Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 D 7 VIÐSKIPTI ur líka í því að mótá þær breytingar sem eru nauðsýnlegar. Ef ríkið er ekki tilbúið til aðgerða er mikil hætta á að íslenska bankakerfið verði innan tíðar ekki samkeppnis- hæft. Þess vegna skiptir öllu máli hvaða afstaða verður tekin í ríkis- stjórn eða á alþingi. Við hvetjum til þess að giápið verði til aðgerða fyrr en síðar.“ Einkavæðing hefur mikinn meðbyr „Við höfum á undanförnum miss- erum bent á augljósan kost í þessu sem er sameining íslandsbanka og Búnaðai-banka. Slík sameining er ekki eini kosturinn, en við höfum talið að sameining þessara banka ætti að geta orðið tiltölulega ein- föld og gengið hratt fyrir sig. Við höfum lýst skoðunum okkar og rík- isstjórninni er vel kunnugt um þessi viðhorf. Annað hefur ekki gerst.“ Og Valur bendir á í þessu sam- bandi að til skamms tíma hafi ríkis- stjórnir átt undir högg að sækja varðandi einkavæðingu ríkisbank- anna. Þær hafi áður fyrr mætt töluverðri andstöðu. „Viðhorf al- mennings hefur nú algjörlega breyst. Samkvæmt síðustu skoð- anakönnunum eru 75-77% þjóðar- innar fylgjandi því að hlutabréf ríkisins í ríkisviðskiptabönkunum verði seld og einungis 11-12% and- víg. Þetta er ný staða fyrir stjórn- málamenn. í stað andstöðu er kom- inn mikill meðbyr og það gerir þeim auðveldara að draga úr hlut ríkisins á fjármagnsmarkaðnum, sem hefur verið yfírgnæfandi um áratuga skeið.“ Nýtt verðbréfafyrirtæki í Fjár- festing-arbankanum - Fjárfestingarbanki atvinnulífs- ins hefur lýst því yfir að hann muni færa nokkuð út kvíarnar frá því sem var hjá fyrirrennurum hans, gömlu fjárfestingarlánasjóðunum. I því skyni hefur hann meðal ann- ars laðað til sín nokkra starfsmenn frá fslandsbanka. Hvernig horfir þessi nýja samkeppni við þér í ljósi þess að hér er um banka í eigu rík- isins að ræða? Er eðlilegt að ríkið sé að efna til slíkrar samkeppni við einkaaðila og jafnframt við sínar eigin stofnanir? „Mig furðar nokkuð á þessari þróun. Yfirlýstur tilgangur með stofnun Fjárfestingarbankans þeg- ar málið var til umræðu á alþingi var að sameina fjórar lánastofnanir ríkisins og með þeim hætti draga úr kostnaði. Hinn nýi Fjárfesting- arbanki átti að taka við starfsemi Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs, Iðn- þróunarsjóðs og Útflutningslána- sjóðs og keppa við aðra á lána- markaðnum með lægri kostnaði en hinir fjórir sjóðir hefðu getað gert. Reyndar sjáum við engin sérstök merki þess að draga fari úr hagvexti eða ein- hverjir erfiðleikar séu úti við sjóndeild- arhring, en við erum þess meðvituð að efnahagslífið gengur í sveiflum og við vitum að útlánavandamál framtíðarinn- ar verða til í góðærinu. Nú hefur komið í ljós að til viðbót- ar við hefðbundna lánastarfsemi er í raun verið að stofna verðbréfafyr- irtæki inni í þessum nýja ríkis- banka með tilheyrandi kostnaði og fjölgun starfsfólks. Það sem veldur furðu manna er að ríkið skuli vera að standa í þessu núna, í raun að auka umsvif sín á þessum markaði, þar sem það var fyrir með 60-70% markaðshlutdeild, á sama tíma og það er yfirlýst stefna ríkisstjórnar- innar að draga úr afskiptum ríkis- ins af þessum markaði. Þetta er furðuleg þróun og gagnrýnd af mörgum." - Hafið þið gert einhverjar form- legar athugasemdir vegna þessa? „Nei, alþingi ákvað að nýi ríkis- bankinn hefði lagalegt svigrúm til að gera þetta og stjórn bankans hefur síðan ákveðið framhaldið. Við bendum hins vegar á ósamræmið í orðum stjórnvalda og aðgerðum. Við erum alls ekki á móti sam- keppni nema síður sé, en finnst undarlegt að þurfa alltaf að keppa við ríkisvaldið. Það er nóg af einka- aðilum sem væru reiðubúnir að taka þetta að sér.