Morgunblaðið - 17.02.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.02.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 B 11 Kraft- arnir illa nýttir Ivar Benediktsson skrífar Það var ekki rismikill hand- knattleikur sem leikmenn Stjörnunnar og Víkings sýndu í As- garði á sunnudag- inn. Stigin voru báð- um liðum bráðnauð- synleg, Stjörnu- menn eru í harðri baráttu við að komast í úrslita- keppnina og Víkingar að berjast fyiir tilverurétti sínum í deildinni. Orðaskak og bamingur einkenndi leikinn og alls voru leikmenn utan vallar í 30 mínútur og varð það síst til þess að auðvelda slökum dómur- um leiksins að sinna starfí sínu. Stjörnumenn fógnuðu sigri, 25:24, en ónákvæmur leikur Víkings á lokakaflanum ásamt því að dómar- arnir horfðu framhjá vítakastsdómi 9 sekúndum fyrir leikslok varð næstneðsta liði deildarinnar að falli. Stjaman hafði frumkvæðið í leiknum nær allan fyni hálfleik. Leikur þeirra var hins vegar ekk- ert til að hrópa húrra fyrir, vörnin var slök og sóknarleikurinn oft og tíðum ómarkviss. Víkingar gerðu sig seka um fjölda mistaka og köst- uðu frá sér mörgum tækifærum til að ná yfirhöndinni. M.a. fóm tvö hraðaupphlaup í súginn í stöðunni 6:5 fyrir heimamenn. Sóknarleikur Víkings var oft og tíðum handa- hófskenndur og leikmenn Stjörn- unnar fengu fjölda hraðaupphlaupa sem flest enduðu með marki sem varð þess valdandi að forystan var þeirra í hálfleik, 14:12. Stjörnumenn virtust í upphafí síðari hálfleiks vera að ná tökum á leiknum og náðu snemma fjögurra marka forskoti, 17:13. En fljótlega fjaraði út og leikurinn fór í sama fax-ið og áður. Er við bættist að leikmenn liðsins tóku að mótmæla flestu því sem á gekk í leiknum, var það ekki til að bæta úr skák. Vík- ingar gengu á lagið og jöfnuðu, en vantaði herslumuninn á að brjóta ísinn og komast yfu-. Loks tókst það í stöðunni 23:22 og rúmar sjö mínútur voru eftir. Þá höfðu Stjörnumenn misst þjálfara sinn og besta leikmann af leikvelli með rautt spjald. Adam var ekki lengi í Paradís þeirra Víkinga því Stjöm- unni tókst að komast yfír á ný 24:23. Hilmar Þórlindsson skoraði síðan sigui-markið 30 sekúndum fyrir leikslok úr vítakasti. Víkingar áttu reyndar síðustu sóknina og hefðu að réttu átt að fá vítakast þegar 9 sekúndur voru eftir er brotið var á Hjalta Gylfasyni innan vítateigs, en dómurum leiksins þótti greinilega nóg komið og létu aukakast duga. Kveikjuþráðurinn í mörgum leikmönnum Stjörnunnar var stutt- ur í þessum leik og ljóst að þar á bæ ríkir engin gleði með stöðuna í deildinni. Á hreinu er að leikmenn liðsins verða allir sem einn að gera betur ætli þeir sér að halda sér inni í úrslitakeppninni, það tekst ekki með viðlíka framgöngu og að þessu sinni. ■ Úrslít / B14 ■ Staðan / B14 Sigmar Þröstur hetja Eyjamanna FOLK ■ MAGNÚS Sigmundsson lék ekki í marki Hauka á sunnudaginn en hann var með flensu. í hans stað kom Sigurður Sv. Sigurðsson og varði tvö skot þann stutta tíma sem hann var inná undir lok leiksins. ■ OLEG Titov, línumaðurinn snjalli hjá Fram, fékk blómvönd. fyrir leikinn fyrir 100 leiki með