Morgunblaðið - 29.01.1998, Qupperneq 12
Tilvalið fyrir
Rádstefnur og Fundi
piírrjpwLWuMili
VIDSIOFTIMVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
Efnahags- og viðskiptaráðherra Nova
Scotia í heimsókn á íslandi
Samkomulag um aukna
samvinnu í viðskiptum
Fólk
Nýir starfsmenn
hjá Búnaðar-
bankanum-
Verðbréfum
• ARNAR Guðmundsson tók við
starfl í eignavörslu
1. október síðast-
liðinn. Undir
eignavörslu heyra
verðbréfasjóðir
Búnaðarbankans,
umsjón verðbréfa-
safna og eignastýr-
ing. Arnar er við-
skiptafræðingur að
mennt, útskrifaðist frá viðskipta-
deild Háskóla íslands vorið 1996 af
fjármálasviði. Hann hefur starfað á
verðbréfasviði Búnaðarbankans frá
útskrift, síðast í einstaklingsþjón-
ustu.
• BIRNA Jenna Jónsdóttir hóf
störf hjá Búnaðar-
bankanum, verð-
bréfum, 1. júní síð-
astliðinn sem sér-
fræðingur í mark-
aðsviðskiptum.
Markaðsviðskipti
annast alhliða fjár-
málaþjónustu við
stærri fyrirtæki,
opinbera aðila og stofnanafjárfesta.
Bima lauk prófi í viðskiptafræði frá
viðskiptadeild Háskóla Islands vor-
ið 1997 af fjármálasviði. Hún starf-
aði hjá íslandsbanka í Garðabæ ár-
in 1991-1994.
• JÓNAS Þórðarson hóf störf hjá
Búnaðarbankan-
um, verðbréfum, 1.
október síðastlið-
inn sem sérfræð-
ingur í fjárstýr-
ingu. Jónas út-
skrifaðist með
MSc gráðu í fjár-
málahagfræði frá
Handelshoyskolen BI í Ósló í sept-
ember 1997. Hann lauk prófi í við-
skiptafræði frá viðskiptadeild Há-
skóla íslands vorið 1994 af endur-
skoðunarsviði. Frá 1994 til 1995
starfaði hann hjá Endurskoðunar-
skrifstofunni hf. og árin 1995 til
1996 vann hann hjá Ríkisendur-
skoðun.
• VALTÝR Guðmundsson tók við
starfi í einstak-
lingsþjónustu 15.
október síðastlið-
inn. Einstaklings-
þjónusta annast
fjölþætta þjónustu
í fjármálum fyrir
einstaklinga. Val-
týr er viðskipta-
fræðingur að
mennt, útskrifaðist haustið 1996 af
fjármálasviði. Hann lauk íþrótta-
kennaraprófi vorið 1991 frá íþrótta-
kennaraskóla íslands. Valtýr var
sumarstarfsmaður í Búnaðarbank-
anum 1995 og 1996 og í framhaldi
af því starfaði hann sem ráðgjafi í
Austurbæjarútibúi Búnaðarbank-
ans.
Mannabreyting-
ar hjá íslenska
útvarpsfélagin u
• HALLA Tómasdóttir hefur verið
ráðin starfsmanna-
stjóri Islenska út-
varpsfélagsins hf.
Halla útskrifaðist
sem viðskiptafræð-
ingur af starfs-
mannastjórnunar-
sviði frá Auburn
University vorið
1993. Vorið 1995
lauk hún síðan masters gráðu í al-
þjóðlegum viðskiptum frá The
American Graduate School of
Intemational Management (Thund-
erbird). Að loknu námi starfaði
Halla í Bandaríkjunum sem starfs-
mannastjóri hjá M&M/MARS fyrir-
tækinu og Pepsi Cola.
• HERMANN Hermannsson hefur
tekið við sem for-
stöðumaður sjón-
varpsstöðvarinnar
Sýnar. Hermann
hefur starfað hjá
íslenska útvarpsfé-
laginu síðan árið
1993, nú síðast sem
rekstrarstjóri dag-
skrárdeildar,
fréttastofu og Bylgjunnai-. Hermann
útskrifaðist sem viðskiptaíræðingur
af endurskoðunarsviði Háskóla Is-
lands árið 1993. Hermann er giftur
Bryndísi Steinarsdóttur viðskipta-
fræðingi í hagfræði- og áætlunar-
deild Búnaðarbankans.
• HARALDUR Jónsson hefur tekið
við sem forstöðu-
maður stjómunar-
sviðs íslenska út-
varpsfélagsins hf.