“ Erlendir bankar sýna fslandi meiri áhuga - Finnið þið meira fyrir erlendri samkeppni en áður? „Þegar efnahagslægðin var hér mest drógu margir erlendir bankar sig i hlé og sinntu Islandi minna en áður. Með batnandi efnahag hafa erlendir bankar hins vegar sýnt lánveitingum til íslands meiri áhuga. Þeir hafa fyrst og fremst beint sjónum sínum að íslenska ríkinu, ríkisstofnunum, opinberum fyrirtækjum og stærstu einkafyrir- tækjunum. Núna sjáum við merki þess að erlendir bankar sýna minni fyrirtækjum áhuga sem þeir gerðu ekki áður. Þessi þróun sýnir okkur meðal annars að Islendingar geta ekki treyst alfarið á erlenda banka því þeir eru fljótir að fara ef efna- hagsástandið versnar? - Eftir hvaða skipulagi er unnið hjá íslandsbanka um þessar mund- ir og eru einhverjar breytingar framundan á því? „Haustið 1995 var ákveðið að endurnýja alla stefnumótun í bank- anum. Þá var ljóst að efnahagslífið |\|y símanúmer wF mm W W m W m # a nyju ari Við hjá Fálkanum fögnum nýju ári og hækkandi sól með því að kynna til sögunnar ný símanúmer fyrirtækisins. Aðalnúmerið en 540 7000 Netfangið er falkinn@falkinn.is Nýja faxnúmerið er 540 7001 Samband frá skiptiborði við allardeildirfra mánudegi til föstudags kl. 9:00 -18:00. Beint innval á deildir Verslun (Reiðhjól, sport- og heimilisvörur): 540 7010 Véla- og bílahlutin 540 7040 Raftæknivörur: 540 7060 Rafvélaverkstæði: 540 7069 Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík # e # $ ö # # # Q # © Í © # © # © 1 © ©M © © i 0 © © © © ©» * © e © © © © í © © © © © o < 0 @ ® 0 ® ••••••• »•••••< • •»•< »•••• var að taka miklum breytingum til batnaðar, samkeppnin var að aukast, tæknibreytingar hafa orðið miklar í bankaheiminum og þarfir viðskiptavinanna breytast líka. Við vildum aðlaga okkur að þessum breytingum. Við unnum að þessu veturinn 1995-1996 og niðurstaða stefnumótunar okkar byggist á því sem við köllum „hagur hluthafa" eða það sem nefnt er á ensku „shareholder value“. Lykilatriðin eru að vera með arðsaman rekstur, vaxandi tekjur og stöðugleika í þróuninni. Þessi þrjú atriði leiða síðan til þess að hagur hluthafanna batnar. Eftir þessari grundvallar- hugsun höfum við verið að vinna. Gerðar hafa verið skipulagsbreyt- ingar í yfirstjórn, rekstri útibúa- kerfisins hagrætt og húsnæði minnkað. Þá hefur verið stofnað fyrirtækjasvið í bankanum um leið og markmiði VIB var breytt á þá leið að fyrirtækið er nú hreint eignastýringarfyrirtæki. Við tök- um eftir því að þessar breytingar sem við gerðum fyrir rúmu ári hafa síðan orðið keppinautum okkar til- efni til að breyta sínu skipulagi í sama far. Þessar breytingar sem við réð- umst í hafa örugglega skilað sér í bættri afkomu og mikilli hækkun á hlutabréfaverði. Það er augljóst að þetta hafði mjög góð áhrif á starf- semi VÍB því fyrirtækið þurfti ekki lengur að þjóna tveimur herrum ef þannig má að orði komast, þ.e. bæði að annast eignastýringar- starfsemi og þjónustu við fyrir- tæki. Árangurinn er sá að VÍB er nú með í sinni umsjón og ávöxtun um 45 milljarða króna sem eru í eigu sjóða, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Á síðasta ári jókst fjármagnið sem VÍB hefur til um- sjónar um 50% eða úr 30 milljörð- um í 45 milljarða. Við sjáum einnig merki þess að með stofnun fyrir- tækjasviðs getum við sinnt þjón- ustu við stærri fyrirtæki á miklu markvissari hátt en áður. Árangur- inn sem þegar er kominn í Ijós bendir tvímælalaust til þess.