Morgunblaðið - 29.01.1998, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 D 3
VIÐSKIPTI
Fólk
Nýir starfs-
menn Ut-
flutnings-
ráðs Islands
• HANNES Birgir Hjálmarsson
hefur tekið til starfa sem mark-
aðsstjóri til leigu.
Hann lauk MS-
prófi í rekstrar-
fræði við Boston
University í
Brussel 1997 og
MA-prófi í al-
þjóðasamskiptum
árið 1994. Hann
lauk BA-prófi í al-
þjóðasamskiptum frá Schiller
International University í Heidel-
berg árið 1993 og íþróttakennara-
prófi á íslandi 1990. Hannes Birg-
ir starfaði áður hjá Heimilistækj-
um hf. og við kennslu í Valhúsa-
skóla.
• INGÓLFUR Sveinsson hóf
störf hjá sjávarútvegssviði Út-
flutningsráðs í
haust. Hann hefur
m.a. umsjón með
verkefninu
„North Atlantic
Solutions" (NAS).
Hann lauk prófi
frá útvegssviði
Tækniskóla Is-
lands sem iðn-
rekstrarfræðingur 1993. Auk þess
hefur hann stundað tungumála-
nám í Rússlandi og Englandi.
Ingólfur starfaði áður hjá Skag-
strendingi hf. og Marbroddi ehf. á
Skagaströnd.
• RAGNHEIÐUR E. Árnadóttir
kom til starfa á skrifstofu Útflutn-
ingsráðs sl. sum-
ar. Hún starfar að
undirbúningi
vegna þátttöku ís-
lands í heimssýn-
ingunni í Lissa-
bon, EXPO ‘98.
Hún er stjóm-
málafræðingur frá
Háskóla Islands
og lauk MSFS prófi í milliríkja- og
alþjóðaviðskiptum við Georgetown
University í Washington DC, árið
1994. Ragnheiður starfaði áður á
skrifstofu Útflutningsráðs í New
York.
• STEFÁN Jónsson hóf störf á
Fjárfestingarskrifstofunni í ágúst
sl. og starfar þar
sem verkefnis-
stjóri. Hann lauk
prófi frá Tækni-
skólanum sem iðn-
aðartæknifræð-
ingur af vöruþró-
unar- og nýsköp-
unarsviði árið
1992 og sem iðn-
rekstrarfræðingur árið 1990.
Einnig lauk hann sveinsprófi í
húsasmíði árið 1987. Stefán starf-
aði sem framkvæmdastjóri At-
vinnuþróunarfélags Þingeyinga sl.
5 ár.
• SIGRÚN Lilja Guðbjartsdóttir
er upplýsingafulltrúi Útflutnings-
ráðs og veitir jafn-
framt Euro Info
skrifstofunni for-
stöðu. Hún lauk
hagfræðiprófi frá
Háskóla Islands
árið 1992 og
Cand.merc.-prófi
fi-á viðskiptahá-
skólanum í Árósum 1996.' Sigrún
hóf störf hjá Útflutningsráði í jan-
úar 1997.
Markaðsráðgjafar
erlendis
Þjónusta við íslensk fyrirtæki
sem hyggjast hasla sér völl á er-
lendri grund hefur tekið talsverð-
um breytingum á undanförnum
misserum. Helstu breytingarnar
felast í því að utanríkisráðuneytið
hefur tekið við rekstri viðskipta-
skrifstofa, en Útflutningsráð hef-
ur sett á laggirnar markaðsráð-
gjöf fyrir fyrirtæki á tilteknum
svæðum.
Til að mæta þörf fyrirtækja
sem stunda eða hyggja á útflutn-
ing er þessari þjónustu ætlað að
veita íslenskum fyrirtækjum
sveigjanlega og tímabundna sér-
þekkingu á málefnum viðkomandi
greina.
