Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 2

Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Arangur Völu Flosadóttur í stangarstökki og þróun heimsmetsins innanhúss VALA: 4,44 m 3,5 3,0- V Vorið 1994: Yfir3,0 m ______-________ % | Fyrsta mót: 2,50 m 2,0 fA Jan. '95: 3,63 Norðurlandamet Mars 1994: Vala stökk fyrst á stöng Jan. '97: 4,20 m, NM og heimsmet unglinga Jan. '96: 3,82 m, NM Jan. '96: 3,90 m, NM Jan. '96: 4,00 m, NM Feb. '96: 4,11 m, NM Mars '96: 4,16 m, NM Evrópumeistari innanh. 31/1: 4,26 m,NM 4/2: 4,35 m, EM 6/2: 4,42 m, HM 14/2: 4,44 m, HM 1994 1995 1996 1997 1998 ■ KRISTJÁN Brooks knattspymu- maður úr ÍR, stóð sig vel í leik með norska liðinu Lyn um helgina, er liðið lék æfmgaleik gegn Moss, 2:2. Kristján skoraði bæði mörk liðsins. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði eina mark Genk í 1:1 jafntefli við Aalst á útivelli í belgísku 1. deild- inni um helgina. Þórður kom Genk yfir á 21. mínútu með marki sínu en 55 mínútum síðar jöfnuðu heima- menn og þar við sat. ■ KRISTJÁN Finnbogason var í marki skoska liðsins Ayr í 4. umferð bikarkeppninnar um helgina. Ayr sigraði þá Kilmarnock 2:0 og kemst því í 5. umferð. ■ VILBORG Jóhannsdóttir úr Tindastóli varð um helgina íslands- meistari í sexþraut á Meistaramóti íslands sem fór fram í Kaplakrika og Baldurshaga. Vilborg fékk 4.040 stig og hjó nærri sex ára gömlu ís- landsmeti Þuríðar Ingvarsdóttur frá Selfossi, en það er 4.091 stig. ■ JÓN Arnar Magnússon úr Tinda- stóli varð Islandsmeistari í sjö- þraut, fékk 5.727 stig, sem er tals- vert frá Islands- og Norðurlanda- meti hans, 6.145 stig, en þess ber að geta að Jón fékk sáralitla keppni. í öðru sæti varð Ólafur Guðmunds- FOLK son, Selfossi, með 4.651 stig. ■ HAILE Gebrselassie setti um helgina heimsmet í 2.000 m hlaupi innanhúss á móti í Birmingham. Eþíópíumaðurinn hljóp á 4.52,87 mín. Gamla metið átti Irinn Eamon Coghlan, 4.54,07 mín. Það var sett fyrir 11 árum. ■ JANINE Whitlock breski methaf- inn í stangarstökki kvenna bætti breska metið um 3 cm, stökk 4,21 m, á mótinu í Birmingham. Whit- lock reyndi við 4,43 m sem þá var tilraun við heimsmet en tókst ekki. ■ JONATHAN Edwards heimsmet- hafa í þrístökki utanhúss frá Bret- landi tókst loks um helgina að slá breska metið í þrístökki innanhúss. Það átti sér stað á mótinu góða í Birmingham. Edwards stökk 17,64 og bætti 17 ára gamalt met Keith Connors um 33 cm. f öðru sæti varð Kúbumaðurinn Yoelvis Quesada með 17,20 m. ■ EDWARDS er að taka þátt í sínu fyrsta keppnistímbili innanhúss í fimm ár og eftir mótið sagði hann að árangurinn hefði komið á óvart sökum þess að flensa hefði herjað á hann síðustu dagana fyrir mótið. „Nú horfi ég bjartsýnn fram á veg- inn og stefni að guliverðlaunum á EM í Valencia og kannski ég geri atlögu að heimsmetinu innanhúss áður en tímabilinu lýkur.