fé- laginu. Blómaleikurinn var raunar bikarúrslitaleikurinn um fyrri helgi, en forráðamenn félagsins vildu ekki auka á taugaspennu leik- manna með því að afhenda honum blómin í Laugardalshöllinni. ■ JÚLÍUS Gunnarsson skytta úr Val brotnaði á þumalfíngri vinstri handar í síðasta skoti sínu í bikar- úrslitaleiknum. Hann verður frá í 5 til 6 vikur. ■ INGVAR Þ. Sverrisson skoraði sitt fyrsta mark fyrir meistara- flokk Vals í leiknum gegn Breiða- bliki á sunnudaginn. Fyrir það fékk hann hefðbundna viðurkenn- ingu frá félögum sínum - rassskell. ■ ÓLAFUR Ingimundarson fékk tækifæri til að láta Ijós sitt skína á sunnudaginn þegar hann kom inná hjá Breiðabliki sem varamark- vörður fyrir Elvar Guðmundsson, sem missti linsu. Ólafur er 49 ára og var inná í tvær mínútur. ■ SIGMAR Þröstur Óskarsson, markvörður IBV, gerði glæsilegt mark í leiknum gegn FH. Hann komst inn í sendingu FH-inga, brunaði fram og setti knöttinn í netið framhjá Lee í marki FH. ■ ALEXEI Trúfan lék með Vík- ingi á ný eftir nokkurt hlé sem hann tók í framhaldi af að hann var leystur undan samningi sem þjálf- ari liðsins fyrr á þessu ári. Trúfan lék eingöngu í vöminni og kom fyrst við sögu eftir tæplega 11 mín- útur og var það sem eftir var í vörninni. ■ FJÓRIR leikmenn Stjörnunnar voru reknir af leikvelli fyrir mót- mæli í leiknum gegn Víkingi, þar af þrír sem mótmæltu dómum þeg- ar Stjarnan var í sókn. Framarar í annað sætið SIGMAR Þröstur Óskarsson var hetja ÍBV þegar liðið sigr- aði FH í gærkvöldi, 23:26. Leikurinn var mjög jafn og segja má að einstaklings- framtak Sigmars Þrastar hafi ráðið því að sigurinn féll Eyjamönnum í skaut en ekki FH-ingum. Fyrri hálfleikur var ágætlega leikinn og sáust skemmtileg til- þrif hjá leikmönnum beggja liða. FH-ingar virtust BorgarÞór hafa frumkvæðið en Einarsson Eyjamenn gáfu ekk- skrifar ert eftir. Varnir beggja liða voru sterkar og nýttu liðin sér það til hraðaupphlaupa. Sérstaklega voru upphlaup FH-inga vel útfærð og skoraði liðið helming tólf marka sinna í fyrri hálfleik úr hraðaupp- hlaupum. Síðari hálfleikur var ekki eins vel leikinn en ívið fjörugi'i ef eitthvað var. Meiri óþolinmæði gætti í sókn- arleiknum og varnarleikurinn var ekki eins agaður. Sigmar Þröstur hafði greinilega haft gott af leik- hléinu og varði eins og berserkur í seinni hálfleik. Hann stöðvaði einnig ófá hraðaupphlaup FH og kórónaði leik sinn með glæsilegu marki eftir að hafa komist í send- ingu og brunað fram í sókn. Þegar leið á hálfleikinn færðust leikmenn ÍBV allir í aukana en FH-ingar virt- ust slegnir út af laginu og gerðu sig seka um ótímabær skot og óvandað- ar sendingar. Þegar staðan var 22:22 og FH- ingar í sókn var einum Eyjamanni vikið af leikvelli og virtust heima- menn standa með pálmann í hönd- unum. En þeim tókst ekki að nýta liðsmuninn betur en svo að Eyja- menn náðu tveggja marka forystu einum leikmanni færri. Segja má að úrslit leiksins hafi í raun ráðist á þessum kafla. Á lokamínútunum gerðu FH-ingar örvæntingarfullar tilraunir til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og fögnuðu