Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 4
4 D FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Eins dauði er
annars brauð
Kaup Myllunnar á Samsölubakaríi, aðal-
keppinauti fyrirtækisins á síðustu dögum
nýliðins árs vöktu mikla athygli enda ekki
á hverjum degi sem slík tíðindi gerast í
íslensku viðskiptalífí. Með kaupunum var
steypt undir einn hatt tveimur stærstu
brauð- og kökugerðum landsins og bund-
inn endi á langa og hatramma samkeppni
fyrirtækjanna tveggja. Þorsteinn
Víglundsson kynnti sér þessar hræringar
á brauðmarkaði.
KAUP þessi áttu sér ekki
langan aðdraganda.
Samkvæmt heimildum
. Morgunblaðsins höfðu
fyrirtækin átt í viðræðum um
nokkun-a vikna skeið og var þar
rætt um möguleikann á samein-
ingu eða þá að fyrirtækin keyptu
hlut hvort í öðru. Myllan er stærra
fyrirtæki og hefði því eignast
meirihluta hlutafjár í hinu nýja fyr-
irtæki en gert var ráð fyrir að
Mjólkursamsalan myndi tryggja
hagsmuni sína með ströngu hlut-
hafasamkomulagi og setu í stjóm-
um.
Hinn 19. desember setti Myllan
fram kauptilboð í Samsölubakarí,
sem í upphafí var nokkru lægra en
endanlegt kaupverð. Eftir stuttar
viðræður varð niðurstaðan síðan sú
að Myllan keypti öll hlutabréf í
Samsölubakaríi fyrir 250 milljónir
króna, eða á genginu 1,25. Mikil
áhersla var lögð á að þessar þreif-
ingar færu leynt meðan á þeim
stóð.
Samningurinn kom starfsmönn-
um fyrirtækisins einnig mjög á
óvart og þótti þeim sem komið
hefði verið aftan að sér með því að
haga málum með þessum hætti. Pá
heyrðust þær raddir að 250 millj-
ónir gætu vart talist hátt verð fyrir
fyrirtækið. Það hefði
sterka markaðsstöðu og
útlit væri fyrir batnandi
afkomu.
Kolbeinn Kristinsson,
framkvæmdastjóri
Myllunnar, segir að ekki
hafí verið hjá þessari
leynd komist. „Þetta á sér nú sína
sögu. Félögin hafa verið undanfar-
in 4 ár í mjög harðri samkeppni
sem hefur bitnað mjög á afkomu
þeirra. Það var auðvitað ástæðan
fyrir því að farið var að skoða
þennan möguleika. Sú samkeppni
held ég að hafí komið ven- við Sam-
sölubakarí en okkur.
Við mátum það svo að það væri
nauðsynlegt að alger leynd hvíldi
yfír þessum viðræðum á meðan
verið var að þreifa á málum. Svo
gerðist þetta svo hratt undir lokin
að það gafst ekki tækifæri til að
kynna þetta fyrir starfsfólki eins
og hefði þurft að gera. Þetta er
hins vegar vandmeðfarið en maður
er ekkert hissa að fólk hrökkvi við
þegar aðalkeppinauturinn hefur
keypt fyrirtækið,“ segir Kolbeinn.
Hann segir að á þeim tíma sem lið-
inn sé hafí andrúmsloftið þó breyst
mikið og starfsfólk beggja fyrir-
tækja sé almennt ánægt með nýtt
fyrirkomulag.
Olli nokkrum skjálfta
Hákon Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Samsölubakarís,
segir það ekkert launungarmál að
sala fyrirtækisins til Myllunnar
hafí komið sér og öðru starfsfólki í
opna skjöldu og hafi það komið
tímabundið niður á staifsandanum
innan fyrirtækisins. Hann segir
þau mál hins vegar horfa til betri
vegar í dag.
