Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
VALUR Valsson, bankastjóri Islandsbanka hf.
Morgunblaðið/Kristinn
VALUR Valsson, banka-
stjóri íslandsbanka, getur
litið ánægður um öxl í
byrjun ársins 1998.
Fyrstu níu mánuði ársins 1997 skil-
aði bankinn 825 milljóna króna
hagnaði eða nær 70% meiri hagnaði
en á sama tímabili árið 1996. Hefur
því verið spáð að hagnaður bankans
á árinu í heild verði um eða yfir 1
milljarður, en engar tölur liggja þó
fyrir í því efni. Hlutabréf í bankan-
um hafa í kjölfarið farið hækkandi á
síðustu misserum og nam hækkun
nýliðins árs 95%. Umsvif bankans
hafa aukist hröðum skrefum og nú
er svo komið að efnahagsreikning-
urinn nemur tæplega 90 milljörð-
um.
Valur man þó tímana tvenna í
þessum efnum því bankinn glímdi
við talsverða rekstrarerfiðleika á
árunum 1992-1993 og mátti þá þola
verulegt tap. Af þessum ástæðum
er áhugavert að spyrja Val Valsson
í upphafi hvernig hann meti reynsl-
una af rekstri bankans allt frá því
hann hóf starfsemi fyrir átta árum
eftir samruna fjögurra lítilla banka.
„Þótt við sem hér störfum telj-
um að sameiningarferlinu hafi ekki
lokið fyrr en við fluttum höfuðstöðv-
amar á Kirkjusand, þá hafði það
meira táknrækna merkingu. í raun
lauk helstu verkefnum sameining-
arinnar á þremur árum. Sú vinna
sem fór fram á þessum fyrstu árum
og fólst í því að ná fram hagræðingu
í rekstrinum var mjög víðtæk. Hún
náði til útibúakerfisins, allra þjón-
ustuþátta, skipulagsmála, starfs-
mannamála og tölvumála.
Við metum það svo að samein-
ingin hafi skilað okkur rekstrarbata
sem jafngildir um einum milljarði á
ári eða með öðrum orðum, rekstrar-
kostnaður Islandsbanka er um eitt
Banki á beinu
brautinni
íslandsbanki sýndi bestan árangur á ís-
lenska hlutabréfamarkaðnum á árinu
1997 þegar bréf í bankanum nær tvöföld-
uðust í verði. Kristinn Briem ræddi við
Val Valsson, bankastjóra, um rekstur
bankans, horfur í bankamálum á Islandi
og breytt skipulag.
þúsund milljónum lægri á ári, en ef
bankarnir fjórir hefðu haldið áfram
að starfa. A sama tíma hafa hins
vegar umsvifin aukist töluvert mik-
ið, þannig að núna sinnum við mun
fjölbreyttari starfsemi en við gerð-
um þegar bankinn var stofnaður
með mun minni tilkostnaði. I okkar
augum er því ávinningurinn af sam-
einingunni ótvíræður. Við getum að
nokkru leyti þakkað góðan árangur
að undanförnu því mikla starfi sem
þama fór fram. Það gleymist einnig
stundum að starfsfólkið okkar öðl-
aðist afar mikla reynslu við að fara í
gegnum þetta sameiningarferli. Ég
held að fyrir vikið sé það mun hæf-
ara til að bregðast við nýjum að-
stæðum og nýta tækifæri á mark-
aðnum. í þessu felast verðmæti fyr-
ir okkur og þessi reynsla starfs-
fólksins styrkir okkur í samkeppn-
inni.“
Besta ár 1 sögu íslandsbanka
- Eftir erfið ár kringum 1993 hef-
ur Islandsbanki rétt mjög úr kútn-
um og skilaði mjög góðum árangri á
síðasta ári. Eiga minnkandi af-
skriftir ekki hér stóran hlut að
máli?
„Þótt afkoma síðasta árs liggi
ekki íyrir þá get ég samt fullyrt að
árið 1997 hafi verið besta ár í sögu
íslandsbanka. Ég vil nefna þrjá
þætti sem stuðla að því. I fyrsta lagi
hefur efnahagsástandið verið okkur
hagstætt. Á sama hátt og við áttum
í miklum rekstrarerfiðleikum þegar
efnahagslægðin var hvað dýpst þá
hefur uppsveiflan í efnahagslífinu
núna komið okkur til góða. í öðru
lagi held ég að skýr stefnumótun og
margvíslegar breytingar í rekstrin-
um á undanförnum árum eigi þátt í
því að við höfum verið að einbeita
okkur að réttum hlutum. I þriðja
lagi þá erum við með afburða dug-
legt starfsfólk sem bæði hefur sýnt
mikið frumkvæði og mikinn sveigj-
anleika. Það á drjúgan þátt í þess-
um góða árangri. I rekstri fyrir-
tækja skiptast á skin og skúrir. Þótt
nú gangi vel, er hollt að minnast
þess, að oft er skammt í erfiðleika.
