Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 D 11 v
VIÐSKIPTI
Markaðs-
torg hug-
myndanna
Tölvur
Mörgum kom á óvart að Netscape
skyldi gefa kóðann að helstu framleiðslu-
vöru sinni, Navigator. Að mati Árna
Matthíassonar er fyrirtækið einfaldlega að
bregðast við nýjum straumum í hugbúnað-
argerð; að svara kalli tímans.
SÚ YFIRLÝSING Netscape
að framvegis verði forrit-
skóði helstu framleiðslu-
vöru fyrirtækisins, Na-
vigator-vafrans, ókeypis og hverj-
um sem er leyfilegt að fást við hann,
vakti eðlilega mikla athygli í tölvu-
heimum. Sumir tóku þann pól í
hæðina að með þessu væri
Netscape að viðurkenna ósigur sinn
í vafraslagnum við Microsoft, en
aðrir sögðu þessa ákvörðun fyrir-
tækisins ekki skipta miklu; það væri
ekki nema fyrir lítinn hóp sérvitr-
inga sem slíkt væri gert. Þeir voru
og til sem sögðu, réttilega, að með
þessu væri Netscape aðeins að
svara kalli tímans.
Á netinu má fmna bráðfróðlega
grein eftir Eric S. Raymond sem
heitir Dómkirkjan og markaðstorg-
ið. Sjá slóðina
http:/Avww.ccil.org/IesrAvritings/cat
hedral.html. Þar rekur Raymond
hvemig Linux-ævintýrið hefur
breytt viðteknum skoðunum manna
á hugbúnaðarþróun. Rétt er að
rekja lítillega inntak greinar Ra-
ymonds, enda hafði hún sitt að segja
um ákvörðun Netscape-stjóra.
Eric S. Raymond á sér langa
sögu í forritun og hefur meðal ann-
ars tekið þátt í að þróa sum helstu
verkfæri Unix-manna, þar á meðal
ritþórinn magnaða Emacs. Hann
tók þátt í átaki í Unix-heimum sem
kallast FSF og hefur áður verið
getið í pistlum þessum. Raymond
segir þá FSF-menn hafa talið hug-
búnaðarsmíði greinast í tvo megin-
strauma; svonefnda dómkirkjuað-
ferð, sem byggist á því að hópur
sérfræðinga vinnur hver að litlum
hluta hins mikla verks sem þeir
stefna að, prufuútgáfur eru fáar og
uppfærslur sjaldgæfar. Á móti sé
svo markaðstorgsaðferðin, sem
byggist á því að þar sé hver að
hrópa upp í annan, útgáfur örar og
uppfærslur ekki síður. Raymond
segist hafa talið að dómkirkjuað-
ferðin henti betur til að setja saman
og viðhalda flóknum og umfangs-
miklum hugbúnaði, en aftur á móti
henti markaðstorgið betur fyrir
veigaminni hugbúnað sem þrífíst á
nálægð við notendur og sífelldum
endurbótum. Þá sendi Linus Thor-
valds inn á Minix-net grunn að
stýrikerfi sem hann hafði skrifað,
sagðist ekki telja merkilegt og vinur
hans nefndi Linux.
Eins og Raymond rekur í grein
sinni hefur saga Linux bylt þeirri
viðteknu skoðun að ekki sé hægt að
þróa stöðug flókin hugbúnaðarkerfi
nema með dómkirkjuaðferðinni,
Dr. Jón Þór Þórhallsson, fyrrum forstjóri Skýrr
Valinn formaður Evrópusam-
taka skýrslutæknifélaga
DR. Jón Þór Þórhallsson, fyrrum
forstjóri Skýrr hf., hefur tekið við
formennsku í Evrópusamtökum
skýrslutæknifélaga CECUA. Fyrir
frumkvæði íslendinga verður í apríl
haldin ráðstefna í Brassel þar sem
fjallað verður eingöngu um notand-
ann og hlutverk hans í alþjóðlegu
upplýsingasamfélagi. Ráðstefnan er
styrkt af ESB.
Samkvæmt upplýsingum Jóns
Þórs eru inn vébanda samtakanna,
CECUA, 16 skýrslutæknifélög víðs-
vegar í Evrópu með um hálfa millj-
ón félagsmanna. CECUA lætur til
sín taka í málum er snerta hags-
muni notenda tölvu- og fjarskipta-
tækni. Á undanförnum árum hefur
CECUA látið frá sér fara margar
veigamiklar álitsgerðir um mál er
snerta notendur og hagsmuni
þeirra.