Hákon segist telja að
fyrirtækið hafí haft mjög
gott af breyttu eignar-
haldi. „Fyrrverandi eig-
andi þess, Mjólkursam-
salan í Reykjavík, hafði
enga sérstaka stefnu
varðandi framtíðarsýn
fyrirtækisins, en það var gert að
sérstöku hlutafélagi árið 1992.“
Hákon segir að salmonellusýk-
ingin sem greinst hafí í Samsölu-
bakaríi snemma árs 1996 hafi kom-
ið mjög illa við fyrirtækið og megi
rekja tap þess árs að stærstu leyti
til þess. I kjölfarið hafí verið ráðist
í mikið átak í gæðamálum og end-
urskipulagningu og útlit sé fyrir
öruggan hagnað á nýliðnu ári. Við-
snúningurinn frá 1996 skipti því
tugum milljóna króna. Eins og
fram kom í fréttum Morgunblaðs-
ins í tengslum við kaup Myllunnar
á Samsölubakaríi í desember þá
nam tap hins síðarnefnda 57 millj-
ónum króna árið 1996.
Hákon segir að stefna núverandi
eigenda beggja fyrirtækja, þ.e.
Myllunnar og Samsölubakarís um
enn frekari breikkun á eignarhaldi
og skráningu á markaði innan
fárra ára, sýni að þar á bæ hafi
stefnumótunin verið komin veru-
lega áleiðis. „Það hlýtur að vera
fengur að öflugu iðnfyrirtæki á ís-
lenskan hlutabréfamarkað. Þau
eru ekki svo mörg.“
Hákon segir það Ijóst að það sé
full þörf á afkastagetu beggja fyr-
irtækja, en það sé hins vegar
áherslumunur í rekstri þeirra
þannig að hagræðing hljóti að vera
möguleg. Slíkt eigi þó allt eftir að
koma í ljós.
Reiknað með að línur skýrist
innanmánaðar
Eins og fram hefur komið verða
bæði fyrirtækin rekin áfram í nú-
verandi mynd fyrst um sinn og að
sögn Kolbeins eru engin áform
uppi um að leggja Samsölubakarí
niður. Hann segir þó að litill tími
hafi gefist til að útfæra hugmyndir
um framtíð fyrirtækjanna beggja
sökum þess hve þennan samning
hafi borið brátt að.
„Við erum hins vegar að fara
vandlega yfir þessi mál núna og
reiknum með því að þeirri vinnu
muni verða að miklu leyti lokið inn-
an mánaðar. Það er þó alveg ljóst
að okkur veitir ekki af framleiðslu-
getu beggja þessara fyrirtækja.
Við munum því einbeita okkur að
því með hvaða hætti við getum náð
fram aukinni hagræðingu í rekstr-
inum.
Það er t.d. hægt að ná hagræði
fram með lengri keyrslum á tækja-
búnaði. Hvort fyrirtæki fyrir sig er
með mikinn fjölda mismunandi
vörutegunda. Myllan framleiðir t.d.
um 300 mismunandi tegundir og
Samsölubakarí litlu minna. Það
væri því hægt að ná fram nokkru
hagræði ef fyrirtækin tvö gætu haft
með sér ákveðna verkaskiptingu í
framleiðslunni," segir Kolbeinn.
„I þessari miklu samkeppni dug-
ir ekkert annað en að sérhæfa sig
„Stefnan
skýrari eftir
kaup
Myllunnar“
Til leigu 2000 fm verslunar- og iðnaðarhúsnæði á einum besta stað í Faxafeni við
hliðina á Hagkaup. Á jarðhæðinni er ca 240 fm verslunarpláss og 760 fm salur með
Lmmb innkeyrsludyrum. Skrifstofur o.fl. á 1000 fm léttu milligólfi. Afhending eftir
samkomulagi. Getur leigst í smærri einingum. Upplýsingar
gefur Guðlaugur í síma 896 0747 eða Viðar í síma 897 3050.
EIGULISTINN LEIGUMIÐLUN Sími 511 2900 ♦ Skipholti 50B
sem mest auk þess sem fyrirtækin
hér verða að stækka eins og kostur
er til að takast á við harðnandi
samkeppni frá innflutningi. Mark-
aðurinn er svo lítill hér á landi og
það gerir mönnum erfitt fyrir að ná
hagkvæmri stærð. Við munum því
reyna að nýta hvort fyrirtækið fyr-
h' sig á sem bestan hátt. Það er
hins vegar alveg ljóst að við mun-
um framleiða áfram Samsölubrauð
og Myllubrauð."