Eyja- menn innilega í leikslok. Hjá FH-ingum var Lee mark- vörður bestur og verður honum ekki kennt um tapið. Lið FH lék vel framan ef en leikmenn virtust missa einbeitingu þegar leið á leikinn. Eins og fyrr segir var Sigmar Þröstur besti maður IBV en auk hans léku Svavar Vignisson og Zoltán Belanyi vel. Sigmar Þröstur var að vonum ánægður að leik lokn- um: „Við reyndum að koma í veg fyrir hraðaupphlaup þeirra f síðari hálfleik og þá fór þetta að ganga. Ég var nú eiginlega mest hræddur um að Lee myndi skora hjá mér, þannig að ég svaraði bara fyrir mig - fyrirfram! Morgunblaðið/Ásdís GÚSTAF Bjarnason skoraði eitt af fimm mörkum sínum af línu gegn Fram. Skúli Unnar Sveinsson skrífar Þrátt fyrir afleita byrjun tókst Fram að leggja Hauka 26:22 og færast með því upp í annað sæt- ið, fjórum stigum á eftir Aftureldingu en Safamýrarliðið á leik til góða. Hauk- amir byrjuðu sér- lega vel, komust í 4:0 áður en Fram tókst að skora fyrsta markið eftir 7 mínútur og 25 sekúndur. Eftir markið vöknuðu heimamenn til lífsins í vörninni en sóknin var áfram heldur losaraleg og næsta mark kom ekki fyrr en eftir 6 mín- útur og 20 sekúndur og þá hafði Framliðið lokið níu sóknum og að- eins gert eitt mark. Guðmundur Guðjónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar staðan var 6:2 og gafst það vel því heimamenn jöfnuðu 7:7 er leikið hafði verið í 21 mínútu og komust síðan 10:8 yfir. Haukar léku illa á þessum kafla, gerðu aðeins eitt mark í níu mínút- ur en tókst að jafna 11:11 fyrir leikhlé með tveimur síðustu mörk- um hálfleiksins. Upphaf síðari hálfleiks var nærri endurtekning á þeim fyrri. Heima- menn gerðu reyndar fyrsta markið en gestirnir luku fímm fyrstu sókn- unum með marki og komust í 14:12. Framarar breyttu stöðunni úr 17:18 í 20:18 á níu mínútna kafla og síðan 23:19 þegar fimm mínútur voru eftir og nú leygðu þeir þeim rauðklæddu ekki að jafna. Framarar léku ágætlega ef fyrstu mínúturnar eru undanskild- ar. Vörnin var sterk og Reynir Þór Reynisson varði vel og í sókninni voru þeir sprækir og hugmynda- ríkir. Hornamennirnir, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson og Njörður Árnason, nýttust vel. Daði náði sér ágætlega á strik eftir hlé auk þess sem Guðmundur Helgi Pálsson átti fínan leik og Oleg Titov bregst varla þegar hann fær færi. Leikur Hauka var dálítið brokk- gengur. Vörnin lék ágætlega á köflum en þess á milli voru leik- menn ekki nægilega vel á verði. Sóknin var fín á köflum, boltinn gekk vel manna á milli og mikil hreyfing var á leikmönnum, en síð- an komu langir kaflar þar sem eng- inn virtist vita hvað átti að gera. Vörn Fram var reyndar nokkuð sterk og það háði sókn Hauka að þegar nálgaðist leikleysu urðu skytturnar oft að skjóta úr vonlitlu færi. Bjami Frostason byrjaði mjög vel og náði sér síðan aftur á strik í upphafi síðari hálfleiks. Gústaf Bjarnason var öruggur á línunni og Halldór Ingólfsson átti fínan leik, sérstaklega í fyrri hálf- leik. Einar Gunnarsson lék talsvert og hefði að ósekju mátt skjóta oft- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.