ild á launareikningum. En þrátt fyrir miklar lántökur heimila virðist sem þau hafi styrkt eiginfjárstöðu sína á síðasta ári án lífeyriseigna, samkvæmt útreikn- ingum Seðlabankans. Er það í fyrsta sinn í langan tíma sem stað- an batnar að þessu leyti. Yngvi Öm bendir á að batnandi eiginfjárstaða endurspegli mikla kaupmáttar- aukningu á síðasta ári og minna at- vinnuleysi. Hafi ráðstöfunartekjur aukist talsvert umfram aukningu einkaneyslu. Peningabréf jöfn og órugg avóxtun Peningabréf eru kjörin leið fyrir þá sem vilja festa fé til skamms tíma, s.s. fyrirtæki, sjóði, sveitarfélög, tryggingarfélög og einstaklinga. Peningabréf eru laus til útborgunar án kostnaðar þegar 3 dagar eru liðnirfrá kaupum. Tveir milljarðar í öruggum höndum. Nafnávöxtun sl. 2 daga 8,13% Nafnávöxtun sl. 3 daga 7,57% Nafnávöxtun sl. 5 daga 7,13% Láttu lausaféð vinna fyrir þig. Aðeins eittsímtal...nýttu þér ráðgjafaþjónustu okkar , og umboðsmanna okkar í öllum útibúum Landsbanka íslands. Verðbréfasjóðir Landsbréfa - þú velur þann sem gefur þér mest , LANDSBRÉF HF. Stv — ' Löggilt verðbréfafyrirtœki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. ANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍMI S35 2000, BRÉFSÍMI 535 2001, VEFSÍÐA www.landsbref.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.