Varðandi reksturinn sjálfan má
segja að síbatnandi afkoma stafi af
nokkrum þáttum. í fyrsta lagi hefur
okkur tekist að halda rekstrar-
kostnaði niðri. I öðru lagi hafa tekj-
ur verið að aukast vegna þess að
umsvifin hafa verið að aukast. í
þriðja lagi hafa afskriftir útlána ver-
ið að minnka umtalsvert. Þær eru
nú lægri en þær hafa nokkru sinni
verið í sögu bankans."
Efnahagsreikningur um 90
milljarðar
- Hvernig þróuðust umsvif ykkar
á síðasta ári?
„Okkur sýnist að heildarefna-
hagsreikningur Islandsbankasveit-
arinnar hafi vaxið um 14% á síðásta
ári og sé nú kominn í um 90 millj-
arða króna. Fyrir tveimur árum var
niðurstöðutala efnahagsreiknings-
ins 65 milljarðar króna. Aukningin
síðustu tvö árin er því um 38%. Á
síðasta ári jukust innlán um 12,1%,
skuldir við lánastofnanir um 47,8%
en lántökur á markaði drógust sam-
an um 1%. Þessar tölur endm-spegla
að á síðasta ári varð mikil aukning í
erlendum útlánum bankans. Við-
skiptavinir juku lántökur sínar í er-
lendri mynt á kostnað innlendra
lána. Ástæða þessa er fyrst og
fremst sú að vextir hafa verið lægri
erlendis en á íslandi og fyrirtækin
hafa verið að notfæra sér það til að
lækka fjármagnskostnað. Okkur
sýnist að útlán til viðskiptamanna
hafi í heild aukist um rúmlega 13%.
Og þá vil ég nefna að viðskiptastofa
okkar jók starfsemi og tekjur sínar
verulega á árinu. Á síðasta ári var
því aukning í umsvifum okkar eins
og var árið áður og sú aukning á að
sjálfsögðu hlut í góðri afkomu."
- Nú fékk íslandsbanki lánshæf-
ismat hjá Moodýs fyrir skömmu.
Hvernig hefur reynslan verið af því
á erlendum lánamarkaði?
„í þessum mánuði buðum við út
skuldabréfaflokk á erlendum mark-
aði. Eftir því sem við best vitum þá
er það í fyrsta skipti sem íslenskt
einkafyrirtæki býður út skulda-
bréfaflokk erlendis. Ætlunin var að
selja bréf fyrir 50 milljónir dollara,
en við enduðum með því að seija
fyrir 75 milljónir dollara. Þetta fé er
til langs tíma og verður meðal ann-
ars notað til að greiða upp önnur
óhagstæðari lán. Kjörin vora að
okkar mati mjög góð. Lánshæfis-
mat Moodýs skipti þarna sköpum.
Bæði fengum við betri kjör en ella
og eins vildu fleiri kaupa bréfin.“
- Þið hafið einnig tekið víkjandi
lán nýlega.
„Til þess að hafa eiginfjárhlutfall-
ið yfir 10% þá voru fyrir áramótin
gefm út víkjandi skuldabréf á inn-
lendum markaði að fjárhæð 500
milljónir. Þau bréf seldust upp sam-
dægurs."
„Bankar og sparisjóðir
of margir"
- Forráðamenn íslandsbanka
hafa oft lýst áhuga á samruna við
Búnaðarbankann og einnig hefur
það verið nefnt að sameining við
Landsbankann sé ekkert síðri kost-
ur. Hvemig standa þessi mál nú?
„Það hljómar kannski dálítið ein-
kennilega að við hjá íslandsbanka
séum að tala um nauðsyn breytinga
nú. Við höfum verið að ganga í
gengum sameiningu og draga mjög
úr rekstrarkostnaði þannig að
reksturinn er orðinn mjög arðsam-
ur. En ástæðan er sú að erlendis
hafa verið að gerast mjög afdrifa-
ríkir hlutir upp á síðkastið. Samein-
ingarhrina hefur gengið yfir banka-
kerfið, bæði vestanhafs og austan.
Bönkum er ört að fækka og þeir eru
að stækka. Megintilgangur þessara
sameininga er að lækka kostnað.
Við stöndum þá skyndilega
frammi fyrir því að okkar erlendu
keppinautar munu í framtíðinni
geta boðið þjónustu á betra verði en
við nema við bregðumst við á ein-
hvern hátt. Það er nánast sama
hvaða mælikvarði er notaður í sam-
anburði við þá nýju stöðu sem kom-
in er upp í samkeppninni. íslenska
bankakerfið er of dýrt. Bankar og
sparisjóðir era of margir, afgreiðsl-
ur of margar og heildarrekstrar-
kostnaður bankakerfisins á íslandi
of mikill. Af þessari ástæðu erum
við að hvetja til aðgerða á íslandi til
að styrkja íslenska bankakerfið.
Hér era aðstæður að því leyti öðra-
vísi en nánast alls staðar annars
staðar að ríkið leikur aðalhlutverk-
ið. Islandsbanki er eina einkafyrir-
tækið á fjármálamarkaðnum á ís-
landi. Ríkið leikur því aðalhlutverk-
ið, ekki aðeins í samkeppninni, held-