Haraldur hóf störf
hjá íslenska út-
varpsfélaginu í júní
1996 sem rekstrar-
stjóri fjármála-
sviðs. Hann út-
skrifaðist sem viðskiptaíræðingur af
endurskoðunarsviði Háskóla íslands
árið 1991. Haraldur var áður for-
stöðumaður verslunarsviðs hjá
Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöð-
um frá 1992 til 1996. Haraldur er
giftur Helgu Ingunni Sturlaugsdótt-
ur og eiga þau tvö börn.
• SVEINN Andri Sveinsson hefur
tekið við sem fjár-
málastjóri íslenska
útvarpsfélagsins
Sveinn hefur starf-
að hjá félaginu síð-
an í júni 1996 sem
aðalbókari. Hann
vann áður hjá
KPMG Endurskoð-
un hf. á árunum
1989 til 1996 og hjá lánadeild Conn-
ecticut Bank & Trust í Hartford,
Connecticut, frá 1988-1989. Sveinn
Andri útskrifaðist sem viðsldpta-
fræðingur af endurskoðunarsviði H
í árið 1988. Hann er giftur Þórunni
Grétarsdóttur og eiga þau einn son.
ÍSLENDINGAR hafa gert sam-
komulag við stjómvöld í Nova Scotia
fylki í Kanada um nána samvinnu í
því skyni að greiða fyrir viðskiptum,
fjárfestingum og þróun milli fyrir-
tækja og í opinberri stjómsýslu.
Samkomulagið var undirritað í
Reykjavík í gær af Finni Ingólfssyni,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og
Manning MacDonald, efnahags- og
viðskiptaráðherra Nova Scotia.
Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, fór í heimsókn til
Nova Scotia fyrr i þessum mánuði og
í kjölfar hennar haJfa átt sér stað við-
ræður milli ráðuneyta hans og efna-
hags- og viðskiptaráðuneyta Nova
Scotia um frekara samstarf. í heim-
sókn Manning MacDonalds náðist
síðan umrætt samkomulag.
Með samkomulaginu lýsa ráðherr-
amir yfir vilja sínum til náinnar
samvinnu á ýmsum sviðum að því er
fram kemur í frétt frá iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytinu. M.a. er horft
til gagnkvæmra upplýsinga um tæki-
færi til viðskipta og fjárfestinga og
vilja til að stuðla að samvinnu fyrir-
tækja og opinberra aðila. íslensk
stjónrvöld hafa lagt áherslu á toll-
frjálsan aðgang íslenskrar fram-
leiðslu að Evrópumarkaði og þeim
möguleikum sem í honum kunna að
felast við fullvinnslu á framleiðslu
fyi-irtækja frá Nova Scotia hérlendis.
Þá er sérstaklega kveðið á um
samvinnu á eftirfarandi sviðum:
• Uppbygging og nýting orku.
• Vinnsla og markaðssetning mat-
væla.
• Framleiðsla og þjónusta á sviði
umhverfisvemdar og umhverfis-
stjórnunar.
• Hugbúnaðariðnaður og upplýs-
ingatækni.
• Stjórnun, þjálfun og menntun í
opinberri stjórnsýslu og einka-
rekstri.
Morgunblaðið/Gunnar G. Vigfússon
FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Manning
MacDonalds, efnahags- og viðskiptaráðherra Nova Scotia, undirrita
samstarfssamning milli ráðuneyta sinna.
Venture lceland 98 i Torgið
- Framtaksfé í þágu þekkíngar Titringur í sjávarútvegi
Við leitum nú að fleiri framsæknum þekkingarfyrirtækjum,
sérstaklega á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðargerðar.
í Ijósi góðs árangurs af verkefni sem Útflutningsráð íslands,
Fjárfestingarskrifstofa íslands, Iðnþróunarsjóður o.fl. aðilar
stóðu fyrir á síðasta ári, höfum við ákveðið að halda áfram á
sömu braut.
Verkefnið felst í aðstoð við gerð viðskiptaáætlana, þátttöku í
fjárfestingarþingi á íslandi í sept. og þátttöku 2-3ja fýrirtækja
í fjárfestingarþingi Evrópusambandsins í Vín síðar á árinu.
Ef fyrirtæki þitt er að leita að erlendu framtaksfé (Venture
Capital), er með útflutningshæfa vöru/þjónustu og er tilbúið
að leggja á sig mikla vinnu, þá ættir þú að hafa samband fyrir
5. febrúar.
Nánari upplýsingar gefur Guðný Káradóttir verkefnisstjóri,
audnv@ickradejs.
