Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 9

Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 9
MORGUNBLABIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 D 9 VARA OG ÞJÓNUSTA STARFS- MAÐUR UMHVERFI 9 i í » ■ » i i Á dögum standa fyrir- I tæki á íslandi sem og I ^ annars staðar í heimin- ^ um frammi fyrir aukn- um kröfum frá löggjafa, starfs- mönnum og viðskiptavinum um að hægt sé að sýna fram á að vöru- gæðin séu tryggð, að umhverfis- málum sé sinnt og nú á síðustu misserum í auknum mæli að heilsu- og öryggismál starfsmanna fyiir- tækjanna séu í góðu lagi. Til lands- ins flæða reglugerðir frá Evrópu- sambandinu og eiga sérfræðingar í ráðuneytunum fullt í fangi með að hafa yfírlit yfir allar þær kröfur og leiðbeiningar sem settar eru fram í þessum lagabálkum og reglum. Því má ætla að það sé ennþá erfiðara fyrir stjórnendur fyrirtækja að hafa þetta yfirlit. Þeir þurfa sífellt að taka tillit til nýrra hluta í sínum daglegu störfum, það nægir ekki lengur að þekkja muninn á debit og kredit, hagræðingu sem skilar aukinni framlegð og að skera niður kostnað. Þau íyrirtæki sem ætla að skara fram úr á sínu sviði þurfa fyrr eða síðar að taka ákvörðun um hvernig rétt sé að taka upp starfs- aðferðir sem felast í gæðastjórnun, umhverfisstjómun og heilsu- og öryggisstjórnun. Með þessum línum langar okkur að benda á mögulegar aðferðir sem gera stjórnendum kleift að nálgast þessi mál á skipulagðan hátt og út- skýra hvað felst í hugtakinu heilsu- og öryggisstjórnun. Með því er einfaldlega átt við að heilsu- og öryggismál eru með- höndluð skipulega af stjórnendum fyrh-tækisins eins og hver önnur rekstrarmál. Til eru lög og reglur sem hafa það að markmiði að draga úr líkum á slysum og heilsutjóni sem hlotist getur af vinnu ef leiðbeiningum í þeim er fylgt. Það að koma á heilsu- og ör- yggisstjórnunar- kerfi auðveldar stjórnendum að hafa yfirlit yfir lög og reglur, dregur enn frekar úr áhættu fyrir starfsmenn og aðra sem nálægt rekstrinum koma, eyk- ur framleiðni með fækkun veik- indadaga og bætir afkomu með minni tilkostnaði vegna slysabóta. Einnig eykur það tiltrú markaðar- ins á fyi’irtækinu ef það tekur ábyi’ga afstöðu í þessum mála- flokki. Áhættugreining Til þess að hefjast handa við að taka upp heilsu- og öryggisstjórn- un eru einfaldast að byrja á því að gera áhættugreiningu. Áhættu- greining getur nefnilega staðið sjálfstæð og gefur niðurstaða hennar stjórnendum gott yfirlit yf- ir þau atriði sem mest áhætta tengist í rekstri fyrirtækisins, bæði hvað hættu á slysum á fólki áhrærir og eins skemmdum á tækjum og búnaði. Áhættugrein- ingu má reyndar skipta upp í marga flokka og fer það allt eftir ALHL0A TOLVUKERFI HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Verölaunagetraun á vefsíöu www.islandia.is/kerfisthoun KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun HOFFMEISTER • LIVAL EFAGERHULT VIÐSKIPTI Eitt atriði enn má nefna sem tengist ör- yggismálum sem hægt er að gera strax án þess að setja upp eig- inlegt heilsu- og ör- yggisstjórnunarkerfi, en það eru öryggis- og varnaðarmerkingar hjá iyrirtækjum. Það er ekki öllum ljóst að samkvæmt íslenskri reglugerð þá eiga öll fyrirtæki að vera búin að setja upp slík merki þegar í dag í samræmi við kröfur Evrópusam- bandsins. Stjórnunarkerfí Ef að menn vilja ganga lengra í áttina að innleiða heilsu- og öryggisstjórnun er rétt að benda á tengsl- in sem eru á milli þessa málaflokks og gæða- og umhverfis- mála (mynd 1). Gæða- stjómun gengur út á að tryggja að varan sem er framleidd sé alltaf eins innan þeirra marka sem fyrirtækið hefur sett sér. Gæða- kerfi er hægt að fá vottuð af þriðja aðila þannig að tryggt sé að fyrirtækið sé að gera það sem það segist vera að gera. Forskriftir kerfanna eru til í al- þjóðlegum stöðlum, ISO 9000-röð- inni. A sama hátt er núna hægt að koma á umhverfisstjómun sam- kvæmt forskrift í alþjóðlegum stöðlum, ISO 14000-röðinni. í dag era fyrirtæki út um allan heim far- in að styðjast við nýlegan breskan staðal, BS 8800, sem lýsir heilsu- og öryggisstjórnunarkerfi. Allt bendir til að þessi staðall verði fyr- irmynd að alþjóðlegum staðlL á næstu áram. Þegar við skoðum þessi kerfi án þess að athuga það frekar þá virð- ist augljóst að tvö íyrrnefndu atrið- in, gæða og umhverfismál, snúa út á við, það er að neytandanum , en heilsu og