“ Breytt hlutverk útibúa „Eitt af því sem gerir nauðsyn- legt að við endurskipuleggjum starfsemi okkar er sú staðreynd að sjálfvirkni er að aukast mjög mikið í bankakerfinu. Árið 1990 voru 5% allra færslna í bankanum sjálfvirk- ar eða gerðar með sjálfsafgreiðslu, t.d. hraðbönkum. Um 95% allra færslna voru handunnar, t.d. með skráningu tékka. Árið 1997 voru 55% færslnanna sjálfvirkar og 45% handvirkar. Við áætlum að um aldamótin verði um 80% færsln- anna sjálfvirkar. Þetta hefur breytt allri* vinnu í útibúunum á mjög skömmum tíma og af þessum ástæðum m.a. höfum við verið að breyta þeim. Þau voru áður fyrst og fremst afgreiðslustöðvar en eru nú sölu- og þjónustumiðstöðvar. Hlutverk útibúanna er því að breytast. Útibúakerfið hefur skilað okkur góðum hagnaði og þau eru uppspretta viðskiptatækifæra, bæði fyrir dótturfélögin og fyrir- tækjasviðið. Við teljum því að í úti- búanetinu felist mikill styrkur, en jafnframt þurfi það að vera rekið á sem hagkvæmastan hátt hverju sinni.“ - Eru einhverjar breytingar framundan á þessu ári hvað varðar stefnumótun? „Við gerðum mikið í fyrra og er- um alltaf að skoða nýjungar að þessu leyti. Eitt af því sem er í mikilli gerjun er að koma útibúun- um fyi’ir í minna húsnæði en áður. Sú þróun heldur áfram á þessu ári þannig að við getum selt og leigt frá okkur húsnæði sem áður var bundið í útibúarekstri, án þess að draga á nokkurn hátt úr þjónustu við viðskiptavini. Þá vil ég nefna nýjar brautir sem við erum að fara inn á við stjórnun áhættu í rekstrinum. Um er að ræða nýja stjórnunartækni sem rutt hefur sér til rúms hjá erlend- um fjármálafyi’irtækjum síðustu árin. Áhættan í rekstri nútíma- banka felst ekki einungis í útlánum heldur einnig í vaxtaþróun, gengis- og verðbólguþróun svo dæmi séu nefnd. Við erum að þróa stjórnun- araðferðir sem gera okkur kleift í framtíðinni að hafa mun betri stjórn á þessum áhættuþáttum en áður var.“ Eitthvað dregur úr aukningunni - En hvernig horfir framhaldið við þér? Vart er við því að búast að jafnmikill uppgangur verði í starf- seminni hjá Islandsbanka í náinni framtíð. „Við höfum gert ráð fyrir að eitt- hvað dragi úr þeirri miklu aukn- ingu sem verið hefur í starfsemi okkar og reyndar annarra Iána- stofnana. Aukningin á þvi ári sem nú er nýbyrjað og á komandi árum verði eitthvað hægari en áður. Reyndar sjáum við engin sérstök merki þess að draga fari úr hag- vexti eða einhverjir erfiðleikar séu úti við sjóndeildarhring, en við er- um þess meðvituð að efnahagslífið gengur í sveiflum og við vitum að útlánavandamál framtíðarinnar verða til í góðærinu." Pegar m ■■ me m joröm brennur.. a/c'»ar/CaA . sðoan ÖUr N°kk°yur &Us Afall getur skaöaö ímynd fyrírtækisins Námstefna í áfallastjórnun (Crisis Management) fyrir stjórnendur sem viija vera undir áfalliö búnir Þriðjudaginn 3. febrúar 1998 kl. 13:00 tii 17:00 Grand Hótel Reykjavík Fyrirlesari er David Brotzen, yfirmaður áfallastjómunar Hill & Knowlton International, sem er eitt stærsta ráð- gjafarfyrirtæki heims í kynningar- og upplýsingamálum. Hann er sérfræðingur í áfallastjómun og hefur unnið við ráðgjöf hjá fyrirtækjum víða um lönd. Dagskrá námskeiösins 13:00 Innritun 13:15 Crisis Case Studies: Estonia Ecoli Banking • Trends in Crisis and International Media • Key Principles in Crisis Management • Kaffiveitingar • Core Components of a Crisis Plan • Discussion, Questions and Answers • Interactive Exercise 17:00 Lok námskeiðs Þátttökubókun Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Vinsamlegast bókið þátttöku með því að hafa samband við Heiðu Lám Aðalsteinsdóttur í síma 562 24 11, fax 562 34 11 eða netfang: heidalara@kom.is HILLand KNOWLTON Associate komT KYNNING 0G MARKAÐURehf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.