Fyrirkomulagið er mun léttara í
vöfum og ódýrara en hefðbundið
skrifstofuhald auk þess sem það
býður upp á mikla möguleika til að
nýta tímabundin sóknarfæri er
geta skapast við ákveðnar aðstæð-
ur að því er kemur fram í frétt frá
Útflutningsráði. Markaðsstjórar
erlendis verða ráðnir fyrir einstök
verkefni þar sem þeir búa yfir sér-
þekkingu á viðkomandi markaði,
enda felst starf þeirra fyrst og
fremst í því að selja vörur íslensku
framleiðendanna. Markaðurinn
takmarkast ekki endilega við land-
svæði, allt eins getur verið um
ákveðna vörutegund að ræða. Út-
flutningsráð greiðir launakostnað
markaðsráðgjafanna, en fyrirtækin
sjálf allan annan kostnað.
Fjórir markaðsráðgjafar er-
lendis eru þegar starfandi á veg-
um Útflutningsráðs, en í framtíð-
inni gætu þeir verið frá fjórum
upp í tíu, allt eftir þörfum. í öllum
tilvikum standa nokkur fyrirtæki
bak við framtakið.
Fyrsti markaðsráðgjafinn, Árni
Gíslason, hóf störf í byrjun maí-
mánaðar. Hann fórst í flugslysi
við störf á leið frá Guatemala til
Mexíkó hinn 14. júní sl. Matthías
E. Jónsson var
ráðinn í hans stað
til að Ijúka verk-
efnum í Argent-
ínu og Mexíkó
fyrir DNG Sjóvél-
ar pg Trefjar hf.
Á Grænlandi
hefur Inga Dóra
Guðmundsdóttir
verið ráðin til
starfa fyrir
Ágæti, Bláa Lón-
ið, DNG Sjóvélar,
Eimskip, Kjarna-
fæði, Plastprent,
Sól-Víking og
Vestfírsku harð-
fisksöluna.
I Murmansk í Rússlandi starfar
Valery I. Kostikov á vegum
Hampiðjunnar, J.
Hinrikssonar og
Sölumiðstöðvar
hraðfrystihús-
anna.
Allar nánari upp-
lýsingar um
markaðsráðgjafa
erlendis fást á
skrifstofu Út-
flutningsráðs.
I Danmörku sinnir Torben Ole
Vogter markaðsráðgjöf fyrir fjöl-
mörg matvælafyrirtæki. Þau fyr-
irtæki eru: Akva, Catco, Í.S.;
Hamborg, íslensk matvæli, ís-
lenskt marfang, Osta- og smjör-
salan, Sláturfélag Suðurlands,
Snakícfiskur, Sól-Víking, Vest-
firska harðfisksalan og Ommu-
bakstur.
Ráðinn fram-
kvæmdastj óri
VSÓ á Akureyri
• MAGNÚS Magnússon verkfræð-
ingur hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri VSÓ
ráðgjafar ehf. Akur-
eyri. VSÓ Ráðgjöf
Ákureyri ehf. býður
alhliða ráðgjafar-
þjónustu á Norður-
landi og ráðgjöf á
sviði rekstrar,
gæða- og umhverf-
isstjómunar á ís-
landi. Félagið sérhæfir sig í ráðgjöf
við sj ávarútvegsfyrirtæki, íslensk og
erlend. VSÓ Ráðgjöf á Akureyri þjón-
ar viðskiptavininum í nánu samstarfi
við VSÓ Ráðgjöf ehf., Arkitekta- og
verkfræðistofu Hauks á Akureyri og
Rannsóknaþjónustu Háskólans á
Akureyri.
Magnús hefur sl. 10 ár unnið sem
framleiðslustjóri Síldarvinnslunnar
hf. í Neskaupstað og hjá ÚA hf. sem
útgerðartjóri og síðast forstöðumaður
framleiðslu- og markaðssviðs. Kona
hans er Kristrún Guðbergsdóttir
meinatæknir og eiga þau þrjú böm.
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WINDOWS
Traust kerfi
Rómuð þjónusta
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
Ford Fiesta Courier
2,8 rúmmetra flutningsrými
Verð: 1.035.000 ánVsk.
Til afgreiðslu strax!
FAXAFENI 8 • 515 7010
Ford Escort Van
750 kg. burðargeta
Verð: 1.035.000 án Vsk.
Umboð:
Brimborg-Þórshamar
Tryggvabraut 5
Akureyri
sími 462 2700
Bílasala Keflavíkur
Hafnargðtu 90
Reykjanesbæ
sími 421 4444
Við eigum góða sendibíla
sem passa öllum!