“ sagði Ed- wards að mótinu loknu. ■ EINAR Karl Hjartarson íslands- methafi í hástökki innanhúss úr ÍR stökk 2,04 m og hafnaði í 5. sæti á Opna sænska meistaramótinu um helgina. Er það 12 cm frá metinu sem hann setti í Laugardalshöll fyrir 10 dögum. ■ STEFFI Graf hefur verið frá keppni í tennis sl. átta mánuði vegna meiðsla. Nú vonast hún til þess að hafa fengið bót meina sinna og keppir þess vegna á opnu tvíliða- leiksmóti sem hófst í Hanover í gær. Graf og félagi hennar Barbara Rittner unnu þá Meike Babel og Wiltrud Probst örugglega í tveimur settum, 6:3, 6:1. HETJUUÓD W#ala Flosadóttir vekur hvar- Wvetna athygli þai- sem hún stekkur á stöng. „Hún er hávax- in, fljót, íþróttamannslega byggð og í henni býr hinn íslenski kraftur," sagði sænska Aftonblad- et á dögunum, eftir að hún setti heimsmet; stökk 4,42 m í Bi- elefeld í Þýskalandi. Slæm meiðsl í baki hrjáðu Völu í fyrra- sumar og meginmark- mið hennar fyrir Evr- ópumeistaramótið, sem fram fer eftir tæpar tvær vikur, var að ná heilsu. Það tókst og tvö heims- met teljast líklega býsna góð uppbót (!) - en hún er jarðbund- in þrátt fyrir velgengni: „...heimsmetið er þjálfaranum fyrst og fremst að þakka, hann er einstakur. Árangur sem þessi kostai- mikið erfiði og þolinmæði - þrotlausa vinnu. Ekki bara hjá íjjróttamanninum heldur ekki síður hjá þjálfaranum sem verð- ur að hafa óþrjótandi þolinmæði til viðbótar við yfirgripsmikla þekkingu,“ sagði hún eftir áður- nefnt metstökk. VaJa og tékkneska stúlkan Daniela Baitova hafa verið þær bestu í Evi-ópu undanfarin miss- eri en barátta þeirra hófst í Stokkhólmi snemma árs 1996; þegar stangarstökk kvenna var keppnisgrein á Evrópumeistara- móti í fyrsta skipti. Bartova var þá talin langsigurstrangl egust en Vala hafði betur; kom, sá og sigr- aði. Þær hafa marga hildi háð síð- an og verða að teljast líklegastai- til að berjast um gullið á Evrópu- meistaramótinu, þó auðvitað megi ekki gleyma því að fleiri gera til- kall til góðmálma á því móti. Þjálfari Bartovu, Boteslaw Pa- tera, sagði við Morgunblaðið eft- ir að Vala setti heimsmetið um daginn að sá árangur hennar hefði ekki komið sér á óvart. Og bætti reyndar við að hann teldi að metið félli örugglega mjög fljótlega. „Bartova, Baiakhonova frá Úkraínu, Szemerédi frá Ung- verjalandi og Vala geta allar gert það hvenær sem er. Það kæmi mér ekki á óvart þó heimsmet Völu yrði bætt fyrir Evrópu- meistaramótið, sem fer fram í Valencia á Spáni í lok þessa mánaðar." Segja má að hann hafi hitt naglann á höfuðið, því metið var tvíbætt á laugardag; fyrst lærisveinn hans, í Prag, og Vala skömmu síðar í Eskilstuna í Sví- þjóð - fékk fregnir af afreki Bar- tovu og var þá ekkert að tvínóna við hlutina; bætti metið strax aft- ur. Það sýnir mikinn andlegan styi'k og ánægjulegt er hve Vala er orðin örugg í keppni. Ummæli Pateras, þjálfara Bartovu, um Völu í Morgunblað- inu á dögunum, eru athyglisverð: „Vala er hávaxin - það kemur henni mjög til góða. Ef hún yrði svolítið h'kamlega sterkari en hún er í dag og næði meiri snerpu - meiri hraða - þá gæti hún hæglega bætt heimsmetið frekar; ég tel Völu reyndar geta stokkið miklu hærra en hún hef- ur þegar gert.“ Pateras þessi er vonandi spámannlega vaxinn. Frásagnir af Völu undanfarn- ar vikur hafa verið sem samfellt hetjuljóð. Megi shkur kveðskap- ur hljóma sem lengst. Skapti Hallgrímsson Vala sýnir mikinn andlegan styrk og er orðin örugg í keppni Hafði körfuboltakonan JENNIFER BOUCEK ekki áhuga á að slá stigametið? Spila alltaff fýrir liðið JENNIFER Boucek frá Bandaríkjunum hefur leikið vel með liði Keflavíkur í vetur og í bikarúrslitaleiknum á laugardag- inn átti hún mjög góðan leik, hitti úr 4 af 8 skotum innan teigs, tveimur af þremur þriggja stiga