Hlutafé Myllunnar aukið um 18
milljónir að nafnvirði
Eins og fram kom í viðskipta-
blaði Morgunblaðsins sl. fimmtu-
dag, hefur Myllan nú verið opnuð
fyi’ir nýjum fjárfestum, en fram til
þess hafði fyrirtækið ____________
verið lokað fjölskyldu-
fyrirtæki.
Hlutafé Myllunnar
var aukið um 18 millj-
ónir króna að nafnvirði
og selt nokkrum stofn-
anafjárfestum á genginu 5,0. Sölu-
virði hlutafjáraukningarinnar var
því 90 milljónir króna eða liðlega
þriðjungur kaupverðs Samsölu-
bakarís.
Kolbeinn segir þessa hlutafjár-
aukningu hafa verið hluta af að-
gerðum fyrirtækisins til að styrkja
stöðu sína á innlendum markaði.
Heimild er fyrir sölu á hlutafé að
nafnvirði 7 milljónir króna til við-
bótar en Kolbeinn segir það ekki
ljóst hvort og þá hvenær af sölu
bréfanna verði.
„Við erum sátt í bili. Það var
samþykkt að stefna að skráningu
fyrirtækisins á hlutabréfamarkaði
innan þriggja ára. Við munum
hins vegar bfða eftir hentugum
tíma til að ráðast í slíka skráningu
og það kann vel að vera að við
fjölgum hluthöfum hægt og bít-
andi þangað til af því verður,“ seg-
ir Kolbeinn.
Samanlögð markaðshlutdeild
um 25% á landsvísu
Samkeppnisráð hefur haft kaup
Myllunnar á Samsölubakaríi til at-
hugunar að undanförnu m.a. til að
„Hörð sam-
keppni stór-
markaða halda
verði niðri“
ganga úr skugga um að þessi fyrir-
tæki nái ekki markaðsráðandi að-
stöðu í krafti stærðar sinnar. Guð-
mundur Sigurðsson hjá Sam-
keppnisstofnun, segir að stofnunin
hefði tíma til 10. mars til að ljúka
þessari athugun. Vinna við hana sé
í fullum gangi og vænta megi þess
að niðurstaða liggi jafnvel fyrir í
ki’ingum 20. febrúar.
Myllan og Samsölubakarí hafa á
undanförnum árum verið stærst
þeirra fyrirtækja sem selja brauð í
stórmarkaði og raunar eru engin
önnur bakarí sem geta talist ámóta
að stærð á markaðnum. Þau bakarí
sem næst koma eru Kr. Jónsson á
Akureyri, Bakarameistarinn og
Bakaríið Austurveri sem hvert fyr-
ir sig nái um helmingi af
stærð Samsölubakarís.
Hins vegar hefur hlut-
ur einstakra bakaría ver-
ið allnokkur á þessum
________ markaði auk þess sem
erfítt er að flytja brauð á
milli landshluta. Annars vegar tek-
ur þessi vara mikið pláss miðað við
þyngd og einnig kemur þar til sú
krafa um að brauðið sé sem
ferskast. Kolbeinn segir brauð
raunar ekki mega vera mikið meira
en hálfs dags gamalt þegar það
berist í verslanir. Þetta setji báð-
um fyrirtækjunum því nókkrar
skorður hvað varðar útbreiðslu.
Myllan og Samsölubakarí hafa
u.þ.b. 50% markaðshlutdeild á
Stór-Reykjavíkursvæðinu að með-
töldum Suðurnesjum, Selfossi og
Hveragerði, þegar markaðurinn
hefur verið skilgreindur í sinni víð-
ustu mynd, þ.e. brauð og kökur og
allt tilheyrandi.
Kolbeinn segir fyrirtækin hins
vegar aðeins hafa um 25% saman-
lagða hlutdeild þegar litið sé til
landsins í heild. „Það eru til um 115
bakarí á landinu og það fer nú
drjúgt magn í gegnum þau.“
Hvað samþjöppun á þessum
markaði varðaði þá segir Kolbeinn
að hafa verði í huga að markaður-
inn hér á landi sé mjög lítill og því
sé veruleg samþjöppun óhjá-
kvæmileg, sé íslenskum fyrirtækj-