Morgunblaðið - 29.01.1998, Síða 10
10 D FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
BANDARÍSKI hugbúnaðar-
risinn Microsoft gafst upp
fyrir hótnunum dómsmála-
ráðuneytisins í síðustu viku
og féllst á, að tölvuframleiðendur
gætu notað Windows 95-stýrikerfið
án þess að nota um leið hugbúnað
frá fyrirtækinu til að vafra um á al-
netinu. Með samkomulaginu komst
Microsoft hjá lögsókn að sinni en
margir segja, að hrokafull afstaða
þess sé meiriháttar klúður, sem hafi
stórspillt ímynd þess. Bandaríska
dómsmálaráðuneytið er líka með til
athugunar annað mál gegn fyrir-
tækinu, sem yrði þá miklu víð-
tækara en það, sem útkljáð var fyrir
rétti í síðustu viku. Það gæti haft
áhrif á markaðssetningu Windows
98 síðar á árinu og vegið að þeirri
stefnu fyrirtækisins að nota
Windows til að koma sér fyrir á nýj-
um mörkuðum.
„Bill Gates skildi loks, að honum
höfðu orðið á alvarleg mistök. Það
rann allt í einu upp fyrir honum, að
hrokinn hafði öfug áhrif við það,
sem hann ætlaði," sagði einn lög-
fræðinganna, sem unnu að málinu í
fyrri viku. Opinberir saksóknarar
vilja hins vegar ekkert segja um
það mál, sem nú er í athugun, að-
eins, að verið sé að skoða ýmsa við-
skiptahætti Microsoft. Meðal þeirra
má neftia fjárfestingu Microsoft í
nýrri myndbandstækni, hlut þess í
gamla keppinautnum, Apple
Computer, og tilraunir til að ná
sömu yfirburðastöðu og það hefur í
hugbúnaði einkatölvunnar á öðrum
mörkuðum. Mesta áhyggjuefni
þeirra, sem berjast gegn hringa-
myndun eða einokun, er, að með til-
komu Windows 98 muni Microsoft
kæfa alla samkeppni á vaframark-
aðnum.
Mikilvægur
markaður
Microsoft og dómsmálaráðuneyt-
ið hafa verið að kljást frá árinu 1994
þegar fyrirtækið var kært fyrir að
nota samninga við tölvuframleið-
endur um Windows til að klekkja á
keppinautunum. Gates gaf þá kæn-
lega eftir, féllst á minniháttar
breytingar og hélt réttinum til að
vinna að þróun „samhæfðrar" fram-
leiðslu. Þetta var sigur fyrir
Microsoft, sem hélt áfram að þenj-
ast út sem aldrei fyrr. Vaframálið
er að segja má endurtekið efni frá
1994 enda eru vafrar, sem tengja
tölvunotendur við alnetið, mikill og
vaxandi markaður.
Málalokin í síðustu viku munu
BILL Gates - hrokagikkur á skipulögðu undanhaldi.
Atlagan að
ofíirveldi
Microsofts
Bandaríska dómsmálaráðuneytið vann
nokkurn sigur í síðustu viku þegar hug-
búnaðarrisinn Microsoft féllst á að gefa
tölvuframleiðendum kost á að skilja á milli
kaupa á Windows-stýrikerfínu og vafrans
fyrir alnetið. Það var þó ekki sú niður-
staða, sem vakti hvað mesta athygli, held-
ur hrokinn, sem þótti einkenna afstöðu
Microsoft, öðru nafni Bill Gates.
ekki breyta miklu um stöðu
Microsoft enda segjast tölvufram-
leiðendur ætla að nota Microsoft-
vafrann vegna þess, að hann er gott
og öflugt tæki. Trúlega getur fyrir-
tækið lokið öðrum málum með sama
hætti og aðallega vegna þess, að
Windows-stýrikerfið er orðið viður-
kenndur staðall á sínu sviði. Fyrir-
tækið hefur á sínum vegum næstum
óvígan her af tölvufræðingum og
forriturum og þeir munu halda
áfram að þróa nýjan hugbúnað, þar
á meðal fyrir viðskipti á alnetinu og
gagnvirkt sjónvarp, fyrir Microsoft
og aðeins fyrir Mierosoft.
Ograndi framkoma
Ósveigjanleg afstaða Bill Gates
hefur hins vegar reitt embættis-
menn í dómsmálaráðuneytinu til
reiði og hvatt þá fremur en latt til
að gera nýjar atlögur að Microsoft.
Samkvæmt heimildum er til athug-
unar að krefjast þess, að Microsoft
bjóði einnig upp á Windows 98 án
vafra en það myndi bæta stöðu
Netscape Communications, helsta
keppinautsins á þessum markaði.
Þannig mætti koma í veg fyrir, að
Microsoft eignaði sér í raun aðgang-
inn að alnetinu.