skotum, og 13 af 14 vitaskotum rötuðu rétta leið. Auk þess tók hún 5 fráköst og náði boltanum sex sinnum af ÍS-stúlkum. Jenny, eins og hún er alltaf kölluð, er 24 ára, fædd 20. desember 1973 í Nashville í Tennessee. Hún byrjaði snemma í íþróttum og gat sér fljótlega gott orð í nokkrum greinum og má sem dæmi nefna að hún fékk skólastyrk fyrir góða frammistöðu í blaki og tennis. Áður en hún kom til Keflavíkur lék hún með Cleveland Rockers í WNBA-deildinni, atvinnumannadeild kvenna í Bandaríkjunum. Jenny segist alltaf hafa verið mjög virk og alla tíð verið í mörgum íþróttum. Þegar hún var ^■■■1 19 ára sneri hún sér Eftir alfarið að Skúla Unnar körfuknattleik og Sveinsson lagði aðrar íþróttir á hilluna marg- frægu. Hún hefur gert samning við WNBA um að leika þar á ný í sum- ar og fer utan um leið og keppnis- tímabihnu lýkur hér á landi. Það verður sem sagt ekkert frí hjá henni. En hvernig stendur á að hún kom til íslands? „Ég vildi fara á einhvem stað sem ég myndi aldrei koma á aftur. Það eru afskaplega litlar líkur á að ég hefði komið til íslands nema vegna körfuboltans og því var þetta gullið tækifæri," segir Jennifer. „Mér líkar afskaplega vel héma og ég hef reynt að nýta tímann vel og skoða eins mikið af landinu og kostur er. Ég er í rauninni búin að sjá talsvert mikið og líkar vel.“ Þú áttir stóran þátt í sigrinum á laugardaginn, gerðir 27 stig og þaraf 23 í fyrri hálfleik. Stigametið í bikarúrslitaleik eru 33 stig - þú hefur ekkert verið að hugsa um það? „íslendingar, og þá sérstaklega Keflvíkingar, hafa gert svo mikið fyrir mig og ég veit ekki hvemig ég get endurgoldið þeim en vona að ég Sigurður Valgeirsson JENNIFER Boucek ásamt Ingimundi Guðjónssyni, ungum stuðningsmanni Keflavíkurliðsins, eftir bikarúrslitaleikinn. hafi gert eitthvað þeim til ánægju í úrslitaleiknum. Þetta er einstakt land og þá er ég ekki bara að tala um körfuboltann heldur þessa miklu gleði hér. Við vildum virki- lega vinna og stundum þegar vilj- inn er of mikill er erfitt að byrja leik en við héldum áfram og vörnin var sterk, sem var lykillinn að sigrinum. Við unnum því á vörninni enda leggja stelpurnar mikið á sig fyrir utan æfingar og það hefur komið þeim alla þessa leið. Annars spila ég alltaf fyrir liðið og það skiptir mig ekki máli þó ég skori ekki stig ef liðið mitt vinnur. I fyrri hálfleiknum vai’ð ég að skjóta talsvert vegna þess að stelpurnar virtust eitthvað taugatrekktar. í seinni hálfleik var leikur liðsins eðlilegur og þá þurfti ég ekki að skjóta. Ég vona að ég geti hjálpað stelpunum þannig að þær verði betri í körfubolta og þeim fer ekki mikið fram ef ég er alltaf að skjóta.“ Móðir þín, afí og amma auk móð- ursystur þinnar fylgdust með bik- arúrslitaleiknum. Var sigurinn ekki sætari fyrir bragðið? „Jú auðvitað. Þau hafa komið nokkrum sinnum í vetur og finnst frábært að vera hér. Helst af öllu vilja þau að ég nái mér í íslending til að þau geti komið hingað sem oftast,“ segir Jenny glettin. Talar þú einhverja íslensku? „Nei, ekki ennþá, en ég er búin að læra talsvert og ég skil dálítið. Ég kann öll „ljótu“ orðin, enda lær- ir maður þau fyrst. Ég er með spólu sem ég ætla að læra íslensku af og svo er bara að fá sér barna- bækur og lesa,“ sagði Jennifer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.