Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 3

Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 B 3 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Vala Flosadóttir bætti heimsmetið í stangarstökki í annað sinn á átta dögum Lá á dýnunni og horfði á rána titra Hasse Sjögren VALA Flosadóttir yfir ránni f metstökki sínu. VALA Flosadóttir, frjálsíþrótta- kona úr ÍR, bætti enn heims- metið í stangarstökki innanhúss um helgina. Hún stökk 4,44 metra á sænska meistaramótinu í Eskilstuna á laugardag og bætti hálfrar klukkustundar gamalt met Danielu Bartovu um einn sentímetra. „Þetta var ótrúlegt og tilfinningin var jafn- vel enn betri en þegar ég setti heimsmetið í Bielefeld fyrir viku. Ég fór yfir í annarri tilraun og kom aðeins við rána á niðurleið. Ég lá síðan á dýnunni og horfði á rána titra fyrir ofan mig, en hún hætti því og hékk uppi og heimsmetið var mitt aftur,“ sagði Vala við Morgunblaðið. Byrjunarhæð Völu var 3,93 metr- ar, síðan lét hún hækka upp í 4,13 metra og síðan 4,30 og fór yfír í fyrstu tilraun. „Þegar ég var búin að stökkva fyrsta stökk- Valur B. ið (3,93m) var til- Jónatansson kynnt í hátalarakerf- skrilar jnu j íþróttahöllinni að Bartova hafi bætt heimsmetið mitt um einn sentímetra. Ég hugsaði til hennar og klappaði fyrh- henni. Þessar fréttir voru um leið mikil hvatning fyrir mig að ná metinu aftur. Ég vai' ákveðin í að endurheimta metið og lét hækka í 4,44 eftir að ég hafði stokkið auðveld- lega yfír 4,30 metra,“ sagði Vala. Hún felldi á uppleið í fyrstu tilraun, en í næstu tilraun fór hún vel yfir en kom aðeins við rána á niðurleið. Ráin titraði aðeins og hékk síðan uppi og Vala gat fagnað heimsmeti öðru sinni á átta dögum. „Það var erfið bið á dýnunni meðan ráin titraði. Þegar Ijóst var að hún hékk uppi hljóp þjúlf- arinn til mín og fagnaði með mér. Það var yndislegt að upplifa það að setja heimsmet aftur. Ég missti met- ið í hálfa klukkustund," sagði Vala. 20 áhorfendur Hún sagði að keppnin í stangar- stökkinu hefði dregist mjög á lang- inn og hún hafi verið búin að bíða í þrjár klukkustundir áður en hún hóf keppni. „Þegar ég setti heimsmetið um klukkan hálfátta um kvöldið voru örfáir eftir í íþróttahöllinni, liðlega 20 áhorfendur. Það bjóst enginn við þessu meti hjá mér,“ sagði hún. „Þessi árangur gefur mér aukið sjálfstraust fyrir Evrópumeistara- mótið sem fram fer í Valencia á Spáni í lok mánaðarins. Þar verður hörkukeppni og ég er næstum viss um að heimsmetið fellur þar. Hvort það verður ég eða einhver önnur sem bæti það skal ósagt látið. Ég lofa engu, en geri ávallt mitt besta.“ Eftir að hún setti heimsmetið fór Vala beint í viðtal við sænska ríkis- sjónvarpið og í gær átti hún að mæta í sérstakan þátt sem TV-4 í Svíþjóð verður með um hana. Ágangur frétt- manna hefur verið mikill. En hvern- ig finnst henni að vera svona mikið í sviðsljósinu. „Það er allt í lagi en getur stundum verið þreytandi. Ég held mér alveg á jörðinni. Þetta er bara hluti af velgengninni og ég verð að taka því eins og öðru.“ Þórey efnileg Keppendur í stangarstökkinu í Eskilstuna voru 25. Danska stúlkan Mari Rassmussen, sem varð önnur, setti danskt met og stökk 4,03 metra. Þórey Edda Elíasdóttir úr FH keppti einnig á mótinu og stökk 3,88 metra og hafnaði í þriðja sæti. „Hún á eftir að fara yfir fjóra metra, það er aðeins spuming um tíma hjá henni. Hún er að bæta sig jafnt og þétt og það er gaman að önnur íslensk stúlka skuli vera komin í stangarstökkið," sagði Vala. Vala er nú að hefja lokaundirbún- ing sinn fyrir Evrópumótið. „Ég mun æfa frekar létt fram að EM. Mun leggja áherslu á að slípa tækn- ina. Annars mun ég reyna að slappa af og undirbúa mig vel andlega." Hún býr í Lundi en keppti fyrir MAI frá Malmö í Eskilstuna. Hún hefur bætt árangur sinn um 24 sentímetra á þessu ári. Heimsmetið utanhúss er „Ég keppi aldrei fýrir Svíþjóð“ SÆNSKIR Qölmiðlar hafa fjall- að mikið um Völu Flosadóttur að undanförnu og vilja þeir að hún gerist sænskur ríkisborg- ari, enda hefur hún æft og búið í Svíþjóð í fimm ár. „Ég er og verð alltaf Islendingur og það kemur ekki til greina að breyta því. Þegar ég setti fyrst heims- metið fyrir átta dögum sló sænska dagblaðið Aftonbladet því upp og sagði í fyrirsögn: „Hún gæti orðið næsta ólymp- fustjarna okkar.“ Nú er fyrir- sögnin í sama blaði: „Ég keppi aldrei fyrir Svíþjóð." Þetta er mikii breyting á umfjöllun blaðsins og ég er ánægð með hana,“ sagði Vala við Morgun- blaðið. Vala segir í viðtali við sunnu- dagsblað Aftonbladet að Tomas Engdahl, yfirþjálfari sænska kvennalandsliðsins, hafi komið að tali við sig á dögunum og sagt að nú þyrfti hún að fara að velja milli Islands og Svíþjóðar. „Ég sagði honum að ég væri löngu búin að velja ísland.“ í eigu Emmu George frá Ástralíu og er það 4,55 metrar. „Það er draum- urinn að ná heimsmetinu utanhúss í sumar,“ sagði Vala. Góð afmælisgjöf Vala varð tvítug í gær, mánudag, og sagði hún að varla væri hægt að hugsa sér betri afmælisgjöf en heimsmet. Hún hefur fengið mörg heillaskeyti frá íslandi og eins hafa margir haft samband við hana til að samgleðjast henni og óska henni til hamingju með metið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.