SÍTF, Samstarfsvettvangur ís-
lenskra tölvu- og fjarskiptanotenda
er félagi í CECUA, en að SÍTF
standa fjölmörg félög í upplýsinga-
tækni og fjarskiptum, bæði hags-
munasamtök framleiðenda og selj-
enda og fagfélög í greininni. Félag-
ar í SITF hafa tekið virkan þátt í
stai’fi CECUA og ritstýrt og samið
sumar af álitsgerðum CECUA. Á
innlendum vettvangi hefur SÍTF
sérstaklega beitt sér fyrir því að
mótuð væri framtíðarsýn fyrir ís-
lenska upplýsingasamfélagið og
seint á árinu 1996 leit svo skýrsla
um framtíðarsýn ríkisstjórnar ís-
lands fyrir upplýsingasamfélagið
dagsins ljós. Formaður SÍTF er Dr.
Jón Þór Þórhallsson.
Ráðstefna um málefni
notandans
21. og 22. apríl á þessu ári stend-
ur CECUA fyrir ráðstefnu í Brus-
sel um málefni notandans í alþjóð-
legu upplýsingasamfélagi, „The Cit-
izen and the Global Information
Society". í miðpunkti umfjöllunar-
innar á ráðstefnunni er notandinn,
bæði einstaklingar og fyrirtæki,
tækifærin sem honum bjóðast,
væntingar hans og beygurinn sem
enn er í mörgum. Þetta er fyrsta
ráðstefnan af þessu tagi sem haldin
er. Aðrar ráðstefnur hafa verið um
tæknina sjálfa en ekki þolandann í
upplýsingasamfélaginu: notandann
sjálfan. Ráðstefnan verður haldin á
Palace Hotel í Brassel og er styrkt
af Evrópusambandinu. Búist er við
400 til 500 manns taki þátt í ráð-
stefnunni.
Dr. Jón Þór Þórhallsson verður
ráðstefnustjóri. José Maria Gil
Dobles Gil Delgato, forseti Evrópu-
þingsins mun ávarpa ráðstefnu-
gesti og bjóða þá velkomna.
Aðalerindin halda Dr. Martin
Bangemann, sem fer með upplýs-
inga- og fjarskiptamál í fram-
kvæmdastjórn ESB. Hann fjallar
um upplýsingasamfélagið og sér-
evrópskar áherslur. Dr.
Bangemann er Þjóðverji og heim-
sótti ísland fyrir nokkrum árum í
boði Iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytisins. Þá fjallar Lone Dybkjær,
þingmaður fyrir Danmörku á Evr-
ópuþinginu, um félagslegu hliðina á
upplýsingasamfélaginu. Lone er Is-
lendingum vel kunnug en hún kom
fyrir nokkru hingað í heimsókn
með manni sínum, Poul Nyrup
Rassmussen forsætisráðherra
Danmerkur. Ennfremur fjallar
Rolf Skoglund framkvæmdastjóri
hjá Ericsson um áhrif tækninnar á
hvernig við lifum lífi okkar. Áður
en Rolf hóf störf hjá Ericsson var
hann framkvæmdastjóri Microsoft
í Evrópu. Auk þremenninganna
halda fjölmargir aðrir erindi á ráð-
stefnunni: stjórnmálamenn, fræði-
menn og vísindamenn. I niðurstöð-
um ráðstefnunnar má vænta
margra ábendinga og tillagna um
hvernig sé best að tryggja hags-
muni og hag notenda. Þessar
ábendingar og tillögur verða ESB
að leiðarljósi við mótun á stefnu í
málum upplýsingasamfélagsins.
Málefni notenda skipa æ hærra
sess í umræðunni um notendasam-
félagið. Lögð er áhersla á að
tryggja hagsmuni þeirra og gefa
þeim tækifæri til að taka þátt í
mótun upplýsingasamfélagsins.
Sama er upp á teningnum í áætlun-
um ESB, t.d. 5. Rammaáætluninni,
sem íslendingar taka þátt í, en þar
er lögð áhersla á að gera upplýs-
ingasamfélagið notendavingjarn-
legt.
aukinheldur
sem hin öra
þróun stýri-
kerfisins, sem
hófst frá því að
vera Minix-eft-
irherma í að
standa jafnfæt-
is eða framar
helstu Unix-
gerðum öðrum,
er kannski eft-
irtektarverðust
í því ljósi að
stýrikerfið er
ókeypis.