öryggisstjórnunin inn á við, þ.e. að starfsmönnunum. Þessi kerfi virðast því í fljótu bragði ekk- ert eiga sameiginlegt. Gæðakerfið tryggir gæðin, umhverfiskerfið ver ytra umhverfið og heilsu- og ör- yggisstjómunin hlífir starfsmönn- unum. Þegar nánar er skoðað þá era ýmis þræðir sameiginlegir og eru beinar tilvísanir á milli allra staðlanna. Uppbygging kerfanna byggir líka á sameiginlegum granni. Sömu skjalastýringu má nota í öllum þremur kerfunum. Verklagsreglur má byggja eins upp og getur ein og sama verklags- reglan gilt í þeim öllum. Meðferð úrbótaverkefna getur fylgt sömu línum, einnig innri úttektir og á þetta við um fleiri atriði. Blæbrigð- Guðjón Jónsson Haraldur Á. Hjaltason in á milli kerfa koma einkum fram þegar farið er að skoða kvað- imar. Þeir sem byggja upp umhverfisstjórn- unarkerfi eða heilsu- og öryggisstjórnunar- kerfi samkvæmt stöðl- unum þurfa að lág- marki að uppfylla þær kröfur sem gerðar era í_ lögum og reglum. Áherslan á opinberar kröfur er minni þegar um gæðakerfi er að ræða, þá ráða kröfur viðskiptavina meira. Staðan hér á landi Á undanfömum ár- um hefur þeim fyrir- tækjum fjölgað sem fá vottun á gæðakerfi sín og eru þau að nálgast annan tuginn í dag. Aðeins eitt fyrirtæki hefur vottað umhverf- isstjórnunarkerfi, ÍSÁL. Þar var valið að tengja saman gæða- kerfi sem var búið að taka upp hjá hluta af íýrirtækinu og um- hverfisstjómunarkerf- ið sem gildir íyrir fyr- irtækið í heild. Þetta gekk mjög vel og er fýrirtækið með vottað kerfi sameiginlega fyrir gæða- og umhverfisstjórnun. Sami aðili tekur út bæði kerfin og þarf því ekki að leita til margra aðila um þá þjónustu. Heilsu- og örygg- isstjórnunarkerfi, í samræmi við forskrift BS 8800, hefur ekki verið tekið upp af neinum aðila hér enn sem komið er. Niðurlag Eins og fjallað hefur verið um hér að framan þá era margir hlutir sameiginlegir í öllum þessum þremur stjórnkerfum sem hér er minnst á og beita má sömu aðferð- um við uppbyggingu og stjórnun þeirra. Mikilvægt er að fyrirtæki geri sér grein fyrir hvaða aðferðir henta viðkomandi rekstri best til þess að taka upp markvissari stjórnun þessara málaflokka. Með því að skoða heildarmynd- ina strax, má koma í veg fyrir end- urtekningar og óþarfa vinnu síðar meir þegar nýjum atriðum er bætt inn. Einnig er auðvelt að tengja þessa þrjá málaflokka saman og útbúa heilsteypt kerfi sem sami aðili inna fyrirtækisins getur haft yfirumsjón með. Á þann hátt er hægt að auðvelda stjórnendum yf- irsýn og einfalda alla ákvarðana- töku um málefni tengd gæðum, umhverfi, heilsu og öryggi starfs- manna. Guðjón er sviðsstjóri umhveríísmála- sviðs hjá VSÓ Ráðgjöf og Haraldur sviðsstjóri gæðastjómunarsviðs hjá VSÓ Ráðgjöf Til viðskiptavina Rafbúðar Um síðustu áramót tók SMITH & NORLAND við rekstri RAFBÚÐAR og flyst því öll starfsemi RAFBÚÐAR að Nóatúni 4 nú (byrjun febrúar. Við þetta tækifæri vil ég þakka viðskiptavinum RAFBÚÐAR mjög góð samskipti í áranna rás og bið þá að beina viðskiptum sínum til: SMITH & NORLAND Nóatúni 4 Sími 520 3000. Óska ég SMITH & NORLAND velfarnaðar í framtíðinni. SRAFBÚÐ Blldshöfða 16 Gunnar Guðmundsson - kjarni málvinv! Stjórnun heilsu- og öryggismálastarfsmanna Mikilvægur þáttur í rekstri fyrirtækja Þau fyrirtæki sem ætla að skara fram úr á sínu sviði, skrifa Guðjón Jónsson og Haraldur Á. Hjaltason, þurfa fyrr eða síðar að taka ákvörðun um hvernig rétt sé að taka upp starfsaðferðir sem felast í gæðastjórnun, umhverfísstjórnun og heilsu- og öryggisstjórnun. eðli starfseminnar hvaða greining- araðferð er best að beita. I nýlegri danskri reglugerð er meðal annars talað um áhættugi’einingu ein- stakra starfa. Markmiðið með slíkri greiningu er að m.a. að lýsa hættulegustu störfunum hjá fyrir- tækinu og þeim aðferðum sem not- aðar hafa verið til þess að tryggja að öryggi þeirra sem þessi störf vinna og hvernig draga má úr lík- unum á að viðkomandi verði fyrir heilsutjóni. Þessar reglur eru sett- ar með tilvísun í tilskipanir Evr- ópubandalagsins og má því gera ráð fyrir að sambærilegar kröfur verði gerðar hér á næstunni. Einnig segir í reglunum ýmislegt um þær skyldur atvinnurekanda að upplýsa starfsmenn um þær hættur sem tengjast viðkomandi störfum. GÆÐASTJORNUN YTRA UMHVERFI UMHVERFISSTJORNUN INNRA UMHVERFÍ HEILSU-OG ÖRYGGISSTJÓRNUN Sjónarhorn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.