ÚTFLUTNINGSRÁÐ
ÍSLANDS
TRADE COUNCIL OF ICELAND
Hallveigarstígur 1 • 101 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040
www.icetrade.is
GENGI hlutabréfa í sjávarútvegs-
fyrirtækjum hefur leitað nokkuð
niður á við á fyrstu vikum þessa
árs. Hefur vísitala sjávarútvegsfyr-
irtækja á Verðbréfaþingi íslands nú
lækkað um tæp 5% frá áramótum
en á sama tíma hefur hlutabréfa-
vísitala þingsins lækkað um 3,3%.
Þetta er framhald af þeirri þróun
sem varð á síðari hluta nýliðins árs
en sjávarútvegsvísitala þingsins
lækkaði verulega eftir að hafa
hækkað mikið á fyrstu mánuðum
ársins.
Virtust fjárfestar almennt þeirrar
skoðunar að markaðurinn hefði
farið fram úr sjálfum sér, og þá sér
í lagi hvað verðlagningu sjávarút-
vegsfyrirtækja varðaði og því væri
leiðréttingar þörf.
Nokkurrar svartsýni hefur gætt á
hlutabréfamarkaði á síðustu vikum
og hvað sjávarútvegsfyrirtæki
varðar hefur það ekki bætt úr skák
að sjómannaverkfall virðist nánast
óumfiýjanlegt beint ofan í loðnu-
vertíð og á þeim tíma sem hvað
mest hefur veiðst til frystingar á
Japansmarkað. Þá kemur hér
einnig til að síldarvertíð hefur ekki
gefið vel sem hefur gert ástandið
enn verra fyrir mörg fyrirtæki sem
byggja afkomu sína á uppsjávar-
fiski.
í Ijósi þessa hefur framboð á
hlutabréfum í sjávarútvegsfyrir-
tækjum verið allmikið og gengi
þeirra hefur farið lækkandi. Þannig
Hlutabréf i
sjávarútvegsfyrirtækja Breyting frá áramótum
Jökull 5,8% HHi
ÚA 2,4% ®
Grandi i.4%a
Skaqstrendinnur 0,0%
Vinnslustöðin 0.0%
SÍF 1-0,9%
HB ■ -1,8%
SH B-1,9%
Fiskiðjus.Húsav. ■H-4,2%
Hr. Eskifjarðar ■■-4,2%
Þormóður ramm! ■1-4,2%
islenskar sjávarafurðir HH-5,1%
SR-mjöl ■■I -5,6%
Síldarvinnslan ■B-5,8%
Samherji §Sm ■■■1-15,0%
hefur gengi hlutabréfa í velflestum
sjávarútvegsfyrirtækjum lækkað
frá áramótum eins og sjá má í
meðfylgjandi töflu. Langmest hefur
lækkunin orðið á gengi hlutabréfa í
Samherja, eða 15% frá áramótum,
en hafa verður í huga að gengi
bréfa í fyrirtækinu hækkaði líka
mikið í síðustu viðskiptum nýliðins
árs.
Viðskipti hafa ekki verið mikil
með hlutabréf í þessum fyrirtækj-
um að undanfömu og virðast flest-
ir halda að sér höndum, bæði
kaupendur og seljendur. Beðið er
eftir því hvort af verkfalli verður og
þá hversu langt það kynni að
verða.
Hins vegar benda viðmælendur
blaðsins á verðbréfamarkaði á að
fjárfestar séu ekki tilbúnir til að
fella verð bréfanna að neinu marki
á meðan staðan er svo óviss.
Þá hefur það sjálfsagt einnig
áhrif að gengi hlutabréfa hefur al-
mennt verið að lækka það sem af
er þessu ári. Áhersla fjárfesta hefur
fyrst og fremst verið á verðtryggð
skuldabréf og á peningamarkað
þar sem vaxtabreytingar hafa verið
nokkuð örar.
Þá má ekki heldur gleyma því að
margir verðbréfamiðlarar hafa set-
ið yfir námsbókunum að undan-
förnu þar sem þeir em að Ijúka
prófum til löggildingar sem verð-
bréfamiðlarar í þessari viku en fjar-
vera þeirra hefur einnig skýrt nokk-
uð þá deyfð sem ríkt hefur á mark-
aðnum að undanförnu. Viðskipti
með hlutabréf hafa verið í minna
lagi það sem af er árinu og það er
líkast til þessi deyfð sem skýrir
lækkanir fremur en nokkuð annað.
Hvort fjárfestar hafi verðlagt stutt
verkfall inn í núverandi gengi eða
hvort frekari lækkanir séu
framundan skal hins vegar ósagt
látið en hækkanir virðast í það
minnsta ekki í spilunum.
ÞV