Framboð
ræður eftir-
spurn
Netscape
hefur tapað
markaðshlut-
deild í hendur
Microsoft. Á
sínum tíma
hrínti Netscape af stað nýrri hugs-
un í viðskiptum; fyrirtækið gaf
helstu framleiðsluvöru sína til að ná
að vinna markaðinn og skapaði um
leið eftirspurn. Víst era til fyrirtæki
sem hafa gefið eða nánast gefið
framleiðslu sína með það fyrir aug-
um að ná inn hagnaði á öðrum svið-
um; nægir að nefna HP og prentara
fyrirtækisins, en þrátt fyrir lágt
verð á prentaradufti og -bleki kem-
ur merkilega stór hluti hagnaðar
fyrirtækisins af sölu á því. Ekkert
fyrirtæki hefur þó náð öðram eins
árangiá og Netscape á eins skömm-
um tíma og segja má að hin ósýni-
lega hönd markaðarins hafi fengið
nýtt hlutverk; í stað reglunnar um
að eftirspurn ráði framboði - aukin
eftirspum kalli á hærra vöraverð og
meira framboð, ef eftirspurnin
minnkar lækkar verð og framboð
dregst saman í kjölfarið - kemur ný
regla um að framboð ráði eftir-
spum; aukið framboð lækkar verð
sem eykur eftirspum. Microsoft
lærði af fordæminu; maldaði í mó-
inn og gerði lítið úr netinu á meðan
leitað var að vænlegu vopni til að
berja á Netscape og fannst í Ex-
plorer. Microsoft beitti síðan sömu
reglu og Netscape; gaf hugbúnað-
inn sem Netscape var tekið að selja,
og náði með því og öðrum aðferðum
að sölsa undir sig rúman þriðjung af
vaframarkaðnum. Netscape kom þá
með krók á móti bragði, eins og áð-
ur er getið; gaf grunnkóða vafrans,
dreifði honum á markaðstorgi hug-
myndanna.
Bestu lausnirnar verða ofaná
Eins og dæmið með Linux sannar
er hægt að þróa flókinn og traustan
hugbúnað á markaðstorgi og ekld
að efa að þróun á Netscape Na-
vigator eigi eftir að taka mikinn
kipp. Bæði er að hvatir þeirra sem
taka þátt í slíku verki, til að mynda
Linux-forritara sem skipta þúsund-
um, eru aðrar en þeirra sem era
launaðir starfsmenn fyrirtækisins
sem á allt sem þeir gera, og svo hitt
að á markaðstorginu ræður sú ein-
falda regla að bestu lausnirnar
verða ofaná. Fleira má tína til til að
rökstyðja að þessi ákvörðun
Netscape-manna var ekki tekin út í
bláinn og ekki í neinni örvæntingu
(ekki má gleyma því að tekjur fyrir-
tæksins af sölu vafra vora innan við
18% af heildartekjunum). Einnig
kom fram í yfirlýsingunni að
Netscape áskilur sér allan rétt til að
taka upp í opinberar útgáfur Na-
vigator, sem halda áfram og verða ■
seldar, allar endurbætur sem fram
kunna að koma. Slíkt kalla menn
copyleft, til aðgreiningar frá
copyright, og er algengt, en nokkur
fyrirtæki hagnast einmittt af því að
taka Linux og pakka inn, stundum
með viðbótarhugbúnaði, handbók-
um og ýmissi þjónustu. Það er því
viðbúið að Navigator eigi eftir að
taka stórstígum framförum á næstu
misseram og þá vafalaust stærri
stökk en Explorer.
Að lokum: Einn samstarfsmanna
minna keyrir RedHat Linux á sinni
vél en ég Windows 95. Báðir keyr-
um við grúa forrita á hverjum degi
og jafnan með mörg og stór í gangi í
einu; sækjum hugbúnað og gögn á
netið í gríð og erg og reynum á þol-
rif tölvanna sem mest við megum.
Yfirleitt byrja ég hvern dag á að
endurræsa tölvuna til að tryggja að
ég lendi ekki í vandræðum þegar
líða tekur á daginn, eftir því sem
minnislekinn ágerist, en hann hefur
keyrt sína tölvu í nítján daga sam-
fleytt án þess að slá slöku við og á
vafalaust eftir að keyra hana í
marga mánuði enn. Sér hver í hendi
sér að glíma Windows NT við Linux
getur aðeins farið á einn veg.
Athugasemdum og tillögum um efni
má koma til arnimÞ
Lagermál eru okkar sérgrein
Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi
fyrir vélvædd vörugeymsluhús
sem minni lagera.
Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar.
Aðeins vönduð vara
úr sænsku gæðastáli.
Mjög gott verð.
Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki.
Leitið ráða við skipulagningu
og byggingu lagerrýma.
Þjónusta - þehhing - raðgjöl. flraluga reynsla.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
SUNDABORG 1, RVK • SÍMI568 3300 • FAX 568 3305
Við notum íslensk ímÚRefni
Flotmúr
í gólf
íbúðarflot • Iðnaðarflot • Útiflot
Flotmúr er steypa sem ætluð er til ílagnar í gólf og
kemur þá í staðinn fyrir hina hefðbundnu ílögn með
sandi og sementi og/eða í staðinn fyrir vélslípun gólfa.
Jafnvel má lagfæra illa farin gólf þótt þau séu máluð.
Nýjung! Nú er hægt að fá litaðan flotmúr sem hentar
vel t.d. í iðnaðar-, lager- og fiskvinnsluhús.
VIÐ-REISN ehf.
Hermann Ragnarsson,
múrarameistari
Uppl. í síma 894-2054