Sagt er, að ráðuneytið sé einnig
að skoða samninga Microsoft við
þjónstufyrirtæki, sem tengja not-
endur við alnetið og selja og dreifa
vöfrum, en þeir gætu orðið grund-
völlur fyrir málshöfðun ef
Microsoft-vafranum er ívilnað sér-
staklega með þeim. Þá er verið að
skoða hundruð samninga, sem
Microsoft hefur gert sl. tvö ár við
þá, sem útvega upplýsinga- og
skemmtiefni á alnetinu.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið
hefur örugglega ekld hug á því að
stoppa Windows 98 og enn er ekki
jjóst hvort það höfðar mál á grund-
velli laga um bann við hringamynd-
un og einokun. Gates og aðrir
frammámenn Microsoft virðast líka
hafa lært eitthvað af málinu frá í
síðustu viku og hafa nú ráðið til sín
Haley Barbour, fýrrverandi for-
mann fjáröflunamefndar Rep-
úblikanaflokksins, og Mark Fabiani,
fýrrverandi lögfræðing Hvita húss-
ins, til að bæta ímynd fyrirtækisins.
Samkomulagið frá í fyrri viku
mun ekki breyta miklu fýrir
Netscape, sem hefur nú ákveðið að
gefa Navigator-vafrann eins og
raunar Microsoft gerir með sinn.
Áður fyrr var Netscape með 90%
vaframarkaðarins en nú er hlutur
þess ekki svipur hjá sjón. Fyrirtæk-
ið er rekið með tapi og búist er við
fækkun starfsfólks. I málaferlun-
um að undanfomu mótmælti Gates
ákvörðunum dómarans, Thomas P.
Jacksons, á öllum stigum, kallaði
þær „vitlausar“ og beið ekki boð-
anna með að áfrýja þeim. Varð það
ekki til að auka hróður hans eða
fyrirtækisins. Það er líka haft eftir
ónefndum starfsmönnum Microsoft,
að það eða forsvarsmenn þess séu
búnir að gleyma því hvað felst í al-
mennri kurteisi.
Fram kemur í skoðanakönnun
tímaritsins Fortune meðal fram-
kvæmdastjóra, að 73% telja
Microsoft eitt mikilvægasta fyrir-
tækið í Bandaríkjunum en í könnun,
sem Merrill Lynch gerði meðal 50
upplýsingastjóra stórra tækniíýrir-
tækja, sögðust 59% þeirra telja, að
Microsoft misnotaði aðstöðu sína.
62% voru þó á þeirri skoðun, að fyr-
irtækið ætti að fá að samhæfa vafr-
ann og stýrikerfið.
Helstu viðskiptavinir Microsoft
ætla sér ekki að hætta að nota hug-
búnaðinn frá fyrirtækinu og margir
telja, að það geti bætt ímynd sína,
það er að segja ef það bíður ekki
með það stundinni lengur. Að öðr-
um kosti gæti hann orðið varanleg-
ur.
Við einir vitum
Bill Gates og lögfræðingar hans
þyrftu líka að átta sig á því, að þeir
sækja ekki gull í greipar Jacksons
dómara. Hann er kunnur fýrir að
láta ekki tæknilegt moldviðri og
málalengingar rugla sig í ríminu.
Lögfræðingar Microsoft byggðu
vömina á því, að fýrirtækið eða
starfsmenn þess vissu meira um
hina huldu heima hugbúnaðarins en
ríkisvaldið og þar með dómarinn og
á því hömruðu þeir í sífellu. Ekki
væri hægt að verða við kröfu dóm-
arans um að skilja vafrann frá
vegna þess, að það myndi lama
stýrikerfið. Lögfræðingur ríkis-
valdsins gerði það hins vegar fýrir
þá með einfaldri skipun, „bæta
við/fjarlægja“, búnaði, sem fylgir
Windows.
Framkoma Microsoft-lögfræðing-
anna og öll þeirra hemaðarlist, sem
Bill Gates lagði blessun sína yfir,
þykir segja mikla sögu um andann,
sem ríki innan fyrirtækisins. Hann
sé sá sami og hjá Gates sjálfum.
Stefnan sé sú, að ráðast á keppi-
nautana með kjafti og klóm og eira
engum.
(Heimild: The Wall Street Journal)
3. - 6. febrúar - Kerfisstjárnun I
17. - 20. febrúat - Forritun I
12. - 13. mars - Kerfisstjórnun II
14. - 17. apríl - Forritun II
Takmarkaður fjöldi nemenda tryggir hámarksárangur.
Leiðbeinendur á námskeiðunum eru allir 'Certified Lotus Professionals‘
Glæsileg námskeiðagögn frá Ziff - Davis Education Center
Nánari upplýsingar veittar hjá hugbúnaðar- og
tæknideild Nýherja (hugb@nyherji.is).
Heildarlausn
fyrir Notes
Lolus
Premium Partner
NÝHERJI
Skaftahlíð 24 - 105 Reykjavík
Sími: 569 7700 - Fax: 569 7799
Vðruliati á netinu: www.nyharji.iB
inámskeið
í Lotus Notes
Nýherji býður til sérfræðinámskeiða um kerfisstjórnun og forritun
í Lotus Notes. Námskeiðin fara fram í húsi Rafiðnarðarskólans
og verða haldin sem hér segir: